Barna- og æskulýðsstarf haustönn 2019
Sunnudagaskólinn í Egilsstaðakirkju er alla sunnudaga í vetur kl. 10:30
Saga, hreyfisöngvar, brúður, bænir og kirkjuleikfimi!
Djús, ávextir og litastund í lok hverrar samveru.
Allir velkomnir og nýr límmiði í Jesúbókina á hverjum sunnudegi.
Stjörnustund í Egilsstaðakirkju
Samverur alla mánudaga kl. 16:30-18:00 í Safnaðarheimilinu Hörgsási 4. Stjörnustund er kristið frístundastarf fyrir börn í 1.-4. bekk. Í hverri viku bröllum við eitthvað skemmtilegt eins og sjá má á dagskránni að neðan og helgistund með söng og biblíusögu er fastur liður. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu, nema annað sé auglýst sérstaklega. Hressing í upphafi hvers fundar. Leiðtogar eru: Ásmundur Máni, Sunneva Una, sr. Þorgeir og öflugir ungleiðtogar.
Dagskrá haustönn 2018:
- 10. sept. Kynning og ÚTIleikir
- 17. sept. Nammi-spurningakeppni
- 24. sept. Kókoskúlur – með eða án kókos!
- 1. okt. Feluleikur í kirkjunni
- 8. okt. Spilafundur
- 15. okt. Perlufundur/ tölum um Jól í skókassa
- 22. okt. Jól í skókassa / tölum um hæfileikakeppni
- 29. okt. Vetrarfrí – engin Stjörnustund þennan dag
- 5. nóv. Æfum fyrir hæfileikasýninguna
- 12. nóv. Hæfileikasýning – bjóðum gestum að horfa á!
- 19. nóv. Fáránleikar
- 26. nóv. Risa-spil
- 3. des. Trölladeig
- 10. des. Jólafundur – Hittumst svo hress í janúar!
Stjörnustund í Kirkjuselinu Fellabæ
Alla þriðjudaga í Kirkjuselinu Fellabæ. Helgistund og fræðsla í hverri samveru. Lærum m.a. um Jesú, um trú , von og kærleika, og látum gott af okkur leiða. Hressing í upphafi hvers fundar. Ekkert þátttökugjald. Umsjón hafa Ólöf Margrét Snorradótir og Jónína Elíasdóttir (Nonna). Sími og netfang: 6623198 og olof.snorradottir@kirkjan.is.
Kl. 15-16: 1. og 2. bekkur
Kl. 16:30-17:30: 3. og 4. bekkur
Dagskrá haustönn 2019:
September
10. Samhristingur
17. Perlufjör
24. Vöfflur
Október
1. Kókoskúlur
8. Bingó
15. Fáránleikar
22. Spilafjör
29. Búningadiskó
Nóvember
5. Listasmiðjur
12. Hæfileikasýning
19. Málum piparkökur
26. Bíó
Desember
3. Er líða fer að jólum – undirbúum aðventukvöld!
4. Aðventukvöld í Kirkjuselinu kl. 20! Vonandi geta Stjörnustundarkrakkarnir tekið þátt. Hittumst svo hress í janúar!
TTT – tíu til tólf ára – í Kirkjuselinu Fellabæ – hefst 11. nóvember
Mánudaga kl. 15:30-17 í Kirkjuselinu Fellabæ. TTT er kristið frístundastarf fyrir 10 12 ára börn (5.-7. bekk). Leikir, föndur, spil, matreiðsla og fleira og fleira. Helgistund ög fræðsla í hverri samveru. Lærum m.a. um Jesú, um trú, von og kærleika, og látum gott af okkur leiða. Hressing í upphafi hvers fundar. Ekkert þátttökugjald. Allir velkomnir!
Barnakór Egilsstaðakirkju
Bíbí – æskulýðsfélag kirkjunnar á Héraði hittist í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju á þriðjudögum kl. 20:00. Nánari upplýsingar í Facebook-hóp Bíbí.
Færðu inn athugasemd
Comments 0