Fjölskylduguðsþjónusta í Seyðisfjarðarkirkju

Sunnudaginn 16. september er fjölskylduguðsþjónusta í Seyðisfjarðarkirkju kl. 11.

Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti er Sigurbjörg Kristínardóttir

Biblíusaga, kirkjubrúður, söngur og Nebbi. Umsjón með stundinni hefur  sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir ásamt aðstoðarleiðtogum.

Kaffi og kökur í safnaðarheimili eftir stundina.

Sunnudagurinn 16. september

haustSunnudagaskóli í Egilsstaðakirkju kl. 10:30 og að þessu sinni eru börnin hvött til að taka með sér bangsa eða dúkku í kirkjuna! Sr. Þorgeir, Guðný, Elísa, Torvald o.fl. sjá um stundina.

Guðsþjónusta kl. 17:00 á Hjúkrunarheimilinu Dyngju, 3. hæð. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir, Kór Egilsstaðakirkju og Torvald Gjerde organisti.

Messa kl. 18:00 í Egilsstaðakirkju – Dagur íslenskrar náttúru. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir, Kór Egilsstaðakirkju og Torvald Gjerde organisti. Meðhjálpari Jónas Þór Jóhannsson.

Verið velkomin!

10. september – Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

 

candle-light-heart

Minningastund verður í Egilsstaðakirkju mánudaginn 10. september kl. 20.  
Carola Björk Guðmundsdóttir, aðstandandi deilir reynslu sinni,
Øystein Magnús Gjerde leikur á gítar.
Kveikt á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. 
Kaffi og spjall eftir stundina. 
Kynning á starfi fyrir aðstandendur sem fer af stað í lok september.
Prestar Egilsstaðakirkju

Barnastarf Egilsstaðakirkju

barnastarf

Nánari upplýsingar – smellið hér!

Kvöldmessa og upphaf fermingarstarfa

Egilsstaðakirkja:egilsstadakirkja úr lofti

Kvöldguðsþjónusta sunnudaginn 2. september kl. 20:00

Organisti Torvald Gjerde, almennur söngur.

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir predikar. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir og sr. Þorgeir Arason þjóna fyrir altari.

Þeir unglingar á Héraði sem vilja fermast í Þjóðkirkjunni næsta vor eru hvött til þátttöku ásamt forráðamönnum og stuttur fundur með þeim eftir messu.

Prestar Egilsstaðaprestakalls

Verið velkomin til kirkju!

Sunnudagurinn 26. ágúst

Kirkjubæjarkirkja:

Messa kl. 14:00.

Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna. Minnt er á kaffisölu Kvenfélags Hróarstungu í Tungubúð eftir messu

Eiðakirkja:

Kvöldmessa kl. 20:00.

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju.

Verið velkomin til kirkju!

Helgihald sunnudaginn 19. ágúst

biblia

Sunnudaginn 19. ágúst verða tvær guðsþjónustur í Egilsstaðaprestakalli:

 

Skriðuklaustur – Við rústir klausturkirkjunnar á Skriðu:

Guðsþjónusta beggja siða kl. 13:30.

Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir og sr. Pétur Kovácik þjóna.

Jón Ólafur Sigurðsson annast undirleik við almennan söng.

 

Egilsstaðakirkja:

Kvöldmessa kl. 20:00

Sr. Þorgeir Arason predikar og þjónar fyrir altari.

Organisti Torvald Gjerde. Almennur söngur.

 

Verið velkomin til messu!

 

Sunnudagurinn 12. ágúst

Möðrudalskirkja-333x500

Sunnudaginn 12. ágúst er messað á tveimur stöðum í Egilsstaðaprestakalli. Verum öll velkomin til kirkju!

Möðrudalskirkja
Guðsþjónusta kl. 14. Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir, organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

 

Þingmúlakirkja
Kvöldmessa kl. 20. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir þjónar. Organisti Torvald Gjerde. Kirkjukaffi í Félagsheimilinu Arnhólsstöðum að messu lokinni.Þingmúlakirkja-500x333

Útiguðsþjónusta í Fellum

Kross úr steinumSunnudaginn 5. ágúst kl. 14:
Guðsþjónusta við Hrafnafellsrétt

Almennur söngur við undirleik Drífu Sigurðardóttur. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina. Fáum okkur kaffi saman að lokinni guðsþjónustu, gott að taka með sér kaffi á brúsa. Klæðum okkur eftir veðri.

Hrafnafellsrétt er í suðurenda Hafrafells, ekið er Fjallselsveg og gengið frá skilti við veginn, einnig er fært stærri bílum að réttinni. Hrafnafell er ein af perlum Fljótsdalshéraðs, þar var áður lögrétt Fellamanna, Hrafnafellsrétt, þar sem hlaðið hefur verið grjóti í báða enda á djúpri geil sem klettarnir mynda.

hrafnafell
Hrafnafellsrétt. Mynd tekin af síðunni visitegilsstadir.is

Komum saman og nærumst af sköpunarverki og orði Guðs.

Þú ert Guð sem gefur lífið,
góða jörð og nótt og dag.
Þér til dýrðar syngjum saman
sólarljóð og þakkarbrag.

Undir blessun þinni búa
blóm og dýr og allt sem er.
Lífsins undur okkur gleðja,
yndisleg úr hendi þér.

Guð, sem færir fólki jarðar
frelsi, gleði, brauð og hlíf,
þakklát börn þín syngja saman
sólarljóð um eilíft líf.
(Sb 704. Jón Ragnarsson)

Guðsþjónusta í Valþjófsstaðarkirkju 29. júlí kl. 14!

Sunnudagur 29. júlí kl. 14: Guðsþjónusta í ValþjófsstaðarkirkjuValþjófsstaðarkirkja-500x333

Sr. Ólafur Hallgrímsson prédikar, prestur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Verið velkomin til kirkju!

%d bloggurum líkar þetta: