Category Archives: Uncategorized
Útvarpsmessa frá Egilsstaðakirkju
Sunnudaginn 22. maí útvarpaði Rás 1 guðsþjónustu frá Egilsstaðakirkju sem tekin var upp á dögunum. Upptakan er aðgengileg hér.
Vert er að nefna að Elke Schnabel lék á trompet í guðsþjónustunni en nafn hennar féll því miður niður í dagskrárkynningu. Einnig misritaðist nafn Jónasar Þórs Jóhannssonar sem flutti ávarp og bæn í upphafi.
Messa helguð degi aldraðra
Sunnudaginn 22. maí er messa í Egilsstaðakirkju kl 14.00. Messan er helguð degi aldraðra sem ár hvert ber upp á uppstigningardag.
Kór Egilsstaðakirkju leiðir söng ásamt félögum úr Kór eldri borgara. Organisti er Torvald Gjerde. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir og Dóra Sólrún Kristinsdóttir, djákni þjóna.Meðhjálpari Auður Anna Ingólfsdóttir.
Eftir messu sjá þær Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ingibjörg Snorradóttir og Elísa Petra Bohn um messukaffi í safnaðarheimili kirkjunnar.
Verið hjartanlega velkomin
Aðalsafnaðarfundur Egilsstaðakirkju
Aðalsafnaðarfundur Egilsstaðasóknar verður haldinn fimmtudaginn 5. Maí 2022 í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju og hefst kl. 17:00.
Dagskrá fundarins er samkvæmt 15. grein starfsreglna um sóknarnefndir nr 1111/2011
1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
2. Afgreiðslu reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.
6. Kosning sóknarnefndar.1)
7. Kosning kjörnefndar.1)
8. Kosning í aðrar nefndir og ráð.1)
9. Önnur mál.1)
Jónas Þór Jóhannsson formaður sóknarnefndar.
Vorhátíð og kvöldmessa 8. maí
Egilsstaðakirkja – Sunnudagurinn 8. maí
Vorhátíð barnastarfsins
Ferð í Kirkjumiðstöðina (sumarbúðir) við Eiðavatn þar sem við ljúkum vetrarstarfinu saman.
Rúta frá Egilsstaðakirkju kl. 10:00 – Samvera hefst í Kirkjumiðstöðinni kl. 10:30
Að lokinni samveru höldum við pylsupartí, fjársjóðsleit og leikum okkur.
Skráning í rútuna á egilsstadakirkja@gmail.com í síðasta lagi föstudaginn 6. maí – einnig hægt að mæta beint á staðinn.
Öllum börnum sem tekið hafa þátt í sunnudagaskólanum og Stjörnustund í Egilsstaðakirkju og Kirkjuselinu Fellabæ í vetur er boðið til þátttöku ásamt forráðamönnum. Umsjón með stundinni hafa sr. Þorgeir, sr. Brynhildur, Torvald, Elísa og Ragnheiður. Dagskrá lýkur á Eiðum um kl. 12:00 og þá er heimferð rútu.
Kvöldmessa kl. 20:00 – Mæðradagurinn
Sr. Þorgeir Arason og Dóra Sólrún Kristinsdóttir, djákni, þjóna fyrir altari og flytja hugvekjur um móðurkærleika Guðs og um móðurhlutverkið.
Kór Egilsstaðakirkju syngur. Organisti Torvald Gjerde. Meðhjálpari Auður Ingólfsdóttir.
Kaffisopi í lokin – Verum velkomin!
Sunnudagaskóli 24. apríl
Sunnudagaskólinn er á sínum stað í Egilsstaðakirkju 24. apríl kl. 10:30. Verið velkomin!
Útvarpsmessur frá Austurlandi teknar upp í Egilsstaðakirkju
Dagana 22. og 23. apríl verða teknar upp sex útvarpsmessur í Egilsstaðakirkju, þar sem prestar, kórar og safnaðarfólk víða að af Austurlandi tekur þátt. Guðsþjónustunum verður útvarpað í sumar, að sjálfsögðu á Rás 1 á sunnudögum kl. 11:00. Guðsþjónusturnar (upptökurnar) eru öllum opnar og fólk hvatt til að leggja leið sína í Egilsstaðakirkju þessa daga. Guðsþjónusturnar fara fram og verða teknar upp sem hér segir:
Föstudagurinn 22. apríl
kl. 19:30: Fellabær. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir og Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni. Kór Áskirkju syngur. Organisti Drífa Sigurðardóttir.
Laugardagurinn 23. apríl
kl. 11:00: Vopnafjörður. Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir. Kór Vopnafjarðar- og Hofskirkna syngur. Organisti Stephen Yates.
kl. 13:00: Djúpivogur. Sr. Alfreð Örn Finnsson. Kór Djúpavogskirkju syngur. Organisti Guðlaug Hestnes.
kl. 15:00 Seyðisfjörður. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur. Organisti Rusa Petriashvili.
kl. 16:30 Hérað/ Borgarfjörður. Sr. Þorgeir Arason. Kórar Bakkagerðis-, Eiða-, Kirkjubæjar- Sleðbrjóts – og Valþjófsstaðarkirkna syngja. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.
kl. 18:00 Egilsstaðir. Sr. Þorgeir Arason og Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni. Kór Egilsstaðakirkju. Organisti Torvald Gjerde
Bænaganga á sumardaginn fyrsta

Bænaganga verður á Egilsstöðum á sumardaginn fyrsta, 21. apríl kl. 10:00.
Talsverð hefð er fyrir slíkri göngu hér eins og víðar um landið á þessum degi, en kristilega útvarpsstöðin Lindin stendur að þeim í samstarfi við heimafólk á hverjum stað.
Hist verður við Egilsstaðakirkju kl. 10. Er við göngum góðan hring um bæinn okkar þá köllum við eftir blessun Guðs yfir hann og biðjum fyrir bænum. Þetta verður ekki erfið ganga, við förum rólega yfir!
Tengiliður vegna göngunnar hér á Egilsstöðum er Ástríður Kristinsdóttir, sími 471 1366.
Verið velkomin – Gleðilegt sumar!
Páskamessur
Páskadagur, 17. apríl:
Egilsstaðakirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 8:00 árdegis. Sr. Þorgeir Arason. Kór Egilsstaðakirkju. Organisti Torvald Gjerde. Trompetleikur Elke Schnabel. Morgunkaffi í Safnaðarheimilinu eftir messu – rúnstykki og páskaegg. (Athugið: enginn sunnudagaskóli á páskadag – næsti sunnudagaskóli í Egilsstaðakirkju er 24. apríl kl. 10:30.)
Seyðisfjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl 9:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kór Seyðisfjarðarkirkju. Organisti Rusa Petriashvili. Morgunverður í safnaðarheimili eftir messu.
Áskirkja í Fellum: Hátíðarguðsþjónusta kl. 10:00. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir. Kór Áskirkju. Organisti Drífa Sigurðardóttir.
Sleðbrjótskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00 – sameiginleg fyrir Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssóknir. Dóra Sólrún Kristinsdóttir, djákni. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.
Hjúkrunarh. Dyngja, Egilsstöðum: Páskaguðsþjónusta kl. 11:30. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir. Kór Áskirkju. Organisti Drífa Sigurðardóttir.
Eiðakirkja: Hátíðarmessa kl. 14:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kór Eiðakirkju. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.
Þingmúlakirkja: Hátíðarmessa kl. 14:00 – sameiginleg fyrir Vallanes- og Þingmúlasóknir. Sr. Þorgeir Arason. Kór Vallaness og Þingmúla. Organisti Torvald Gjerde.
Annar dagur páska, 18. apríl:
Bakkagerðiskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Dóra Sólrún Kristinsdóttir, djákni. Bakkasystur syngja. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.