Ferming
Vertu trú(r) allt til dauða, og ég mun gefa þér kórónu lífsins. Opb. 2.10c.
Ferming þýðir staðfesting. Í fermingunni staðfestir barnið skuldbindingu foreldra og guðfeðgina í skírnarathöfninni. Það fer með trúarjátninguna, vinnur fermingarheit og þiggur fyrirbæn og blessun. Fermt er við messu. Til þess að öðlast rétt til að mega fermast stundar fermingarbarnið sérstakt nám í kristnum fræðum hjá presti sínum eða fermingarfræðara, sem kallast fermingarfræðsla.
Egilsstaðaprestakall – Velkomin(n) í fermingarundirbúning 2018-2019!
Við gleðjumst yfir að þú hafir valið að taka þátt í fermingarundirbúningi Þjóðkirkjunnar og hlökkum til að kynnast þér betur. Hér kemur það helsta sem við ætlum að gera í starfinu í vetur:
- Við mætum reglulega í guðsþjónustur yfir veturinn
Auglýst í Dagskránni, á egilsstadaprestakall.is og Facebook
Muna messusóknarbók í Egilsstaðakirkju
- Vikulegir tímar verða 3. sept.- 28. nóv. og 21. jan. – 7. apríl
(Merkja við tíma á skráningarblaði.)
Mánudaga kl. 14:15-15:00 – Fellabær – Kirkjusel
Þriðjudaga kl. 15:45-16:30 – Egilsstaðir – Safnaðarheimili Hörgsási 4
Miðvikudaga kl. 7:55-8:40 – Egilsstaðir – Safnaðarheimili Hörgsási 4
=> Koma í fyrsta tímann með Nýja testamenti/Biblíu og bókina Con Dios (fæst í A4)
Fermingarnámskeið á Eiðum 18.-20. september!
Mæting í Kirkjumiðstöðina við Eiðavatn þrið. 18. sept. kl. 18:00 og heimferð (sótt) fimmtud. 20. sept. kl. 12:00
Foreldrar þurfa að sækja um frí úr skóla 19. sept. og til hádegis 20. sept.
Taka með sæng/svefnpoka, lak, kodda, tannbursta etc., föt til skiptanna og til útiveru OG VASALJÓS!
Kostnaður: Fullt gjald er kr. 12.250 en sóknirnar niðurgreiða fyrir sitt fólk svo þið greiðið kr. 8.500 á mann
(Best að leggja inn á reikning nr. 175-05-70031, kt. 530505-0570 og senda kvittun á thorgeir.arason@kirkjan.is.)
Annað starf í vetur:
- Söfnun fyrir vatnsbrunna í Afríku (byrjun nóv.)
- Aðventustund/ jólamessa: Kertaljósa-atriði – Tökum þátt í okkar kirkjum
- Við hittumst með foreldrum:
Foreldrar eru eindregið hvattir til að sækja kirkju með börnum sínum í vetur. 1-2 kvöldstundir verða sameiginlega með fermingarbörnum og foreldrum, nánar auglýst síðar. Samtöl prests við fermingarbarn og foreldra í fyrri hluta janúar.
- Messukaffi fermingarbarna: Í febrúar/mars J
- Við hjálpum til í kirkjunni
Kirkjuhópar í Egilsstaðakirkju: Starfa einn mánuð í senn og aðstoða við messur og sunnudagaskóla. Skráið ykkur endilega í kirkjuhóp áður en þið farið heim.
(Aðrir aðstoða við helgihald í sínum kirkjum.)
Þar sem þú hefur valið sjálf/sjálfur að taka þátt í fermingarundirbúningnum, gerum við ráð fyrir að þú mætir vel í allt sem um er að vera og látir okkur vita af veikindum og öðrum forföllum. Þau sem mæta mjög vel yfir veturinn (>90%) geta fengið frí í síðustu tveimur tímum vetrarins.
Bíbí – Æskulýðsfélag kirkjunnar á Héraði fyrir 13-16 ára unglinga – Hittist í Hörgsási 4 á þriðjudagskvöldum kl. 20:00. Umsjón sr. Sigríður Rún, Sylvía og Máni. Byrjar 4. september. Bíbí mun taka þátt á Landsmóti æskulýðsfélaga á Egilsstöðum 26.-28. október.
Fermingarfræðslugjald til prests er kr. 19.146 skv. gjaldskrá ráðuneytis (innheimt í heimabanka á vorönn).
Vinsamlega hafið samband við prest ef kostnaður hamlar þátttöku.
Fermingardagar vorið 2019: Áskirkja í Fellum: Hvítasunnudagur, 9. júní kl. 11:00.
Egilsstaðakirkja: Skírdagur, 18. apríl kl. 10:30 – Hvítasunnudagur 9. júní kl. 10:30. Aðrar kirkjur: Eftir samkomulagi.
Færðu inn athugasemd
Comments 0