Ferming

Egilsstaðaprestakall – Velkomin(n) í fermingarundirbúning 2021-2022!

„Vertu trú(r) allt til dauða, og ég mun gefa þér kórónu lífsins.“ Opb. 2.10c.

Ferming þýðir staðfesting. Í fermingunni staðfestir barnið skuldbindingu foreldra og guðfeðgina í skírnarathöfninni. fer með trúarjátninguna, vinnur fermingarheit og þiggur fyrirbæn og blessun. Fermt er við messu. Til þess að öðlast rétt til að mega fermast tekur fermingarbarnið þátt í fermingarundirbúningi hjá presti sínum eða fermingarfræðara, og kynnist þannig kristnum fræðum betur.

Við gleðjumst yfir að þú hafir áhuga á að taka þátt í fermingarundirbúningi Þjóðkirkjunnar og hlökkum til að kynnast þér betur.

Í fermingarfræðslunni tölum við um trúna og tilveruna, sorg og gleði, fyrirgefningu, vináttu og gildin í lífinu, boðskap Jesú og hvernig hann tengist nútímanum. Við kynnumst og ræktum trúna á Guð sem styrkjandi afl á lífsgöngunni.

Fermingarundirbúningurinn á Héraði hefst að þessu sinni með kvöldmessu í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 5. september 2021 kl. 20:00. Eftir messuna verður kynningarfundur fyrir væntanleg fermingarbörn og foreldra/forráðamenn þar sem fyrirkomulag fermingarstarfsins í vetur verður útskýrt.

Nánari upplýsingar um vetrarstarfið (birt með fyrirvara um breytingar vegna mögulegra Covid-ráðstafana):

Egilsstaðaprestakall – Fermingarundirbúningur 2021-2022

(birt með fyrirvara um breytingar vegna mögulegra Covid-ráðstafana o.fl.):

 • Fermingarnámskeið í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum
  • 3.-5. október: Fellaskóli, Brúarásskóli (ásamt Neskaupstað og Vopnafirði
  • 5.-7. október: Egilsstaðaskóli, Seyðisfjarðarskóli (ásamt Fásk., Breiðdalsvík og Stöðv.)
  • Kostnaður: 10.000 kr. (fullt verð 13.500 kr. en kirkjurnar niðurgreiða fyrir sitt fólk). Vinsamlega leggið inn á reikning 0175-05-070031, kt. 530505-0570. Hafið gjarnan samband við prest ef illa stendur á um greiðslu.
  • Mæting kl. 18:00 á fyrsta degi – sótt kl. 12:00 á lokadegi – allar máltíðir innifaldar
  • Taka með sér föt til skiptanna, útiföt, sæng/svefnpoka, lak, kodda, tannbursta/snyrtidót og VASALJÓS!
  • Vinsamlega látið vita um ofnæmi/óþol, lyf o.þ.h.
 • Fermingarfræðsluhópur – velja einn af fjórum hópum:
  1. Kirkjuselið í Fellabæ: Mánudagar kl. 14:30-16:00 (BH/ÓMS), 6. sept. – 18. okt. (nema 4. okt. v/Eiða) og 22. feb. – 29. mars (alls 12 skipti, 90 mín. tímar)
  2. Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju: Þriðjudagar kl. 16:00-17:30 (BH/SRT/ÞA): 7. sept. – 19. okt. (nema 5. okt. v/Eiða) og 23. feb. – 30. mars (alls 12 skipti, tvöfaldir tímar)
  3. Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju: Miðvikudagar kl. 7:55-8:40 (BH/ÞA), 8. sept. – 1. des. (nema 6. okt. v/Eiða og 3. nóv. v/söfnunar) og 19. jan. – 6. apríl (24 skipti, einf. tímar)
  4. Seyðisfjarðarkirkja: Miðvikudagar eftir skóla (SRT), sömu dagar og 3. (24 sk., einf. tímar)
 • Söfnun fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í byrjun nóvember, nánar auglýst síðar
 • Kirkjusókn reglulega yfir veturinn og þátttaka í kirkjuhópi (aðstoð við messur/sunnudagaskóla)
  • Skráning í kirkjuhópa í Egilsstaðakirkju við lok kynningarfundarins
 • Aðventukvöld/ jólamessa – fermingarbörnin taka þátt í jólastemmningunni í kirkjunum með ljósaatriðum annaðhvort 5. des. eða 26. des. (tveir hópar). Nánar auglýst síðar.
 • Fræðslukvöld fyrir alla þátttakendur og foreldra/forráðamenn í janúar, nánar auglýst síðar
 • Samtöl prests við hvert fermingarbarn og foreldra/ forráðamenn í janúar
 • Gjald fyrir fermingarfræðslu í Þjóðkirkjunni er nú 20.777 kr. og innheimt að vori (Við það bætist kostnaður vegna fermingarnámskeiðs á Eiðum að hausti.) Hafið gjarnan samband við prest ef illa stendur á um greiðslu.
 • Skráning í fermingarstarfið fer fram á vefnum is – Vinsamlega gangið frá skráningu sem fyrst þar sem fermingarfræðslan byrjar strax.

Fermingardagar vorið 2022:

Áskirkja í Fellum: Hvítasunnudagur, 5. júní.

Egilsstaðakirkja: Skírdagur, 14. apríl, kl. 10:30. Hvítasunnudagur, 5. júní, kl. 10:30.

Seyðisfjarðarkirkja: Ákveðið í samráði foreldra og prests.

Aðrar kirkjur: Ákveðið í samráði foreldra og prests.

 

Umsjón með fermingarstarfinu hafa:

Berglind Hönnudóttir fræðslufulltr. Austurlprfd., berglind.honnudottir@kirkjan.is, s. 773-3373/471-2724

Ólöf Margrét Snorradóttir prestur (til 18. okt.), olof.snorradottir@kirkjan.is, sími 662-3198/471-2460

Sigríður Rún Tryggvadóttir prófastur, sigridur.run.tryggvadottir@kirkjan.is, sími 698-4958/472-1182

Þorgeir Arason sóknarprestur, thorgeir.arason@kirkjan.is, sími 847-9289/471-2724

 

Drög að dagskrá:

 

Hópar 1 og 2: (tvöfaldir tímar)

6./7. sept.            Kynning/ Vinátta/ Sjálfstraust

13./14. sept.      Biblían

20./21. sept.      Líf og boðskapur Jesú

27./28. sept.      Boðorðin 10/ Siðferðil. álitamál

4./5. okt.              Ekki venjulegur tími – EIÐAR

11./12. okt.         Fyrirgefningin

18./19. okt.         Hjálparstarf/ „Jól í október“

Byrjun nóv.         Söfnun fyrir Hjálparstarf

Des.                       Aðventukvöld/ Jólamessa (ljósaatriði)

Jan.                        Fræðslukvöld m/for.

Jan.                        Foreldrasamtöl

22./23. feb.        Trú og vísindi/ Trú og efi

1./2. mars            Guð/ Gott og illt

8./9. mars            Dauðinn og sorgin

15./16. mar.       Samskipti

22./23. mar.       Skírn og ferming/ Páskasagan

29./30. mar.       Páskasagan frh.

Kirkjusókn reglulega yfir veturinn & Kirkjuhópur

 

Hópar 3 og 4: (einfaldir tímar)

 1. sept. Kynning
 2. sept. Vinátta/ Sjálfstraust
 3. sept. Biblían
 4. sept. Biblían frh.
 5. okt. Ekki venjulegur tími – EIÐAR
 6. okt. Líf og boðskapur Jesú
 7. okt. Fyrirgefningin
 8. okt. Hjálparstarf
 9. nóv. Ekki venjul. tími/ Söfnun í vikunni
 10. nóv. Boðorðin 10
 11. nóv. Boðorðin frh./Siðferðil. álitamál
 12. nóv. Aðventa og jól
 13. des. Kósítími – kakó og jólasaga

Des.                       Aðventukvöld/ Jólamessa (ljósaatriði)

Jan.                        Fræðslukvöld m/for.

Jan.                        Foreldrasamtöl

 1. jan. Trú og vísindi
 2. jan. Trú og efi
 3. feb. Guð
 4. feb. Gott og illt
 5. feb. Dauðinn og sorgin
 6. feb. Dauðinn og sorgin frh.
 7. mar. Samskipti
 8. mar. Samskipti frh.
 9. mar. Skírn og ferming
 10. mar. Páskasagan
 11. mar. Páskasagan frh.
 12. apr. Páskasagan frh.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: