Helgihald 23. október

„En hjá þér er fyrirgefning svo að menn óttist þig. “ (Slm 130.4)Askirkjafellum

Guðsþjónusta í Áskirkju sunnudaginn 23. október kl. 14

Ólöf MargrétSnorradóttir þjónar, kór Áskirkju leiðir sönginn undir stjórn Drífu Sigurðardóttur organista.

Guðsþjónusta í Bakkagerðiskirkju sama dag kl. 14

Þorgeir Arason þjónar, Bakkasystur leiða sönginn undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar organista.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Dyngju, Egilsstöðum, kl. 15:30.

Sunnudagaskólinn á sínum stað í Egilsstaðakirkju kl. 10:30 um morguninn og í Seyðisfjarðarkirkju kl 11:00.

Verið velkomin til kirkju!

Messa á degi heilbrigðisþjónustunnar

Í Seyðisfjarðarkirkju sunnudaginn 16. október. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng, organisti og kórstjóri er Tryggvi Hermannsson. Starfsfólk sjúkrahússins tekur þátt í stundinni. svn_6

Sunnudagaskóli í safnaðarheimili á sama tíma. Umsjón Arna Magnúsdóttir ásamt aðstoðarleiðtogum.

Kaffi og kökur í safnaðarheimili eftir stundina.
Verið velkomin.

Bleik messa í bleiklýstri kirkju!

Helgihald í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 16. október:pink-candle-light-flame-hope

Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 10:30! Sr. Ólöf Margrét, Torvald og leiðtogarnir stýra gæðastund fyrir börn og foreldra.

„Bleik messa“ kl. 20:00

Kvöldmessa í léttum dúr en með alvarlegum undirtóni þar sem stundin er helguð árvekniátaki gegn krabbameini.

Selma Klemensdóttir, iðjuþjálfi, segir okkur reynslusögu sína tengda þeim vágesti.

Kór Egilsstaðakirkju og Torvald Gjerde við flygilinn flytja og leiða ljúfa tóna.

Sr. Þorgeir Arason leiðir stundina og flytur hugleiðingu. Meðhjálpari Ásta Sigfúsdóttir.

Kaffisopi eftir messu og frjáls framlög til Krabbameinsfélags Austurlands.

Verið velkomin í bleiku kirkjuna – ekki spillir að mæta í bleiku!

Barnastarf í Kirkjuselinu Fellabæ hefst 11. október

Stjörnustund fyrir káta krakka kl. 15:30-16:30

Stjörnustund er kristið frístundastarf fyrir börn í 1.-4. bekk. Í hverri viku bröllum við eitthvað 20160118_163852skemmtilegt, helgistund með söng og biblíusögu er fastur liður. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu, nema annað sé auglýst sérstaklega. Hressing í upphafi hvers fundar.

TTT – Tíu Til Tólf ára

TTT er kristið frístundastarf fyrir börn í 5.-7. bekk. Helgistund með söng og biblíusögu, föndur, leikir og fræðsla. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu, nema annað sé auglýst sérstaklega. Hressing í upphafi hvers fundar.

Umsjón með starfinu hefur Ólöf Margrét Snorradóttir

Krílasálmar í Egilsstaðakirkju

krilasalmar-mynd-840x560myndaspilKrílasálmar verða í boði í haust í fyrsta skipti í Egilsstaðakirkju!

Þetta er tónlistarnámskeið fyrir u.þ.b. 3-12 mánaða börn og foreldra þeirra þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva börnin. Það er spilað á hljóðfæri og sungið fyrir þau, þeim vaggað, dansað með þeim og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni sem hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska þeirra. Slík námskeið hafa verið í boði í kirkjum bæði á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár og notið vinsælda. (Myndirnar eru frá krílasálmanámskeiðum í Hallgrímskirkju og Lindakirkju.)

Leiðbeinandi í Egilsstaðakirkju verður Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir söngkennari og Torvald Gjerde leikur á píanó og orgel. Tímarnir hér verða á föstudögum kl. 11:15-12:00. Fyrst verða í boði kynningartímar 14. og 21. október sem kosta 2000 kr. tveir tímar. Ef þátttaka er næg verður framhald alla föstudaga í nóvember, fjórir tímar á kr. 3000 og þar með hægt að ljúka venjulegu námskeiði sem er 6 skipti. Skráning í kynningartímana er hjá sóknarpresti á póstfanginu: thorgeir.arason (hjá) kirkjan.is.

Kór Seyðisfjarðarkirkju leitar að nýjum kórfélögum

svn_6
Ef þig hefur alltaf dreymt um að syngja í kór eða ert að leita að gefandi tómstundarstarfi í frábærum félagsskap er tækifærið núna, því við erum við einmitt að leita eftir nýjum kórfélögum. Kóræfingar eru í kirkjunni á þriðjudögum kl 19.30.

Fjölskylduguðsþjónusta 2. október kl 11.00 í Seyðisfjarðarkirkju

 

sunno

 

Við hlökkum til að kynna Vöku skjaldböku til leiks í fjölskylduguðsþjónustu á sunnudaginn, aðstoðarleiðtogarnir verða í sjöunda himni. Kórinn er auðvitað á sínum stað og  Tryggvi Hermannsson við flygilinn.

Kaffi og kökur í safnaðarheimili eftir stundina.

 

12 sporin á Seyðisfirði

screen-shot-2016-09-27-at-15-52-16-1

Sjálfstyrkingarnámskeiðið Tólf sporin – andlegt ferðalag verður einnig í boði á vegum Seyðisfjarðarkirkju í vetur.

Starfið fer fram í Öldutúni (húsi Framtíðarinnar,
félagi eldri borgara á Seyðisfirði). 

Opnir kynningarfundir verða mánudagana 3. og 10. október kl. 19 þar sem færi gefst á að kynna sér starfið. Á þriðja fundinum verður hópunum lokað og sporavinnan hefst. Vinnan fer fram í litlum lokuðum hópum og byggist á heimavinnu fyrir hvern fund, með því að svara spurningum tengdum hverju spori. Hópurinn hittist vikulega og fer yfir efni hvers fundar.
Unnið er með bókina Tólf sporin – Andlegt ferðalag.

Tólf spora vinna hentar öllum þeim sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar í þeim tilgangi að öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu þar sem leitað er styrks í kristinni trú.
Ekkert þátttökugjald er, annað en efniskostnaður fyrir bókina.Vinir í bata er hópur fólks sem hefur tileinkað sér tólf sporin sem lífstíl. Á heimasíðu þeirra má finna frekari upplýsingar um tólf sporin sem og lesa reynslusögu margra sem eru á hinu andlega ferðalagi sem tólf sporin eru.

Vertu velkominn á kynningarfund þann 3. eða 10. október.

Helgihald sumarsins í máli og myndum

Messað var um hverja helgi í prestakallinu í sumar, í þéttbýli, í sveitakirkjum og undir berum himni. Hér eru nokkrar myndir frá messum sumarsins.

Sjómannadagurinn á Borgarfirði

Guðsþjónusta við smábátahöfnina á Borgarfirði.

Guðsþjónusta við smábátahöfnina á Borgarfirði.

Þann 5. júní var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víða um land.
Á Borgarfirði eystra var guðsþjónusta við smábátahöfnina í blíðu veðri.

Bakkasystur ásamt organista.

Bakkasystur ásamt organista.

Organisti var Jón Ólafur Sigurðsson og kór Bakkagerðiskirkju, Bakkasystur, leiddu sönginn. Prestur var Ólöf Margrét Snorradóttir.

 

 

 

Útiguðsþjónusta á Jökuldal
Þann 7. ágúst var guðsþjónusta við fossinn Rjúkanda á Jökuldal. Veður hélst þurrt þó ekki hafi miklu mátt muna. 20160807_143217Nokkuð hvasst var en söfnuðurinn lét það ekki á sig fá, enda vel búinn til útiveru. Eftir stundina gæddu allir sér á jólaköku og heitu kakói. Torfastaðasystkinin, Margrét Dögg, Auðna, Benedikt og Sigurjón, leiddu sönginn. Prestur var Ólöf Margrét Snorradóttir.

20160807_14325520160807_151111

 

Valþjófsstaðarkirkja 21. ágúst
Fimmtíu ára vígsluafmæli Valþjófsstaðarkirkju var fagnað með hátíðarmessu þann 21. ágúst. Við sama tækifæri var nýtt orgel kirkjunnar tekið í notkun og það blessað í upphafi messunnar. Sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls, Þorgeir

Prófastur og prestar. Frá vinstri Davíð Baldursson prófastur, Ólöf Margrét Snorradóttir, Lára G. Oddsdóttir, Sigurður Rúnar Ragnarsson, sóknarprestur Norðfjarðarprestakalls, og Þorgeir Arason

Prófastur og prestar. Frá vinstri Davíð Baldursson prófastur, Ólöf Margrét Snorradóttir, Lára G. Oddsdóttir, Sigurður Rúnar Ragnarsson, sóknarprestur Norðfjarðarprestakalls, og Þorgeir Arason

Arason, prédikaði en prófastur Austurlandsprófastsdæmis, Davíð Baldursson, þjónaði fyrir altari ásamt Láru G. Oddsdóttur, fyrrum sóknarpresti Valþjófsstaðarkirkju, og Ólöfu Margréti Snorradóttir, presti í Egilsstaðaprestakalli. Kór Valþjófsstaðarkirkju söng undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar, organista. Að messu lokinni var kaffisamsæti í Félagsheimilinu Végarði.

 

 

 

Eiðakirkja 130 ára

Þéttsetinn var bekkurinn við hátíðarmessu í Eiðakirkju og síðan í kaffisamsæti í gamla barnaskólanum á Eiðum í lok ágúst er haldið var upp á 130 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Jafnframt var fagnað yfirstandandi endurbótum á ásýnd kirkju og kirkjugarðs og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, blessaði nýtt orgel kirkjunnar. Biskup predikaði, Jón Ólafur Sigurðsson stjórnaði Kór Eiðakirkju og lék á nýja orgelið og fjórir prestar þjónuðu. Sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir og Þórhallur Pálsson sóknarnefndarformaður röktu sögu kirkju og staðar meðan yfir 80 afmælisgestir gerðu kaffiveitingum Kvenfélagsins góð skil.img_5768
img_5777img_5775-1

12 sporin – opinn kynningarfundur í Egilsstaðakirkju 26. september kl. 20

Egilsstaðakirkja býður í vetur upp á sjálfstyrkingarnámskeiðið Tólf sporin – andlegt ferðalag. Tólf spora vinna hentar öllum þeim sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar í þeim tilgangi að öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu þar sem leitað er styrks í kristinni trú.

Tveir opnir kynningarfundir verða í Egilsstaðakirkju kl. 20, mánudagana 19. og 26. september, þar sem færi gefst á að kynna sér starfið. Á þriðja fundinum verður hópunum lokað og sporavinnan hefst.  Vinnan fer fram í litlum lokuðum hópum og byggist á heimavinnu fyrir hvern fund, með því að svara spurningum tengdum hverju spori. Hópurinn hittist vikulega og fer yfir efni hvers fundar. Unnið er með bókina Tólf sporin – Andlegt ferðalag.

Ekkert þátttökugjald er, annað en efniskostnaður fyrir bókina.

Opnir kynningarfundir verða einnig í Öldutúni, Seyðisfirði, mánudagana 3. og 10. október kl. 19.

Vinir í bata er hópur fólks sem hefur tileinkað sér tólf sporin sem lífstíl. Á heimasíðu þeirra má finna frekari upplýsingar um tólf sporin sem og lesa reynslusögu margra sem eru á hinu andlega ferðalagi sem tólf sporin eru.

Vertu velkominn á kynningarfund þann 19. september eða 26. september.

%d bloggers like this: