ALFA-NÁMSKEIÐ VORÖNN 2023

ALFA er námskeið um kristna trú sem farið hefur sigurför um heiminn.

Alfa-námskeið verður haldið í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju á mánudögum kl. 18:30-20:30 á vorönn 2023. Hefst með ókeypis kynningarkvöldi 13. febrúar. Þetta er 8 skipta námskeið þar sem fjallað er á einfaldan og þægilegan hátt um grundvallaratriði kristinnar trúar í tengslum við stóru spurningarnar í lífi okkar.

Verð: 8.000 kr.

Skráning og nánari upplýsingar: egilsstadakirkja@gmail.com

Umsjón með námskeiðinu á Egilsstöðum hefur góður hópur fólks undir forystu Karenar Kjerúlf í samstarfi við sóknarprest.

%d bloggurum líkar þetta: