Category Archives: Uncategorized

Tólf sporin – andlegt ferðalag: Opnir kynningarfundir 25. september og 2. október

pastedImageEgilsstaðakirkja býður í vetur upp á sjálfstyrkingarnámskeiðið
Tólf sporin – andlegt ferðalag.
Tólf spora vinna hentar öllum þeim
sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar
í þeim tilgangi að öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu þar sem leitað er styrks í kristinni trú.

Opnir kynningarfundir verða í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4, mánudagana 25. september og 2. október kl. 20.

Þar gefst færi á að kynna sér starfið en á þriðja fundinum verður hópunum lokað og sporavinnan hefst en hún fer fram í litlum hópum sem hittast vikulega.

Unnið er með bókina Tólf sporin – andlegt ferðalag.
Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Vinir í bata er hópur fólks sem hefur tileinkað sér tólf sporin sem lífstíl. Á heimasíðu þeirra má finna frekari upplýsingar um tólf sporin sem og lesa reynslusögu margra sem eru á hinu andlega ferðalagi sem tólf sporin eru.

Verið velkomin til að kynna ykkur hvernig nýta má 12 sporin til að
bæta líf sitt og líðan.

Auglýsingar

Æðruleysismessa í Seyðisfjarðarkirkju

Sunnudaginn 17. september kl. 20.

Hildur Þórisdóttir deilir reynslu, styrk og von. Um tónlistina sér Benedikt Hermann Hermannsson. Tónlistin er eftir Megas.

Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson.

Kaffi og konfekt í safnaðarheimili eftir messu.Screen Shot 2017-09-11 at 14.12.41

Barna- og æskulýðsstarf Egilsstaðakirkju

Sunnudagaskólinn er farinn af stað aftur eftir sumarfrí og er alla sunnudaga kl. 10:30 í kirkjunni. Þar er alltaf líflegur söngur, kirkjuleikfimi, sögur og brúður, litamynd og hressing í lokin.

Stjörnustund fyrir krakka í 1.-4. bekk hefst 11. september og er alla mánudaga kl. 17:00-18:30. Athugið að Stjörnustundin verður núna í Safnaðarheimilinu. Fjölbreytt dagskrá í vetur, m.a. leikir, föndur, spil, kókoskúlugerð, Asíufundur o.fl. spennandi. Ókeypis!

TTT- Listasmiðja fyrir krakka í 5.-7. bekk hefst 18. september og verður mánudaga kl. 15:30-17:00 í fjórar vikur (18. sept. – 9. okt.). Í boði er myndlist, leirvinna, föndur o.fl. Verð: 1.500 kr. (efniskostnaður). Umsjón hafa Ásta Sigfúsdóttir myndlistarmaður og prestarnir.

BÍBÍ – Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.-10. bekk hefst 12. september og verður á þriðjudagskvöldum kl. 20:00-22:00. Sr. Sigríður Rún hefur umsjón með starfinu. Fjölbreytt starf, m.a. ferð á Landsmót ÆSKÞ á Selfossi 20.-22. október.

Ekki er þörf á að skrá þátttakendur fyrirfram í neitt starfið, nóg að mæta á staðinn.

Messa og endurbótum fagnað 17. sept.

Safnaðarheimilið

Safnaðarheimilið

Messað verður í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 17. september kl. 18:00. Prestur er sr. Þorgeir Arason, organisti Torvald Gjerde, Kór Egilsstaðakirkju syngur. Meðhjálpari er Ásta Sigfúsdóttir og messuþjónar og fermingarbörn aðstoða.

 

Eftir messuna verður boðið upp á matarmikla súpu í Safnaðarheimili kirkjunnar, Hörgsási 4, og fagnað endurbótum sem nú er lokið í húsinu.

 

 

Guðsþjónusta verður á Hjúkrunarheimilinu Dyngju sama dag kl. 17:00. Sr. Þorgeir, Torvald organisti og kirkjukórinn þjóna.

Verið velkomin til messu!

10. september: Alþjóða forvarnardagur sjálfsvíga

Ár hvert er 10. september tileinkaður forvörnum vegna sjálfsvíga víða um heim.
Hér á landi er dagurinn einnig helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
candle-light-heart
 
Minningastund verður í Egilsstaðakirkju sunnudagskvöldið 10. september kl. 20.
Ólafur H. Sigurðsson aðstandandi segir frá reynslu sinni.
Drífa Sigurðardóttir leikur ljúfa tónlist.
Hugvekja og bæn.
Kveikt á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Kaffi og spjall í lokin.
Stuðningshópur fyrir þá sem misst hafa í sjálfsvígi fer af stað seinna í september.

 Prestar Egilsstaðaprestakalls

Guðsþjónustur 27. ágúst

original-1867-cross-with-sun-rays-photoTvær guðsþjónustur verða í Egilsstaðaprestakalli á sunnudaginn, 27. ágúst:

Kirkjubæjarkirkja kl. 14:00

Prestur er Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna.

Ásmundur Þórarinsson segir frá hinum merka predikunarstóli kirkjunnar, sem talinn er sá elsti í íslenskri kirkju.

Minnum á kaffisölu Kvenfélagsins í Tungubúð eftir messu.

 

Egilsstaðakirkja kl. 20:00 – Kvöldguðsþjónusta í léttum dúr

Upphaf fermingarstarfanna í Egilsstaðaprestakalli. Stuttur fundur með væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum þeirra eftir messu.

Torvald Gjerde og félagar úr kirkjukórnum leiða tónlistina. Prestarnir þjóna.

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir í báðar guðsþjónusturnar!

Biskup þjónar við messu í Hjaltastaðarkirkju

Hjaltastaðarkirkja-2-500x328

Hjaltastaðarkirkja

 

 

 

 

 

 

 

 

Sunnudaginn 20. ágúst er messa í Hjaltastaðakirkju kl. 14. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og lýsir blessun. Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir þjóna fyrir altari.

Kaffi í boði sóknarnefndar í Hjaltalundi eftir messu. Kvenfélag Hjaltastaðarþinghár hefur umsjón með kaffi.

Verið velkomin biskup prestar eiðum

Tónlistarmessa í Hofteigskirkju sunnudaginn 20. ágúst kl. 20

Tónleikar og messa í Hofteigskirkju.

Hofteigskirkja-2-500x333Messan hefst með ljúfum tónum Krossbandsins frá Akureyri og leiða þau einnig sönginn í messunni. Krossbandið skipa þau Snorri Guðvarðsson, Ragnheiður Júlíusdóttir og Finnur Finnsson.
Krossbandið er lítið band með stórt hjarta
og leika þau létta sálma, alþýðulög og dægurlög í bland.

Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar.

Kaffisopi í safnaðarheimili að messu lokinni.

Verið velkomin til kirkju!

 

Kvöldmessa í Bakkagerðiskirkju 16. ágúst

Bakkagerðiskirkja-1-500x333Að vanda er messað í Bakkagerðiskirkju, Borgarfirði eystra, á síðsumarkvöldi og líkt og undanfarin ár verður þessi stund nú á miðvikudagskvöldi, að þessu sinni 16. ágúst klukkan 20:00.

Prestur er Þorgeir Arason, organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Félagar úr kór kirkjunnar (Bakkasystrum) leiða sönginn.

Kaffisopi í Heiðargerði eftir messu.

Verum velkomin!

Sunnudagur 13. ágúst: guðsþjónusta á Skriðuklaustri og kvöldmessa í Þingmúlakirkju

Guðsþjónusta á Fljótsdalsdegi kl. 16:30 við rústir Klausturkirkjunnar á Skriðu. 

Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Verið velkomin!

Kvöldmessa á Ormsteiti kl. 20 í Þingmúlakirkju.

Þingmúlakirkja-500x333

Prestur Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.
Kórfélagar leiða almennan söng. Eftir messu býður sóknin í myndarlegt kirkjukaffi í félagsheimilinu Arnhólsstöðum.
Allir velkomnir!

%d bloggurum líkar þetta: