Vetrarfrí – Stjörnustund

Í dag, mánudaginn 18. febrúar, er vetrarfrí í Egilsstaðaskóla og skv. dagskrá er því engin Stjörnustund í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju í dag. Næsta samvera er 25. febrúar – spurningakeppni!

TTT-starf í Kirkjuselinu í Fellabæ er hins vegar á sínum stað í dag 18. febrúar.

Biblíuleshópur í Egilsstaðakirkju

Biblían er stórkostlegt rit – eða öllu heldur ritsafn. Milljónir manna um heim allan þiggja styrk og von úr lestri hennar. Biblíuleshópur starfar á Egilsstöðum í vetur. Nú á vorönn 2019 hittumst við á kaffistofu Egilsstaðakirkju á miðvikudögum kl. 18:00-19:15 – byrjuðum 6. febrúar og ætlum að hittast alla miðvikudaga fram að páskum. Við erum að lesa valda texta úr Matteusarguðspjalli og kafa þannig ofan í líf og starf Jesú. Við ræðum saman um textana með hjálp efnis frá finnska kristniboðanum Mailis Janatuinen sem heimsótti Egilsstaði í fyrra. Allir eru velkomnir að kíkja á biblíulestur og hvorki gerð nein krafa um þekkingu á Biblíunni né skuldbinding.

Sunnudagurinn 27. janúar

Sunnudagaskóli kl. 10:30
Biblíusaga, söngur og fræðsla. Ávaxtastund og litir í lokin. Umsjón hefur sr. Þorgeir ásamt aðstoðarleiðtogum.

Gospelmessa kl. 20
Stúlknakórinn Liljurnar syngja, stjórnandi Hlín Pétursdóttir Behrens, undirleikari Tryggvi Hermannsson. Alda Björg Lárusdóttir verður með vitnisburð. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Meðhjálpari Guðrún María Þórðardóttir.
Í messunni verða veittar viðurkenningar fyrir spurningakeppni fermingarbarna sem fram fer í Safnaðarheimili kirkjunnar fyrr um daginn.

Verið velkomin til kirkju!

Sunnudagurinn 20. janúar

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskóli kl. 10:30

Messa kl. 18:00 í kirkjunni.

Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju.

Guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Dyngju kl. 17:00.

Seyðisfjarðarkirkja:

Æðruleysismessa kl. 20:00.

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Rusa Petriashvili. Kór Seyðisfjarðarkirkju.

Verið velkomin til kirkju!

Áramót í Egilsstaðaprestakalli

31. desember, gamlársdagur:

Egilsstaðakirkja: Aftansöngur kl. 16:00. Kór Egilsstaðakirkju syngur. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Meðhjálpari Auður Anna Ingólfsdóttir.

1. janúar, nýársdagur:

Bakkagerðiskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Bakkasystur syngja. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir.

4. janúar, föstudagur:

Egilsstaðakirkja: Jólatónleikar kirkjunnar kl. 18:00. Kórar kirkjunnar syngja, hljóðfæraleikur og einsöngur. Stjórnandi Torvald Gjerde.

Ath. Ekkert helgihald á þrettándanum. Sunnudagaskólinn í Egilsstaðakirkju hefst aftur 13. janúar 2019 kl. 10:30.

Aðventuhátíð Hofteigskirkju sunnudaginn 16. desember kl. 14

Verið velkomin á aðventuhátíðina
í safnaðarheimilinu við Hofteigskirkju.
Fram koma Bakkasystur frá Borgarfirði, Steinunn Ásmundsdóttir, rithöfundur og Jón Ólafur Sigurðsson, organisti.  Ásamt börnum úr tónlistarskóla Brúarásskóla og Jóni Inga Arngrímssyni.
Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina. 
Kaffi að dagskrá lokinni.
Komum saman á þriðja sunnudegi í aðventu
og undirbúum okkur fyrir jólin.

Aðventukvöld Valþjófsstaðarkirkju sunnudaginn 9. desember kl. 20:30

Kór Valþjófsstaðarkirkju syngur og leiðir almennan söng, Angelika Liebermeistar syngur einsöng, organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Steinunn Ásmundsdóttir les úr bók sinni Manneskjusaga.

Guðrún Einarsdóttir flytur jólasögu.

Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.

Aðventukaffi í lokin á gamla prestsetrinu að Valþjófsstað 1.

Verið hjartanlega velkomin!

Hátíðarsunnudagskóli og aðventukvöld í Seyðisfjarðarkirkju 9. desember

Aðventukvöld Ássóknar miðvikudaginn 5. desember kl. 20 í Kirkjuselinu FellabæKór Áskirkju syngur ásamt barnakór. Stjórnandi Drífa Sigurðardóttir.Þátttakendur í barnastarfi sýna helgileik.
Ræðumaður kvöldsins er Anna Heiða Óskarsdóttir.
Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.

Kaffi og smákökur í lokin. 

Aðventuhátíð Eiða- og Hjaltastaðarsókna 2. desember

Aðventuhátíð Eiða-og Hjaltastaðarsókna verður haldin í Eiðakirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu, 
2. desember kl. 15. 
Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum, þar sem margir koma að.
Ásta Jónsdóttir, Uppsölum verður með jólafrásögn og Þorsteinn Bergsson flytur jólaljóð.
Kirkjukór Eiðakirkju flytur jóla og aðventsálma, organisti og kórstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson.
Fermingarbörn aðstoða í stundinni. 
Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir leiðir stundina. 
Heitt súkkulaði og smákökur í aðstöðuhúsi eftir stundina.
Verið velkokmin

%d bloggurum líkar þetta: