Author Archives: egilsstadakirkja

Happdrætti ÆSKA

Miðasala hafin!

Miði 2018

Happdrætti ÆSKA er fjáröflun æskulýðsfélaga kirkjunnar á Austurlandi fyrir ferð á landsmót ÆSKÞ, sem að þessu sinni er haldið á Egilsstöðum. Með kaupum á miðanum styrkir þú ferðasjóðinn sem einnig greiðir fyrir leiðtogana. Auk þess rennur hluti ágóðans í styrktarsjóð Hjálparstarfs kirkjunnar sem styður börn og unglinga í frístundastarfi.

Á næstu dögum munu unglingar í æskulýðsfélögum á Austurlandi selja happdrættismiða sína. Tökum vel á  móti þeim.

Fjöldi glæsilegra vinninga, aðeins dregið úr seldum miðum.
Miðaverð kr. 1.500.

Dregið verður 5. nóvember, upplýsingar um vinningsnúmer birtast á egilsstadaprestakall.is og í Dagskránni. Vinninga skal vitja fyrir 10. janúar, upplýsingar í síma 869 0637 (Erla Björk).

Miði2 2018

Helgihald 14.október

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskólinn kl. 10:30

Guðsþjónusta á Hjh. Dyngju kl. 17:00

Messa kl. 18:00 í kirkjunni

Sr. Þorgeir Arason, organisti Torvald Gjerde og Kór Egilsstaðakirkju.

haust

Seyðisfjarðarkirkja:

Sunnudagaskólinn kl. 11:00

 Bláa kirkjan verður bleik í október og kl. 18:00 verður Bleik messa, Létt kvöldmessa með alvarlegum undirtóni. Sigrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur deilir reynslu sinni. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Sigurbjargar Kristínardóttur, organista.

Kjötsúpa eftir messu

Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson.

Verið velkomin!

Fjölskyldumessa í Egilsstaðakirkju

Sunnudagurinn 7. október:

Egilsstaðakirkja: Barna- og fjölskyldumessa kl. 10:30Rebbi

Barnakór kirkjunnar syngur.

Kórstjóri og organisti Torvald Gjerde.

Rebbi refur og sunnudagaskólalögin verða á sínum stað.

Ávaxtakaffi og litamynd eftir stundina.

Þorgeir Arason sóknarprestur og leiðtogar barnastarfsins stýra stundinni.

Allir velkomnir, ungir sem aldnir!

Tólf sporin – andlegt ferðalag: Opinn kynningarfundur mánudagskvöldin 1. október kl. 20 og 8. október kl. 20.

pastedImageEgilsstaðakirkja býður í vetur upp á sjálfstyrkingarnámskeiðið
Tólf sporin – andlegt ferðalag.
Tólf spora vinna hentar öllum þeim
sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar
í þeim tilgangi að öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu þar sem leitað er styrks í kristinni trú.

Opnir kynningarfundir verða í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4, mánudagana 1. og 8. október kl. 20.

Þar gefst færi á að kynna sér í hverju tólf spora vinnan felst.
Á þriðja fundinum þann 15. október verður hópunum lokað og sporavinnan hefst en hún fer fram í litlum hópum sem hittast vikulega.

Unnið er með bókina Tólf sporin – andlegt ferðalag.
Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Vinir í bata er hópur fólks sem hefur tileinkað sér tólf sporin sem lífstíl. Á heimasíðu þeirra má finna frekari upplýsingar um tólf sporin sem og lesa reynslusögu margra sem eru á hinu andlega ferðalagi sem tólf sporin eru.

Verið velkomin til að kynna ykkur hvernig nýta má 12 sporin til að
bæta líf sitt og líðan.

Sunnudagaskóli og messa í Seyðisfjarðarkirkju

Screen Shot 2018-09-26 at 12.54.28

Fjölskylduguðsþjónusta í Kirkjuselinu Fellabæ sunnudaginn 30. september kl. 14!

Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. Annað er þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessum meira. (Mrk 12.30-31).

Guðsþjónusta með léttu sniði í Kirkjuselinu Fellabæ, 30. september kl. 14.
Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina, félagar úr kór Áskirkju syngja og leiða söng, organisti Drífa Sigurðardóttir.

Verið velkomin!

Æðruleysismessa í Egilsstaðakirkju

Sunnudagurinn 30. september í Egilsstaðakirkju:Fotolia_6153435_L
Sunnudagaskólinn kl. 10:30. 
Söngur, sögur og brúður. Litir og hressing eftir stundina.

Æðruleysismessa kl. 20:00
Stund fyllt kyrrð og léttleika í anda bataleiðar 12 sporanna.
Dagmar Ósk Atladóttir flytur vitnisburð úr lífinu.
Sr. Þorgeir Arason predikar um þakklæti.
Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.
Bænakerti og altarisganga.
Kirkjukórinn og Torvald Gjerde leiða okkur í ljúfum tónum.
Kaffisopi í kirkjuvængnum eftir messu.
Allir velkomnir í kirkju!

Fjölskylduguðsþjónusta í Seyðisfjarðarkirkju

Sunnudaginn 16. september er fjölskylduguðsþjónusta í Seyðisfjarðarkirkju kl. 11.

Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti er Sigurbjörg Kristínardóttir

Biblíusaga, kirkjubrúður, söngur og Nebbi. Umsjón með stundinni hefur  sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir ásamt aðstoðarleiðtogum.

Kaffi og kökur í safnaðarheimili eftir stundina.

Sunnudagurinn 16. september

haustSunnudagaskóli í Egilsstaðakirkju kl. 10:30 og að þessu sinni eru börnin hvött til að taka með sér bangsa eða dúkku í kirkjuna! Sr. Þorgeir, Guðný, Elísa, Torvald o.fl. sjá um stundina.

Guðsþjónusta kl. 17:00 á Hjúkrunarheimilinu Dyngju, 3. hæð. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir, Kór Egilsstaðakirkju og Torvald Gjerde organisti.

Messa kl. 18:00 í Egilsstaðakirkju – Dagur íslenskrar náttúru. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir, Kór Egilsstaðakirkju og Torvald Gjerde organisti. Meðhjálpari Jónas Þór Jóhannsson.

Verið velkomin!

10. september – Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

 

candle-light-heart

Minningastund verður í Egilsstaðakirkju mánudaginn 10. september kl. 20.  
Carola Björk Guðmundsdóttir, aðstandandi deilir reynslu sinni,
Øystein Magnús Gjerde leikur á gítar.
Kveikt á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. 
Kaffi og spjall eftir stundina. 
Kynning á starfi fyrir aðstandendur sem fer af stað í lok september.
Prestar Egilsstaðakirkju
%d bloggurum líkar þetta: