Uppstigningardagur: guðsþjónusta í Egilsstaðakirkju kl. 14

Almenn guðsþjónusta verður í Egilsstaðakirkju á uppstigningardag kl. 14.
Sr. Ólöf Margrét þjónar og prédikar, kór Egilsstaðakirkju leiðir söng undir stjórn og undirleik Torvalds Gjerde.

Image result for luke 24.44-53

Við fögnum vorinu og um leið rýmkuðum samkomutakmörkunum og komum saman til helgihalds á kirkjudegi aldraðra sem uppstigningardagur hefur verið dagur aldraðra í kirkjunni frá 1982. Markmið með slíkum degi er að lyfta upp og minna á og þakka það góða starf sem aldraðir sinna í kirkjunni.


Komum saman og gleðjumst á þessum degi. Gætum að sóttvörnum.

Fyrir þau sem ekki komast til kirkju má horfa á guðsþjónustuna hér.

Fallegur söngur á köldu vori

Torvald Gjerde og Hlín Pétursdóttir Behrens við orgelið
(mynd Jónas Þór Jóhannsson)

Þrátt fyrir sérlega kalt vor og covid bakslag hvílir birta og gleði yfir Egilsstaðakirkju um þessar mundir. Um helgina voru haldnir dásemdar söngtónleikar með fjölbreyttri dagskrá í tilefni 70 ára afmælis Torvalds Gjerde, sem þarna steig á stokk og söng með sinni fallegu baritón rödd við undirleik barna sinna og nemenda.

Torvald hefur verið organisti og kórstjóri í Egilsstaðakirkju um árabil og einnig virkur í tónlistarkennslu og tónlistarlífi Héraðsins á þeim tíma. Í hugann koma óneitanlega orð Jesú í Fjallræðunni þegar hann segir að við eigum að vera ljós og salt jarðar og hafa þannig góð og holl áhrif á umhverfið okkar. Torvald á sannarlega skilið að heyra að starf hans hefur borið ávöxt sem við njótum svo mörg hér á svæðinu.

Það sem gleður okkur í kirkjunni sérstaklega er að sjá hvað áhugi á orgelleik hefur verið ræktaður – enda hefur sú drottning hljóðfæranna sérstakan stað í kirkjulífinu. Á tónleikunum um helgina komu tvær ungar konur sterkar inn í orgelleik og það vekur óneitanlega bjartsýni um framtíð organistastarfs í kirkjunni okkar.

En orgelið var ekki eina hljóðfærið sem lék hlutverk á tónleikunum um helgina. Píanó, fiðla og gítar komu einnig við sögu og þar léku börn Torvalds stórt hlutverk. Og gamlir kunningjar eins og Schubert, Schuman, Purcell og Ingi T, kíktu við auk sálma- og vísnaskálda frá Noregi og Svíþjóð. Tónskráin var skemmtilega og fjölbreytilega  samansett og gladdi á svo margan hátt.

Við í Egilsstaðaprestakalli þökkum kærlega fyrir fallega tónleika og óskum Torvald innilega til hamingju á þessum tímamótum.

Samkomutakmarkanir

Opið helgihald í Egilsstaðaprestakalli liggur niðri meðan núverandi samkomutakmarkanir eru. Við kirkjulegar athafnir mega 30 manns koma saman, en við útfarir mega vera 100 manns en grímuskylda þegar ekki er hægt að halda fjarlægð.

Við í kirkjunni hvetjum fólk til útiveru og samveru með sínum nánustu og hlökkum til að sjá ykkur við guðsþjónustu þegar vorið er komið á kreik.

Þá minnum við á að prestarnir eru ætíð tilbúnir til viðtals, viðtalstímar eftir samkomulagi. Ekki er greitt fyrir viðtal við prest.

Guð veri með ykkur!

helgistund á páskadag frá Seyðisfjarðarkirkju

Páskar 2021

Vegna samkomutakmarkana fellur áður auglýst helgihald í dymbilviku og á páskum niður.
Einungus er fermt í lokuðum athöfnum.

Á þessum tímum stöndum við saman og vörumst óþarfa hópamyndanir.
Eigum góðar stundir með okkar nánustu og biðjum og vonum að í ljósi upprisu Krists
rísum við saman upp úr þessu ástandi.

Við minnum á að prestarnir veita stuðning í öllum aðstæðum og eru til viðtals eftir samkomulagi.

Guð gefi ykkur gleðilega páska!

Æskulýðsmessa í Egilsstaðakirkju!

Sunnudaginn 21. mars kl. 20 er æskulýðsmessa í Egilsstaðakirkju.

Kór kirkjunnar syngur, organisti Torvald Gjerde. Berglind Hönnudóttir leiðir stundina ásamt sr. Ólöfu Margréti Snorradóttur.

Vænst er þátttöku fermingarbarna og aðstandenda þeirra.

Velkomin til kirkju og gætum að sóttvörnum!
Vegna sóttvarnarreglna þurfa kirkjugestir að skrá sig á þar til gerð blöð í kirkjunni með nafni, kt. og símanúmeri.

Sálmur 893
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag,
megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi
þig Guð í hendi sér.

Bjarni Stefán Konráðsson

Sunnudagur 14. mars: Sunnudagaskóli kl. 10:30

Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 10:30 alla sunnudaga fram að páskum
í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4.

Sr. Kristín Þórunn og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann, ásamt Torvald organista.

Söngur, sögur og brúður. Litastund á eftir.

Verið velkomin í sunnudagaskólann!

Kirkjusel: Guðsþjónusta fyrir fermingarbörn og aðstandendur kl. 20

Sunnudaginn 28. febrúar er guðsþjónusta í Kirkjuselinu Fellabæ, sérstaklega hugsuð fyrir fermingarbörn vorsins og aðstandendur þeirra. Kór Áskirkju syngur, organisti Drífa Sigurðardóttir. Sr. Ólöf Margrét þjónar og prédikar. Fermingarbörn aðstoða.

Foreldramorgnar á Egilsstöðum

Foreldramorgnar

Foreldramorgnar eru einu sinni í viku í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju að Hörgsási 4,
á fimmtudögum kl. 10-12

Á foreldramorgnum hittast foreldrar með börn sín, spjalla og eiga notalega stund í góðum félagsskap. Auk þess verða sérstakir viðburðir í hverjum mánuði:

Foreldramorgnar henta vel heimavinnandi foreldrum og foreldrum í fæðingarorlofi. Heitt á könnunni.

%d bloggurum líkar þetta: