Hvítasunnudagur, 20. maí

hvítasunnaEgilsstaðakirkja:

Hátíðarmessur kl. 10:30 og kl. 13:00 – Fermingar. Sjá nöfn fermingarbarna.

Kór Egilsstaðakirkju, organisti Torvald Gjerde. Sr. Þorgeir Arason. Allir velkomnir.

Seyðisfjarðarkirkja:

Hátíðarmessa kl. 11:00.

Kór Seyðisfjarðarkirkju, organisti Sigurbjörg Kristínardóttir. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kaffi í safnaðarheimili eftir messu. Verið velkomin.

Þingmúlakirkja: 

Hátíðarmessa kl. 16 – Fermd verða Emilía Anna Óttarsdóttir og Markús Máni Viðarsson.

Kór Vallaness-og Þingmúlakirkna leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Torvald Gjerde. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Verið öll velkomin.

Gleðilega hátíð heilags anda!

Uppstigningardagur 10. maí: Guðsþjónusta í Egilsstaðakirkju kl. 14

Kirkjudagur aldraðra – guðsþjónusta og kirkjukaffi

Jón Ólafur Sigurðsson leikur á orgelið, Image result for luke 24.44-53
sönghópur úr Félagi eldri borgara syngur.
Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir.

Að lokinni guðsþjónustu er boðið upp á kaffi í safnaðarheimili kirkjunnar að Hörgsási 4.

Uppstigningardagur er dagur aldraðra í kirkjunni. Þannig hefur það verið frá því 1982 er herra Pétur Sigurgeirsson, þáverandi biskup Íslands, lagði það til á kirkjuþingi að dagur aldraðra yrði árlegur viðburður í kirkjum landsins og skyldi sá dagur vera uppstigningardagur.
Markmið með slíkum degi er að lyfta upp og minna á og þakka það góða starf sem aldraðir sinna í kirkjunni.
Komum saman og gleðjumst á þessum degi.

Gospelmessa 6. maí í Egilsstaðakirkju

worshipEgilsstaðakirkja: Gospelmessa sunnudaginn 6. maí kl. 20:00.

Liljurnar syngja trúarlega tónlist úr smiðju hljómsveitarinnar U2 og úr söngleikjum og kvikmyndum. Einsöngvarar úr röðum kórfélaga. Kórstjóri Margrét Lára Þórarinsdóttir – Tryggvi Hermannsson við flygilinn.

Jón Gunnar Axelsson flytur vitnisburð. Kaffisopi eftir stundina. Sr. Þorgeir Arason.

Hjúkrunarheimilið Dyngja, Egilsstöðum:

Guðsþjónusta kl. 17:00. Liljurnar, Tryggvi, Margrét Lára og sr. Þorgeir sjá um stundina.

Seyðisfjarðarkirkja 6. maí kl. 11

Gæðastund fjölskyldunnar

Screen Shot 2018-04-30 at 16.08.55 

Sunnudaginn 6. maí er fjölskylduguðsþjónusta í Seyðisfjarðarkirkju. Við ætlum að syngja mikið og kór kirkjunnar leiðir okkur í söng en Sigurbjörg situr við píanóið í þetta sinn. Tveir ungir drengir útskrifast úr farskóla leiðtogaefna og biblíusagn og kirkjubrúður verða auðvitað á sínum stað.

Spáin er björt og góð og í fullkominni bjartsýni skellum við pylsum og auðvitað líka bulsum á grillið.

 

 

Græn messa í Egilsstaðakirkju

Sunnudagurinn 22. apríl er „Dagur jarðar“.pexels-photo-255441.jpeg

Þann dag verður GRÆN MESSA kl. 10:30 í Egilsstaðakirkju helguð náttúru og umhverfisvernd.

Þær Guðrún Schmidt og Jarþrúður Ólafsdóttir flytja örhugvekjur á grænu nótunum.

Óhefðbundin altarisganga undir berum himni í messulok þar sem við sameinumst í brauði og víni úti á ásnum.

Kór Egilsstaðakirkju syngur og leiðir náttúru- og vorsálma undir stjórn organistans Torvalds Gjerde. M.a. verður sunginn glænýr umhverfisverndarsálmur, „Í svörtum himingeimi“ eftir sr. Davíð Þór Jónsson.

Meðhjálpari er Jón Gunnar Axelsson, ritningarlestur les Hulda Sigurdís Þráinsdóttir og prestur er Þorgeir Arason.

Kaffisopi eftir messu – Allir velkomnir.

Kvöldmessa í Seyðisfjarðarkirkju

viðselstaði.jpgÞegar vorar er fátt huggulegra en að sækja kvöldmessu. Sunnudaginn 22. apríl er kvöldmessa kl. 20. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng, undir stjórn Sigurbjargar Kristínardóttur, organista. Ægir Örn Sveinsson, guðfræðingur og afleysing héraðsprests ætlar að þjóna og prédika og það er sérstaklega ánægjulegt að fá svo góðan liðsauka. Sr. Sigríður Rún þjónar fyrir altari og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson. Kaffi í safnaðarheimili eftir messu
Verið velkomin

Aðalsafnaðarfundur Egilsstaðasóknar

17012563_10154379043073595_1339188612_n

Egilsstaðakirkja

Aðalsafnaðarfundur Egilsstaðasóknar

sem jafnframt er aðalfundur Egilsstaðakirkjugarðs
fer fram mán. 16.4. kl. 20:00 í Safnaðarheimili.
Dagskrá:
1) Venjuleg aðalfundarstörf skv. starfsreglum um sóknarnefndir 15. og 16. gr. (Reglurnar má finna hér.)
2) Ákvörðun um viðhaldsframkvæmdir við Egilsstaðakirkju
3) Stofnun Tónlistarsjóðs kirkjunnar
4) Önnur mál
Allir eru velkomnir á fundinn. Allt þjóðkirkjufólk á Egilsstöðum, 16 ára og eldra, hefur þar kjörgengi og atkvæðisrétt um málefni Egilsstaðasóknar.

TTT-matreiðsluhópur í Kirkjuselinu Fellabæ á þriðjudögum kl. 16:30 í apríl.

TTT-starf Egilsstaða- og Ássókna ætlar að bjóða börnumMyndaniðurstaða fyrir simple food
í 5.,6., og 7.bekk upp á matreiðsluhóp.
Þrjár samverur þriðjdagana 3. apríl, 10. apríl og 17. apríl kl. 16.30-18.
Efniskostnaður er 1000kr.
Kirkjuselinu í Fellabæ, Smiðjuseli 2.
Skráning á netfangið olof.margret.snorradottir@kirkjan.is

Messað á Borgarfirði eystra og Kirkjubæ á annan dag páska

Bakkagerðiskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir prédikar. Myndaniðurstaða fyrir páskaliljur Bakkasystur syngja, organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Kirkjubæjarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Ægir Örn Sveinsson, guðfræðingur prédikar. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson, kór Kirkjubæjar og Sleðbrjótskirkna syngja og leiða almennan söng.

Hjúkrunarheimilið Dyngja: Guðsþjónusta kl. 17. Sr. Ólöf Margrét þjónar, kór Áskirkju syngur, organisti Drífa Sigurðardóttir.

 

Föstudagurinn langi: Helgiganga í Fljótsdalnum, lestur Passíusálma og æðruleysismessa

Föstudagurinn langi 30. mars

Valþjófsstaðarkirkja kl. 11: Helgiganga frá kirkjunni í Skriðuklaustur. Lesið úr ritningunni  og Passíusálmum á leiðinni. Myndaniðurstaða fyrir the good friday

Seyðisfjarðarkirkja kl. 11: Dagskrá í tali og tónum. Umsjón Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Sigurður Jónsson.

Vallaneskirkja: Passíusálmarnir lesnir og sungnir kl. 14:00-16:00. Torvald Gjerde og Kór Vallaness og Þingmúla leiða tónlistina. Fólki frjálst að koma og fara að vild. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.

Egilsstaðakirkja: Æðruleysismessa kl. 20:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Opinn AA-fundur í kirkjunni eftir messuna.

%d bloggurum líkar þetta: