Ferming

Vertu trú(r) allt til dauða, og ég mun gefa þér kórónu lífsins. Opb. 2.10c.

Ferming þýðir staðfesting. Í fermingunni staðfestir barnið skuldbindingu foreldra og guðfeðgina í skírnarathöfninni. Það fer með trúarjátninguna, vinnur fermingarheit og þiggur fyrirbæn og blessun. Fermt er við messu. Til þess að öðlast rétt til að mega fermast stundar fermingarbarnið sérstakt nám í kristnum fræðum hjá presti sínum eða fermingarfræðara, sem kallast fermingarfræðsla. Heimild er fyrir því að barn megi vera til altaris með foreldrum sínum frá unga aldri, en meginreglan er þó sú að við ferminguna eða á meðan fermingarfræðslan stendur yfir, neyti barn í fyrsta sinn kvöldmáltíðarsakramentisins. Sjá nánar um ferminguna á síðu Þjóðkirkjunnar og á ferming.is.

Kynningarbréf sent út í ágúst 2017

Við sendum þetta bréf til allra unglinga, sem eru fæddir árið 2004 og búa á Héraði, og til foreldra/forráðamanna þeirra, til að kynna fermingarstörf Þjóðkirkjunnar á svæðinu í vetur.

Fermingarundirbúningurinn hefst að þessu sinni með sameiginlegri guðsþjónustu safnaðanna á Héraði í Egilsstaðakirkju sunnudagskvöldið 27. ágúst kl. 20:00.

Að lokinni guðsþjónustu fer fram skráning fermingarbarnanna og tilhögun starfsins í vetur kynnt stuttlega fyrir væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum/forráðamönnum. Dagskrá lokið ekki seinna en kl. 21:30.

Í fermingarundirbúningnum í kirkjunni tölum við um Guð, okkur sjálf og lífið.

Við ætlum að kynnast ævi og starfi Jesú Krists og spá í hvernig það kemur okkur við.

Við ætlum líka að fjalla um dauðann og sorgina, um fyrirgefningu og samskipti, um trú, bæn og efa, um illt og gott í heiminum – og margt, margt fleira.

Að vanda verða fermingarbúðir á Eiðum á haustönn.

Þau sem ekki geta mætt í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 27. ágúst en vilja skrá sig í fermingarundirbúning eru vinsamlegast beðin að hafa samband við sóknarprest (netfang: thorgeir.arason@kirkjan.is, sími: 471-2724 / 847-9289) og láta vita af forföllum.

 

 

Með bestu kveðjum

 

Ólöf Margrét Snorradóttir, Sigríður Rún Tryggvadóttir og Þorgeir Arason

prestar Egilsstaðaprestakalls

 

Fermingardagar vorið 2018

Egilsstaðakirkja:

Skírdagur, 29. mars 2018 kl. 10:30

Sunnudagurinn 29. apríl kl. 10:30

Hvítasunnudagur, 20. maí kl. 10:30

Aðrar kirkjur:

Nánar auglýst síðar eða eftir samkomulagi

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: