Messa í Seyðisfjarðarkirkju sunnudaginn 26. mars

Screen Shot 2017-03-22 at 12.49.49

Kirkjuskóli og messa í Bakkagerðiskirkja frestað vegna veðurs og færðar!

Messa og kirkjuskóli sem vera átti í dag, 19. mars, á Borgarfirði er frestað. Nánar auglýst síðar.

Kirkjuskóli og messa í Bakkagerðiskirkju sunnudaginn 19. mars

Messað verður í Bakkagerðiskirkju sunnudaginn 19. mars kl. 14:00Bakkagerðiskirkja-1-500x333
Prestur: Vigfús Ingvar Ingvarsson. Organisti: Torvald Gjerde. Bakkasystur leiða sönginn.
Kirkjuskóli í kirkjunni kl. 13:30 í umsjá Vigfúsar Ingvars.
Verið velkomin!
Verði ófært yfir Vatnsskarð fellur messan og kirkjuskólinn niður.

Fjölskylduguðsþjónusta í Kirkjuselinu Fellabæ kl. 14

Sunnudagur 19. mars kl. 14

Verið velkomin í fjölskylduguðsþjónustu í Kirkjuselinu.20160118_163852
Börn úr barnastarfi Kirkjusels, fermingarbörn og kór Áskirkju koma fram, ásamt organistanum Drífu Sigurðardóttur.
Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.
Meðhjálpari Bergsteinn Brynjólfsson.

Kaffi að guðsþjónustu lokinni.

 

Egilsstaðakirkja:
Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 10:30.
Söngur, brúður og sögur. Verið velkomin.

Sunnudagaskóli og messa í Egilsstaðakirkju 12. mars

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í Egilsstaðakirkju kl. 10:30.
Söngur og brúður, Nebbanú myndband og við heyrum einnig um miskunnsama Samverjann.
Ávextir í lokin.
Verið velkomin!

Messa kl. 18
Jesús spurði hann: „Hvað vilt þú að ég geri fyrir þig?“ (Mark 10.51)

12. mars er annar sunnudagur í föstu, reminiscere. Guðspjall dagsins segir frá Bartímeusi hinum blinda sem ákallaði Drottin og bað hann að miskunna sér. Myndaniðurstaða fyrir mk 10 46-52

Kór Egilsstaðakirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Torvald Gjerde. Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir. Meðhjálpari Ásta Sigfúsdóttir.
Molakaffi eftir messuna.

Verið velkomin í messu.

Kl. 17 er guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Dyngju.

Æskulýðsmessa í Seyðisfjarðarkirkju

Sunnudaginn 12. mars er æskulýðsmessa kl. 20 í Seyðisfjarðarkirkju.

Ungt fólk verður áberandi í þjónustunni:Screen Shot 2017-03-09 at 10.40.07

Unglingarnir í æskulýðsstarfinu sjá um allt frá því að hringja kirkjuklukkum yfir í tónlist, bænir, lestra og hugleiðingu ásamt sr. Sigríði Rún.

Organisti er Tryggvi Hermannsson.

Súkkulaðikaka og ísköld mjólk í safnaðarheimilinu eftir messu.

Verið velkomin

 

 

 

Trúum af hjarta: æskulýðsmessa í Egilsstaðakirkju 5. mars kl. 20

Sunnudagur 5. mars í Egilsstaðakirkju

Kl. 10:30 sunnudagaskóli. Söngur, sögur og brúður.

Kl. 20 æskulýðsmessaMynd frá Bessastaðakirkja Álftanesi.
Trúum af hjarta
Stúlknakórinn Liljurnar leiða söng, stjórnandi Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir, Tryggvi Hermannsson leikur undir. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir og sr. Vigfús Ingvar Vigfússon þjóna. Fermingarbörn aðstoða við helgihaldið.

Messukaffi í boði fermingarstúlkna á Egilsstöðum að messu lokinni.

Verið velkomin!

Kvöldguðsþjónusta í Kirkjuselinu 26. febrúar kl. 20

Sunnudagur í föstuinngang 26. febrúar: Kvöldguðsþjónusta í Kirkjuselinu Fellabæ.

20151224_225336
Kór Áskirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng, organisti Drífa Sigurðardóttir.
Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar.

Verið velkomin!

 

 

Sálmur 937
Draumanna höfgi dvín,
dagur í austri skín,
vekur mig,
lífi vefur 
mjúka mildings höndin þín. 

Dagleiðin erfið er,
óvíst hvert stefna ber,
leið mig
langa vegu
mjúka mildings höndin þín. 

Sest ég við sólarlag,
sátt er við liðinn dag,
svæfir mig
svefni værum
mjúka mildings höndin þín.
(Eygló Eyjólfsdóttir)

Hjartamessa í Seyðisfjarðarkirkju

Sunnudaginn 26. febrúarscreen-shot-2017-02-22-at-14-31-04 er hjartamessa. Febrúar er hjartamánuður og er ætlað að vekja athygli á einkennum og áhættuþáttum hjartasjúkdóma, við hvetjum ykkur til að mæta í rauðu af því tilefni.

Eva Jónu forvarnarfulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar flytur hugleðingu og fermingarbörn taka virkan þátt í þjónustunni. Kórinn leiðir okkur í söng og organisti er Tryggvi Hermannsson. .
Það verða því engar rjómatertur eftir messu að þessu sinni, heldur hollar og hjartastyrkjandi veitingar og kaffi.

Verið velkomin

Sunnudagaskóli og konudagsmessa í Egilsstaðakirkju 19. febrúar

Sunnudagaskóli kl. 10:30

Rebbi og Vaka koma í heimsókn, söngur og sögur. Umsjón Ólöf Margrét ásamt sunnudagaskólakennurum, Torvald verður á sínum stað við píanóið. Ávextir, djús og dund eftir stundina.

Messa kl. 18

Mynd frá Biskup Íslands.Messa á konudegi í Egilsstaðakirkju kl. 18.
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar, sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar fyrir altari. Konur úr sóknarnefnd kirkjunnar og messuþjónahóp aðstoða.
Kór Egilsstaðakirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng, organisti Torvald Gjerde.
Kvennakórinn Héraðsdætur verða sérstakir heiðursgestir og Mynd frá Kvennakórinn Héraðsdætur.syngja nokkur lög undir stjórn Kristínar R. Sigurðardóttur.
Meðhjálpari Ásta Sigfúsdóttir.
Boðið upp á kaffi og konfekt í nýuppgerðu safnaðarheimili kirkjunnar að Hörgsási 4.

Verið velkomin til kirkju!

 

%d bloggurum líkar þetta: