Category Archives: Uncategorized

Sunnudagurinn 29. janúar í Egilsstaðakirkju

Sunnudagaskólinn er á sínum stað þann 29. janúar – eins og alla sunnudaga – kl. 10:30 og nú á vormisserinu hittumst við í Safnaðarheimilinu (gula húsið fyrir neðan kirkjuna). Þar syngjum við mikið, brúðurnar koma í heimsókn, við kveikjum á kertum, heyrum góðan boðskap og eigum góða stund saman. Endum alltaf á að fá okkur smá hressingu og lita mynd. Sr. Þorgeir, Sándor, Elísa, Guðný og Ragnheiður sjá um stundina.

Gospelmessa í Egilsstaðakirkju 29. janúar kl. 20:00. Orðið gospel vísar í gleðiboðskap trúarinnar og létta tónlist þar sem trúargleði og lofgjörð til Drottins er í fyrirrúmi. Að þessu sinni mun sr. Þorgeir Arason predika og leiða stundina. Sándor Kerekes verður tónlistarstjóri, Kór Egilsstaðakirkju og aðrir gospelfuglar syngja og leiða okkur öll í söng. Kaffisopi í lokin. Verum hjartanlega velkomin.

Kyrrðarbæn í Kirkjuselinu

Vekomin í fyrstu Kyrrðarbæn ársins í Kirkjuselinu í Fellabæ, kl. 18 sunnudaginn 22. janúar. Í henni játumst við og tökum á móti nærveru og verkan Guðs innra með okkur. Við gerum það í gegnum lestur ritningarinnar, einfalda sálma og bænir. 

Við megum líta á þessa stund sem áfanga á leið þar sem augu okkar opnast og athygli okkar skerpist á því að skynja nærveru Guðs á öllum tímum og í öllum aðstæðum. 

Verum öll velkomin til að þiggja frið og blessun Guðs í samfélagi við hvert annað í þessari einföldu guðsþjónustu.

Sunnudagaskóli 22. janúar

Sunnudagaskólinn er á sínum stað, alltaf kl. 10.30, í Hörgsási 4. Núna ætlum við að tala um vináttuna og hvað það er mikilvægt að hjálpast að. Við syngjum mikið og fáum Rebba og Mýslu í heimsókn.

Eftir stundina má staldra við og lita, svo verður boðið upp á kaffi, djús og ávexti.

Öll innilega velkomin!

Opið hús í Kirkjuselinu

Það er líflegt í Kirkjuselinu í Fellabæ á miðvikudögum milli 13-15 þegar hressir eldri borgarar hittast yfir kaffi og kruðeríi. Margir taka með sér handavinnu og fellur ekki verk úr hendi, aðrir taka með sér ljóðabækur og blaðaúrklippur og lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.

Stundum grípur sr. Kristín gítarinn og leiðir söng, enda er hópurinn sérlega tónelskur og lagviss. Í dag förum við t.d. að dusta rykið af þorralögunum sem við elskum öll!

Allir eldir borgarar og þau sem skilgreina sig þannig, eru innilega velkomin á Opið hús í Kirkjuselinu í Fellabæ á miðvikudögum kl. 13.

Fræðslukvöld og hópefli með fermingarfjölskyldum

Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra hittast í Egilsstaðakirkju þriðjudagskvöldið 17. janúar kl. 20 til að syngja, fræðast og leika smá!

Stór hluti af fermingarfræðslunni í Egilsstaðaprestakalli er að taka þátt í samfélaginu í kringum orð Guðs – sem við köllum messuna – og okkur finnst mikilvægt að geta talað um hvernig við upplifum það í gegnum söng og bænir. Þess vegna tökum við smá tíma í að tala um guðsþjónustuna og sálmana áður en við förum í skemmtilegt hópefli í kringum spennandi spurningar í aðstæðum daglegs lífs.

Sr. Sigríður Rún og sr. Kristín Þórunn, ásamt fræðslufulltrúa Gunnfríði Katrínu og organista Sándor, taka á móti og leiða samveruna.

P.S. Fermingarbörn eru frábær!

Messa í Egilsstaðakirkju 15. janúar

Nú er lag að skella sér í alvöru messu kl. 10.30 í kirkjunni okkar á Egilsstöðum. Kór Egilsstaðakirkju leiðir almennan söng undir leik og stjórn organistans Sándor Kerekes. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari er Auður Anna Ingólfsdóttir. Fermingarbörn aðstoða í athöfninni. 

Kl. 15 verður svo guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Dyngju, þar sem sr. Sigríður Rún prédikar og Sándor og kórinn leiða gömlu og góðu sálmana.

Sunnudagaskóli 15. janúar

Sunnudagaskóli fyrir alla – konur og kalla, krakka með hár og kalla með skalla – verður á sínum stað í safnaðarheimilinu Hörgsási á sunnudaginn kemur kl. 10.30.

Við syngjum mikið, tökum á móti Mýslu og Rebba í heimsókn og heyrum söguna um Daníel í ljónagryfjunni sem kennir okkur um hugrekki – og trúfrelsi.

Djús, kaffi og ávextir í boði í litastund,

Bænastundir í þriðjudagshádegi

Vissir þú að á hverjum þriðjudegi eru bænastundir með fyrirbænum í safnaðarheimilinu okkar? Við byrjum kl. 12, lesum saman Davíðssálm og berum fram fyrir Guð þau sem vilja fá fyrirbænir í aðstæðum lífsins. Eftir stundina setjumst við oft niður og fáum okkur te, kaffi og eitthvað létt snarl.

Það eru allir velkomnir og mega gjarnan leggja eitthvað smotterí með sér á borðið.

Ef þú vilt að nafnið þitt sé nefnt í fyrirbænunum máttu hafa samband við prestana.

Muna: Allan ársins hring, á þriðjudögum kl. 12. Öll velkomin.

Barnastarfið hefst á nýju ári

Nú fer alla á fullt í kirkjustarfinu eftir áramótin. Dagskráin í Hörgsási 4 er á þessa leið:

Sunnudagaskóli fyrir alla fjölskylduna er hvern sunnudag kl. 10.30.

Stjörnustund fyrir 6 til 9 ára krakka er á mánudögum kl. 16-17.

TTT fyrir 10-12 ára krakka er á fimmtudögum kl. 17-18.30.

Bíbí, æskulýðsfélag fyrir 13-15 ára er á fimmtudögum kl. 19.30-21.30.

Í Kirkjuselinu Fellabæ er Stjörnustund fyrir 6 til 9 ára krakka á þriðjudögum kl. 15-16.

Útför Bergljótar Jörgensdóttur

Útför Bergljótar Jörgensdóttur verður gerð frá Valþjófsstaðarkirkju í Fljótsdal laugardaginn 7. janúar kl. 13:00.

Streymt verður frá athöfninni hér.

Streymið hefst um kl. 12:45.

%d bloggurum líkar þetta: