Sóknir og kirkjur

Sóknir og sóknarkirkjur prestakallsins eru alls 14: Ássókn í Fellum, Bakkagerðissókn, Egilsstaðasókn, Eiðasókn, Eiríksstaðasókn, Hjaltastaðasókn, Hofteigssókn, Kirkjubæjarsókn, Möðrudalssókn, Seyðisfjarðarsókn, Sleðbrjótssókn, Vallanessókn, Valþjófsstaðarsókn og Þingmúlasókn. Hver sókn hefur sína sóknarkirkju og sóknarnefnd sem annast fjárstjórn hennar, umsjón og gæslu eigna og hefur forgöngu um kirkjulegt starf í sókninni ásamt prestunum í prestakallinu.

Klyppstaðarkirkja í Loðmundarfirði heyrir einnig undir prestakallið. Þar er messað einu sinni á ári.

Færðu inn athugasemd