Ferming 2023 – Kvöldmessa 4. sept.
Sunnudaginn 4. september: Kvöldmessa í Egilsstaðakirkju kl. 20:00
Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir predikar, sr. Þorgeir Arason leiðir messuna.
Organisti Sándor Kerekes. Félagar úr Kór Egilsstaðakirkju leiða sönginn. Meðhjálpari Gísli Þór Pétursson. Lesarar Gunnfríður Katrín Tómasdóttir og Kristófer Hilmar Brynjólfsson. Hringjari Jóhanna Jörgensdóttir.
Kynningarfundur fyrir væntanleg fermingarbörn á Héraði og forráðamenn þeirra eftir messu.
Skráning vegna ferminga 2023 – smellið hér!
Annar kynningarfundur verður haldinn eftir messu í Kirkjuselinu Fellabæ, sunnudaginn 11. september kl. 18:00 (hægt að velja annan hvorn fundinn).
Tímasetning fræðslunnar í vetur (veljið einn hóp):
- Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju (Hörgsás 4): þriðjudaga kl. 15:30-16:30 (9x/önn) – hefst 13. sept.
- Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju (Hörgsás 4): miðvikudaga kl. 7:55-8:40 (12x/önn) – hefst 14. sept.
- Kirkjuselið Fellabæ (sambyggt íþróttahúsinu): mánudaga kl. 14:15-15:15 (9x/önn) – hefst 12. sept.
Í lok september verður fermingarnámskeið (fermingarbúðir) í Kirkjumiðstöð Austurlands að Eiðum, þar sem við gistum tvær nætur og tökum þátt í fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá.
Nánari upplýsingar um starfið í vetur og fermingar næsta vors – smellið hér!
Posted on 29/08/2022, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0