Barna- og æskulýðsstarf vorönn 2020

Sunnudagaskólinn í Egilsstaðakirkju er alla sunnudaga í vetur kl. 10:30 

Á vorönn 2020 verður sunnudagaskólinn
í Safnaðarheimilinu Hörgsási 4.

Saga, hreyfisöngvar, brúður, bænir og kirkjuleikfimi!

Djús, ávextir og litastund í lok hverrar samveru.

Allir velkomnir og nýr límmiði í Jesúbókina á hverjum sunnudegi.

Stjörnustund í Egilsstaðakirkju

Samverur alla mánudaga kl. 16:30-18:00 í Safnaðarheimilinu Hörgsási 4. Stjörnustund er kristið frístundastarf fyrir börn í 1.-4. bekk. Í hverri viku bröllum við eitthvað skemmtilegt eins og sjá má á dagskránni að neðan og helgistund með söng og biblíusögu er fastur liður. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu, nema annað sé auglýst sérstaklega. Hressing í upphafi hvers fundar. Leiðtogar eru: Ásmundur Máni, Sunneva Una, sr. Þorgeir og öflugir ungleiðtogar.

Dagskrá vorönn 2020:

Stjörnustund í Kirkjuselinu Fellabæ

Alla þriðjudaga í Kirkjuselinu Fellabæ. Helgistund og fræðsla í hverri samveru. Lærum m.a. um Jesú, um trú , von og kærleika, og látum gott af okkur leiða. Hressing í upphafi hvers fundar. Ekkert þátttökugjald. Umsjón hafa Ólöf Margrét Snorradótir og Jónína Elíasdóttir (Nonna). Sími og netfang: 6623198 og olof.snorradottir@kirkjan.is.

Kl. 15-16: 1. og 2. bekkur
Kl. 16:30-17:30: 3. og 4. bekkur

Dagskrá vorönn 2020:

TTT – tíu til tólf ára – í Kirkjuselinu Fellabæ 13. janúar – 17. febrúar

Mánudaga kl. 15:30-17 í Kirkjuselinu Fellabæ. TTT er kristið frístundastarf fyrir 10 12 ára börn (5.-7. bekk). Leikir, föndur, spil, matreiðsla og fleira og fleira. Helgistund ög fræðsla í hverri samveru. Lærum m.a. um Jesú, um trú, von og kærleika, og látum gott af okkur leiða. Hressing í upphafi hvers fundar. Ekkert þátttökugjald. Allir velkomnir!

TTT-matreiðsluhópur fyrir tíu til tólf ára – í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju Hörgsási 4, 24. febrúar – 29. mars

Barnakór Egilsstaðakirkju

fyrir söngelska krakka í 3.-7. bekk. Stjórnandi: Torvald Gjerde. Ekkert þátttökugjald.

Æfingar á þriðjudögum kl. 15:00-16:00 í Egilsstaðakirkju.

Bíbí – æskulýðsfélag kirkjunnar á Héraði hittist í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju á þriðjudögum kl. 20:00. Nánari upplýsingar í Facebook-hóp Bíbí.

Stúlknakórinn Liljurnar

Æfingar alla fimmtudaga kl. 16:30-18:00 í Egilsstaðakirkju.

Stjórnandi: Margrét Lára Þórarinsdóttir. Ekkert þátttökugjald.

Metið til eininga í ME og sem val í grunnskólanum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: