Helgihald sunnudaginn 19. ágúst

biblia

Sunnudaginn 19. ágúst verða tvær guðsþjónustur í Egilsstaðaprestakalli:

 

Skriðuklaustur – Við rústir klausturkirkjunnar á Skriðu:

Guðsþjónusta beggja siða kl. 13:30.

Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir og sr. Pétur Kovácik þjóna.

Jón Ólafur Sigurðsson annast undirleik við almennan söng.

 

Egilsstaðakirkja:

Kvöldmessa kl. 20:00

Sr. Þorgeir Arason predikar og þjónar fyrir altari.

Organisti Torvald Gjerde. Almennur söngur.

 

Verið velkomin til messu!

 

Sunnudagurinn 12. ágúst

Möðrudalskirkja-333x500

Sunnudaginn 12. ágúst er messað á tveimur stöðum í Egilsstaðaprestakalli. Verum öll velkomin til kirkju!

Möðrudalskirkja
Guðsþjónusta kl. 14. Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir, organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

 

Þingmúlakirkja
Kvöldmessa kl. 20. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir þjónar. Organisti Torvald Gjerde. Kirkjukaffi í Félagsheimilinu Arnhólsstöðum að messu lokinni.Þingmúlakirkja-500x333

Útiguðsþjónusta í Fellum

Kross úr steinumSunnudaginn 5. ágúst kl. 14:
Guðsþjónusta við Hrafnafellsrétt

Almennur söngur við undirleik Drífu Sigurðardóttur. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina. Fáum okkur kaffi saman að lokinni guðsþjónustu, gott að taka með sér kaffi á brúsa. Klæðum okkur eftir veðri.

Hrafnafellsrétt er í suðurenda Hafrafells, ekið er Fjallselsveg og gengið frá skilti við veginn, einnig er fært stærri bílum að réttinni. Hrafnafell er ein af perlum Fljótsdalshéraðs, þar var áður lögrétt Fellamanna, Hrafnafellsrétt, þar sem hlaðið hefur verið grjóti í báða enda á djúpri geil sem klettarnir mynda.

hrafnafell
Hrafnafellsrétt. Mynd tekin af síðunni visitegilsstadir.is

Komum saman og nærumst af sköpunarverki og orði Guðs.

Þú ert Guð sem gefur lífið,
góða jörð og nótt og dag.
Þér til dýrðar syngjum saman
sólarljóð og þakkarbrag.

Undir blessun þinni búa
blóm og dýr og allt sem er.
Lífsins undur okkur gleðja,
yndisleg úr hendi þér.

Guð, sem færir fólki jarðar
frelsi, gleði, brauð og hlíf,
þakklát börn þín syngja saman
sólarljóð um eilíft líf.
(Sb 704. Jón Ragnarsson)

Guðsþjónusta í Valþjófsstaðarkirkju 29. júlí kl. 14!

Sunnudagur 29. júlí kl. 14: Guðsþjónusta í ValþjófsstaðarkirkjuValþjófsstaðarkirkja-500x333

Sr. Ólafur Hallgrímsson prédikar, prestur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Verið velkomin til kirkju!

Lesmessa í Egilsstaðakirkju 22. júlí kl. 20

Lesmessa í Egilsstaðakirkju sunnudagskvöldið 22. júlí kl. 20.

Lesnir verða valdir ritningartextar og sálmar, hugleiðing og altarisganga.

Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar.

Verið velkomin!

Myndaniðurstaða fyrir holy communion

Klyppstaðarkirkja í Loðmundarfirði: Árleg sumarmessa sunnudaginn 15. júlí kl. 14

Árleg sumarmessa í Klyppstaðarkirkju verður sunnudaginn 15. júlí kl 14. 

Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Bakkasystur leiða almennan safnaðarsöng við undirleik Jóns Ólafs Sigurðssonar.
Eftir messu er boðið upp á kaffi og meðlæti í skála ferðafélags Fljótsdalshéraðs.

Ath! Það þarf að áætla um 1,5 klst. akstur frá Borgarfirði eystra. Vegurinn er aðeins fær fjórhjóladrifnum bílum.

Klyppstaðarkirkja

Klyppstaðarkirkja (Mynd Magnús R. Jónsson)

Messan á Klyppstað hefur að jafnaði verið vel sótt af ferðafólki og úr nágrannabyggðum.  Kirkjan á Klyppstað er látlaus og formfögur timburkirkja, reist árið 1895. Yfirsmiður var Jón Baldvin Jóhannesson, bóndi í Stakkahlíð. Prestur sat á Klyppstað til ársins 1888. Eftir Klyppstaður altari 2það var staðnum þjónað frá Dvergasteini og síðar Seyðisfirði. Kirkjan er friðað hús og hefur ekki verið afhelguð. Fyrri hluta 20. aldar var blómleg byggð í Loðmundarfirði. Um aldamótin 1900 voru þar 87 íbúar. Klyppstaður fór í eyði 1962 og önnur byggð í Loðmundarfirði lagðist af upp úr 1970. Kirkjan stendur enn og voru miklar endurbætur gerðar á henni á árunum 1976-1986 og árið 1990 var hún friðuð. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs tók kirkjuna undir sinn verndarvæng árið 2010 og var hún máluð að utan það sumar.

Verið velkomin til messu!

Útiguðsþjónusta í Selskógi

 

skógarmessa 2013

Árleg guðsþjónusta í útileikhúsinu í Selskógi á Egilsstöðum (göngustígur er þangað upp frá bílastæði) sunnudaginn 8. júlí kl. 10:30

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir leiðir stundina og predikar. Torvald Gjerde leikur á harmoniku.

Grillaðar pylsur og gos eftir stundina. Allir velkomnir!

Meðhjálparar og yfirgrillarar eru Ágúst Arnórsson og María Veigsdóttir.

 

(Ef ekki viðrar til útimessu verðum við í Egilsstaðakirkju.)

Tónlistarstundir framundan

Fimmtudagurinn 28. júní kl. 20 í Egilsstaðakirkju:

Katrín Edda Jónsdóttir á píanó – Kristófer Gauti Þórhallsson og Þuríður Nótt Björgvinsdóttir á fiðlu.

Charles Ross, selló – Torvald Gjerde, orgel og píanó

Efnisskrá: Nemendur frá Egilsstöðum á framhaldsstigi spila mjög fjölbreytta tónlist m.a. eftir Bach, Mozart, Chopin, Rachmaninof og Piazolla og enda á kvartett eftir Mozart. Meðleikarar eru Charles Ross og Torvald Gjerde, tónlistarkennarar.

 

Sóley og Öystein

Öystein og Sóley

Sunnudagurinn 1. júlí kl. 20 í Vallaneskirkju:

Sóley Þrastardóttir, flauta

Öystein M. Gjerde, gítar

Efnisskrá: Saga tangósins eftir Piazolla, þættir sem sýna þróun tangósins á tuttugustu öldinni til dagsins í dag. Stutt stykki eftir Ibert og endar svo á þáttum úr Mountain Songs eftir Beaser, byggð á þjóðlögum.

Sóley er skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum og Öystein er tónlistarkennari á Héraði.

 

 

Enginn aðgangseyrir er á tónlistarstundum 2018. Sumardagskrána í heild má sjá hér.
Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands,
Fljótsdalshéraði, Alcoa, Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju.

Helgin 30. júní – 1. júlí

Eiðakirkja

Eiðakirkja

Eiðakirkja:

Laugardaginn 30. júní: Messa á Eiðum kl. 14:00. Allir velkomnir! Fermdur verður Máni Benediktsson, Egilsstöðum. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju. Sr. Þorgeir Arason,

Kirkjubæjarkirkja:

Sunnudaginn 1. júlí: Messa á Kirkjubæ kl. 14:00. Allir velkomnir! Fermdur verður Stefán Jón Hafsteinn Þórarinsson, Egilsstöðum. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.

Hjaltastaðarkirkja:

Sunnudaginn 1. júlí: Kvöldmessa á Hjaltastað kl. 20:00. Allir velkomnir! Sigríður Laufey Sigurjónsdóttir leiðir tónlistina með söngfólki. Meðhjálpari Hildigunnur Sigþórsdóttir. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.

Hjaltastaðarkirkja – Kvöldmessa

Á björtum sumarkvöldum er fátt betra en að sækja nærandi samfélag í kvöldmessu. Sunnudaginn 1. júlí er messa í Hjaltastaðarkirkju kl. 20. Sigríður Laufey Sigurjónsdóttir sér um tónlistina ásamt söngfuglum. Screen Shot 2016-04-13 at 10.18.34

Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.

Meðhjálpari er Hildigunnur Sigþórsdóttir.

%d bloggurum líkar þetta: