Helgihald og tónlistarviðburðir í Egilsstaðaprestakalli sumarið 2023 

Sumarið er tíminn sem við njótum samveru í kirkjunum okkar í birtu náðarinnar og gleði lífsins. Hér er yfirlit yfir helgihald og tónlistarviðburði í Egilsstaðaprestakalli í júní, júlí og ágúst.

3. júní Eiðakirkja. Fermingarmessa kl. 14

4. júní Bakkagerði. Sjómannadagsguðsþjónusta kl. 11 á höfninni

4. júní Vallaneskirkja. Sumarmessa kl. 11

4. júní Seyðisfjarðarkirkja. Sjómannadagsguðsþjónusta kl. 20 

8. júní Egilsstaðakirkja. Tónlistarstund kl. 20

10. júní Vallaneskirkja. Tónlistarstund kl. 16

11. júní Áskirkja. Fermingarmessa kl. 11

11. júní Hjaltastaðarkirkja. Fermingarmessa kl. 14

11. júní Sleðbrjótskirkja. Kvöldmessa kl. 20 

14. júní Egilsstaðakirkja. Tónlistarstund kl. 20 

17. júní Áskirkja. Fermingarmessa kl. 11 

17. júní Egilsstaðakirkja. Hátíðar- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 10.30

17. júní Seyðisfjarðarkirkja. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Fermingarguðsþjónusta kl. 16

17. júní Kirkjubæjarkirkja. Fermingarmessa kl. 14

18. júní Bakkagerðiskirkja. Fermingarmessa kl. 11

25. júní Eiríksstaðakirkja. Sumarmessa kl. 14 

25. júní Egilsstaðakirkja. Tónlistarstund kl. 20 

29. júní Egilsstaðakirkja. Tónlistarstund kl. 20


1. júlí Hofteigskirkja. Fermingarmessa kl. 14

2. júlí Egilsstaðir – Selskógur. Útiguðsþjónusta kl. 10.30

2. júlí Kirkjubæjarkirkja. Fermingarmessa kl. 14

9. júlí Seyðisfjarðarkirkja. Fermingarmessa kl. 11

9. júlí Eiðakirkja. Kvöldmessa kl. 20

16. júlí Klyppstaðarkirkja í Loðmundarfirði. Messa kl. 14

22. júlí Möðrudalskirkja. Skírnarguðsþjónusta kl. 11

23. júlí Egilsstaðakirkja. Helgistund kl. 20 

30. júlí Valþjófsstaðarkirkja. Kvöldmessa kl. 20


6. ágúst Egilsstaðakirkja. Fermingarmessa kl. 11

16. ágúst Bakkagerðiskirkja. Kvöldmessa kl. 20

20. ágúst Klausturrústir við Skriðuklaustur. Guðsþjónusta tveggja siða kl. 14

20. ágúst Þingmúlakirkja. Kvöldmessa kl. 20

27. ágúst Kirkjubæjarkirkja. Messa kl. 14

27. ágúst Egilsstaðakirkja. Kvöldmessa kl. 20 og upphaf fermingarstarfsins


Vinsamlegast hafið í huga að athuga daga og tímasetningar!

Helgihald 3.-4. júní

Laugardagurinn 3. júní:

Eiðakirkja: Fermingarmessa kl. 14:00.

Prestur Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju syngur. Meðhjálpari Guðrún Benediktsdóttir.

Sunnudagurinn 4. júní, sjómannadagurinn:

Bakkagerðiskirkja: Sjómannadagsmessa við Borgarfjarðarhöfn kl. 11:00.

Prestur Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bakkasystur syngja. Meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir.

Vallaneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11:00.

Prestur Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Sándor Kerekes. Félagar úr kórum Vallanes- og Þingmúlakirkju syngja. Eftir stund verður sumargleði í góða veðrinu við allra hæfi.

Hvítasunnudagur í Egilsstaðaprestakalli

Hvítasunnan er ein af þremur stórhátíðum kristinnar kirkju. Hún er stofnhátíð kirkjunnar, því að á hvítasunnunni fengu lærisveinarnir kraft heilags anda til að boða trúna á Jesú og samfélag kirkjunnar varð til. Víða um land er gjarnan fermt um hvítasunnuna, og svo er einnig hér í Egilsstaðaprestakalli. Fjórar guðsþjónustur verða í prestakallinu á hvítasunnudag, 28. maí, og eru þær allar öllum opnar:

Egilsstaðakirkja: Hátíðarmessa kl. 10:30 – Ferming. Sr. Þorgeir Arason og Gunnfríður Katrín Tómasdóttir fræðslufulltrúi. Kór Egilsstaðakirkju. Organisti Sándor Kerekes. Meðhjálpari Íris Randversdóttir.

Áskirkja í Fellum: Hátíðarmessa kl. 11:00 – Ferming. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Kór Áskirkju. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Meðhjálpari Bergsteinn Brynjólfsson.

Þingmúlakirkja: Hátíðarmessa kl. 14:00 – Ferming. Sr. Þorgeir Arason. Sveitakórinn – Kór Vallaness og Þingmúla. Organisti Sándor Kerekes. Meðhjálpari Magnús Karlsson.

Hjúkrunarheimilið Dyngja, Egilsstöðum: Hátíðarmessa kl. 17:00 á Hamri (sal 3. hæð). Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Kór Egilsstaðakirkju. Organisti Sándor Kerekes.

Aðalsafnaðarfundur Egilsstaðasóknar

Aðalsafnaðarfundur Egilsstaðasóknar fer fram í dag, fimmtudaginn 11. maí, kl. 17 í safnaðarheimili kirkjunnar. Allir íbúar sóknarinnar sem eru í þjóðkirkjunni eru velkomnir á fundinn, þar sem m.a. verða kosnir fulltrúar í sóknarnefnd.

Að sjálfsögðu verður þess gætt að fundarstörf klárist fyrir kl. 19, þegar Ísland stígur á stokk í seinni undanúrslitum Júróvisjón!

Kjartan Heiðberg Björgvinsson

Útför frá Seyðisfjarðarkirkju 9. maí kl 14. Hægt er að fylgjast með streymi frá útförinni hér

Eldri borgara guðsþjónusta á sunnudaginn kl. 14

Nú er komið að eldri borgara guðsþjónustu þetta vorið. Hún verður kl. 14 sunnudaginn 14. maí í Egilsstaðakirkju.

Sönghópur Eldri borgara í Hlymsdölum syngur undir stjórn Sigríðar Laufeyjar Sigurjónsdóttur. Meðhjálpari er Guðrún María Þórðardóttir og sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar.

Eftir messu verður boðið upp á vöfflur og súkkulaði í safnaðarheimili kirkjunnar.

Verum öll innilega velkomin!

Vorhátíð barnastarfsins á Egilsstöðum og Fellum

Vorhátíð barnastarfsins á Egilsstöðum og í Fellabæ fór fram í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum síðastliðinn sunnudag og góðu vetrarstarfi fagnað! Þar komu saman krakkar og foreldrar úr sunnudagaskólanum, stjörnustund og TTT og áttu frábæra stund sem byrjaði á súper sunnudagaskóla með tónlistaratriðum, leikþætti, brúðuleikhúsi og miklum söng.

Eftir það var boðið upp á grillaðar pylsur með alvöru sinnepi (fyrir hin fullorðnu auðvitað) og svo voru leikir utan húss og innan.

Einnig var boðið upp á andlitsmálningu og vandað föndur, eins og þetta skírnartré, þar sem krakkar í starfinu fá að setja laufblöð með nöfnum sínum á greinar trésins.

Gleðilegt sumar!

Ásgeir Jón Ámundsson

Útför Ásgeirs Jóns Ámundssonar verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju 8. maí kl. 14.00, hægt er að fylgjast með streymi frá útförinni hér

(útsending hefst skömmu fyrir útför).

Egilsstaðakirkja/Safnaðarheimili – Sunnudagurinn 30. apríl

Sunnudagaskóli kl. 10:30 í Safnaðarheimilinu.

Söngur, saga og brúður. Hressing og litamynd í lokin! – Minnum á að þann 7. maí lýkur svo barnastarfi kirkjunnar í vetur með vorhátíð í Kirkjumiðstöðinni við Eiðavatn.

Lofgjörðar- og bænastund kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu.

Í þessari samveru munum við syngja mikið saman, lofa Drottin og eiga samfélag um bæn og Guðs orð. Þetta verður í heimilislegum stíl og jafnvel hægt að koma með óskir um sálma til að syngja. Sóknarprestur og Sándor við hljómborðið leiða stundina. Athugið að þessi stund verður í Safnaðarheimilinu. (Ath. Æðruleysismessu sem auglýst var í Kirkjutíðindum er frestað fram í september.)

Egilsstaðakirkja – Sunnudagurinn 16. apríl

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 10:30. Mikill söngur, saga, brúður, hressing og litamynd í lokin. Sunnudagaskólinn starfar út apríl og svo verður Vorhátíð barnastarfsins þann 7. maí – nánar auglýst síðar.

Kvöldmessa í Egilsstaðakirkju kl. 20:00. Kristilegur hópur frá Færeyjum tekur virkan þátt í guðsþjónustunni. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Sr. Sverri Steinhólm, sjúkrahús- og fangaprestur í Þórshöfn, predikar og fleiri fulltrúar færeyska hópsins vitna um trúna. Helgi Joensen túlkar á íslensku. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju syngur og leiðir sönginn. Færeyski hópurinn flytur tónlistaratriði, Ólavur Jacobsen og Alexander Hammar leika á gítar og bassa. Kaffisopi í lokin. Verum velkomin!

%d bloggurum líkar þetta: