Author Archives: Ólöf Margrét Snorradóttir

Tólf sporin – andlegt ferðalag. Opinn kynningarfundur í kvöld 19. september kl. 20 í Egilsstaðakirkju

Egilsstaðakirkja býður í vetur upp á sjálfstyrkingarnámskeiðið Tólf sporin – andlegt ferðalag. Tólf spora vinna hentar öllum þeim sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar í þeim tilgangi að öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu þar sem leitað er styrks í kristinni trú.

Tveir opnir kynningarfundir verða í Egilsstaðakirkju kl. 20, mánudagana 19. og 26. september, þar sem færi gefst á að kynna sér starfið. Á þriðja fundinum verður hópunum lokað og sporavinnan hefst.  Vinnan fer fram í litlum lokuðum hópum og byggist á heimavinnu fyrir hvern fund, með því að svara spurningum tengdum hverju spori. Hópurinn hittist vikulega og fer yfir efni hvers fundar. Unnið er með bókina Tólf sporin – Andlegt ferðalag.

Ekkert þátttökugjald er, annað en efniskostnaður fyrir bókina.

Vinir í bata er hópur fólks sem hefur tileinkað sér tólf sporin sem lífstíl. Á heimasíðu þeirra má finna frekari upplýsingar um tólf sporin sem og lesa reynslusögu margra sem eru á hinu andlega ferðalagi sem tólf sporin eru.

Vertu velkominn á kynningarfund þann 19. september eða 26. september.

Hæfileikasýning í Stjörnustund 12. október

Hæfileikasýning barnanna í Stjörnustund verður í Egilsstaðakirkju í dag 12. október kl. 17.

Kátir krakkar í Stjörnustund

Kátir krakkar í Stjörnustund

Börnin mæta kl. 16.30 til að undirbúa, sýningin hefst kl. 17.

Aðgangseyrir 500 kr. Frítt inn fyrir 5 ára og yngri. Hæfileikasýningin er haldin til styrktar fósturbarni barnastarfs Egilsstaðakirkju á Indlandi og rennur allur aðgangseyrir óskiptur í það verkefni.

Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Stjörnustund er kristið frístundastarf fyrir börn í 1.-4. bekk. Í hverri viku bröllum við eitthvað skemmtilegt og helgistund með söng og biblíusögu er fastur liður.

Sunnudagur 4. október – Gleði gleði gleði :)

Egilsstaðakirkja kl. 10.30:
Sunnudagaskóli. Það er alltaf líf og fjör í sunnudagaskólanum. Biblíusaga og söngur, fjölsklylduguðsþjónustaog auðvitað litastund á eftir.

Seyðisfjarðarkirkja kl. 11:
Fjölskylduguðsþjónusta. Biblíusaga, kirkjubrúður og mikill söngur. Kaffi og kökur í safnaðarheimili eftir stundina.

Kirkjuselið Fellabæ kl. 14:
Fjölskylduguðsþjónusta. Biblíusaga, söngur og gleði. Vöfflukaffi á eftir.

Verið hjartanlega velkomin í kirkjuna.

Stjörnustund í Kirkjuselinu 30. september kl. 16.30

Stjörnustund er kristið barnastarf fyrir 6-9 ára börn. Boðið verður upp á Stjörnustund í Kirkjuselinu Fellabæ alla miðvikudaga í október kl. 16.30. Fyrsta samveran verður 30. september. Helgistund, söngur og leikir ásamt því að búa til kókoskúlur, perla og fleira.

Umsjón hefur Ólöf Margrét Snorradóttir en unglingar aðstoða í stundinni.

27. september: Sunnudagaskóli kl. 10.30 í Egilsstaðakirkju

martamariaSunnudagaskólinn verður á sínum stað sunnudaginn 27. september og hefst hann kl. 10.30. Söngur, sögur og bænir.

Við fáum að heyra um systurnar Mörtu og Maríu og hvað við getum lært af þeim. Rebbi og Mýsla koma í heimsókn.

Djús, ávextir og litastund í lokin, ásamt kaffi handa pabba og mömmu, afa og ömmu.

Láttu sjá þig! Allir velkomnir í sunnudagaskólann!

Minningarstund í Egilsstaðakirkju 10. september kl. 20

candle-light-heart

10. september – minningardagur vegna sjálfsvíga

10. september er tileinkaður forvörnum vegna sjálfsvíga víða um heim. Hér á landi er dagurinn einnig helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju fimmtudagskvöldið 10. september kl. 20.
Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir leiðir stundina og flytur hugvekju.
Sigrún Þórarinsdóttir, félagsmálastjóri Fjarðabyggðar, segir frá eigin reynslu af ástvinamissi.
Kveikt á kertum til minningar um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Tónlistarflutningur.

Kaffisopi á eftir.

Stjörnustund í dag kl. 17!

kids-playingJibbíjei! Þá hefst Stjörnustund að nýju.

Stjörnustund er kristið frístundastarf fyrir börn í 1.-4. bekk og verður alla mánudaga (sept.-nóv) kl. 17-18.30.

Í hverri viku bröllum við eitthvað skemmtilegt eins og sjá má á dagskránni að neðan og helgistund með söng og biblíusögu er fastur liður. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu, nema annað sé auglýst sérstaklega. Hressing í upphafi hvers fundar.

Umsjón hafa Snjólaug og Dagbjört ásamt frábærum aðstoðarleiðtogum.

Upplýsingar og skráning hjá sóknarpresti í síma 847-9289 eða með tölvupósti: thorgeir.arason@kirkjan.is. Það er þó ekki þörf á að skrá sig fyrir fyrsta fundinn, nóg að mæta og prófa 🙂

Dagskrá haustönn 2015:

7. september – Kynning og Leikir

14. september – Blöðrubrjálæði

21. september – Spilafundur, koma með spil að heiman

28. september – útifundur, fótbolti og leikir

5. október – Æfing fyrir hæfileikasýningu

12. október – HÆFILEIKASÝNING til styrktar fósturbarni kirkjunnar á Indlandi (500 kr. aðgangseyrir)

19. október – VETRARFRÍ

26. október – Föndurstund

2. nóvember – Jól í skókassa

9. nóvember – Nammispurningakeppni

16. nóvember – Ratleikur

23. nóvember – Fáránleikar

30. nóvember – Jólafundur

Kvöldguðsþjónusta í Kirkjuselinu 6. september kl. 20

„Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans.“ (Slm 103.2b)

Kvöldguðsþjónusta verður í Kirkjuselinu Fellabæ, sunnudagskvöldið 6. september kl. 20. Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Drífa Sigurðardóttir, félagar úr kór Áskirkju leiða almennan safnaðarsöng.

Allir velkomnir.

Sunnudagur 23. ágúst kl. 11: Guðsþjónusta við rústir klausturkirkjunnar á Skriðuklaustri

Guðsþjónusta beggja siða verður við klausturrústirnar á Skriðuklaustri.

Klausturrústirnar, frá fornleifauppgreftri á Skriðuklaustri. Mynd: „Skriðuklaustur06“ eftir Christian Bickel - eigin skrá.

Klausturrústirnar, frá fornleifauppgreftri á Skriðuklaustri.
Mynd: „Skriðuklaustur06“ eftir Christian Bickel – eigin skrá.

Prestar verða séra David Tencer frá st. Þorlákskirkju á Reyðarfirði og sr. Ólöf Margrét Snorradóttir, prestur í Egilsstaðaprestakalli.

Almennur safnaðarsöngur. Munið að klæða ykkur eftir veðri.

 

Foreldramorgnar á Egilsstöðum

Í safnaðarheimilinu að Hörgsás 4 hittast foreldrar með ung börn. Hér er tilvalið tækifæri til að styrkja tengsl eða kynnast nýju fólki, eiga gott spjall og bara vera í góðum félagsskap.

Hittingarnir eru á mánudögum kl. 11-13 og miðvikudögum kl. 10-12.

Verið velkomin.

%d bloggurum líkar þetta: