Barna- og æskulýðsstarf vorið 2018

Kirkjuskólinn á Borgarfirði

Ef veður og færð leyfa er áætlað að kirkjustarfið verði þessa mánudaga 2018 kl. 13:00:

29. jan. – 12. feb. – 26. feb. – 12. mars – 9. apríl – Lok apríl/byrjun maí

Sunnudagaskólinn í Egilsstaðakirkju er alla sunnudaga fram að páskum kl. 10:30 

Saga, hreyfisöngvar, brúður, bænir og kirkjuleikfimi!

Djús, ávextir og litastund í lok hverrar samveru.

Allir velkomnir og nýr límmiði á hverjum sunnudegi.

Stjörnustund í Egilsstaðakirkju

Samverur alla mánudaga kl. 17:00-18:30 í Safnaðarheimilinu Hörgsási 4

Stjörnustund er kristið frístundastarf fyrir börn í 1.-4. bekk. Í hverri viku bröllum við eitthvað skemmtilegt eins og sjá má á dagskránni að neðan og helgistund með söng og biblíusögu er fastur liður. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu, nema annað sé auglýst sérstaklega. Hressing í upphafi hvers fundar. Leiðtogar eru: Ásmundur Máni, Sesselía Sól, Sunneva Una o.fl.

Dagskrá vorönn 2018:

15. janúar – Kynning og leikir

22. janúar – Föndur

29. janúar – Spilafundur

5. febrúar – Ratleikur

12. febrúar – Risaspil

19. febrúar – Góðverksdagur

26. febrúar – Fáránleikar

5. mars – Nammi-spurningakeppni

12. mars – Páskaföndur

19. mars – Páskaeggjaleit

26. mars & 2. apríl – Páskafrí

9. apríl – Leikir

16. apríl – Útileikir eða spil eftir veðri

23. apríl – Bingó

30. apríl – Pizzaveisla (mæta með 500 kr.)

Stjörnustund í Kirkjuselinu Fellabæ

Samverur alla þriðjudaga kl. 15:30-16:30. Umsjón hefur Ólöf Margrét Snorradóttir ásamt aðstoðarleiðtogum.

Stjörnustund er kristið frístundastarf fyrir börn í 1.-4. bekk. Í hverri viku bröllum við eitthvað skemmtilegt auk þess sem helgistund með söng og biblíusögu er fastur liður. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu, nema annað sé auglýst sérstaklega. Hressing í upphafi hvers fundar.

 

TTT – tíu til tólf ára – í Kirkjuselinu Fellabæ

TTT er skapandi klúbbastarf á kristnum grunni fyrir börn í 5.-7. bekk. Leikir, fræðsla og helgistund er uppistaðan í samverunni ásamt ýmis konar sköpun. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu, nema annað sé auglýst sérstaklega. Hressing í upphafi hvers fundar. Frekari upplýsingar á egilsstadaprestakall.is eða hjá sr. Ólöfu í síma 6623198 eða á netfangið olof.snorradottir@kirkjan.is.

Bíbí – æskulýðsfélag kirkjunnar á Héraði hittist í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju á þriðjudögum kl. 20:00. Byrjar aftur 16. janúar 2018.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: