Helgihald sumarsins í máli og myndum

Messað var um hverja helgi í prestakallinu í sumar, í þéttbýli, í sveitakirkjum og undir berum himni. Hér eru nokkrar myndir frá messum sumarsins.

Sjómannadagurinn á Borgarfirði

Guðsþjónusta við smábátahöfnina á Borgarfirði.

Guðsþjónusta við smábátahöfnina á Borgarfirði.

Þann 5. júní var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víða um land.
Á Borgarfirði eystra var guðsþjónusta við smábátahöfnina í blíðu veðri.

Bakkasystur ásamt organista.

Bakkasystur ásamt organista.

Organisti var Jón Ólafur Sigurðsson og kór Bakkagerðiskirkju, Bakkasystur, leiddu sönginn. Prestur var Ólöf Margrét Snorradóttir.

 

 

 

Útiguðsþjónusta á Jökuldal
Þann 7. ágúst var guðsþjónusta við fossinn Rjúkanda á Jökuldal. Veður hélst þurrt þó ekki hafi miklu mátt muna. 20160807_143217Nokkuð hvasst var en söfnuðurinn lét það ekki á sig fá, enda vel búinn til útiveru. Eftir stundina gæddu allir sér á jólaköku og heitu kakói. Torfastaðasystkinin, Margrét Dögg, Auðna, Benedikt og Sigurjón, leiddu sönginn. Prestur var Ólöf Margrét Snorradóttir.

20160807_14325520160807_151111

 

Valþjófsstaðarkirkja 21. ágúst
Fimmtíu ára vígsluafmæli Valþjófsstaðarkirkju var fagnað með hátíðarmessu þann 21. ágúst. Við sama tækifæri var nýtt orgel kirkjunnar tekið í notkun og það blessað í upphafi messunnar. Sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls, Þorgeir

Prófastur og prestar. Frá vinstri Davíð Baldursson prófastur, Ólöf Margrét Snorradóttir, Lára G. Oddsdóttir, Sigurður Rúnar Ragnarsson, sóknarprestur Norðfjarðarprestakalls, og Þorgeir Arason

Prófastur og prestar. Frá vinstri Davíð Baldursson prófastur, Ólöf Margrét Snorradóttir, Lára G. Oddsdóttir, Sigurður Rúnar Ragnarsson, sóknarprestur Norðfjarðarprestakalls, og Þorgeir Arason

Arason, prédikaði en prófastur Austurlandsprófastsdæmis, Davíð Baldursson, þjónaði fyrir altari ásamt Láru G. Oddsdóttur, fyrrum sóknarpresti Valþjófsstaðarkirkju, og Ólöfu Margréti Snorradóttir, presti í Egilsstaðaprestakalli. Kór Valþjófsstaðarkirkju söng undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar, organista. Að messu lokinni var kaffisamsæti í Félagsheimilinu Végarði.

 

 

 

Eiðakirkja 130 ára

Þéttsetinn var bekkurinn við hátíðarmessu í Eiðakirkju og síðan í kaffisamsæti í gamla barnaskólanum á Eiðum í lok ágúst er haldið var upp á 130 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Jafnframt var fagnað yfirstandandi endurbótum á ásýnd kirkju og kirkjugarðs og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, blessaði nýtt orgel kirkjunnar. Biskup predikaði, Jón Ólafur Sigurðsson stjórnaði Kór Eiðakirkju og lék á nýja orgelið og fjórir prestar þjónuðu. Sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir og Þórhallur Pálsson sóknarnefndarformaður röktu sögu kirkju og staðar meðan yfir 80 afmælisgestir gerðu kaffiveitingum Kvenfélagsins góð skil.img_5768
img_5777img_5775-1

12 sporin – opinn kynningarfundur í Egilsstaðakirkju 26. september kl. 20

Egilsstaðakirkja býður í vetur upp á sjálfstyrkingarnámskeiðið Tólf sporin – andlegt ferðalag. Tólf spora vinna hentar öllum þeim sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar í þeim tilgangi að öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu þar sem leitað er styrks í kristinni trú.

Tveir opnir kynningarfundir verða í Egilsstaðakirkju kl. 20, mánudagana 19. og 26. september, þar sem færi gefst á að kynna sér starfið. Á þriðja fundinum verður hópunum lokað og sporavinnan hefst.  Vinnan fer fram í litlum lokuðum hópum og byggist á heimavinnu fyrir hvern fund, með því að svara spurningum tengdum hverju spori. Hópurinn hittist vikulega og fer yfir efni hvers fundar. Unnið er með bókina Tólf sporin – Andlegt ferðalag.

Ekkert þátttökugjald er, annað en efniskostnaður fyrir bókina.

Opnir kynningarfundir verða einnig í Öldutúni, Seyðisfirði, mánudagana 3. og 10. október kl. 19.

Vinir í bata er hópur fólks sem hefur tileinkað sér tólf sporin sem lífstíl. Á heimasíðu þeirra má finna frekari upplýsingar um tólf sporin sem og lesa reynslusögu margra sem eru á hinu andlega ferðalagi sem tólf sporin eru.

Vertu velkominn á kynningarfund þann 19. september eða 26. september.

Egilsstaðakirkja – Sunnudagurinn 25. september

Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 10:30wp_20160103_17_29_42_pro
Tuskudýradagur – öll börn mega koma með tuskudýr!
Söngur, saga, litamynd, líf og gleði!
Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Dyngju kl. 17:00. Sr. Þorgeir Arason þjónar ásamt Torvald Gjerde organista og félögum úr Kór Egilsstaðakirkju.
Messa í Egilsstaðakirkju kl. 18:00.
Sr. Þorgeir Arason predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju. Meðhjálpari Ásta Sigfúsdóttir. Kaffisopi eftir messu.

Barnakór Egilsstaðakirkju

korBarnakór Egilsstaðakirkju er að hefja æfingar að nýju! Kórstjóri í vetur eins og síðasta vetur verður Øystein Magnús Gjerde og undirleikari er Torvald Gjerde. Æfingarnar í vetur verða alla miðvikudaga kl. 17:45-18:45 í kirkjunni og fyrsta æfingin er miðvikudaginn 21. september. Það er nóg að mæta á æfingu til að prófa, fá upplýsingar eða skrá sig en það má líka hafa samband við Torvald: torvald (hjá) ts.is og sími 869-8133.

Tólf sporin – andlegt ferðalag. Opinn kynningarfundur í kvöld 19. september kl. 20 í Egilsstaðakirkju

Egilsstaðakirkja býður í vetur upp á sjálfstyrkingarnámskeiðið Tólf sporin – andlegt ferðalag. Tólf spora vinna hentar öllum þeim sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar í þeim tilgangi að öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu þar sem leitað er styrks í kristinni trú.

Tveir opnir kynningarfundir verða í Egilsstaðakirkju kl. 20, mánudagana 19. og 26. september, þar sem færi gefst á að kynna sér starfið. Á þriðja fundinum verður hópunum lokað og sporavinnan hefst.  Vinnan fer fram í litlum lokuðum hópum og byggist á heimavinnu fyrir hvern fund, með því að svara spurningum tengdum hverju spori. Hópurinn hittist vikulega og fer yfir efni hvers fundar. Unnið er með bókina Tólf sporin – Andlegt ferðalag.

Ekkert þátttökugjald er, annað en efniskostnaður fyrir bókina.

Vinir í bata er hópur fólks sem hefur tileinkað sér tólf sporin sem lífstíl. Á heimasíðu þeirra má finna frekari upplýsingar um tólf sporin sem og lesa reynslusögu margra sem eru á hinu andlega ferðalagi sem tólf sporin eru.

Vertu velkominn á kynningarfund þann 19. september eða 26. september.

Sunnudagur 18. september: Seyðisfjarðarkirkja kl. 11, Kirkjusel kl. 20

„Verið í hvívetna lítillát og hógvær. Verið þolinmóð, langlynd, umberið og elskið hvert annað.“ (Ef 4.2)

Messa í Seyðisfjarðarkirkju sunnudaginn 18. september kl. 11.
sey5Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Tryggvi Hermannsson, kór Seyðisfjarðarkirkju syngur. Meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson.

 

Kvöldmessa í Kirkjuselinu Fellabæ kl. 20.
Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina. Áslaug Sigurgestsdóttir leiðir söng.

Verið velkomin!

Minnum á sunnudagaskólann í Egilsstaðakirkju alla sunnudaga kl. 10.30.

Sunnudagaskólinn er byrjaður aftur!

Sunnudagaskólinn í Egilsstaðakirkju er byrjaður aftur og verður alla sunnudaga kl. 10:30 í vetur!jesus 12 ára

Í hverri viku  er líflegur söngur og kirkjuleikfimi, saga úr Biblíunni, bænir og börnin fá nýjan límmiða á plakatið sitt. Nebba Nú, Vaka skjaldbaka og Rebbi refur koma líka við sögu!
Í lok hverrar samveru er boðið upp á ávexti, djús, kaffi og te og börnin geta litað mynd.
Leiðtogar í vetur verða Guðný, Aðalheiður Ósk, Elísa Petra, sr. Þorgeir o.fl. og  Torvald við flygilinn.
Það eru allir alltaf velkomnir í sunnudagaskólann!

10. september Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Minningastund með hugvekju og tónlist í Egilsstaðakirkju kl. 20 laugardaginn 10. september

10. september ár hvert er helgaður sjálfsvígsforvörnum og þann dag eru einnig kyrrðarstundir víða um land til að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

candle-light-heartTónlist, hugvekja og kveikt á kertum í minningu látinna ástvina. Einnig verður umfjöllun um forvarnir og stuðning við ástvini. Kaffisopi og spjall í lokin.

Allir velkomnir.

Tvær guðsþjónustur á Héraði 4. september

Sunnudagurinn 4. september:jesus-teaching

Guðsþjónusta í Egilsstaðakirkju kl. 11.

Væntanleg fermingarbörn vorsins 2017 í Egilsstaðaprestakalli eru boðin sérstaklega velkomin til kirkju ásamt forráðamönnum og kynningar- og skráningarfundur vegna fermingarstarfanna verður að athöfn lokinni.

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir predikar, sr. Ólöf Margrét Snorradóttir og sr. Þorgeir Arason þjóna fyrir altari, organisti er Torvald Gjerde. Félagar úr Kór Egilsstaðakirkju leiða sönginn. Meðhjálpari Ásta Sigfúsdóttir. Allir velkomnir.

Guðsþjónusta í Kirkjubæjarkirkju kl. 14.

Prestur er Þorgeir Arason, organisti Jón Ólafur Sigurðsson og Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna syngur. Meðhjálpari er Gunnar Guttormsson og kirkjuvörður Svandís Skúladóttir.

Kaffisala Kvenfélags Hróarstungu verður í Tungubúð að athöfn lokinni.

Allir velkomnir!

Kvöldguðsþjónusta í Seyðisfjarðarkirkju

tb_1

Seyðisfjörður. Ljsm. Ómar Bogason.

Sunnudaginn 4. september kl 20 er kvöldguðsþjónusta í Seyðisfjarðarkirkju. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti og kórstjóri er Tryggvi Hermannsson. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson.

Verið velkomin.

%d bloggers like this: