Ferming 2023

Skráning í fermingarundirbúning 2022-2023 – Smellið hér!

Til foreldra og forráðamanna barna á Héraði f. 2009.

Barninu þínu er boðið að taka þátt í fermingarundirbúningi þjóðkirkjunnar á Héraði í vetur. Umsjón með starfinu hafa prestarnir Kristín Þórunn, Sigríður Rún og Þorgeir, auk Gunnfríðar Tómasdóttur fræðslufulltrúa. Hægt er að sækja fermingarfræðslu annað hvort í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju eða í Kirkjuselinu í Fellabæ.

Í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar er lögð áhersla á góða samveru, helgihald kirkjunnar og að kynna og upplifa sögur Biblíunnar, boðskap Jesú og kristna siðfræði.

Upphaf fermingarstarfsins verður með guðsþjónustu og kynningarfundi fyrir væntanleg fermingarbörn og forráðamenn (veljið annan hvorn tímann):

  • í Egilsstaðakirkju, sunnudaginn 4. september kl. 20:00
  • í Kirkjuselinu Fellabæ, sunnudaginn 11. september kl. 18:00

Tímasetning fræðslunnar í vetur (veljið einn hóp):

  1. a) Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju (Hörgsás 4): þriðjudaga kl. 15:30-16:30 (9x/önn)
  2. b) Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju (Hörgsás 4): miðvikudaga kl. 7:55-8:40 (12x/önn)
  3. c) Kirkjuselið Fellabæ (sambyggt íþróttahúsinu): mánudaga kl. 14:15-15:15 (9x/önn)

Í lok september verður fermingarnámskeið (fermingarbúðir) í Kirkjumiðstöð Austurlands að Eiðum, þar sem við gistum tvær nætur og tökum þátt í fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá.

Nánari áætlun og upplýsingar um starfið í vetur verða kynntar á fundunum 4. / 11. september.

Vetrinum lýkur svo með fermingarathöfninni sjálfri.

Hægt verður að velja um eftirfarandi dagsetningar:

Áskirkja í Fellum: 28. maí (hvítasunnudagur) og 11. júní 2023 kl. 11:00

Egilsstaðakirkja: 6. apríl (skírdagur) og 28. maí (hvítasunnudagur) 2023 kl. 10:30

Aðrar kirkjur: Eftir samkomulagi við prest.

Kostnaður við fermingarfræðsluna er kr. 21.194.

Kostnaður við fermingarbúðir á Eiðum er kr. 11.500 (fullt verð kr. 15.000, þjóðkirkjusöfnuðir niðurgreiða fyrir sitt fólk) – innifalið fæði og gisting í tvær nætur.

Vinsamlega komið með litla möppu (t.d. teygjumöppu eða plastvasa) í fyrsta tímann, ekki þarf að kaupa nein önnur námsgögn.

Ef þið fjölskyldan viljið taka þátt í fræðslunni og ferma barnið ykkar þarf að skrá það rafrænt.

Allar upplýsingar veita prestarnir.

Kærleikskveðjur,

Kristín Þórunn Tómasdóttir s. 862 4164 (kristin.tomasdottir@kirkjan.is)

Sigríður Rún Tryggvadóttir, s. 698 4958 (sigridur.run.tryggvadottir@kirkjan.is)

Þorgeir Arason s. 847 9289 (thorgeir.arason@kirkjan.is)

Nánari upplýsingar:

„Vertu trú(r) allt til dauða, og ég mun gefa þér kórónu lífsins.“ Opb. 2.10c.

Ferming þýðir staðfesting. Í fermingunni staðfestir barnið skuldbindingu foreldra og guðfeðgina í skírnarathöfninni. fer með trúarjátninguna, vinnur fermingarheit og þiggur fyrirbæn og blessun. Fermt er við messu. Til þess að öðlast rétt til að mega fermast tekur fermingarbarnið þátt í fermingarundirbúningi hjá presti sínum eða fermingarfræðara, og kynnist þannig kristnum fræðum betur.

Við gleðjumst yfir að þú hafir áhuga á að taka þátt í fermingarundirbúningi Þjóðkirkjunnar og hlökkum til að kynnast þér betur.

Í fermingarfræðslunni tölum við um trúna og tilveruna, sorg og gleði, fyrirgefningu, vináttu og gildin í lífinu, boðskap Jesú og hvernig hann tengist nútímanum. Við kynnumst og ræktum trúna á Guð sem styrkjandi afl á lífsgöngunni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: