Barna- og æskulýðsstarf

Kirkjuskólinn á Borgarfirði

Í vetur verður í boði STT – kirkjustarf  fyrir 7-12 ára krakka – annan hvorn mánudag kl. 13:00-14:30(Þau sem vilja geta gengið frá skólanum með prestinum kl. 12:45.) Við ætlum að leggja áherslu á sönginn í vetur og eins að læra nýja leiki í Heiðargerði. Biblíusaga/leyniteikning, bænir og hressingin er á sínum stað í lokin. Aldrei að vita nema brandarahorn verði í boði á góðum degi. Ef veður og færð leyfa er áætlað að kirkjustarfið verði þessa mánudaga:

  1. ágúst – 11. september – 25. september – 9. október – 23. október – 6. nóvember – 20. nóvember – 4. desember (Aðventukvöld kirkjunnar 11. desember)

 

Sunnudagaskólinn í Egilsstaðakirkju hefst aftur 10. september 2017 

og verður alla sunnudaga til og með 10. desember kl. 10:30

Saga, hreyfisöngvar, brúður, bænir og kirkjuleikfimi!

Djús, ávextir og litastund í lok hverrar samveru.

Allir velkomnir og nýr límmiði á hverjum sunnudegi.

Stjörnustund í Egilsstaðakirkju

Mánudaginn 11. september hefst Stjörnustund aftur í Egilsstaðakirkju og verða samverur alla mánudaga kl. 17:00-18:30.

Stjörnustund er kristið frístundastarf fyrir börn í 1.-4. bekk. Í hverri viku bröllum við eitthvað skemmtilegt eins og sjá má á dagskránni að neðan og helgistund með söng og biblíusögu er fastur liður. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu, nema annað sé auglýst sérstaklega. Hressing í upphafi hvers fundar. Leiðtogar eru: Ásmundur Máni, Sesselía Sól, Sunneva Una og Sylvía Ösp auk sóknarprests.

Dagskrá haustönn 2017:

11. september – Kynning og leikir

18. september – Föndur

25. september – Fáránleikar

2. október – Asíufundur

9. október – Risaspil

16. október – Kókoskúlugerð

23. október – Spilamót

30. október – Vetrarfrí

6. nóvember – Leikir og æfing fyrir hæfileikasýningu

13. nóvember – Leikir og æfing fyrir hæfileikasýningu

20. nóvember – HÆFILEIKASÝNING – 500 kr. aðgangseyrir

27. nóvember – BINGÓ

4. desember – Smákökur og video (Leiðtogar útvega smákökur)

 

Bíbí – æskulýðsfélag kirkjunnar á Héraði hittist í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju á þriðjudögum kl. 20:00. Byrjar aftur 12. september 2017.

Sunnudagaskólinn í Seyðisfjarðarkirkju hefst 24. september kl. 11:00.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: