Category Archives: Uncategorized

Sunnudagaskóli fellur niður 25. sept. vegna veðurs

Sunnudagaskólinn í Egilsstaðakirkju fellur niður á morgun 25.9. vegna veðurs. Nú er best að festa lausamunina, hita svo bara kakó á morgun og vera inni að horfa á Daginn í dag 😀 Sjáumst hress eftir viku!

TTT byrjar í dag

TTT byrjar í dag klukkan 1700 í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4. Þar verður mikil gleði og gaman! Hlakka til að sjá ykkur!

Leikmannastefna 2022

Leikmannastefnan 2022 verður haldin á Austurlandi og það er sóknarnefnd Egilsstaðakirkju sem hefur veg og vanda að undirbúningi hennar. Föstudaginn 30. september koma saman fulltrúar frá öllu landinu og eiga heila helgi saman þar sem málefni kirkju og kristni verða rædd, auk þess sem lista og skemmtunar frá Austurlandi verður notið í góðum félagsskap.

Leikmannastefna verður sett með guðsþjónustu í Egilsstaðakirkju og verður slitið með helgistund í Valþjófsstaðarkirkju. Ráðstefnan sjálf er haldin á Hallormsstað í dásamlegri náttúru Fljótsdalshéraðs.

Í gær fór undirbúningshópur frá Egilsstaðakirkju í vettvangsferð í Hallormsstað og er myndin tekin við það tilefni fyrir framan tjaldið góða sem Heiðrún hótelstýra sýndi.

Stjörnustund í Fellabæ

Á þriðjudögum eru krökkum í 1.-4. bekk boðið í frístundastarf í Kirkjuselinu Fellabæ kl. 15-16. Kristín Þórunn og Kristófer taka vel á móti öllum 6-9 ára! Starfið byrjar 13. september og heldur áfram í allan vetur.

Stjörnustund

Í dag 12. september klukkan 16:00 hefst Stjörnustund, starf fyrir krakka á aldrinum 6-9 ára, í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4. Öll börn velkomin!

Ábyrgðarmaður: Gunnfríður Katrín Tómasdóttir, starfandi fræðslufulltrúi.

Sunnudagurinn 18. september

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskólinn byrjar vetrarstarf sitt kl. 10:30!

Mikill söngur og hreyfingar, brúður og góður boðskapur. Hressing og litamynd í lokin. Börn á öllum aldri velkomin! Umsjón: Þorgeir, Elísa, Ragnheiður, Guðný og Sándor við píanóið.

Messa á Ormsteiti kl. 14:00

Nýr organisti kirkjunnar, Sándor Kerekes, verður settur inn í starf sitt við þetta tilefni og því mikið um fallega tónlist í messunni. Kór Egilsstaðakirkju syngur. Prestur Þorgeir Arason. Kaffi eftir messu.

Messa á hjúkrunarheimilinu Dyngju kl. 15:20.

Seyðisfjarðarkirkja:

Sunnudagaskóli kl. 11:00.

Guðsþjónusta í Kirkjuselinu Fellabæ

Sunnudaginn 11. september hittumst við í Kirkjuselinu kl. 18 í einfaldri guðsþjónustu á degi kærleiksþjónustunnar. Drífa Sig leikur undir almennan söng og sr. Kristín Þórunn leiðir helgihald og hugvekju. Öll velkomin!

Á eftir verður stuttur fundur með væntanlegum fermingarbörnum.

P.S. Guðspjall dagsins er um miskunnsama Samverjann Lúk 10.25-37

Fjölskylduguðsþjónusta í Seyðisfjarðarkirkju 11. september kl 11

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga þann 10. september – minningarstund í Egilsstaðakirkju kl 20

Ár hvert er 10. september tileinkaður forvörnum vegna sjálfsvíga víða um heim. 

Hér á landi er dagurinn einnig helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. í Egilsstaðakirkju verður árleg minningarstund  kl 20.00. 

Torvald Gjerde deilir reynslu sinni. Tónlistarflutningur í höndum Sándors Kerekes.

Sr. Kristín Þórunn og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir leiða stundina.
Kveikt á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Kynning á starfi fyrir syrgjendur eftir stundina sem og kaffi og spjall.

Bíbí byrjar í kvöld 8. september kl 19:30

Æskulýðsfélagið Bíbí er fyrir alla unglinga sem eru í 8.-10. bekk. Þar verður margt brasað og alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Í kvöld verður kynningarfundur og vonum við að sjá sem flesta.

ATH! BREYTUR TÍMI! Hittumst klukkan 19.30 í Hörgsás 4!

Ábyrgðaraðili: Gunnfríður Katrín starfandi fræðslufulltrúi

Leiðtogar: Dagbjört, Hólmfríður og Sebastían.

%d bloggurum líkar þetta: