Barna- og æskulýðsstarf

Kirkjuskólinn á Borgarfirði

Kirkjuskólinn í Bakkagerðiskirkju hefst aftur á nýju ári mánudaginn 11. janúar 2016 kl. 15:00 (ath. tímann að þessu sinni)

Fram á vor er kirkjuskólinn svo áætlaður sem hér segir:

8. febrúar kl. 13:30 – 22. febrúar kl. 13:30 – 7. mars kl. 13:30 – 4. apríl kl. 13:30 – 18. apríl kl. 13:30

Sunnudagurinn 24. apríl kl. 11:00 – Fjölskyldumessa og lokahátíð kirkjuskólans í vetur

 

Sunnudagaskólinn í Egilsstaðakirkju hefst aftur 10. janúar 2016

og verður alla sunnudaga fram að páskum kl. 10:30

Saga, hreyfisöngvar, brúður, bænir og kirkjuleikfimi!

Djús, ávextir og litastund í lok hverrar samveru.

Allir velkomnir og nýr límmiði á hverjum sunnudegi.

Stjörnustund í Egilsstaðakirkju

Mánudaginn 11. janúar hefst Stjörnustund aftur í Egilsstaðakirkju og verða samverur alla mánudaga kl. 16:30-18:00.

Stjörnustund er kristið frístundastarf fyrir börn í 1.-4. bekk. Í hverri viku bröllum við eitthvað skemmtilegt eins og sjá má á dagskránni að neðan og helgistund með söng og biblíusögu er fastur liður. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu, nema annað sé auglýst sérstaklega. Hressing í upphafi hvers fundar.

Umsjón hafa Snjólaug og Dagbjört ásamt frábærum aðstoðarleiðtogum.

Upplýsingar og skráning hjá sóknarpresti í síma 847-9289 eða með tölvupósti: thorgeir.arason@kirkjan.is. Það er þó ekki þörf á að skrá sig fyrir fyrsta fundinn, nóg að mæta og prófa 🙂

Dagskrá vorönn 2016:

11. janúar – Kynning og leikir

18. janúar – RISA-spil

25. janúar – Öfugurdagur

1. febrúar – Föndur

8. febrúar – Bolludagur

15. febrúar – Afríkufundur

22. febrúar – Leiðtogasprell

29. febrúar – Ratleikur

7. mars – BINGÓ!

14. mars – Pizzafundur – koma með 500 kr.

Bíbí – æskulýðsfélag kirkjunnar á Héraði hittist í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju á þriðjudögum kl. 20:00. Byrjar aftur 19. janúar 2016.

Sunnudagaskólinn í Seyðisfjarðarkirkju hefst 17. janúar með fjölskylduguðsþjónustu.

TTT-starf (tíu til tólf ára), nánar auglýst síðar í vetur.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: