Þingmúlakirkja – Aðventu- og afmælishátíð

 

Þingmúlakirkja

Þingmúlakirkja

Laugardaginn 3. desember kl. 14:00 (ath. tímann) fer sameiginleg aðventuhátíð Vallanes- og Þingmúlasókna fram í Þingmúlakirkju. Jafnframt er haldið upp á 130 ára afmæli kirkjunnar. Að lokinni samverustund í kirkjunni býður sóknarnefnd í afmæliskaffi í félagsheimilinu á Arnhólsstöðum.

Kirkja hefur lengi staðið að Þingmúla, undir Múlakolli í Skriðdal. Eins og nafnið gefur til kynna var þar þingstaður fyrr á öldum og Múlasýslur draga nafn sitt af staðnum. Úr sögu staðarins má nefna að einn austfirsku skáldprestanna þjónaði þar, sr. Bjarni Gissurarson (d. 1712).  Núverandi kirkja í Þingmúla var vígð fyrsta sunnudag í aðventu árið 1886 af þáverandi sóknarpresti, sr. Páli Pálssyni, en sr. Páll var þekktur fyrir brautryðjandastarf sitt við kennslu heyrnarlausra. Við athöfnina í kirkjunni á laugardag mun sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, fv. sóknarprestur, segja frá aðstæðum fólks við byggingu kirkjunnar.

Fjölbreytt og jólaleg tónlistaratriði verða flutt bæði í kirkjunni og kaffinu á laugardaginn. Þær Ragnhildur Elín, Soffía Mjöll og Sara Lind koma fram, svo og hópur ungra stúlkna í söngnámi. Védís Klara Þórðardóttir syngur einsöng. Kór Vallaness og Þingmúla syngur og leiðir almennan söng. Organisti og kórstjóri er Torvald Gjerde.

Allir hjartanlega velkomnir! -Sóknarprestur og sóknarnefnd Þingmúlasóknar

Sunnudagurinn 4. des. – annar sud. í aðventu

children-church-christmas-e1416327892117Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskóli kl. 10:30 – síðasta samvera fyrir jól. Heitt súkkulaði og piparkökur eftir stundina

Aðventuhátíð kirkjunnar kl. 18:00. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Liljurnar, Barnakór og Kór Egilsstaðakirkju syngja. Bernskuminning frá jólum: Sigríður Halldórsdóttir. Hugvekja: Arnaldur Máni Finnsson, guðfr. og ritstj. Austurlands. Einnig flytja fermingarbörn ljósaþátt. Stundin hefst á að tendra ljósin á jólatrénu við kirkjuna. Allir velkomnir!

Seyðisfjarðarkirkja:

Sunnudagaskóli kl. 11:00 – síðasta samvera fyrir jól. Við fáum heitt súkkulaði og málum piparkökur í safnaðarheimilinu eftir stundina.

Valþjófsstaðarkirkja:

Aðventukvöld kl. 20:00.

Ræðumaður kvöldsins er Skúli Björn Gunnarsson.
Kór Valþjófsstaðarkirkju syngur og leiðir almennan söng ásamt kór Áskirkju.
Organisti og söngstjóri er Drífa Sigurðardóttir.
Kaffi og smákökur, upplestur, söngur og spjall.

Verið velkomin.

 

Aðventukvöld í Kirkjuselinu miðvikudagskvöld 30. nóvember kl. 20

Aðventukvöld Ássóknar í Fellum verður í Kirkjuselinu miðvikudagskvöldið 30. nóvember kl. 20.

Barnakór Fellaskóla syngur jólalög. Fermingarbörn og stúlkur úr TTT sýna helgileik.

Kór Áskirkju syngur og leiðir almennan söng undir stjórn Drífu Sigurðardóttur, organista.

Aðventukvöld 2015: Kór Áskirkju ásamt Barnakór Fellaskóla

Aðventukvöld 2015: Kór Áskirkju ásamt Barnakór Fellaskóla.

Ræðumaður kvöldsins er Þór Ragnarsson.

Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.

Fermingarbörn aðstoða.

Kaffi og smákökur í lokin.

Verið hjartanlega velkomin á aðventukvöldið í Kirkjuselinu.

Aðventutónleikar Kammerkórs Egilsstaðakirkju

Aðventutónleikar Kammerkórs Egilsstaðakirkju verða haldnir í Egilsstaðakirkju fyrsta sunnudag í aðventu, þann 27.kammerkor-adventa-2016 nóvember klukkan 17:00. Kammerkór Egilsstaðakirkju er sex ára og er eini starfandi kammerkór Austurlands. Stjórnandi kórsins er Torvald Gjerde. Hann sinnir einnig undirleik ásamt hljóðfæraleikurum af Héraði og niður af fjörðum.

Á efnisskránni er að finna ýmsar aðventu- og jólaperlur, eins og Hátíð fer að höndum ein, Það aldin út er sprungin, Panis angelicus, In dulci jubilo, Laudate dominum, Slá þú hjartans hörpustrengi, White Christmas og margt fleira.

Miðaverð er aðeins 1.500 krónur, 1.000 krónur fyrir öryrkja, eldri borgara og námsmenn. Frítt fyrir grunnskólabörn. Enginn posi.

Opið hús í Kirkjuselinu fyrir syrgjendur fimmtudagskvöldið 24. nóvember kl. 20

Opið hús fyrir syrgjendur er síðasta fimmtudag í mánuði kl. 20 í Kirkjuselinu, Smiðjuseli 2 Fellabæ.

Opið hús er vettvangur þar sem fólk sem syrgir og saknar getur komið og hitt aðra í sömu sporum, tjáð sig eða hlustað. Opið hús krefst engrar skuldbindingar annarrar en trúnaðar um það sem þar er sagt.
Fyrirmyndin er sótt til Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, sem hafa staðið fyrir samverum fyrir syrgjendur á candle-light-hearthöfuðborgarsvæðinu mörg undanfarin ár.

Framundan:
Jól í skugga sorgar – samvera 8. desember kl. 20

Fyrsti í aðventu, 27. nóvember

Helgihald í Egilsstaðaprestakalli fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember:four-purple-advent-candles-one-lit

Egilsstaðakirkja: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 10:30. Fyrsta aðventukertið tendrað. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Øysteins M. Gjerde. Rebbi refur og félagar huga að jólunum. Sr. Þorgeir Arason, Torvald Gjerde organisti og leiðtogar sunnudagaskólans þjóna. Kaffi, djús, ávextir og litamynd á sínum stað eftir stundina. Allir velkomnir, stórir og smáir!

Seyðisfjarðarkirkja: Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, organisti Tryggvi Hermannsson. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur. Meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson. Arna Magnúsdóttir leiðir sunnudagaskólann.

Sleðbrjótskirkja í Jökulsárhlíð: Aðventukvöld kl. 20:00. Ræðumaður er Stefán Bogi Sveinsson. Tónlistaratriði ættuð frá Torfastöðum og Skriðufelli, upplestur o.fl. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna syngur. Organisti og söngstjóri er Daníel Arason. Heitt á könnunni eftir stundina. Allir velkomnir! Þorgeir Arason sóknarprestur og sóknarnefnd Sleðbrjótssóknar.

Helgihald 20. nóvember

20. nóvember, síðasti sunnudagur kirkjuársins:Egskirkja

Seyðisfjarðarkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11:00

Egilsstaðakirkja: Sunnudagaskóli kl. 10:30, sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og leiðtogarnir stýra líflegri gæðastund.

Guðsþjónusta á Dyngju, hjúkrunarheimili, kl. 17:00. Erla Björk Jónsdóttir þjónar. Kór Egilsstaðakirkju syngur. Organisti Torvald Gjerde.

Kvöldmessa í Egilsstaðakirkju kl. 20:00. Erla Björk Jónsdóttir guðfræðingur, starfandi héraðsprestur, predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Vigfúsi I. Ingvarssyni, fv. sóknarpresti. Kór Egilsstaðakirkju, organisti Torvald Gjerde. Allir velkomnir.

Ljósastund í Vallanesi og messa á Seyðisfirði 13. nóv.

Vallaneskirkja

Vallaneskirkja

Sunnudagurinn 13. nóvember er kristniboðsdagurinn í Þjóðkirkjunni. Helgihald í Egilsstaðaprestakalli á þeim degi:

Egilsstaðakirkja: Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 10:30.

Seyðisfjarðarkirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11

Vallaneskirkja: Ljósastund kl. 20:00

Nú er Dögum myrkurs nýlokið og aðventan nálgast, af því tilefni lýsum við Vallaneskirkju upp með kertaljósum og eigum þar helgistund við lifandi ljós í skammdeginu.

Kristniboðshópurinn Fljótið tekur virkan þátt í tilefni dagsins og lesnar verða stuttar frásagnir frá Afríku og Japan. Kór Vallaness og Þingmúla syngur sálma tengda ljósi og myrkri. Organisti Torvald Gjerde. Prestur Þorgeir Arason. Meðhjálpari Ásdís Ámundadóttir. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Gospelmessa í Egilsstaðakirkju 6. nóv.

woman-praising-god-clip-art-1130463Sunnudaginn 6. nóvember verður gospelmessa í Egilsstaðakirkju kl. 20:00 um kvöldið. Stúlknakórinn okkar flotti á Egilsstöðum, Liljurnar, sér um að syngja og leiða létta lofsöngva. Kórstjóri Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir. Tryggvi Hermannsson við flygilinn. Sóknarprestur leiðir stundina og predikar. Messuþjónar lesa ritningarlestra og bænir. Meðhjálpari Ásta Sigfúsdóttir. Kaffisopi eftir messuna. Allir velkomnir.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 10:30 í Egilsstaðakirkju og kl. 11:00 í Seyðisfjarðarkirkju.

Helgihald 30. október

Egilsstaðakirkja:fotolia_6153435_l

Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 10:30 – líf og fjör!

Messa kl. 18:00. Sr. Þorgeir Arason predikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar og fermingarbörn lesa ritningarlestra og bænir. Kór Egilsstaðakirkju syngur, organisti Torvald Gjerde. Haustsúpa að hætti Ástu Sigfúsdóttur kirkjuvarðar og sjálfboðaliða borin fram í kirkjuvængnum eftir messu. Súpan er í boði kirkjunnar en tekið við frjálsum framlögum til barna- og unglingastarfs kirkjunnar. Allir velkomnir.

Seyðisfjarðarkirkja:

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í kirkjunni kl. 11. Biblíusaga, Rebbi og Vaka og mikill söngur. Umsjón hefur Arna Magnúsdóttir ásamt aðstoðarleiðtogum. Djús og ávextir í safnaðarheimili eftir stundina.

Taize-messa kl. 20. Kór kirkjunnar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti og kórstjóri er Tryggvi Hermannsson. Í messunni minnumst við þeirra og biðjum fyrir þeim sem hafa látist og þjást vegna stríðsátakanna í Sýrlandi.

%d bloggers like this: