Author Archives: egilsstadakirkja

Laust starf við Egilsstaðakirkju

Sóknarnefnd Egilsstaðakirkju auglýsir laust til umsóknar starf kirkjuvarðar og meðhjálpara við kirkjuna. Um er að ræða 50% starf, sem laust er frá 1. janúar 2018.

Í starfinu felst m.a. almenn ræsting og umhirða kirkjuhússins, undirbúningur og aðstoð Egskirkjavið ýmsar kirkjulegar athafnir, innkaup og umsjón með útleigu og bókun viðburða í kirkjunni. Vinnutími er óreglulegur og að nokkru leyti eftir samkomulagi. Um launakjör fer eftir kjarasamningi.

Nánari upplýsingar veita Þorgeir Arason, sóknarprestur, í síma 847-9289, og Jónas Þór Jóhannsson, formaður sóknarnefndar, í síma 893-1001.

Umsóknir berist á netfangið jonas.thor@simnet.is fyrir 10. desember nk.

 

Starfslýsing fyrir kirkjuvörð við Egilsstaðakirkju   Gildir frá 1. sept. 2016 að telja

 1. Kirkjuvörður annast þrif og umhirðu í kirkju og ber ábyrgð á, að snyrtimennska og virðing fyrir starfsemi kirkjunnar sé þar í öndvegi.
  1. Vikuleg þrif eða oftar eftir þörfum: öll salerni þrifin, öll gólf ryksuguð og skúruð eftir þörfum. Umhirða í eldhúsi (frágangur, þvottur á tuskum og dúkum o.fl.).
  2. Afþurrkun eftir þörfum (þó eigi sjaldnar en mánaðarlega).
  3. Önnur þrif fyrir athafnir/viðburði og önnur stærri þrif, ákveðin í samráði við sóknarprest hverju sinni.
  4. Umsjón og ábyrgð á að safnaðarheimili sé þrifið.
 2. Kirkjuvörður hefur umsjón með útleigu og bókun viðburða í safnaðarheimili og kirkju, heldur utan um dagbók og rafræna skráningu viðburða og innheimtir leigugjald eftir ákvörðun sóknarnefndar, enn fremur STEF-gjald af gjaldskyldum tónleikum. Sé kirkjan leigð út til aðila henni óskyldri er kirkjuvörður jafnan þar til staðar og innheimtir eigin laun fyrir þá vinnu með reikningi til leigutaka auk þess að innheimta leigugjald kirkjunnar. Teljast vinnustundir við slík tilefni því ekki til almennra vinnustunda kirkjuvarðar en þó skráðar í dagbók.
 3. Kirkjuvörður hefur umsjón með almennu eftirliti og viðhaldi á kirkju og innanstokksmunum, annast sjálfur minni háttar viðhald og kallar fagmenn til starfa við það eftir þörfum.
 4. Kirkjuvörður undirbýr, aðstoðar við og gengur frá eftir kirkjulegar athafnir. Þar með talið:
  1. Annast útfararstjórn
  2. Sinnir meðhjálparastarfi við guðsþjónustur eftir nánara samkomulagi við sóknarprest
  3. Undirbýr fermingar með presti og hefur umsjón með kyrtlum
  4. Aðstoðar kirkjukór
  5. Hefur umsjón með messukaffi í samráði við prest og sjálfboðaliða hverju sinni
  6. Undirbýr og aðstoðar við hjónavígslur
  7. Annað eftir nánari ákvörðun sóknarprests. Að jafnaði er þó ekki þörf á að kirkjuvörður sé viðstaddur skírnir utan guðsþjónustu, barnastarf í kirkjunni eða annað almennt safnaðarstarf.
  8. Um kirkjulegar athafnir og umhirðu kirkjunnar vísast að öðru leyti til bókarinnar „Þjónar í húsi Guðs“, einkum 4. kaflans „Hlutverk þjóna í þjónustunni.“
 5. Kirkjuvörður annast innkaup fyrir kirkju og safnaðarheimili og ber ábyrgð á að til staðar séu þær rekstrarvörur sem á þarf að halda í starfi safnaðarins.
 6. Kirkjuvörður dregur upp fána við kirkjuna alla þá daga sem guðsþjónustur og aðrar athafnir fara fram í kirkjunni, og á öðrum íslenskum fánadögum skv. forsetaúrskurði.
 7. Kirkjuvörður situr mánaðarlega starfsmannafundi og stuðlar fyrir sitt leyti að góðu samstarfi innan kirkjunnar og að farsælu skipulagi safnaðarstarfsins.
 8. Kirkjuvörður ber ábyrgð á snjómokstri við kirkjuna.
 9. Kirkjuvörður hefur umsjón með lyklum að kirkjunni og lánar þá og heldur skrá þar um í samráði við sóknarnefnd og sóknarprest.
 10. Kirkjuvörður er bundinn þagnarskyldu um hvaðeina sem hann fær vitneskju um eða verður áskynja í starfi sínu og leynt skal fara.
 11. Kirkjuvörður hefur sveigjanlegan en óreglulegan vinnutíma og hægt er að kveðja hann til starfa helgidaga jafnt sem aðra daga. Kirkjuvörður skal reglulega skila sóknarnefnd og sóknarpresti skráningu yfir vinnutíma sinn og hvernig honum er varið og fær greiddar yfirvinnustundir samkvæmt þeirri skráningu.
Auglýsingar

Fréttatilkynning

Jólasjóður Héraðs, Borgarfjarðar, Seyðisfjarðar og Djúpavogs

Rauði krossinn, Þjóðkirkjan, AFL starfsgreinafélag og Lionsklúbburinn Múli hafa síðustu ár tekið höndum saman og látið fé af hendi rakna í jólasjóð sem starfræktur er í samvinnu við félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Einnig hefur styrkjum verið safnað frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum í sjóðinn. Markmið Jólasjóðsins er að styrkja fjölskyldur og einstaklinga á Fljótsdalshéraði, Borgarfirði, Seyðisfirði og Djúpavogi sem búa við þröngan kost og létta þannig undir fyrir jólahátíðina. Á síðasta ári var úthlutað úr sjóðnum 2,5 milljónum í formi inneignarkorta í Nettó og Bónus og rann aðstoðin til 55 heimila.

Engin breyting verður á söfnun í jólasjóðinn í ár og hægt er að styrkja sjóðinn með því að leggja inn á reikning 0175-15-380606 kt. 530505-0570 en söfnunarreikningurinn er í nafni Safnaðarsamlags Egilsstaðaprestakalls (ekki er tekið við gjöfum eða mat).

Þeim sem styrkt hafa sjóðinn síðustu ár, þökkum við kærlega fyrir stuðninginn.

Nánari upplýsingar veitir Björn Ármann Ólafsson, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Austurlandi, bjorn.armann@redcross.is eða í síma 864-6753.

Helgihald 19. nóvember

Egskirkja

Sunnudagurinn 19. nóvember

Egilsstaðakirkja

Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 10:30. Sr. Ólöf Margrét og leiðtogarnir sjá um líflega stund.

Guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Dyngju kl. 17:00.

Messa í kirkjunni kl. 18:00.

Sr. Erla Björk Jónsdóttir, héraðsprestur á Austurlandi, þjónar. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju. Molasopi eftir messu.

Allir velkomnir!

Fjölskylduguðsþjónusta í Seyðisfjarðarkirkju

Sunnudaginn 12. nóvember er fjölskylduguðsþjónusta í Seyðisfjarðarkirkju kl. 11

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir þjónar ásamt aðstoðarleiðtogum. Organisti er Benedikt Hermann Hermannsson og kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir okkur í söng.

Verið velkomin

sunnó

Happdrætti ÆSKA 2017 – vinningsnúmer

Happdrætti ÆSKA 2017 – dregið var 1. nóvember 

Æskulýðssamband kirkjunnar á Austurlandi (ÆSKA) stóð fyrir happdrætti til styrktar ferð unglinga af svæðinu á landsmót ÆSKÞ sem að þessu sinni fór fram á Selfossi 20.-22. október sl. Að auki rann hluti af söluverði miðans til Hjálpastarfs kirkjunnar sem styður við umhverfisvæn landbúnaðarverkefni með fátækum bændum í Sómalíufylki í Eþíópíu.

Tæplega sjötíu unglingar og leiðtogar af Austurlandi tóku þátt í landsmótinu, þar fór fram fræðsla og skemmtun til uppbyggingar æskunni. Áhersla mótsins var á umhverfisvernd og hvernig við viðhöldum hinni góðu sköpun Guðs.

ÆSKA óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar veittan stuðning. Enn fremur þakkar ÆSKA öllum sem gáfu vinninga eða studdu happdrættið á annan hátt kærlega fyrir stuðninginn. Fulltrúi sýslumannsins á Austurlandi dró í happdrættinu þann 1. nóvember, að viðstöddum votti og fulltrúa ÆSKA.

Vinninga má vitja hjá Erlu Björk Jónsdóttur, sími 869 0637, í Safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju.

Vinsamlegast vitjið vinninga fyrir 1. janúar 2018.

Happdrætti ÆSKA 2017 Vinningsnúmer
1. Icelandair og Flugfélag Íslands Fluginneign að verðmæti kr. 20.000 202
2. Icelandair og Flugfélag Íslands Fluginneign að verðmæti kr. 20.000 1283
3. Hótel Alda, Seyðisfirði Gisting fyrir tvo með morgunverði 266
4. Íþróttamiðstöð Eskifjarðar Þriggja mánaða kort 759
5. Íþróttamiðstöð Eskifjarðar Þriggja mánaða kort 748
6. Veiðiklúbburinn Strengur, Vopnafirði Tveir dagar á silungasvæði Hofsár 785
7. Veiðiklúbburinn Strengur, Vopnafirði Tveir dagar á silungasvæði Hofsár 253
8. Gistihúsið Egilsstöðum Tveggja rétta kvöldverður fyrir tvo 31
9. Síreksstaðir, Vopnafirði Máltíð fyrir tvo 1002
10. Sushi, Seyðisfirði Gjafabréf 518
11. Skaftfell Bistro, Seyðisfirði Gjafabréf 754
12. Mjóeyri, ferðaþjónusta Máltíð fyrir tvo á Randulffs sjóhúsi 569
13. Veiðiflugan, Reyðarfirði Veiðihjól 64
14. Minjasafnið Burstarfelli, Vopnafirði Aðgangur og vöfflukaffi fyrir fjóra 844
15. Dekkjahöllin, Egilsstöðum Gjafabréf 938
16. Fellabakarí, Fellabæ Gjafabréf 83
17. Hótel Tangi, Vopnafirði Tvær 16″ pizzur af matseðli 950
18. Hótel Tangi, Vopnafirði Tvær 16″ pizzur af matseðli 691
19. Geskur, Reyðarfirði Fjölskyldutilboð, pizza og gos 420
20. Icelandair Hotels, Egilsstöðum Brunch fyrir tvo 647
21. Icelandair Hotels, Egilsstöðum Brunch fyrir tvo 1067
22. Sesam Brauðhús, Reyðarfirði Gjafabréf 61
23. Sesam Brauðhús, Reyðarfirði Gjafabréf 27
24. Bókakaffi, Fellabæ Kaffihlaðborð fyrir tvo 1082
25. Hár.is, Fellabæ Gjafabréf í klippingu 1289
26. Mjólkursamsalan, Egilsstöðum Ostakarfa 1011
27. Mjólkursamsalan, Egilsstöðum Ostakarfa 211
28. Kaffi Egilsstaðir Gjafabréf 1022
29. Klausturkaffi, Skriðuklaustri Kaffihlaðborð fyrir tvo 1018
30. Fiskverkun Kalla Sveins, Borgarfirði eystra Harðfiskur 63
31. Kirkju- og menningarmiðstöðin Eskifirði Tveir miðar á tónleika 201
32. Kirkju- og menningarmiðstöðin Eskifirði Tveir miðar á tónleika 532
33. Kaupvangskaffi, Vopnafirði Kaka og kaffi að eigin vali fyrir tvo 99
34. Shell/Kría, Eskifirði 16″ pizza og gos 252
35. Sesam Brauðhús, Reyðarfirði Gjafabréf 749
36. Sesam Brauðhús, Reyðarfirði Gjafabréf 68
37. Subway, Egilsstöðum Tveir frímiðar fyrir 6″bát 2
38. Subway, Egilsstöðum Tveir frímiðar fyrir 6″bát 480
39. Geskur, Reyðarfirði Gjafabréf fyrir tveim þeytingum að eigin vali 24
40. Geskur, Reyðarfirði Gjafabréf fyrir tveim þeytingum að eigin vali 955

Gospelmessa í Egilsstaðakirkju

woman-praising-god-clip-art-1130463Egilsstaðakirkja – Sunnudagurinn 5. nóvember:

Sunnudagaskóli kl. 10:30

Gospelmessa kl. 20:00
Stúlknakórinn Liljurnar syngur og leiðir léttan lofsöng undir stjórn Margrétar Láru Þórarinsdóttur.
Íris Randversdóttir vitnar um trúna og lífið. Sr. Þorgeir Arason leiðir stundina og flytur hugvekju. Meðhjálpari er Kjartan Reynisson og messuþjónar taka virkan þátt.
Lifandi stund í Guðs húsi og kaffisopi í lokin.
Verið velkomin!

Seyðisfjarðarkirkja sunnudaginn 29. október

Sunnudagskóli kl. 11. Gæðastund fjölskyldunnar. Umsjón hafa Ísold Gná Ingvadóttir og aðstoðarleiðtogar. Djús og ávextir í safnaðarheimili eftir stundina.

Messa kl. 20. Konfekt og kaffi í safnaðarheimili eftir messu.

Verið velkomin
Screen Shot 2017-10-25 at 12.39.04

Sunnudagur 22. október

Helgihald í Egilsstaðaprestakalli 22. október – verum öll velkomin til kirkju:

Ássókn í Fellum:
Fjölskylduguðsþjónusta í Kirkjuselinu kl. 14. Börn úr barnastarfinu taka þátt. Kór Áskirkju leiðir söng, organisti Drífa Sigurðardóttir. Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir. Vöfflukaffi að lokinni guðsþjónustu.
Verið velkomin!Mynd frá Kirkjan.

Bakkagerðiskirkja:
Messa kl. 14. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bakkasystur syngja. Kaffisopi eftir messu.

Egilsstaðakirkja:
Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 10:30

Messa kl. 18. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju syngur. Kaffisopi eftir messu.

Hjúkrunarheimilið Dyngja:
Guðsþjónusta kl. 17. Sr Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Kór Áskirkju syngur.
Velkomin til kirkju!

Fjölskyldumessa og heimsókn frá Finnlandi

Sunnudagsmorguninn 15. október verður barna- og fjölskyldumessa í Egilsstaðakirkju kl. 10:30. Barnakór kirkjunnar syngur, sunnudagaskólinn tekur virkan þátt og hugleiðing dagsins verður með aðstoð leyniteikningar og þeirra félaga, Mýslu og Rebba. Hressing eftir stundina og litamynd fyrir börnin. Sr. Þorgeir leiðir stundina ásamt leiðtogum barnastarfsins og organisti og barnakórstjóri er Torvald Gjerde. Allir velkomnir.

Mailis Junatuinen

Á sunnudagskvöldið, 15. okt. kl. 20:00, verður svo samvera í Safnaðarheimilinu (Hörgsási 4). Þar mun Mailis Junatuinen tala út frá Guðs orði. Mailis er frá Finnlandi en hún hefur verið kristniboði í Japan um árabil og hefur mikið hjarta fyrir biblíuleshópum. Hún er stödd hér á landi í boði Kristniboðssambandsins. Kaffiveitingar verða að samveru lokinni og í framhaldinu er ætlunin að bjóða upp á biblíuleshóp sem myndi hittast vikulega fram á aðventu. Allir velkomnir.

Messa og sunnudagskóli í Seyðisfjarðarkirkju

Sunnudaginn 8. október kl.11 er messa og sunnudagskóli í Seyðisfjarðarkirkju.

Messa: Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng og organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson.

Sunnudagaskóli í safnaðarheimili á sama tíma. Umsjón hefur Ísold Gná Ingvadóttir ásamt aðstoðarleiðtogum. Rebbi og Vaka, biblíusaga og nýtt myndband með Hafdísi og Klemma.

Kaffi, djús og kökur í safnaðarheimili eftir stundina.

haust

%d bloggurum líkar þetta: