Afmælishátíð Kirkjumiðstöðvar Austurlands

Viðburðir á döfinni:

EGILSSTAÐAKIRKJA:

Tónlistarstund þriðjudaginn 23. ágúst kl. 20:00.

Mattias Wager, dómorganisti í Stokkhólmi, leikur á orgel. Enginn aðgangseyrir.

KIRKJUMIÐSTÖÐ AUSTURLANDS VIÐ EIÐAVATN:

30 ára afmælishátíð Sumarbúðanna við Eiðavatn verður haldin sunnudaginn 21. ágúst kl. 11-14.

Helgistund í anda sumarbúðanna, bátar, leikir, grillaðar pylsur og fleira skemmtilegt. Velkomin – enginn aðgangseyrir.

SKRIÐUKLAUSTUR:

Útiguðsþjónusta – samkirkjuleg – við rústir gömlu klausturkirkjunnar á Skriðu

sunnudaginn 21. ágúst kl. 14:00.

Kristín Þórunn Tómasdóttir og Pétur Kovacik, prestar lúthersku og kaþólsku kirkjunnar, þjóna saman.

ÞINGMÚLAKIRKJA í Skriðdal:

Sunnudagurinn 21. ágúst

Kvöldmessa kl. 20:00

Prestur Þorgeir Arason.

Organisti Sándor Kerekes.

Almennur söngur. Kaffi eftir messu. Verum velkomin!

Sándor Kerekes er nýr organisti í Egilsstaða,- Vallanes- og Þingmúlakirkjum

Sándor Kerekes við orgel Egilsstaðakirkju

Ungverski tónlistarmaðurinn Sándor Kerekes hefur verið ráðinn organisti og kórstjóri í Egilsstaðakirkju, Vallaneskirkju og Þingmúlakirkju og tekur við starfinu af Torvald Gjerde.

Torvald, sem lýkur nú formlegri starfsævi, hefur verið organisti í kirkjunum þremur í rúm 20 ár, staðið fyrir öflugu kóra- og tónlistarlífi á Fljótsdalshéraði og fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín í þágu menningarlífs á Austurlandi. Honum voru þökkuð vel unnin störf við síðustu guðsþjónustu sína í Egilsstaðakirkju, þann 3. júlí sl.

Torvald Gjerde með fimm prestum sem starfað hafa með honum og tóku þátt í síðustu guðsþjónustunni hans. F.v.: Sigríður Rún Tryggvadóttir, Kristín Þórunn Tómasdóttir, Jóhanna I. Sigmarsdóttir, Vigfús I. Ingvarsson, Torvald og Þorgeir Arason.

Auglýst var eftir nýjum organista sl. vetur og bárust alls sjö umsóknir, en tveir umsækjendur drógu sig til baka. Ráðningarnefnd á vegum sóknarnefndanna þriggja ákvað að bjóða Sándor Kerekes starfið.

Sándor Kerekes er fæddur í Ungverjalandi árið 1975 og hefur lokið meistaragráðu í orgelleik og tónlistarkennslu frá háskólanum í Debrecen. Hann kemur til okkar frá ungversku borginni Nyíregyháza þar sem hann hefur undanfarin ár starfað sem píanókennari og kirkjuorganisti. Alls hefur hann starfað í yfir 20 ár við tónlistarkennslu, orgelleik og kórstjórn í heimalandi sínu. Hann er fjölhæfur tónlistarmaður með mikinn metnað fyrir kórastarfi og til gamans má þess geta að hann stofnaði með félaga sínum popphljómsveitina 2. NAP árið 2020! Sándor talar ensku og er þegar byrjaður að æfa sig í íslensku. Hann er kvæntur Mészöly Virág Kerekesné óbóleikara og eiga þau fjögur börn á leik- og grunnskólaaldri. Fjölskyldan er nú að flytja til Egilsstaða og Sándor segist hlakka til að takast á við starfið og nýjar áskoranir.

Sándor leikur í fyrsta skipti við athöfn í Egilsstaðakirkju á sunnudagskvöldið, 14. ágúst, þegar gönguguðsþjónusta hefst með stund í kirkjunni kl. 20:00. Þangað erum við að sjálfsögðu öll velkomin.

Gönguguðsþjónusta Egilsstöðum 14. ágúst

Egilsstaðakirkja: Gönguguðsþjónusta sunnudaginn 14. ágúst kl. 20:00.

Samveran hefst í kirkjunni með stuttri helgistund og söng.

Síðan verður gengin þægileg kvöldganga um bæinn og staðnæmst nokkrum sinnum til bæna.

Á hverjum áningarstað mun Guttormur Metúsalemsson flytja fróðleiksmola í tengslum við það sem fyrir augu ber.

Kaffisopi í kirkjunni í göngulok. 

Prestur er Þorgeir Arason og nýr organisti okkar, Sándor Kerekes, leikur í fyrsta skipti við athöfn í Egilsstaðakirkju við þetta tilefni. 

Verum velkomin!

Kvöldmessa í Valþjófsstaðarkirkju 24. júlí

VALÞJÓFSSTAÐARKIRKJA 24. júlí kl. 20. Komið fagnandi til friðarins stundar og ljúfrar kvöldmessu á sögufrægum stað.

Prestur sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, organisti Jón Ólafur Sigurðsson og meðhjálpari Friðrik Ingi Ingólfsson.

Árleg messa í Klyppstaðarkirkju

Árleg sumarmessa í Klyppstaðarkirkju verður að þessu sinni sunnudaginn 17. júlí kl 14. Bakkasystur ætla að leiða okkur í almennum söng.

Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigríði Rún Tryggvadóttur og sr. Jóhönna Sigmarsdóttur, fv prófasti og sóknarpresti. Meðhjálpari er Kristjana Björnsdóttir.
Eftir messu er boðið upp á kaffi og meðlæti í skála ferðafélags Fljótsdalshéraðs.

Athugið að það þarf að áætla um 1,5 klst. akstur frá Borgarfirði eystra. Vegurinn er aðeins fær fjórhjóladrifnum bílum og gott er að fjölmenna í bílana. Messan á Klyppstað hefur að jafnaði verið vel sótt af ferðafólki og úr nágrannabyggðum.

Prestur sat á Klyppstað til ársins 1888. Eftir það var staðnum þjónað frá Dvergasteini og síðar Seyðisfirði. Sú kirkja sem þar stendur nú var byggð 1895, yfirsmiður var Jón Baldvin Jóhannesson, bóndi í Stakkhlíð. Kirkjan er friðað hús og hefur ekki verið afhelguð. Fyrri hluta 20. aldar var blómleg byggð í Loðmundarfirði. Um aldamótin 1900 voru þar 87 íbúar. Byggð lagðist þar af um 1973.

Sumarmessa í Eiðakirkju 10. júlí kl 20

Kvöldmessa á sumarkvöldi sunnudaginn 10. júlí kl.20

Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson og kirkjukór Eiðakirkju leiðir almennan safnaðarsöng. 

Prestar eru sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. 

Meðhjálpari er Guðrún Benediktsdóttir. 

Verið öll hjartanlega velkomin til kirkju

Helgihald 2.-3. júlí

Hofteigskirkja á Jökuldal

Laugardagurinn 2. júlí: Messa kl. 14:00 – Ferming. – Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Egilsstaðakirkja

Sunnudagurinn 3. júlí: Guðsþjónusta kl. 10:30 – Organisti kvaddur:

Guðsþjónustan verður í Egilsstaðakirkju (ekki í Selskógi eins og til stóð – óhagstæð veðurspá). Torvald Gjerde organisti leikur undir almennum söng og prestar Egilsstaðaprestakalls þjóna. Þetta verður síðasta guðsþjónusta Torvalds sem organisti Egilsstaðakirkju eftir yfir 20 ára starf og verður hans framlag þakkað sérstaklega við þetta tilefni. Veitingar í Safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið velkomin!

Áskirkja í Fellum

Sunnudagurinn 3. júlí: Messa kl. 14:00 – Innsetning prests

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prófastur á Austurlandi, setur sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur inn í embætti prests í Egilsstaðaprestakalli með sérstakar skyldur við Ássókn. Sr. Kristín Þórunn predikar og þjónar fyrir altari ásamt prófasti, sr. Þorgeiri Arasyni sóknarpresti og sr. Árna Svani Daníelssyni, eiginmanni sínum. Kór Áskirkju syngur. Organisti: Jón Ólafur Sigurðsson. Meðhjálpari: Bergsteinn Brynjólfsson. Lesari: Kristófer Hilmar Brynjólfsson. Að messu lokinni býður sóknarnefnd Ássóknar í kaffisamsæti í Kirkjuselinu Fellabæ. Verið velkomin!

Viðburðir framundan

Egilsstaðakirkja

Tónlistarstundir:

Þriðjudaginn 28. júní kl. 20:00: Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Þorbjörn Rúnarsson, tenór, og Hrönn Þráinsdóttir, píanó. Enginn aðgangseyrir.

Fimmtudaginn 30. júní kl. 20:00. Íva Þórarinsdóttir, messósópran, og Sjur Magnus, píanó og orgel. Enginn aðgangseyrir.

Egilsstaðakirkjugarður

Sjálfboðavinnudagur  verður í kirkjugarðinum laugardaginn 25. júní frá kl. 10:00

Bæjarbúar hvattir til að mæta og leggja á hönd á plóg við að snyrta og fegra kirkjugarðinn okkar!

Boðið verður upp á hádegishressingu í Safnaðarheimilinu.

Þau sem hafa tök á eru hvött til að taka með sér málningarpensla eða garðverkfæri.

Fjölbreytt verkefni fyrir unga sem aldna!

Sóknarnefnd Egilsstaðasóknar

Sleðbrjótskirkja

Messa sunnudaginn 26. júní kl. 15:00. Ágúst Bragi Daðason verður fermdur í messunni.

Sr. Þorgeir Arason þjónar. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna. Meðhjálpari Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar. Verið velkomin!

Vallaneskirkja

Tónlistarstundir:

Fimmtudaginn 23. júní kl. 20:00. Øystein Magnús Gjerde og Veronica Eres, klassískur gítar. Enginn aðgangseyrir.

Sunnudaginn 26. júní kl. 20:00. Hlín Pétursdóttir Behrens, sópran, og Hrólfur Vagnsson, harmonika. Enginn aðgangseyrir.

Gönguguðsþjónusta í Vallanesi

%d bloggurum líkar þetta: