Category Archives: Uncategorized

Helgistund í Vallaneskirkju

Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir leiðir helgistund í Vallaneskirkju.
Organisti Torvald Gjerde. Söngur Magnús, María og Gunnhildur

Sálmasöngur í Egilsstaðakirkju

Hlín Pétursdóttir Behrens, söngkona, og Torvald Gjerde, organisti Egilsstaðakirkju, tóku upp 5 fallega sálma í Egilsstaðakirkju. Sálmarnir eru vel þekktir og ánægjulegt er að hlýða á fallegan söng Hlínar. Tónar orgelsins njóta sín ekki síður.

Sálmarnir eru
352 Lýs milda ljós (Matthías Jochumsson)
507 Ó, faðir gjör mig lítið ljós (Matthías Jochumsson)
3 Lofið vorn drottin (Helgi Hálfdánarson)
43 Ó, þá náð að eiga Jesú (Matthías Jochumsson)
38 Á hendur fel þú honum (Björn Halldórsson)

Jól 2020 – jólasjóður Múlaþings

Rauði krossinn, Þjóðkirkjan, AFL starfsgreinafélag, Lionsklúbburinn Múli og Lionsklúbburinn á Seyðisfirði hafa síðustu ár látið fé af hendi rakna í jólasjóð sem starfræktur er í samvinnu við Félagsþjónustu Múlaþings. Markmið Jólasjóðsins er að styrkja fjölskyldur og einstaklinga á
Fljótsdalshéraði, Borgarfirði, Seyðisfirði, Vopnafirði og Djúpavogi sem búa við þröngan kost og létta þannig undir fyrir jólahátíðina.

Hægt er að sækja um í sjóðinn með því að hafa samband við Aðalheiði
Árnadóttur, adalheidur.arnadottir@mulathing.is.

Ef einhverjir vilja koma áleiðis ábendingum varðandi þá sem gætu þurft á aðstoðinni að halda má hafa samband á sama netfang eða leita til þeirra sem að sjóðnum standa.
Einnig hefur styrkjum í sjóðinn verið safnað frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum.
Hægt er að styrkja sjóðinn með því að leggja inn á reikning 0175-15-380606 kt. 530505-0570
en söfnunarreikningurinn er í nafni Safnaðarsamlags Egilsstaðaprestakalls (ekki er tekið við gjöfum eða mat). Þeim sem styrkt hafa sjóðinn síðustu ár, þökkum við kærlega fyrir stuðninginn.

Nánari upplýsingar veita Margrét Dögg hjá Múlasýsludeild Rauða krossins, í síma 8633683 eða á margretd@redcross.is og Aðalheiður hjá Félagsþjónustu Múlaþings, í síma 4700700 eða adalheidur.arnadottir@mulathing.is

Helgistund í Áskirkju

Helgistund í Áskirkju sunnudaginn 15. nóvember. Organisti Drífa Sigurðardóttir, félagar úr Kór Áskirkju syngja. Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir.

Bænastund frá Seyðisfjarðarkirkju

Rusa Petriashvili og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir sjá um bænastundina þessa vikuna. Við gerum saman einfalda bænaæfingu úr bókinni Stórt og smátt um bænina, Verum kyrr.

Rusa leikur Ó, vef mig vængjum þínum (nr. 594) og Nú hverfur sól í haf (nr. 592)

Allra heilagra messa – Helgistund frá Eiðakirkju

Þessi helgistund var tekin upp í Eiðakirkju en þar er hljómuburður afar góður Leikur tónlistin lykilhlutverk enda sérstaklega fallegir sálmar sem tilheyra deginum. Jón Ólafur Sigurðsson er organisti og Kórakórinn syngur, það eru Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, Hermann Eiríksson, Heiður Ósk Helgadóttir og Kristján Ketill Stefánsson.

Allra heilagra messa á sér fornar rætur og ber upp á 1. nóvember ár hvert. Þá minnumst við þeirra sem á undan okkur eru gengin og tendrum ljós í minningu þeirra.

Opin kirkja á allraheilagramessu 1. nóvember

Á allra heilagra messu,
sunnudaginn 1. nóvember,
verður Egilsstaðakirkja opin
milli 20 og 21
fyrir þau sem vilja líta við og eiga hljóða stund við kertaljós og undirleik.

Stundin er tileinkuð þeim sem hafa verið ljós í lífi okkar og við viljum minnast og þakka fyrir.

Kveikt á kertum í minningu látinna. 

Við virðum sóttvarnartilmæli og fjöldatakmarkanir þannig að fólk má koma og fara innan tímans. Í stundinni verður leikið á orgel, ritningarlestrar fluttir og sálmar sungnir.

Jól í skókassa: móttaka á Egilsstöðum 31. október kl. 13-15

Móttaka fyrir Jól í skókassa verður í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4,
laugardaginn 31. október kl. 13-15.

Hér má nálgast upplýsingar um hvað þarf að vera í skókassanum.

Hvað er „Jól í skókassa“?

„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum er þeim sýndur kærleikur Guðs í verki. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.
Fyrir jólin 2004 ákvað hópur ungs fólks innan KFUM & KFUK að láta reyna á verkefnið hér á landi. Undirtektirnar voru frábærar og söfnuðust rúmlega 500 kassar það árið. Verkefnið hélt svo áfram að spyrjast út og árið 2005 urðu skókassarnir 2600. Sú tala hefur síðan tvöfaldast því undanfarin ár hafa borist í kringum 5000 gjafir.

Hvert fara skókassarnir?

Skókassarnir verða sendir til Úkraínu. Í Úkraínu búa um 46 milljónir manna. Atvinnuleysi er þar mikið og ástandið víða bágborið. Á því svæði þar sem jólagjöfunum verður dreift ríkir mikil örbirgð. Íslensku skókössunum verður meðal annars dreift á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt. Kirkjan í Úkraínu er rússnesk rétttrúnaðarkirkja, en KFUM í Úkraínu starfar innan þeirrar kirkjudeildar. Aðalskipuleggjandi dreifingarinnar í Úkraínu er faðir Evheniy Zhabkovskiy sem komið hefur hingað til lands í heimsókn og m.a. kynnt sér starf KFUM og KFUK hér á landi. (Af heimasíðu KFUM).

Helgistund í Egilsstaðakirkju 18. október, á degi heilbrigðisþjónustunnar

Kæru vinir! Við tókum upp helgistund í Egilsstaðakirkju á degi heilbriðisþjónustunnar. Félagar úr kór Egilsstaðakirkju leiða söng, organisti er Torvald Gjerde. Ástríður Kristinsdóttir, hjúkrunarfræðinur les ritningartexta. Prestar eru sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir sem prédikar, og sr. Ólöf Margrét Snorradóttir.

Helgistund í Egilsstaðakirkju 18. október 2020

Frá prestum Egilsstaðaprestakalls

Samkvæmt fyrirmælum frá biskupi Íslands og almannavörnum hefur allt opið helgihald í október verið fellt niður. Engar messur eða sunnudagaskóli verða út október en fermingarundirbúningur og barna- og æskulýðsstarf heldur áfram.

Á tímum sem þessum er ekki óeðlilegt að kvíði eða depurð sæki að og við þurfum að hlúa að þeim sem í kringum okkur eru, og okkur sjálfum. Sem fyrr veita prestarnir viðtal, símleiðis eða í safnaðarheimili og Kirkjuseli. Hafa má samband í síma eða með tölvupósti og bóka viðtal.

Netföng og símanúmer presta
Ólöf Margrét, sími 662 3198, netfang olof.snorradottir[hjá]kirkjan.is
Kristín Þórunn, sími 862 4164, netfang kristin[hjá]p2.is
Sigríður Rún, sími 698 4958, netfang sigridur.run.tryggvadottir[hjá]kirkjan.is

Barna- og æskulýðsstarf:

Stjörnustund, kristið frístundastarf fyrir 1.-4. bekk:
Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju: mánudaga kl. 16-17.
Kirkjusel Fellabæ: þriðjudaga kl. 15-16.

Bíbí æskulýðsfélag
Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju: þriðjudaga kl. 20-21:30.

Æskó æskulýðsfélag
Seyðisfjarðarkirkja: miðvikudaga kl. 20

TTT Seyðisfirði
Seyðisfjarðarkirkja: miðvikudaga kl. 15:30-16:30

%d bloggurum líkar þetta: