Kyrrðardagur á Egilsstöðum 3. september

1-john-2-bible-studyKyrrðardagur í Egilsstaðakirkju laugardaginn 3. september kl. 10-15. Kynnt verður íhugunaraðferðin „Kyrrðarbæn“ (Centering Prayer). Sjá nánar: kristinihugun.is

Leiðbeinandi er sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur á Akureyri sem hefur langa reynslu af iðkun og kennslu Kyrrðarbænarinnar.

Verð kr. 1500 á mann og er léttur hádegisverður innifalinn í verðinu.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hjá sóknarpresti fyrir 1. sept. í síma 847-9289 / netfang: thorgeir.arason@kirkjan.is

Möguleiki er á að hópur iðkenda starfi í kirkjunni í vetur í framhaldi af kyrrðardeginum.

Allir velkomnir!

130 ára afmæli Eiðakirkju Hátíðarmessa sunnudaginn 28. ágúst kl 14.00

Sunnudaginn 28. ágúst verður 130 ára afmæli Eiðakirkju haldið hátíðlegt. Jafnframt er fagnað endurbótum á kirkjunni og umhverfi hennar og nýtt orgel blessað.

Hátíðarmessa hefst í kirkjunni kl. 14:00 þar sem biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, predikar. Prófastur Austurlandsprófastsdæmis, sr. Davíð Baldursson þjónar ásamt sr. Jóhönnu I. Sigmarsdóttur, fv. sóknarpresti, sr. Þorgeiri Arasyni og sr. Sigríði Rún Tryggvadóttur.

Kór Eiðakirkju syngur og organisti er Jón Ólafur Sigurðsson.

Að messu lokinni er boðið í hátíðarkaffi í Barnaskólanum á Eiðum í umsjón Kvenfélags Eiðaþinghár. Þar munu sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir fv. sóknarprestur og Þórhallur Pálsson formaður sóknarnefndar rekja sögu kirkju og staðar.

Allir velkomnir!

Sóknarnefnd Eiðasóknar

Eiðakirkja-2-500x333

50 ára vígsluafmæli Valþjófsstaðarkirkju

Vígsluafmæli og orgelblessun
21. ágúst kl. 14Valþjófsstaðarkirkja-500x333

Þann 3. júlí síðastliðinn voru liðin fimmtíu ár frá vígslu Valþjófsstaðarkirkju. Af því tilefni verður hátíðarmessa í kirkjunni sunnudaginn 21. ágúst kl. 14.
Þá verður einnig nýtt orgel kirkjunnar tekið í notkun en það var keypt frá Johannus orgelverksmiðjunni í Hollandi nú í sumar með veglegum styrk frá Fljótsdalshreppi.


Sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls, sr. Þorgeir Arason, prédikar. Prófastur Austurlandsprófastsdæmis, sr. Davíð Baldursson, þjónar fyrir altari ásamt sr. Láru G. Oddsdóttur, fyrrverandi sóknarpresti Valþjófsstaðarprestakalls og sr. Ólöfu Margrét Snorradóttur, presti í Egilsstaðaprestakalli. Leikmenn úr röðum sóknarbarna annast ritningarlestur. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson, kór Valþjófsstaðarkirkju syngur ásamt gestum. Margrét Lára Þórarinsdóttir syngur einsöng. Meðhjálpari Anna Bryndís Tryggvadóttir.

Boðið er til kaffisamsætis að messu lokinni í Végarði.
Allir velkomnir.

Möðrudalsgleði 20. ágúst: Guðsþjónusta kl. 14 í Möðrudalskirkju

Laugardaginn 20. ágúst er Möðrudalsgleðin og þá verður að vanda guðsþjónusta í Möðrudalskirkju kl. 14.

Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson og meðhjálpari Vernharður Vilhjálmsson.

Verið velkomin!Möðrudalskirkja-333x500

Helgihald sunnudaginn 14. ágúst

Messa í Egilsstaðakirkju kl. 11:00

Þingmúlakirkja

Þingmúlakirkja

Prestur er Þorgeir Arason, organisti Torvald Gjerde. Almennur söngur. Meðhjálpari Ásta Sigfúsdóttir.

Molasopi eftir messu.

Guðsþjónusta á Skriðuklaustri kl. 11:00

Að vanda verður messað á Fljótsdalsdegi Ormsteitis við klausturrústirnar á Skriðu, sjá hér.

Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir. Jón Ólafur Sigurðsson leiðir tónlistina.

Kvöldmessa í Þingmúlakirkju, Skriðdal, kl. 20:00

Prestur er Þorgeir Arason, organisti Torvald Gjerde. Meðhjálpari Ásta Sigurðardóttir.

Eftir messu verður myndarlegt kirkjukaffi í boði sóknarinnar í félagsheimilinu á Arnhólsstöðum.

Verum velkomin til þátttöku í helgihaldinu!

Kvöldmessa í Bakkagerðiskirkju

Kvöldmessa verður í Bakkagerðiskirkju miðvikudaginn 10. ágúst kl. 20:00 (ath. daginn)solsetur

Prestur er Þorgeir Arason, organisti Jón Ólafur Sigurðsson og meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir. Félagar úr kór kirkjunnar (Bakkasystrum) leiða sönginn. Altarisganga.

Kaffisopi í Heiðargerði eftir messu.

Verum velkomin til að eiga ljúfa stund í kirkjunni á sumarkvöldi!

Útiguðsþjónusta á Jökuldal 7. ágúst kl. 14

Jesús segir: hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða (Lúk 18.14).

20160804_151644Sunnudaginn 7. ágúst kl. 14 verður útiguðsþjónusta við fossinn Rjúkanda á Jökuldal. Stutt er að ganga upp að fossinum frá bílastæðinu, fallegur hvammur er neðan við fossinn og þar ætlum við að vera. Munið hlýju fötin og jafnvel teppi að sitja á. Ekki sakar að hafa með heitt kakó eða kaffi og hver veit nema eitthvað verði í boði með kaffinu. Ef illa viðrar færum við okkur í Hofteigskirkju en til þess ætti ekki að koma því allt útlit er fyrir að það verði þurrt, en gæti orðið svalt, komið því vel klædd.

Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar en Torfastaðasystkinin leiða sönginn.

Allir velkomnir.

Helgihald á næstunni

Hér má nálgast upplýsingar um helgihald næstu vikna í Egilsstaðaprestakalli

Sunnudaginn 7. ágúst kl. 14 er útguðsþjónusta við fossinn Rjúkanda á Jökuldal

Miðvikudaginn 10. ágúst kl. 20 er kvöldmessa í Bakkagerðiskirkju á Borgarfirði eystra

Sunnudagurinn 14. ágúst:
-Messa í Egilsstaðakirkju kl. 11
-Guðsþjónusta við rústir klausturkirkjunnar á Skriðuklaustri kl. 11 en þá er Fljótsdalsdagurinn haldinn hátíðlegur
Kl. 20 er kvöldmessa í Þingmúlakirkju

Laugardaginn 20. ágúst er Möðrudalsgleðin og þá er guðsþjónusta í Möðrudalskirkju kl. 14

Sunnudaginn 21. ágúst kl. 14 verður hátíðarmessa í Valþjófsstaðarkirkju í tilefni 50 ára vígsluafmæli kirkjunnar, þá verður einnig nýtt orgel kirkjunnar tekið í notkun

Sunnudaginn 28. ágúst kl. 14 verður hátíðarmessa í Eiðakirkju í tilefni 130 ára vígsluafmæli kirkjunnar

Laugardaginn 3. september verður kyrrðardagur í Kirkjuselinu Fellabæ kl. 10-15

Sunnudagurinn 4. september
-Guðsþjónusta í Egilsstaðakirkju kl. 11, fermingarbörn 2017 og foreldrar sérstaklega boðin velkomin
-Messa í Kirkjubæjarkirkju kl. 14. Kirkjukaffi Kvenfélagsins í Tungubúð á eftir

 

Sunnudagur 31. júlí: Guðsþjónusta í Áskirkju kl. 20

Áskirkja altaristaflaKvöldguðsþjónusta á ljúfum nótum verður í Áskirkju sunnudaginn 31. júlí kl. 20.

Kvöld- og sumarsálmar sungnir í bland við ritningarlestur, hugleiðingu og bænastund.

Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir, Drífa Sigurðardóttir organisti leiðir sönginn.

Verið velkomin til kirkju.

Lesmessa í Egilsstaðakirkju 24. júlí kl. 20

Lesmessa verður í Egilsstaðakirkju sunnudagskvöldið 24. júlí kl. 20.
Lesnir verða valdir ritningartextar ásamt hugleiðingum. Altarisganga og bænastund.

Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.

Verið velkomin.

 

Fylgja

Get every new post delivered to your Inbox.

%d bloggers like this: