Author Archives: egilsstadakirkja

Sunnudagurinn 21. febrúar: Guðsþjónusta!

Guðsþjónusta í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 21. febrúar kl. 11!
Þá er loksins komið að því að við getum haft opið helgihald. Allir velkomnir til kirkju en munum sóttvarnir.

Fyrsta sunnudag í föstu, 21. febrúar, verður messað í Egilsstaðakirkju kl. 11.
Kór Egilsstaðakirkju syngur, organisti Torvald Gjerde. Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir.

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 10:30 í umsjá Kristínar Þórunnar Tómasdóttur og aðstoðarleiðtoga.
Söngur og sögur, litastund í lokin.

Stefnumótun Þjóðkirkjunnar á 21. öldinni.

Bæði á prestastefnu og á kirkjuþingi hefur verið kallað eftir nýrri stefnumótunarvinnu innan kirkjunnar. Upphafið að þeirri vinnu verður nú á laugardag þegar um 100 manna hópur fundar í netheimum með áherslu á framtíðarsýn og mikilvægustu verkefnin innan kirkjunnar, sjá nánar hér: https://kirkjan.is/frettir/frett/2021/02/05/Stefnumotunarfundur/

Sunnudagur 31. janúar: Guðsþjónusta í Egilsstaðakirkju kl. 11

Á fyrsta sunnudegi í níuviknaföstu verður streymt beint frá guðsþjónustu í Egilsstaðakirkju kl. 11.

Kór Egilsstaðakirkju syngur, organisti Torvald Gjerde, prestur Ólöf Margrét Snorradóttir.

Horfa má á guðsþjónustuna hér eða ýta á hnappinn Streymi frá athöfnum. Stundin verður áfram aðgengileg á heimasíðunni.

Helgistund í Egilsstaðakirkju

Sunnudagur 24. janúar 2021
Helgistund í Egilsstaðakirkju. Prestur Kristín Þórunn Tómasdóttir, organisti Torvald Gjerde, söngur Kristín Þórunn og Berglind Hönnudóttir. Jófríður Úlfarsdóttir les guðspjall dagsins sem er síðasti sunnudagur eftir þrettánda. Upptaka: Berglind Hönnudóttir.

Helgistund í Seyðisfjarðarkirkju 17. janúar 2021

Barnastarfið hefst að nýju

Barnastarfið í Egilsstaðakirkju og Kirkjuselinu Fellabæ vorið 2021

Stjörnustund
Stjörnustund er kristið frístundastarf fyrir börn í 1.-4. bekk. Í hverri viku bröllum við eitthvað skemmtilegt, leikir, föndur og fleira, helgistund með söng og biblíusögu er fastur liður. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu nema annað sé auglýst sérstaklega. Hressing í upphafi hvers fundar.

Safnaðarheimilinu Hörgsási 4
Samverur alla mánudaga kl. 16:00-17:00. Umsjón Berglind  Hönnudóttir. Sími og netfang: 773 3373 og berglind.honnudottir@kirkjan.is.

Kirkjuselinu Fellabæ
Samverur alla þriðjudaga 15:00-16:00 fyrir 1.-4. bekk. Umsjón hefur Ólöf Margrét Snorradótir. Sími og netfang: 6623198 og olof.snorradottir@kirkjan.is.

TTT – tíu til tólf
TTT er kristið frístundastarf fyrir 10 til tólf ára. Leikir, föndur og fleira ásamt helgistund. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu nema annað sé auglýst sérstaklega. Hressing í upphafi hvers fundar.

Safnaðarheimilinu Hörgsási 4
Samverur alla mánudaga kl. 17:30-18:30. Umsjón Berglind  Hönnudóttir. Sími og netfang: 773 3373 og berglind.honnudottir@kirkjan.is.

Kirkjuselinu Fellabæ
Samverur alla þriðjudaga 16:30-17:30 fyrir 1.-4. bekk. Umsjón hefur Ólöf Margrét Snorradótir. Sími og netfang: 6623198 og olof.snorradottir@kirkjan.is.

Barnakór Egilsstaðakirkju
fyrir söngelska krakka í 3.-7. bekk. Stjórnandi: Torvald Gjerde. Ekkert þátttökugjald.
Æfingar á fimmtudögum kl. 15:00-16:00 í Egilsstaðakirkju.

Bíbí – æskulýðsfélag kirkjunnar á Héraði
hittist í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju á þriðjudögum kl. 20:00. Umsjón Berglind Hönnudóttir.
Nánari upplýsingar í Facebook-hóp Bíbí.

Sunnudagaskólinn er ekki starfandi vegna samkomutakmarkana.

Gleðilegt ár!

Guð gefi ykkur gleðilegt og farsælt nýtt ár!

Áramótaguðsþjónusta fyrir Egilsstaðaprestakall er tekin upp í Bakkagerðiskirkju. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar, organisti er Jón Ólafur Sigurðsson og Bakkasystur syngja. Meðhjálpari er Kristjana Björnsdóttir. Tókatækni sá um upptökur.

Gleðilega hátíð!

Guð gefi ykkur gleðileg jól!

Hátíðarguðsþjónusta í Egilsstaðakirkju. Barnakór Egilsstaðakirkju og Kirkjukór Egilsstaðakirkju syngja, organisti og stjórnandi er Torvald Gjerde. Prestar eru Kristín Þórunn Tómasdóttir og Ólöf Margrét Snorradóttir. Heiður í Tókatækni sá um upptöku.

Fjórði sunnudagur í aðventu

Helgistund í Egilsstaðakirkju á fjórða sunnudegi í aðventu.
Í dag átti að vera helgistund frá Seyðisfjarðarkirkju en hættuástands þar í kjölfar náttúruhamfara var helgistundin færð í Egilsstaðakirkju.

Kristín Þórunn Tómasdóttir flytur hugleiðingu og bæn. Torvald Gjerde leikur á orgel. Heiður og Hjalti í Tókatækni sáu um tæknimálin.

Þriðji sunnudagur í aðventu

Aðventustund í Valþjófsstaðarkirkju.
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir leiðir stundina, Einar Sveinn Friðriksson syngur, organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

%d bloggurum líkar þetta: