Author Archives: egilsstadakirkja

Boðunardagur Maríu í Kirkjuselinu

Spurningarkeppni fermingarbarnanna!

Úrslit í spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi fóru fram föstudaginn 17. mars í Kirkjuselinu í Fellabæ. Þrjú lið stóðu eftir frá fyrstu umferð keppninnar sem fór fram í fermingarbúðum í Eiðum sl. haust og þau voru Egilsstaðir, Reyðarfjörður og Vopnafjörður. 

Hvert lið tefldi fram þremur fulltrúum sem höfðu undirbúið sig vel í fyrirfram ákveðnum flokkum sem voru Biblíusögur, minnisvers, boðorðin 10 og almenn þekking. Keppnin var jöfn og spennandi en á lokametrunum hafði Reyðarfjörður betur og fór sem sigurveigari heim.

Stigaverðir og dómarar voru Unnar og Sebastian (sjá mynd) og eru þeir einmitt gamlir sigurveigarar úr keppninni á sínum tíma en nú eru þessir ungu menn að útskrifast úr menntaskóla.

Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson prestur í Austfjarðaprestakalli samdi spurningar keppninnar ásamt sr. Þorgeiri Arasyni sóknarpresti í Egilsstaðaprestakalli, og leiddi Benjamín keppnina með þokka og samkvæmni. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur í Egilsstaðaprestakalli og Gunnfríður Katrín Tómasdóttir fræðslufullrúi í Austurlandsprófastsdæmi voru gestgjafar að þessu sinni og tóku örlátlega á móti fullum sal í Kirkjuselinu sem fylgdu sínu fólki til stuðnings. Þá var sr. Þuríður Björg Wiium sú sem kom lengstan veg með fullan bíl af frábærum unglingum frá Vopnafirði. 

Spurningakeppni fermingarbarnanna á Austurlandi þakkar sérlega Biblíufélaginu og Kirkjuhúsinu fyrir að styrkja keppnina með veglegum vinningum. 

Flæðimessa með ungu fólki í aðalhlutverki

Sunnudagskvöldið 19. mars kl. 20 verður leikið á als oddi í Egilsstaðakirkju í flæðimessu þar sem unga fólkið okkar leikur aðalhlutverk. Við íhugum gjafir Guðs og hvernig okkur er séð fyrir því góða sem við þörfnumst. Gleði, söngur og mikil virkni út um alla kirkju!

Öll fermingarbörn á Héraði og Seyðisfirði halda um taumana og þjóna, ásamt kór Egilsstaðakirkju, Sándor organista, Gunnfríði fræðslufulltrúa og prestunum.

Innilega velkomin í Flæðimessuna okkar!

Útför Gunnars Aðólfs Guttormssonar frá Egilsstaðakirkju kl 11

Hægt er að fylgjast með streymi frá útför Gunnars Aðólfs Guttormssonar hér

Taize – stund í Seyðisfjarðarkirkju 19. mars kl 11.

Úrslit í spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi

Bangsablessun og Flæðimessa

Skráning í sumarbúðirnar hefst!

Sunnudagurinn 12. mars

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskólinn í Safnaðarheimilinu kl. 10:30

Tónlistarmessa í kirkjunni sunnudagskvöld kl. 20:00.

Nú efnum við í þriðja skipti til helgihalds í kirkjunni undir þessari yfirskrift í samstarfi við Hlín Pétursdóttur Behrens, söngkonu og söngkennara við Tónlistarskólana á Egilsstöðum og í Fellabæ, en nemendur hennar syngja einsöng við tónlistarmessurnar. Sóley Þrastardóttir mun einnig leika á þverflautu að þessu sinni. Einsöngvarar verða: Angelika Liebermeister, Guðsteinn Fannar Jóhannsson, María Ósk Kristmundsdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir og Úlfar Trausti Þórðarson.

Kór Egilsstaðakirkju mun einnig syngja og leiða almennan sálmasöng. Organisti Sándor Kerekes. Prestur Þorgeir Arason. Meðhjálpari Jónas Þór Jóhannsson. Verum velkomin – Kvöldsopi í lokin.

Hjúkrunarheimilið Dyngja, Egilsstöðum:

Guðsþjónusta 12. mars kl. 17:00 á Hamri 3. hæð. Söngnemar koma fram og leiða sálmasöng. Prestur Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Þverflauta Sóley Þrastardóttir.

Útför Eðvalds Jóhannssonar

Fylgjast má með streymi frá útför Eðvalds Jóhannssonar hér

%d bloggurum líkar þetta: