Aðventukvöld Valþjófsstaðarkirkju sunnudaginn 9. desember kl. 20:30

Kór Valþjófsstaðarkirkju syngur og leiðir almennan söng, Angelika Liebermeistar syngur einsöng, organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Steinunn Ásmundsdóttir les úr bók sinni Manneskjusaga.

Guðrún Einarsdóttir flytur jólasögu.

Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.

Aðventukaffi í lokin á gamla prestsetrinu að Valþjófsstað 1.

Verið hjartanlega velkomin!

Hátíðarsunnudagskóli og aðventukvöld í Seyðisfjarðarkirkju 9. desember

Aðventukvöld Ássóknar miðvikudaginn 5. desember kl. 20 í Kirkjuselinu FellabæKór Áskirkju syngur ásamt barnakór. Stjórnandi Drífa Sigurðardóttir.Þátttakendur í barnastarfi sýna helgileik.
Ræðumaður kvöldsins er Anna Heiða Óskarsdóttir.
Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.

Kaffi og smákökur í lokin. 

Aðventuhátíð Eiða- og Hjaltastaðarsókna 2. desember

Aðventuhátíð Eiða-og Hjaltastaðarsókna verður haldin í Eiðakirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu, 
2. desember kl. 15. 
Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum, þar sem margir koma að.
Ásta Jónsdóttir, Uppsölum verður með jólafrásögn og Þorsteinn Bergsson flytur jólaljóð.
Kirkjukór Eiðakirkju flytur jóla og aðventsálma, organisti og kórstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson.
Fermingarbörn aðstoða í stundinni. 
Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir leiðir stundina. 
Heitt súkkulaði og smákökur í aðstöðuhúsi eftir stundina.
Verið velkokmin

Kyrrðardvöl við þröskuld aðventu

Bíð róleg eftir Guði, sála mín, því að frá honum kemur von mín.
Sálm 62.6

Aðventan er annasamur tími hjá flestum og í mörg horn að líta í aðdraganda jólanna. Auk þess reynist aðventan mörgum erfiður tími, t.d. vegna sorgar eða skammdegisins. Að þessu sinni mun Þjóðkirkjan á Austurlandi bjóða upp á sólarhrings kyrrðardvöl á Eiðum við þröskuld aðventunnar. Markmið hennar er að gefa fólki kost á að draga sig í einn sólarhring út úr ys hversdagsins og leita næringar í þögninni og í samfélaginu við Guð í fögru umhverfi – „hlaða batteríin“ í kyrrðinni.

Dvöl þessi fer fram í Kirkjumiðstöð Austurlands við Eiðavatn. Hún hefst föstudaginn 30. nóvember kl. 18:00 og lýkur síðdegis laugardaginn 1. desember (daginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu). Mestan hluta tímans er gert ráð fyrir þögn á staðnum. Öll dagskrá er valfrjáls. Ástríður Kristinsdóttir og sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson munu leiða kyrrðardvölina en þau hafa áralanga reynslu af kyrrðarstarfi.

Dagskrá kyrrðardvalarinnar:

Föstudagur 30. des.
Kl. 18:00 Koma (koma sér fyrir á herbergi)
kl. 18:30 Matur / kynning á dvölinni og þögnin hefst
kl. 19:30 Kyrrðarbænin
kl. 20:00 Íhugunarstund
kl. 21:00 Komið saman við altarið í lok dags
Kvöldhressing

Laugardagur 1. des.
Kl. 08: 30 Kyrrðarbæn
kl. 08:00 Morgunverður
kl. 10:00 Jesúíhugun
kl. 12:30 Hádegisverður / síðan frjáls tími t.d. til útivistar
kl. 14:30 Brotning brauðsins
Hlustunarhópur
Kaffi (heimferð um kl. 16)
Þátttaka í öllum samverustundum er valfrjáls!

Þátttökugjald er kr. 5.000. Innifalið: Gisting, fullt fæði og dagskrá. Gert er ráð fyrir að hver þátttakandi fái sérherbergi en taka þarf með sér rúmfatnað (sængur og koddar á staðnum).

Skráning og nánari upplýsingar: thorgeir.arason@kirkjan.is / 847-9289. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Sorgin og jólin – 13. desember kl. 20!

Samvera í Kirkjuselinu í Fellabæ fimmtudaginn 13. desember kl. 20:00.

Séra Halldór Reynisson, prestur á Biskupsstofu, fjallar um sorg og missi og hátíðina framundan, en jólin geta reynst syrgjendum erfiður tími. Umræður og kaffisopi á eftir. Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.

Drífa Sigurðardóttir og félagar úr Kór Áskirkju flytja ljúfa tóna. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.

Verið velkomin.

Seyðisfjarðarkirkja 25. nóvember kl. 11

18. nóvember: Sunnudagaskóli og messa í Egilsstaðakirkju

Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 10:30. Brúður, söngur og sögur. Föndurstund í 17012563_10154379043073595_1339188612_nlokin ásamt ávöxtum og djús. Umsjón Ólöf, Dagmar og Guðný.

Messa kl. 18, sr. Erla Björk Jónsdóttir héraðsprestur, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Egilsstaðakirkju syngur, organisti Torvald Gjerde.

Guðsþjónusta á Dyngju kl. 17.

Seyðisfjarðarkrikja; Fjölskylduguðsþjónusta 11. nóvember kl. 11

Screen Shot 2018-11-06 at 20.42.02

Happdrætti ÆSKA, vinningsnúmer

Þann 5.nóvember var dregið í happdrætti ÆSKA 2018 og eru vinningsnúmerin hér fyrir neðan: Vinningar koma í eftirfarandi röð:

 1. vinningur kom á miða nr.  858, Icelandair gjafabréf
 2. vinningur kom á miða nr. 625 Icelandair gjafabréf
 3. vinningur kom á miða nr. 379, Veiðiklúbburinn Strengur Laxveiði í Hofsá, ein vakt
 4. vinningur kom á miða nr. 691 Veiðiklúbburinn Strengur, silungaveiði í Sunnudalsá og Hofsá, 2 dagar
 5. vinningur kom á miða nr. 805 Hótel Aldan, Seyðisfirði. Gisting og morgunverður fyrir 2
 6. vinningur kom á miða nr. 250 Íþróttamiðstöð Eskifjarðar, þriggja mánaða kort í sund og ræktina.
 7. vinningur kom á miða nr. 657 Íþróttamiðstöð Eskifjarðar, þriggja mánaða kort í sund og ræktina.
 8. vinningur kom á miða nr. 352 Air Iceland Connect, gjafabréf
 9. vinningur kom á miða nr. 268 Gistihúsið Egilsstöðum, tveggja rétta kvöldverður fyrir 2
 10. vinningur kom á miða nr. 661. Hjá okkur, Síreksstöðum. Út að borða fyrir 2
 11. vinningur kom á miða nr. 263, Sentrum Egilsstöðum, gjafabréf
 12. vinningur kom á miða nr. 416, NorðAustur, Sushi Seyðisfirði, gjafabréf
 13. vinningur kom á miða nr. 360, Skaftfell Bistró Seyðisfirði, gjafabréf
 14. vinningur kom á miða nr. 796, Mjóeyri ferðaþjónusta, gjafabréf
 15. vinningur kom á miða nr. 253, Lyfja Egilsstöðum, gjafasett
 16. Vinningur kom á miða nr. 299, Dekkjahöllin Egilsstöðum, gjafabréf
 17. Vinningur kom á miða nr. 476, Snyristofan Alda, Egilsstöðum, handsnyrting
 18. Vinningur kom á miða nr. 929, Iceland Air Hotels, Egilsstöðum, brunchfyrir 2
 19. Vinningur kom á miða nr. 236, Gistihúsið Egilsstöðum, gjafabréf í Baðhúsið- spa fyrir 2
 20. Vinningur kom á miða nr. 576, Blábjörg Guesthouse Borgarfirði Eystri, Gjafabréf í spa.
 21. Vinningur kom á miða nr. 730, Kaupvangskaffi Vopnafirði, gjafabréf
 22. Vinningur kom á miða nr. 928, Kjöt og fiskbúðin Egilsstöðum, gjafabréf
 23. Vinningur kom á miða nr. 539, Móðir Jörð Vallanesi, gjafakarfa
 24. Vinningur kom á miða nr. 766, Hús handanna, gjafabréf
 25. Vinningur kom á miða nr. 366, Mjólkursamsalan Egilsstöðum, ostakarfa
 26. Vinningur kom á miða nr. 310, Mjólkursamsalan Egilsstöðum, ostakarfa
 27. Vinningur kom á miða nr. 591, Klausturkaffi Skriðuklaustri, kaffihlaðborð fyrir 2
 28. Vinningur kom á miða nr. 776, MInjasafnið Burstafell Vopnafirði, aðgangur fyrir 2
 29. Vinningur kom á miða nr. 224, Sesam brauðhús Reyðarfirði, gjafabréf
 30. Vinningur kom á miða nr. 689, Tehúsið Egilsstöðum, kaffi og vaffla fyrir 2
 31. Vinningur kom á miða nr. 334, Tehúsið Egilsstöðum, kaffi og vaffla fyrir 2
 32. Vinningur kom á miða nr. 419, Tehúsið Egilsstöðum, kaffi og vaffla fyrir 2
 33. Vinningur kom á miða nr. 624, Tehúsið Egilsstöðum, kaffi og vaffla fyrir 2
 34. Vinningur kom á miða nr. 631, Subway Egilsstöðum, tveir frímiðar fyrir 6” bát
 35. Vinningur kom á miða nr. 789, Subway Egilsstöðum, tveir frímiðar fyrir 6” bát

 

%d bloggurum líkar þetta: