Author Archives: egilsstadakirkja

Jól í skókassa

Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni á vegum KFUM og KFUK sem snýst um að gefa jólagjöf til barns, annars staðar á hnettinum, sem býr við erfiðar aðstæður.

Hér á Íslandi er markmið verkefnisins að færa börnum í Úkraínu jólagjöf sem annars fengju enga. Í kassanum eiga að vera hlutir úr eftirfarandi flokkum:
-leikföng
-skóladót
-hreinlætisvörur (tannbursti og sápa í alla kassa)
-sælgæti
-föt

Móttaka á skókössum fyrir verkefnið Jól í skókassa verður í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4, laugardaginn 30. október kl. 10-14. Skókassagjafirnar er einnig hægt að afhenda í barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar eða skila í Safnaðarheimilið á öðrum tímum eftir samkomulagi við Þorgeir (847-9289).

Nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni http://skokassar.net

Fjölbreytt helgihald í Egilsstaðaprestakalli sunnudaginn 17. október

Fjölskylduguðsþjónusta í Egilsstaðakirkju kl. 10.30.

Barnakór Egilsstaðakirkju syngur fyrir okkur og með okkur. Organisti og kórstjóri er Torvald Gjerde. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og leiðtogar sunnudagaskólans stýra stundinni og Mýsla og Rebbi láta sig ekki vanta! Hressing og litamynd á sínum stað í lokin. 

Sunnudagaskóli í Seyðisfjarðarkirkju kl. 11.00.

Berglind Hönndóttir ásamt leiðtogum leiðir stundina. Biblíusaga, söngur og kirkjubrúður. Litamyndir og hressing í lok stundarinnar.

Guðsþjónusta í Áskirkju kl 14.

Kór Áskirkju leiðir söng og organisti er Drífa Sigurðardóttir. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir kveður söfnuðinn. Kaffisamsæti í kirkjuselinu eftir guðsþjónustu.

Guðsþjónusta í Valþjófsstaðarkirkju kl 20.

Kór Valþjófsstaðarkirkju leiðir söng, einsöngur Einar Sveinn Friðriksson. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson.
Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar og kveður söfnuðinn. Kaffisopi eftir messu.

Bleik messa í Seyðisfjarðarkirkju kl 20.00

Bláa kirkjan verður bleik í október í tilefni árverkniátaks gegn krabbameini. 

Sunnudaginn 17. október kl. 20 er kvöldmessa með bleiku þema.

Þórunn Óladóttir deilir reynslu sinni, styrk og von. 

Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng og organsiti og kórstjóri er Rusa Petriashvili.  Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir.

Verið velkomin

Egilsstaðakirkja: Helgihald 10. október

Sunnudagaskóli kl. 10:30 í umsjá Þorgeirs Arasonar og leiðtoga sunnudagaskólans.

Guðsþjónusta kl. 14:00
Sr. Ólöf Margrét kveður söfnuðinn. Organisti Torvald Gjerde, Kór Egilsstaðakirkju syngur. 
Messukaffi í Safnaðarheimilinu á eftir.

Verið velkomin!

Egilsstaðakirkja. Mynd: Gunnþórunn Benediktsdóttir

Egilsstaðakirkja: Helgihald 3. október

Egilsstaðakirkja sunnudaginn 3. október:

Sunnudagaskóli kl. 10:30.

Gospelsamkoma kl. 20:00.

Photo by Pavel Danilyuk on Pexels.com

Gospelhópur syngur og leiðir lofgjörð í léttum dúr. Tryggvi Hermannsson við hljóðfærið. 

Sr. Þorgeir Arason predikar.

Kvöldsopi í lokin – Frjáls framlög til kirkjubyggingar í Grímsey.
Verið velkomin!

Foreldramorgnar/ Parents´ morning

(English version below)

Nú hefjast foreldramorgnarnir í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju (Hörgsás 4, gult hús) aftur eftir langt Covid- og sumarhlé! Í vetur verða foreldramorgnar alla fimmtudaga kl. 10-12 og við byrjum fimmtudaginn 23. september. Fyrstu vikurnar – og oftast – verður eina dagskráin að hittast, spjalla saman yfir kaffi/te/vatni og leyfa krílunum (ef þau eru vakandi) að brasa og leika á dýnum á gólfinu. Á sólpallinum við Safnaðarheimilið er svo góð aðstaða fyrir barnavagna fyrir þau sem eru að leggja sig. Í vetur verður síðan boðið upp á dagskrá/fræðslu u.þ.b. einu sinni í mánuði. Öll velkomin óháð trúfélagsaðild.

Open house for infants and their parents in the Parish home of Egilsstaðir Church (Hörgsás 4, yellow building) every Thursday between 10am and noon, starting Thursday, September 23rd 2021. During the first couple of weeks – and most often – the only program will simply be to meet, chat over a cup of coffee/tea/water and allow the children (if they are awake) to meet and play. On our porch, you can watch your baby´s stroller from inside. Special program once a month. You are welcome, regardless of your religious membership.

Regnbogamessa – Seyðisfjarðarkirkja

Sunnudaginn 26. september kl. 20.00 er Regnbogamessa í Seyðisfjarðarkirkju í samstarfi við Hinsegin Austurland.

Tara Ösp Tjörvadóttir, formaður flytur hugvekju. Lestrar og bænir í höndum félaga Hinsegin Austurlands. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur með okkur og fyrir okkur. Organisti og kórstjóri er Rusa Petriashvili.

Berglind Hönnudóttir þjónar ásamt sr. Sigríði Rún Tryggvadóttur og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson.

Sunnudagur 26. september: Kvöldmessa í Kirkjuselinu Fellabæ kl. 20

Kvöldmessa með ljúfum tónum.

Kór Áskirkju syngur, organisti Drífa Sigurðardóttir.
Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar.
Fermingarbörn 2020 og 2021 sérstaklega hvött til að mæta og ganga til altaris.

Velkomin til messu!

útför Magnúsar Pálssonar

útför Magnúsar Pálssonar verður frá Egilsstaðakirkju 18. september kl 14. Hægt er að fylgjast með beinu streymi frá athöfninni hér

Egilsstaðakirkja 19. september

Helgihald í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 19. september:

Sunnudagaskóli kl. 10:30

Bangsadagur – öll börn hvött til að taka með sér bangsa! Sr. Þorgeir, Torvald, Elísa og Ragnheiður ásamt aðstoðarfólki sjá um líflega stund. Litamynd og hressing í lokin.

Kvöldmessa kl. 20:00 (ath. breyttan messutíma)

Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Kvöldsopi eftir messu.

Verið velkomin!

10. september – alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga: Minningarstund í Egilsstaðakirkju kl. 20

Ávarp, hugleiðing og bæn ásamt ljúfum tónum.
Ragnhildur Íris Einarsdóttir aðstandandi, deilir reynslu sinni.
Prestar Egilsstaðaprestakalls leiða stundina. Torvald Gjerde leikur á orgel.
Kveikt á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Kaffisopi eftir stundina.

Stuðningshópur fyrir syrgjendur fer af stað 23. september, frekari upplýsingar veita Ólöf Margrét og Sigríður Rún.

Ár hvert er 10. september tileinkaður forvörnum vegna sjálfsvíga víða um heim. Hér á landi er dagurinn einnig helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi og eru minningar- og kyrrðarstundir haldnar um land allt.

Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Á heimasíðu Alþjóðadags sjálfsvígsforvarna eru allir hvattir til að kveikja á kerti og setja út í glugga 10. september kl. 20.
• Til að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi
• Til að tendra ljós til þeirra sem á þurfa að halda
• Til stuðnings forvörnum gegn sjálfsvígum

%d bloggurum líkar þetta: