Sleðbrjótskirkja – 90 ára afmæli

Sleðbrjótskirkja-2-500x333Sleðbrjótskirkja í Jökulsárhlíð fagnar 90 ára vígsluafmæli í sumar. Afmælisins verður minnst með hátíðarmessu í kirkjunni, sunnudaginn 2. júlí nk. kl. 14:00.

Hlíðarmenn áttu lengst af kirkjusókn yfir Jökulsána að Kirkjubæ. Áratugum eftir að ósk um sérstaka kirkju í Jökulsárhlíð kom fyrst fram var sóknunum skipt árið 1920 og nokkru síðar tóku fimm bændur í sveitinni að sér að reisa steinkirkju fyrir lágt verð. Kirkjan að Sleðbrjót var loks vígð þann 10. júlí árið 1927. Núverandi kirkja þar er því sú eina sem staðið hefur a.m.k. í lútherskum sið í Jökulsárhlíð (þó er vitað um nokkur bænhús í sveitinni fyrr á öldum) og má það teljast óvenjulegt fyrir kirkjustaði í sveit á Íslandi. Sleðbrjótskirkja er nú í Egilsstaðaprestakalli og sóknarnefnd skipa þær Ragnheiður Haraldsdóttir, Stefanía Malen Stefánsdóttir og Svandís Sigurjónsdóttir.

Við hátíðarmessuna á sunnudaginn mun frú Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, predika. Sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir og sr. Þorgeir Arason, fyrrverandi og núverandi sóknarprestar kirkjunnar, þjóna fyrir altari. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna syngur. Organisti og kórstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. Meðhjálpari er Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar.

Að messu lokinni verður athyglisverð byggingarsaga kirkjunnar rifjuð upp og sóknarnefnd býður viðstöddum í vöfflukaffi í safnaðarheimilinu.

Allir velkomnir!

Sóknarnefnd og sóknarprestur

 

Tónlistarstundirnar hafnar

Kirkjulistavika dagur 4-13.jpgTónlistarstundir sumarsins eru hafnar í Egilsstaða- og Vallaneskirkjum. Að vanda hefur Torvald Gjerde organisti kirknanna umsjón með þessari tónleikaröð. Fernir tónleikar eru eftir, næst í Vallanesi fimmtudaginn 22. júní kl. 20. Þar koma fram tónlistarmenn frá Akureyri: Margrét Árnadóttir, sópran og Sigrún Magna Þorsteinsdóttir, harmoníum.

Um flytjendur:

Margrét Árnadóttir hefur stundað söngnám við tónlistarskólann í Mosfellsbæ, tónlistarskólann á Akureyri og lauk burtfaraprófi frá söngskólanum í Reykjavík.  Þá hélt hún til Vínarborgar í Austurríki og stundaði nám við Tónlistarháskólann þar í borg. Þaðan lauk hún námi í ljóða og óratoríusöng annars vegar og hins vegar í óperusöng. Eftir að Margrét fluttist aftur heim til Íslands bætti hún við sig námi í söngkennarafræðum frá söngskólanum í Reykjavík og síðan 2013 hefur hún kennt söng við Tónlistarskólann á Akureyri. Margrét hefur í gegnum tíðina komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri. Hún hefur farið reglulega til Þýskalands þar sem hún hefur komið fram á tónleikum hjá umboðsfyrirtækinu Platin scala. Margrét tók þátt í uppfærslu Borgarleikhússins á söngleiknum Söngvaseiður. Hún hefur haldið ýmsa einsöngstónleika þar sem hún hefur tekið fyrir þemabundið viðfangsefni.
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir stundaði tónlistarnám í Tónlistarskólanum á Akureyri, Tónlistarskólanum í Reykjavík, við Tónskóla þjóðkirkjunnar og í Konunglega danska tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hún meistaraprófi í kirkjutónlist undir handleiðslu prof. Bine Bryndorf. Í námi sínu lagði hún sérstaka áherslu á barnakórstjórn, tónlistaruppeldi barna og kenningar um tónlistarþroska barna. Hún heldur reglulega tónlistarnámskeið fyrir foreldra ungbarna.
Sigrún hefur starfað sem organisti og kórstjóri í Reykjavík, í Kaupmannahöfn og á Akureyri. Sigrún starfar nú sem  organisti  við Akureyrarkirkju, við Möðruvallaklausturskirkju í Hörgárdal og kennir við Tónlistarskólann á Akureyri. Hún hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og erlendis bæði sem einleikari, meðleikari og kórstjóri. Sigrún fékk úthlutað listamannalaunum frá íslenska ríkinu árið 2016.

Aðrar tónlistarstundir fram undan:

Fim 29. júní – Egilsstaðir kl. 20: Ása Jónsdóttir, frá Egilsstöðum, fiðla, er í framhaldsnámi fyrir sunnan. Sigurlaug Björnsdóttir, frá Egilsstöðum, flauta, byrjar í Listaháskólan næsta haust. Suncana Slamnig, píanó.

Fim 6. júlí – Egilsstaðir kl. 20: Sesselja Kristjánsdóttir, mezzosópran og Ágúst Ólafsson, barítón, landsþekkt duo. Eva Þyrí Hilmarsdóttir, eiginkona Ágústs, bjó í æsku á Reyðarfirði, píanó.

Sun 9. júlí – Egilsstaðir kl. 20: Elísabet Þórðardóttir, nýútskrifaður kantor úr Tónskóla þjóðkirkjunnar, orgel.

Enginn aðgangseyrir

Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands, Fljótsdalshéraði og Alcoa

Útimessa við Geirsstaðakirkju

Geirsstaðakirkja.JPGHin árlega útimessa í Egilsstaðaprestakalli (áður í Valþjófsstaðarprestakalli) fer að þessu sinni fram á flötinni við Geirsstaðakirkju í landi Litla-Bakka í Hróarstungu, sunnudaginn 25. júní kl. 14:00.

Prestur er Þorgeir Arason og Torvald Gjerde leikur á harmoniku undir sálmasöng.

Geirsstaðakirkja er tilgátuhús sem reist var um aldamótin á grundvelli fornleifarannsókna á vegum Minjasafns Austurlands, þar sem m.a. fundust rústir af lítilli torfkirkju. Hún er nú í umsjá landeigenda og stendur rétt við Tunguveg nr. 925, sem vitaskuld er öllum bílum fær.

Gott er að taka með sér til messunnar eitthvað til að sitja á og ekki spillir nestisbiti svo hægt sé að sameinast í messukaffi að loknu helgihaldi.

Allir velkomnir!

 

Helgihald 17.-18. júní

íslenski fáninnÞjóðhátíðardagurinn, 17. júní:

Egilsstaðakirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 10:30 við upphaf þjóðhátíðardagskrár. Prestur Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju.

Seyðisfjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Prestur Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Seyðisfjarðarkirkju.

Sunnudagurinn 18. júní:

Möðrudalskirkja: Messa kl. 14:00. Ferming og skírn. Prestur Þorgeir Arason. Organisti Arnar Freyr Warén. Meðhjálpari Vernharður Vilhjálmsson.

Verið velkomin í kirkju um helgina og öll fjölskyldan er hvött til að mæta. Gleðilega hátíð!

Sjómannadagurinn 11. júní: Guðsþjónusta á Borgarfirði eystra kl. 11 við smábátahöfnina

Líknargjafinn þjáðra þjóða,
þú, sem kyrrir vind og sjó,
ættjörð vor í ystu höfum
undir þinni miskunn bjó.
Vertu með oss, vaktu hjá oss,
veittu styrk og hugarró.
Þegar boðinn heljar hækkar,
Herra, lægðu vind og sjó.
(Sb 497 – Jón Magnússon)

Guðsþjónusta við höfnina á Borgarfirði eystra kl. 11 á sjómannadag!

Bakkasystur syngja og leiða almennan söng við undirleik Jóns Ólafs Sigurðssonar.
Prestur sr. Þorgeir Arason.

Ef ekki viðrar til útiguðsþjónustu verðum við í Bakkagerðiskirkju.

Verið velkomin.

Hvítasunnudagur 4. júní

Egilsstaðakirkja: Hátíðarmessa kl. 10.30. Ferming. Prestar eru sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson og sr. Þorgeir Arason. Kór Egilsstaðakirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Torvald Gjerde.

Áskirkja í Fellum: Hátíðarmessa kl. 11. Ferming. Prestur er sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Kór Áskirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Drífa Sigurðardóttir.

Seyðisfjarðarkirkja: Hátíðarmessa kl. 11. Ferming. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng, organisti er Tryggvi Hermannsson.

ljsm. Lilja Kjerúlf

ljsm. Lilja Kjerúlf

Fermd verða:

Í Áskirkju: 

Arnar Páll Einarsson, Eiðum Hermannshúsi, Egilsstöðum
Heiðbjört Stefánsdóttir, Hofi II, Egilsstöðum
Kristján Jakob Ásgrímsson, Dalbrún 15, Egilsstöðum
Njörður Dagbjartsson, Ullartanga 7, Egilsstöðum
Telma Rán Viðarsdóttir, Brekkubrún 12, Egilsstöðum

Í Egilsstaðakirkju:

Andri Björn Svansson, Koltröð 1, Egilsstöðum.
Atli Skaftason, Einbúablá 31, Egilsstöðum.
Birkir Hermann Benediktsson, Litluskógum 16, Egilsstöðum.
Einar Freyr Guðmundsson, Bláargerði 29, Egilsstöðum.
Elísabeth Anna Gunnarsdóttir, Hjallaseli 2, Egilsstöðum.
Jóhanna Hlynsdóttir, Faxatröð 13, Egilsstöðum.
María Sigurðardóttir, Litluskógum 8, Egilsstöðum.
Þórdís Arinbjörnsdóttir, Hléskógum 12, Egilsstöðum.

Í Seyðisfjarðarkirkju:

Elfa Dögg Rúnarsdóttir, Miðtúni 10, 710 Seyðisfirði
Hlynur Yngvi Guðmundsson, Miðtúni 10, 710 Seyðisfirði.

Göngumessa í Vallanesi sunnudaginn 28. maí

Gengið verður af stað kl. 13:00 frá skiltinum við göngustíginn, Orminn.
Þægileg ganga í fallegu umhverfi og endað við Vallaneskirkju.

Messa í Vallaneskirkju hefst kl. 14.
Séra Vigfús Ingvar Ingvarsson þjónar. Organisti er Torvald Gjerde og kór Vallanes og Þingmúla leiðir sönginn.

Verið velkomin til kirkju!

Frá Vallanesi (mynd tekin af síðunni hotelroomsearch.net)

Aðalsafnaðarfundur Vallanessóknar að messu lokinni.
Sóknarbörn, látið ykkur varða kirkjuna ykkar.

Guðsþjónusta í Egilsstaðakirkju á uppstigningardag kl. 14

En það varð, meðan hann var að blessa þau,
að hann skildist frá þeim og var upp numinn til himins (Lúk 24.51).

Myndaniðurstaða fyrir ascension

Guðsþjónusta á uppstigningardag kl. 14 í Egilsstaðakirkju!

Jón Ólafur Sigurðsson leikur á orgelið, kór eldri borgara syngur.
Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir.

Að lokinni guðsþjónustu er boðið upp á kaffi í nýuppgerðu
safnaðarheimili kirkjunnar að Hörgsási 4.

Uppstigningardagur er dagur aldraðra í kirkjunni. Þannig hefur það verið frá því 1982 er herra Pétur Sigurgeirsson, þáverandi biskup Íslands, lagði það til á kirkjuþingi að dagur aldraðra yrði árlegur viðburður í kirkjum landsins og skyldi sá dagur vera uppstigningardagur.
Markmið með slíkum degi er að lyfta upp og minna á og þakka það góða starf sem aldraðir sinna í kirkjunni.
Komum saman og gleðjumst á þessum degi.

 

 

Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 23. maí kl. 20 í Kirkjuselinu Fellabæ

20151224_225336Frá Ássókn í Fellum:

Aðalsafnaðarfundur Ássóknar verður haldinn
þriðjudaginn 23. maí kl. 20 í Kirkjuselinu.

Venjuleg aðalfundarstörf.
Látið ykkur varða málefni kirkjunnar ykkar.
Heitt á könnunni. Verið velkomin.

Sóknarnefnd og prestur Ássóknar

Fjölskylduguðsþjónusta á Seyðisfirði 14. maí kl. 11

Screen Shot 2017-05-10 at 12.18.28

%d bloggurum líkar þetta: