Helgihald og héraðsfundur 28. apríl

Sunnudagurinn 28. apríl, fjórði sunnudagur eftir páska:

Sunnudagaskólinn í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju kl. 10:30. Þetta verður síðasti „venjulegi“ sunnudagaskólinn okkar í vetur, því að þann 5. maí lýkur barnastarfi vetrarins með vorhátíð í Kirkjumiðstöðinni við Eiðavatn.

Kvöldmessa í Egilsstaðakirkju kl. 20:00. Sr. Þorgeir Arason predikar og þjónar fyrir altari ásamt Jónasi Þór Jóhannssyni meðhjálpara og lesurum. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju syngur. Fögnum sumri í bæn og lofsöng, þökkum Guði alla blessun og leggjum sumarið framundan í Guðs hendur. Verum öll velkomin. (Myndina af kirkjuturninum tók Unnar Erlingsson.)

Héraðsfundur Austurlandsprófastsdæmis fer fram í Kirkjumiðstöðinni við Eiðavatn 28. apríl kl. 10-17. Sjá nánar hér.

Guðsþjónusta á Sumardaginn fyrsta

Verum innilega velkomin í KIRKJUSELIÐ okkar í Fellabæ, kl. 14, á Sumardaginn fyrsta. Við fögnum sumri og syngjum fallega sumarsálma. Við minnumst einnig þjónustu sr. Jóhönnu Ingibjargar Sigmarsdóttur sem hefði orðið áttræð þennan dag, 25. apríl.

Fjölskylda sr. Jóhönnu býður í kirkjukaffi eftir stundina og fyrir það erum við þakklát.

Takk fyrir veturinn og Guð gefi okkur gleðilegt sumar!

Aðalsafnaðarfundur Ássóknar

Aðalsafnaðarfundur Ássóknar verður haldinn í KIRKJUSELINU FELLABÆ þriðjudaginn 23. apríl kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. 4. gr. starfsreglna um söfnuði og sóknarnefndir.

Fundurinn hefur verið auglýstur eins og lög gera ráð fyrir og á hann eru öll sóknarbörn velkomin.

Sunnudagurinn 21. apríl

Helgihald 21. apríl, sem er 3. sunnudagur eftir páska:

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju kl. 10:30. Umsjón sr. Þorgeir, Sándor, Guðný og Ragnheiður og auðvitað mætir Rebbi refur á svæðið!

Gospelmessa í Bakkagerðiskirkju (Borgarfirði) kl. 20:00. Stund á léttum nótum í anda upprisu, gleði og vonar. Sr. Þorgeir Arason og Sándor Kerekes við hljóðfærið leiða stundina.

Góði hirðirinn í Egilsstaðakirkju

Sunnudaginn 14. apríl verður Góða-hirðis messa í Egilsstaðakirkju kl. 20. Við íhugum og syngjum um hirðishlutverk Jesú um leið og við njótum birtu páskatímans. Sr. Kristín, Sándor, kirkjukórinn og Nunna Maja þjóna. Innilega velkomin!

Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 10.30 í safnaðarheimilinu. Allir krakkar og vinir þeirra velkomin.

Sunnudagurinn 7. apríl

Sunnudaginn 7. apríl verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 10:30 í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju. Biblíusaga, söngur, brúður, hressing og litamynd.

Vegna gulrar veðurviðvörunar er gospelmessunni sem vera átti í Bakkagerðiskirkju frestað til sunnudagsins 21. apríl kl. 20:00.

Af sömu ástæðu er héraðsfundi Austurlandsprófastsdæmis, sem vera átti í Kirkjumiðstöðinni við Eiðavatn, frestað til 28. apríl kl. 10:00.

Páskadagur

Velkomin til messu í Egilsstaðakirkju kl. 8:00 á páskadagsmorgni! – Páskadagsmessum í Áskirkju, Seyðisfjarðarkirkju og Fossahlíð Seyðisfirði, Sleðbrjótskirkju og Þingmúlakirkju er aflýst vegna gulrar veðurviðvörunar. Páskamessunni í Eiðakirkju er frestað til 1. apríl (annars í páskum) kl. 13:00.

Hjalti Þór Bergsson – útför

Er gerð frá Seyðisfjarðarkirkju í dag kl 24. mars kl 14.00.

Hægt er að fylgjast með streymi hér

Páskastund fjölskyldunnar

Á pálmasunnudag 24. mars kl 10.30 í Egilsstaðakirkju og boðunardegi Maríu mánudaginn 25. mars kl 17.00 í Seyðisfjarðarkirkju

Helgihald – Dymbilvika og páskar

24. mars, pálmasunnudagur:

Egilsstaðakirkja: Páskastund fjölskyldunnar kl. 10.30. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, Sándor Kerekes við hljóðfærið og leiðtogar sunnudagaskólans sjá um stundina. Eftir stundina er páskaeggjaleit, páskaföndur og veitingar.

Eiðakirkja: Fermingarmessa kl. 11.00. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju.

25. mars, mánudagur:

Seyðisfjarðarkirkja: Páskastund fjölskyldunnar kl. 17.00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, Hlín Pétursdóttir Behrens við hljóðfærið og leiðtogar sunnudagaskólans sjá um stundina. Eftir stundina er páskaeggjaleit, páskaföndur og veitingar.

28. mars, skírdagur:

Egilsstaðakirkja: Fermingarmessa kl. 10.30. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, sr. Þorgeir Arason og Berglind Hönnudóttir svæðisstjóri æskulýðsmála þjóna. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju.

Vallaneskirkja: Passíusálmasöngur kl. 17.00. Umsjón: Hlín Pétursdóttir Behrens og sönghópur.

Egilsstaðakirkja: Helgistund og máltíð kl. 19.00. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og sr. Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Atburða skírdagskvölds minnst með helgri stund og kærleiksmáltíð – kjötsúpu. Þau sem hafa tök á, greiða 2000 kr. fyrir súpuna (millifærsla eða peningur). Almennur söngur. Einsöngur: Matthías Þór Sverrisson.

29. mars, föstudagurinn langi:

Valþjófsstaðarkirkja: „Píslargangan í Fljótsdal“ kl. 11.00. Gengið frá Valþjófsstað í Skriðuklaustur og áð á leiðinni til lestra úr píslarsögunni og Passíusálmunum. Samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar og Egilsstaðaprestakalls.

Seyðisfjarðarkirkja: Passíusálmasöngur kl. 11.00. Umsjón: Hlín Pétursdóttir Behrens og sönghópur.

Egilsstaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 20.00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Karlahópur syngur.

30. mars, laugardagur fyrir páska:

Hjaltastaðarkirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Sigríður Laufey Sigurjónsdóttir og söngfuglar leiða tónlistina. Dagskrá og veitingar í Hjaltalundi eftir stundina.

31. mars, páskadagur:

Egilsstaðakirkja: Árdegismessa kl. 8.00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju.

Seyðisfjarðarkirkja: Árdegismessa kl. 9.00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Hlín Pétursdóttir Behrens. Kór Seyðisfjarðarkirkju.

Áskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Kór Áskirkju.

Fossahlíð, Seyðisfirði: Páskaguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Hlín Pétursdóttir Behrens. Kór Seyðisfjarðarkirkju.

Sleðbrjótskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna.

Eiðakirkja: Hátíðarmessa og ferming kl. 14.00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju.

Þingmúlakirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Sándor Kerekes. Kór Vallaness og Þingmúla.

1. apríl, annar páskadagur:

Dyngja, Egilsstöðum: Páskaguðsþjónusta kl. 17.00. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Sándor Kerekes. Kór Vallaness og Þingmúla.