Author Archives: egilsstadakirkja

Helgistund í Egilsstaðakirkju

Sunnudagur 24. janúar 2021
Helgistund í Egilsstaðakirkju. Prestur Kristín Þórunn Tómasdóttir, organisti Torvald Gjerde, söngur Kristín Þórunn og Berglind Hönnudóttir. Jófríður Úlfarsdóttir les guðspjall dagsins sem er síðasti sunnudagur eftir þrettánda. Upptaka: Berglind Hönnudóttir.

Helgistund í Seyðisfjarðarkirkju 17. janúar 2021

Barnastarfið hefst að nýju

Barnastarfið í Egilsstaðakirkju og Kirkjuselinu Fellabæ vorið 2021

Stjörnustund
Stjörnustund er kristið frístundastarf fyrir börn í 1.-4. bekk. Í hverri viku bröllum við eitthvað skemmtilegt, leikir, föndur og fleira, helgistund með söng og biblíusögu er fastur liður. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu nema annað sé auglýst sérstaklega. Hressing í upphafi hvers fundar.

Safnaðarheimilinu Hörgsási 4
Samverur alla mánudaga kl. 16:00-17:00. Umsjón Berglind  Hönnudóttir. Sími og netfang: 773 3373 og berglind.honnudottir@kirkjan.is.

Kirkjuselinu Fellabæ
Samverur alla þriðjudaga 15:00-16:00 fyrir 1.-4. bekk. Umsjón hefur Ólöf Margrét Snorradótir. Sími og netfang: 6623198 og olof.snorradottir@kirkjan.is.

TTT – tíu til tólf
TTT er kristið frístundastarf fyrir 10 til tólf ára. Leikir, föndur og fleira ásamt helgistund. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu nema annað sé auglýst sérstaklega. Hressing í upphafi hvers fundar.

Safnaðarheimilinu Hörgsási 4
Samverur alla mánudaga kl. 17:30-18:30. Umsjón Berglind  Hönnudóttir. Sími og netfang: 773 3373 og berglind.honnudottir@kirkjan.is.

Kirkjuselinu Fellabæ
Samverur alla þriðjudaga 16:30-17:30 fyrir 1.-4. bekk. Umsjón hefur Ólöf Margrét Snorradótir. Sími og netfang: 6623198 og olof.snorradottir@kirkjan.is.

Barnakór Egilsstaðakirkju
fyrir söngelska krakka í 3.-7. bekk. Stjórnandi: Torvald Gjerde. Ekkert þátttökugjald.
Æfingar á fimmtudögum kl. 15:00-16:00 í Egilsstaðakirkju.

Bíbí – æskulýðsfélag kirkjunnar á Héraði
hittist í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju á þriðjudögum kl. 20:00. Umsjón Berglind Hönnudóttir.
Nánari upplýsingar í Facebook-hóp Bíbí.

Sunnudagaskólinn er ekki starfandi vegna samkomutakmarkana.

Gleðilegt ár!

Guð gefi ykkur gleðilegt og farsælt nýtt ár!

Áramótaguðsþjónusta fyrir Egilsstaðaprestakall er tekin upp í Bakkagerðiskirkju. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar, organisti er Jón Ólafur Sigurðsson og Bakkasystur syngja. Meðhjálpari er Kristjana Björnsdóttir. Tókatækni sá um upptökur.

Gleðilega hátíð!

Guð gefi ykkur gleðileg jól!

Hátíðarguðsþjónusta í Egilsstaðakirkju. Barnakór Egilsstaðakirkju og Kirkjukór Egilsstaðakirkju syngja, organisti og stjórnandi er Torvald Gjerde. Prestar eru Kristín Þórunn Tómasdóttir og Ólöf Margrét Snorradóttir. Heiður í Tókatækni sá um upptöku.

Fjórði sunnudagur í aðventu

Helgistund í Egilsstaðakirkju á fjórða sunnudegi í aðventu.
Í dag átti að vera helgistund frá Seyðisfjarðarkirkju en hættuástands þar í kjölfar náttúruhamfara var helgistundin færð í Egilsstaðakirkju.

Kristín Þórunn Tómasdóttir flytur hugleiðingu og bæn. Torvald Gjerde leikur á orgel. Heiður og Hjalti í Tókatækni sáu um tæknimálin.

Þriðji sunnudagur í aðventu

Aðventustund í Valþjófsstaðarkirkju.
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir leiðir stundina, Einar Sveinn Friðriksson syngur, organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Aðventustund fyrir syrgjendur

Aðventa og jól geta verið erfiður tími fyrir þau sem hafa misst ástvin. Um árabil höfum við verið með stund fyrir syrgjendur við upphaf aðventu undir yfirskriftinni Sogin og jólin. Vegna samkomutakmarkanna er slíkt ekki mögulegt í ár. Þess í stað kynnum við fyrir ykkur samverustund í samstarfi Þjóðkirkjunnar, Landsspítala og Sorgarmiðstöðvar. Henni verður sjónvarpað frá Grafarvogskirkju í Ríkissjónvarpinu þann 13. desember kl. 17. Það er sr. Guðrún Karls Helgudóttir sem leiðir stundina.

https://kirkjan.is/frettir/frett/2020/12/10/Adventustund-fyrir-syrgjendur/?fbclid=IwAR3qN8L5umopywXRqivDOpQHshKnJsjPSDtgE40434nB3VUIhNtU3G18_4I

2. sunnudagur í aðventu: Aðventustund í Egilsstaðakirkju

Á öðrum sunnudegi í aðventu sendum við út aðventustund í Egilsstaðakirkju. Barnakór Egilsstaðakirkju syngur undir stjórn Torvalds Gjerde. Sr. Ólöf Margrét leiðir stundina. Lögin sem börnin syngja eru:
Við kveikjum einu kerti á (Lilja S. Kristjánsdóttir / Muri)
Fyrsta ljósið
Tendrum lítið ljós (Pétur Þórarinsson)
Hósíanna lof og dýrð (Mt21.9)
Koma jól (Sólveig Björnsdóttir / Sigríður Laufey Sigurjónsdóttir)

Upptöku önnuðust Heiður og Hjalti í Tókatækni.

Jóladagatal Austurlandsprófastsdæmis

Við í Austurlandsprófastsdæmi ætlum að bjóða upp á glaðning á hverjum degi fram að jólum. Konfekt fyrir sálina. Hugleiðingar, bænir, tónlist og fleira. Það eru prestarnir í Austurlandsprófastsdæmi sem standa að dagatalinu, en það verða fleiri sem koma að. Hér fyrsti molinn.

%d bloggurum líkar þetta: