Kveðja frá samráðshópum um áfallahjálp á Austurlandi (English/Polski below)

Samráðshópar um áfallahjálp í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi hafa nú verið virkjaðir vegna Covid-19 faraldursins, en í þeim hópum sitja fulltrúar Rauða krossins, Félagsþjónustu, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, lögreglu og Þjóðkirkjunnar á svæðinu. Með þessari kveðju til íbúa Austurlands viljum við vekja athygli á þeirri þjónustu sem í boði er og hvetja til uppbyggilegrar samstöðu.

Eðlilegt er að margir finni fyrir öryggisleysi og kvíða þessa dagana. Staða mála breytist ört og við kunnum að óttast um heill og velferð okkar sjálfra eða okkar nánustu. Við það getur bæst einsemd og jafnvel einangrun hjá sumum, nú þegar flestöll hefðbundin starfsemi raskast og minna er um heimsóknir en ella. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að við stöndum saman sem samfélag og hjálpumst að með bjartsýni og náungakærleika að vopni. Hér eru nokkrar leiðir til þess:

1) Hugsum til ættingja, kunningja og nágranna, einkum þeirra sem tilheyra viðkvæmum hópi. Getum við hringt uppörvandi símtal, aðstoðað við innkaup eða aðrar nauðþurftir, eða jafnvel leiðbeint t.d. um tölvunotkun? Ágæt þumalputtaregla er að gera ekki endilega ráð fyrir að „einhver annar“ muni hafa samband við viðkomandi.

2) Hugum að sjálfum okkur og nýtum dagana í jákvæða virkni eins og kostur er, t.d. nám, vinnu, hreyfingu, símtöl við fólkið okkar, bóklestur, andlega iðkun, spil með fjölskyldunni og fleira sem byggir upp eða gefur okkur gleði.  Dveljum ekki óhóflega lengi við fréttamiðlana, sérstaklega ekki ef fréttirnar valda okkur óróleika.

3) Ef við finnum til kvíða eða depurðar, eða vantar annan stuðning, verum þá óhrædd við að nýta okkur þær bjargir sem standa til boða. Munum að samtal við þann sem getur og vill hlusta er oft versti óvinur kvíðans og einmanaleikans.

Prestar Þjóðkirkjunnar veita sálgæslu og stuðningsviðtöl óháð trúfélagsaðild eða lífsskoðun. Símanúmer og netföng presta má finna á egilsstadaprestakall.is og á facebooksíðum Hofsprestakalls og Austfjarðaprestakalls

Rauði krossinn 1717, https://www.facebook.com/raudikrossinn/

Covid sími HSA er 470 3066, þar er líka hægt að fá sálrænan stuðning.

Geðhjálp https://gedhjalp.is/radgjof-i-gegnum-netid/

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs 4700700

Félagsþjónusta Fjarðabyggðar 4709000

ENGLISH: Greetings from your local crisis support groups,

In order to deal with the COVID-19 pandemic, crisis support groups have now been activated in the region directed by the East Iceland District Police Commissioner. These groups include representatives of the police, the Red Cross, municipal Social Services, the Health Directorate of East Iceland, and the Evangelical Lutheran Church of Iceland, which is often called the National Church. Through this message to East Iceland residents, we want to call everyone’s attention to the services offered and to encourage a positive, unifying outlook.

It’s no wonder that many of us feel worried and insecure these days. Conditions have been changing fast, and we may be concerned about our own health and well-being, or that of our closest family. Some of us may be plagued by loneliness or even isolation, since most routines have been disrupted and visits by friends are rare. It’s important for us as a community to stand together in such times, arming ourselves with optimism as well as affection for those around us so that we can help each other. Here are several things we can do:

1) Let’s think about our relatives, acquaintances and neighbours, especially if they belong to a vulnerable group. Can we phone them, assist with shopping or other needs, or possibly help them in using their computer? A good rule of thumb is generally not to assume that „someone else“ is likely to contact them.

2) Not forgetting ourselves, let’s use our days to the utmost for cultivating activities such as education, work, exercise, reading, spiritual pursuits, playing games with the family, phoning, and whatever else nurtures and cheers us. On the other hand, we should not spend too much time on the news media, in particular if the news tends to upset us.

3) If we feel anxious or depressed or in need of other support, let’s not be shy about taking advantage of the resources at hand. Our best tool for fighting off worries or loneliness is often just talking to someone who wants and is able to listen.

Here are some useful contacts concerning the corona epidemic:

The ministers of Iceland’s Evangelical Lutheran Church provide pastoral care and personal counselling without regard to religious affiliation or belief. You can contact an area pastor via the telephone numbers and e-mail addresses at http://www.egilsstadaprestakall.is (for the Egilsstaðir parishes) or the Facebook pages of the Hof parishes (Hofsprestakall) and the East Fjords parishes (Austfjarðaprestakall).


The Red Cross Helpline, Tel. 1717, https://www.facebook.com/raudikrossinn/

The COVID phoneline of the Health Directorate of East Iceland, Tel. 470 3066, where psychological help is also available

The Icelandic Mental Health Alliance, https://gedhjalp.is/radgjof-i-gegnum-netid/

Municipal Social Services, Fljótsdalshérað; Tel. 4 700 700

Municipal Social Services, Fjarðabyggð; Tel. 470 9000

Iceland’s COVID website, https://www.covid.is, where you can select English and a number of other languages

POLSKI:

Pozdrawia zespół doradczy pomocy o doznanym szoku

Zespół doradczy pomocy o doznanym szoku z porozumieniem z policją na wszchodzie został aktywowany z powodu epidemii Covid-19, w tej grupie znajduje się zarządca czerwonego krzyża, usługi społeczne, Ministerstwo Zdrowia na Wschodzie, policja i Kościół Narodowy w okolicy. Z pozdrowieniami dla mieszkańców wschodniej Islandii chcielibyśmy zwrócić uwagę na oferowane usługi i zachęcić do konstruktywnej solidarności.

Jest to normalne że na chwilę obecną odczówamy niepokój i niepewność. Stan ten szybko się zmienia i możemy obawiać się o dobro własne i naszych bliskich. Do tego dochodzi samotność, a nawet izolacja w niektórych przypadkach, na chwilę obecna wszystkie codzienne zajęcia są zakłócone jednocześnie zmniejszyła się liczba wizyt niż była do tej pory. W takich okolicznościach ważne jest, abyśmy stali razem i pomagali sąsiadom z optymizmem, okazywali miłość do bliźniego, to działa jak broń. Oto kilka sposobów, aby to zrobić:

  1. Pomysł dla krewnych znajomych i sąsiadów, szczególnie tych należących do wrażliwej grupy. Możemy zadzwonić z propozycją udzielenia pomocy w zakupach lub innych w potrzebach, a nawet doradzić np. jak korzystać z komputera. Dobrą zasadą jest niekoniecznie zakładać, że „ktoś inny” się z nimi skontaktuje.
  • Pomysł dla nas, jak spędzać dni pozytywnie i aktywnie najlepiej jak potrafimy, np. uczenie się, praca, ćwiczenia, rozmowy telefoniczne z naszymi bliskimi, czytanie książek, praktyka duchowa, gry rodzinne i inne rzeczy, które budują lub dają nam radość. Nie zostawaj zbyt długo z mediami, szczególnie jeśli wiadomość nas poruszają.
  • Jeśli odczuwamy niepokój lub smutek lub potrzebujemy wsparcia innego człowieka, nie bójmy się korzystać z tego co jest dla nas dostępne.

Kapłani Kościoła Narodowego udzielają pomocy psychologicznej i wsparcia, niezależnie od przynależności religijnej lub poglądów na życie. Numery telefonów i adresy księży można znaleźć na stronie  egilsstadaprestakall.is  oraz na stronach Facebooka Hofsprestakalls i Austfjarðaprestakalls.

 Czerwony krzyż   1717, https://www.facebook.com/raudikrossinn/

Przychodnie Lekarskie HSA 470 3066  tam również można uzyskać wsparcie psychologiczne.

Pomoc psychologiczna  https://gedhjalp.is/radgjof-i-gegnum-netid/

Usługi socjalne Fljótsdalshéraðs 4700700

Usługi socjalne Fjarðabyggðar 4709000

https://www.covid.is/polski

Áhrif samkomubanns í Egilsstaðaprestakalli

Kæru vinir. Eins og flestum er kunnugt tekur samkomubann gildi í landinu í dag ásamt nálægðartakmörkunum á allri starfsemi. Öll þurfum við að hjálpast að við að hugsa um náungann, fylgja fyrirmælum stjórnvalda og hefta útbreiðslu kórónaveirunnar. Áhrif þessa máls á kirkjustarfið eru mikil.

Öllum guðsþjónustum Þjóðkirkjunnar er aflýst meðan á banninu stendur. Það gildir einnig um fermingar. Þau sem áttu að fermast í Egilsstaðakirkju á skírdag, munu fermast í staðinn 20. september, nema foreldrar óski eftir öðru. Einnig áttu að fara fram fermingar í Eiðakirkju, Sleðbrjótskirkju, Seyðisfjarðarkirkju og Áskirkju. Nýjar dagsetningar verða ákveðnar í samráði við foreldra.

Öllu barna- og æskulýðsstarfi sóknanna í Egilsstaðaprestakalli er aflýst meðan á banninu stendur þar sem við teljum okkur ekki geta haldið úti starfsemi og um leið tryggt að reglum sé fylgt og öryggi þátttakenda þar með tryggt. Hið sama gildir um foreldramorgna og biblíuleshóp á Egilsstöðum og opið hús í Kirkjuselinu – aflýst. Flestum kóræfingum er aflýst – sjá nánari upplýsingar frá kórstjórum. Bænastundir í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju (hádegisbæn og kyrrðarbæn) munu fara fram áfram.

Fermingarfræðsla mun fara fram en með breyttu sniði, foreldrar fá nánari upplýsingar.

Útfarir, skírnir og hjónavígslur geta farið fram ef fjölda- og nálægðartakmarkanir eru uppfylltar og verður það útfært í samráði við aðstandendur.

Prestar Egilsstaðaprestakalls eru sem fyrr til staðar fyrir alla þá sem óska eftir samtali um líðan sína, áhyggjur og hvaðeina sem íþyngir. Best er að hafa samband beint við prest í gegnum síma eða tölvupóst, sjá hér. Hægt er að hitta okkur í safnaðarheimilunum, í heimahúsi eða ræða málin í gegnum síma. Einnig er hægt að óska eftir fyrirbæn.

Stöndum saman um að virða fyrirmæli stjórnvalda, gæta að þeim sem eru í viðkvæmri stöðu og sigrast óttalaus á hverri raun í trúnni. Uppörvandi eru ritningarorðin: Því að ég, Drottinn, er Guð þinn, ég held í hægri hönd þína og segi við þig: „Óttast eigi, ég bjarga þér“ (Jesaja 41.13).

Kirkjustarf og Covid-19

Að gefnu tilefni er rétt að árétta að allt kirkjustarf í Egilsstaðaprestakalli fer enn um sinn fram skv. áætlun. Þar á meðal má nefna að engar breytingar eru í bili á áætluðum fermingardögum vorsins. Þetta gæti vitaskuld breyst komi til samkomubanns.

Í ljósi þess að lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna hefur biskup Íslands þó sent prestum landsins tilmæli um sérstaka aðgát eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis. Altarisgöngur fara ekki fram í bili samkvæmt þessum tilmælum. Enn fremur eru viðstaddir við kirkjulegar athafnir beðnir að sleppa handaböndum og faðmlögum að sinni. Við sýnum í staðinn samstöðu okkar og umhyggju með brosi og hlýlegum orðum eftir því sem við á.

Munum eftir sérstakri aðgát og tillitssemi í garð þeirra sem viðkvæmastir eru fyrir áhrifum veirunnar, t.d. öldruðum og langveikum. Biðjum gjarnan fyrir þeim hópum, fyrir smituðum og þeim heilbrigðisstarfsmönnum sem vinna hörðum höndum að því að takmarka útbreiðslu veirunnar.

Sóknarprestur.

Orgelhreinsun fagnað í Egilsstaðakirkju í kvöld

Björgvin og Margrét við orgelið að verki loknu

Í janúarmánuði fór fram gagnger hreinsun, viðgerð og stilling á pípuorgeli Egilsstaðakirkju. Verkið unnu þau Björgvin Tómasson orgelsmiður og kona hans, Margrét Erlingsdóttir rafvirki. Endurbótunum verður fagnað með orgel- og söngkvöldi í kirkjunni í kvöld, 5. mars kl. 20:00.

Orgelið kom í Egilsstaðakirkju haustið 1978, fjórum árum eftir vígslu kirkjunnar. Um er að ræða prýðilegt 19 radda hljóðfæri með tveimur hljómborðum og fótspili, smíðað af Mascioni-verksmiðjunni á Ítalíu. Mælt er með að orgel séu hreinsuð á 10-15 ára fresti til að viðhalda hljómgæðum sínum, en aldrei áður hafði farið fram gagnger hreinsun á þessu orgeli, svo það var orðið afar aðkallandi.

Ekki var vanþörf á hreinsun!

Aðdragandinn að verkinu sem nú var unnið er orðinn nokkuð langur. Verk af þessu tagi er kostnaðarsamt fyrir lítinn söfnuð enda þörf á mikilli og sérhæfðri vinnu. Þar sem Egilsstaðasókn býr við bágan fjárhag, líkt og flestallar sóknir landsins þessi misserin, þurfti að leita lausna á málinu. Tónlistarsjóður kirkjunnar var stofnaður á aðalsafnaðarfundi vorið 2018 og sitja þau Björn Ingimarsson bæjarstjóri, Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi og kórfélagi og Torvald Gjerde organisti í stjórn sjóðsins. Leitað var til einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka á svæðinu um að leggja verkefninu lið, auk annarra sókna í prestakallinu, en við Egilsstaðakirkju fara fram ýmsar athafnir og viðburðir sem þjóna stærra svæði en sókninni einni. Kórar og hljómlistarmenn komu einnig fram á tónlistarviðburðum þar sem aðgangseyrir og/eða frjáls framlög runnu til verkefnisins. Ánægjulegt var að finna allan þann velvilja sem kirkjan og menningarlíf hennar nýtur í samfélaginu hér á Fljótsdalshéraði. Stærsti einstaki styrkurinn kom frá Kvenfélaginu Bláklukku á Egilsstöðum, kr. 500.000. Þrjú hótel á svæðinu styrktu verkefnið einnig í formi gistingar og uppihalds í viku í senn fyrir orgelsérfræðingana.

Margt smátt gerir eitt stórt og alls söfnuðust um þrjár og hálf milljón í sjóðinn eða nánast allur kostnaður við verkið. Vilja stjórn sjóðsins og sóknarnefnd Egilsstaðakirkju koma á framfæri innilegu þakklæti sínu til allra þeirra sem lögðu verkefninu lið.

Verkið í fullum gangi.

Mikil ánægja er í Egilsstaðakirkju með afraksturinn af vinnu þeirra Björgvins og Margrétar. Hljóðið í orgelinu er nú miklu tærara en áður, vélasuð horfið og ekki spillir að loftið í kirkjunni er hreinna og betra, enda allt að 40 ára gamalt ryk horfið úr hljóðfærinu! Þá ber þess að geta að Hermann Eiríksson trésmiður aðstoðaði Björgvin við hljóðeinangrun á mótor og blásara svo og við lagningu lagna upp í orgelið til að taka inn loft í það ofar en áður. Hermann hefur sungið í Kór Egilsstaðakirkju frá því að kirkjan var vígð og var einmitt meðal lykilmanna í orgelkaupunum á sínum tíma.

Til að fagna „upprisu“ hljóðfærisins bjóða Kór Egilsstaðakirkju og Torvald Gjerde organisti kirkjunnar til orgel- og söngkvölds í kirkjunni í kvöld, fimmtudaginn 5. mars kl. 20:00. Fjölbreytt tónlistardagskrá, samsöngur og kaffiveitingar í lokin. Allir velkomnir og frítt inn en frjáls framlög vel þegin því að enn vantar örlítið upp á að tekist hafi að safna fyrir öllum kostnaði við verkefnið. Bankareikningur: 175-15-020004, kt. 690777-0299.

Sunnudagurinn 8. mars: Kvöldmessa í Egilsstaðakirkju kl. 20

Kvöldmessa á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Hulda Elisabeth Daníelsdóttir, hótelstjóri, flytur erindi. Hlín Pétursdóttir Behrens syngur einsöng. Kór Egilsstaðakirkju syngur og leiðir almennan söng, organisti Torvald Gjerde. Sr. Ólöf Margrét og sr. Sigríður Rún þjóna saman. Kirkjukaffi í boði fermingarbarna að lokinni messu.

8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og hefur hann verið haldinn hátíðlegur um víða veröld í meira en hundrað ár. Á þeim tíma hefur mikið áunnist í réttindabaráttu kvenna en þó eru enn fjölmargar ástæður til að halda baráttunni áfram, enda minnir dagurinn okkur á að konur víða um heim búa ekki við mannsæmandi kjör. Þess vegna höldum við enn alþjóðlegan baráttudag kvenna.

Kyrrðarstund í Bakkagerðiskirkju FRESTAÐ TIL 10. MARS

Fyrirhuguð var kyrrðar- og íhugunarstund í Bakkagerðiskirkju í kvöld, þriðjudaginn 3. mars. Henni er FRESTAÐ TIL ÞRIÐ. 10. MARS vegna ófærðar á Vatnsskarði. – Semsé:

BAKKAGERÐISKIRKJA

Kyrrðar- og íhugunarstund þriðjudaginn 10. mars kl. 20:00

Bakkasystur og Jón Ólafur Sigurðsson organisti leiða okkur í bæna- og íhugunarsöngvum sem ættaðir eru frá Taizé-klaustrinu í Frakklandi.

Sr. Þorgeir Arason flytur stuttar íhuganir milli söngva.

Kveikt á bænakertum.

Komum til kirkju og njótum kyrrðar!

Kaffisopi í Heiðargerði eftir stundina

Sóknarprestur og sóknarnefnd

Kvöldmessu í Vallaneskirkju 1. mars FRESTAÐ!

Messunni sem vera átti í Vallaneskirkju sunnudaginn 1. mars kl. 20 er FRESTAÐ vegna veðurútlits og ófærðar.

Vallaneskirkja
VallaneskirkjaFRESTAÐ:
Nánar auglýst síðar.

Kvöldmessa í upphafi föstu sunnudaginn 1. mars kl. 20.
Kór Vallaness og Þingmúla syngur og leiðir almennan söng. Organisti Torvald Gjerde. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar.

Verið velkomin til helgrar stundar á ljúfum nótum.

TTT-matreiðslunámskeið

Vöfflubakstur verður m.a. á dagskránni!

Mánudaginn 24. febrúar hefst TTT-matreiðslunámskeiðið aftur hjá okkur í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju. TTT stendur fyrir 10-12 ára svo þetta starf er ætlað krökkum í 5.-7. bekk. Getum bætt nokkrum áhugasömum í hópinn.


Við verðum kl. 17:30-19:00 á mánudögum fram að páskum (sex skipti) og hápunkturinn er svo að taka þátt í TTT-mótinu á Eiðum 27.-28. mars. Eins og í haust munum við elda og baka ýmislegt girnilegt. Helgistundin á sínum stað í hverri viku. Hráefniskostnaður er 2.000 kr. sem mætti leggja inn á 175-26-26, kt. 690777-0299. (Kostnaður og dagskrá á TTT-móti nánar auglýst síðar.) Hægt er að mæta á staðinn í fyrstu samveruna og skrá sig á staðnum. Leiðtogar verða sr. Þorgeir, Ásmundur Máni, Fannar og öflugir aðstoðarleiðtogar.

Helgihald 23. febrúar

Egilsstaðakirkja:

Messa kl. 10:30. Sr. Þorgeir Arason predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju. Meðhjálpari Gísli Þór Pétursson. Lesarar Dagmar Atladóttir og Sigríður Laufey Sigurjónsdóttir. M.a. verður sunginn sálmur Arnars Sigbjörnssonar við lag Sigríðar, „Markar spor í mjúkan svörð.“ Kaffisopi eftir stundina.

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili á sama tíma. Sr. Ólöf Margrét og leiðtogarnir sjá um stundina, Öystein mætir með gítarinn.

Hjúkrunarheimilið Dyngja;

Guðsþjónusta sama dag kl. 17:00 í sal Brekku. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju.

Seyðisfjarðarkirkja Hjartamessa

Á konudaginn, 23. febrúar er hjartamessa kl. 11. En febrúar er árveknimánður hjarta- og æðasjúkdóma. Elfa Rúnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur segir frá einkennum, áhættuþáttum og góðum heilsuráðum.

Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir safnaðarsöng.

Organisti er Rusa Petriashvili. 

Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir og fermingarbörn aðstoða í messunni. 

Bollukaffi í safnaðarheimili að messu lokinni. 

Námskeið í kyrrðarbæn

Laugardaginn 15. febrúar kl. 10-15 verður námskeið í kyrrðarbæn (Centering Prayer) haldið í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju. Kennari er Dagmar Ósk Atladóttir, sem lokið hefur leiðbeinandanámi á vegum Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi. Kyrrðarbæn byggist á aldagamalli hefð kristinnar íhugunar og stefnir að nánara samfélagi við Guð. Ávöxtur iðkunarinnar er oftar en ekki kyrrð hið innra, andspænis streituhlöðnu þjóðfélagi. Verð á námskeiðinu er 3.500 kr. og innifalin súpa í hádeginu. Verið velkomin, ekki nauðsynlegt að skrá sig.

Sunnudagur 16. febrúar: Sunnudagaskóli kl. 10:30 í Safnaðarheimilinu.

%d bloggurum líkar þetta: