Samkomutakmarkanir

Opið helgihald í Egilsstaðaprestakalli liggur niðri meðan núverandi samkomutakmarkanir eru. Við kirkjulegar athafnir mega 30 manns koma saman, en við útfarir mega vera 100 manns en grímuskylda þegar ekki er hægt að halda fjarlægð.

Við í kirkjunni hvetjum fólk til útiveru og samveru með sínum nánustu og hlökkum til að sjá ykkur við guðsþjónustu þegar vorið er komið á kreik.

Þá minnum við á að prestarnir eru ætíð tilbúnir til viðtals, viðtalstímar eftir samkomulagi. Ekki er greitt fyrir viðtal við prest.

Guð veri með ykkur!

helgistund á páskadag frá Seyðisfjarðarkirkju

Páskar 2021

Vegna samkomutakmarkana fellur áður auglýst helgihald í dymbilviku og á páskum niður.
Einungus er fermt í lokuðum athöfnum.

Á þessum tímum stöndum við saman og vörumst óþarfa hópamyndanir.
Eigum góðar stundir með okkar nánustu og biðjum og vonum að í ljósi upprisu Krists
rísum við saman upp úr þessu ástandi.

Við minnum á að prestarnir veita stuðning í öllum aðstæðum og eru til viðtals eftir samkomulagi.

Guð gefi ykkur gleðilega páska!

Æskulýðsmessa í Egilsstaðakirkju!

Sunnudaginn 21. mars kl. 20 er æskulýðsmessa í Egilsstaðakirkju.

Kór kirkjunnar syngur, organisti Torvald Gjerde. Berglind Hönnudóttir leiðir stundina ásamt sr. Ólöfu Margréti Snorradóttur.

Vænst er þátttöku fermingarbarna og aðstandenda þeirra.

Velkomin til kirkju og gætum að sóttvörnum!
Vegna sóttvarnarreglna þurfa kirkjugestir að skrá sig á þar til gerð blöð í kirkjunni með nafni, kt. og símanúmeri.

Sálmur 893
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag,
megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi
þig Guð í hendi sér.

Bjarni Stefán Konráðsson

Sunnudagur 14. mars: Sunnudagaskóli kl. 10:30

Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 10:30 alla sunnudaga fram að páskum
í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4.

Sr. Kristín Þórunn og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann, ásamt Torvald organista.

Söngur, sögur og brúður. Litastund á eftir.

Verið velkomin í sunnudagaskólann!

Kirkjusel: Guðsþjónusta fyrir fermingarbörn og aðstandendur kl. 20

Sunnudaginn 28. febrúar er guðsþjónusta í Kirkjuselinu Fellabæ, sérstaklega hugsuð fyrir fermingarbörn vorsins og aðstandendur þeirra. Kór Áskirkju syngur, organisti Drífa Sigurðardóttir. Sr. Ólöf Margrét þjónar og prédikar. Fermingarbörn aðstoða.

Foreldramorgnar á Egilsstöðum

Foreldramorgnar

Foreldramorgnar eru einu sinni í viku í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju að Hörgsási 4,
á fimmtudögum kl. 10-12

Á foreldramorgnum hittast foreldrar með börn sín, spjalla og eiga notalega stund í góðum félagsskap. Auk þess verða sérstakir viðburðir í hverjum mánuði:

Foreldramorgnar henta vel heimavinnandi foreldrum og foreldrum í fæðingarorlofi. Heitt á könnunni.

Sunnudagurinn 21. febrúar: Guðsþjónusta!

Guðsþjónusta í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 21. febrúar kl. 11!
Þá er loksins komið að því að við getum haft opið helgihald. Allir velkomnir til kirkju en munum sóttvarnir.

Fyrsta sunnudag í föstu, 21. febrúar, verður messað í Egilsstaðakirkju kl. 11.
Kór Egilsstaðakirkju syngur, organisti Torvald Gjerde. Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir.

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 10:30 í umsjá Kristínar Þórunnar Tómasdóttur og aðstoðarleiðtoga.
Söngur og sögur, litastund í lokin.

Stefnumótun Þjóðkirkjunnar á 21. öldinni.

Bæði á prestastefnu og á kirkjuþingi hefur verið kallað eftir nýrri stefnumótunarvinnu innan kirkjunnar. Upphafið að þeirri vinnu verður nú á laugardag þegar um 100 manna hópur fundar í netheimum með áherslu á framtíðarsýn og mikilvægustu verkefnin innan kirkjunnar, sjá nánar hér: https://kirkjan.is/frettir/frett/2021/02/05/Stefnumotunarfundur/

%d bloggurum líkar þetta: