Author Archives: egilsstadakirkja

Eiðakirkja sunnudaginn 14. júní

Ljósm Þórhallur Pálsson

Sunnudaginn 14. júní er messa kl. 20. Nemar úr Farskóla leiðtogaefna útskrifaðir. Kirkjukór Eiðakirkju leiðir söng, organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. 
Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Meðhjálpari Guðrún Benediktsdóttir. 

Kaffi í aðstöðuhúsi eftir messu.

Sjómannadagur 7. júní

ljósm Ómar Bogason

Áskirkja:
Guðsþjónusta kl. 11 – ferming. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar, organisti Drífa Sigurðardóttir, kór Áskirkju syngur.

BakkagerðissóknSjómannadagsmessa sunnudaginn 7. júní kl. 11:00 í sal nýja þjónustuhússins við Borgarfjarðarhöfn. Sr. Þorgeir Arason, organisti Jón Ólafur Sigurðsson, Bakkasystur syngja.

Seyðisfjarðarkirkja; Guðsþjónusta að kveldi sjómannadags kl. 20. Útskrift úr Farskóla leiðtogaefna. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir söng, organisti er Rusa Petriashvili. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson.

Kaffi og konfekt í safnaðarheimili eftir messu. 

Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn 

Hvítasunnudagur, 31. maí

Egilsstaðakirkja: 

Hátíðarguðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju

Ássókn í Fellum – Kirkjuselið í Fellabæ:

Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00 – Ferming. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Kór Áskirkju.

Seyðisfjarðarkirkja:

Göngumessa kl. 11:00 í lok hreyfiviku, í samstarfi við Gönguklúbb Seyðisfjarðar og heilsueflandi samfélag. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.

Verið velkomin til kirkju á hátíð heilags anda!

Gönguguðsþjónusta í Vallanesi sunnudaginn 24. maí kl. 10

Gönguguðsþjónusta – gengið af stað kl. 10, helgistund í kirkju kl. 11

Glöð hefjum við helgihaldið að nýju og sameinum hreyfingu og lofgjörð í gönguguðsþjónustu í fallegu umhverfi Vallaness. Lagt er af stað frá afleggjaranum að Orlofshúsum Landsvirkjunar við Strönd og gengin gömul kirkjuleið að Vallaneskirkju. Þetta er létt ganga á jafnsléttu, á leiðinni er áð til lestra og söngs og lýkur göngunni með guðsþjónustu í Vallaneskirkju. 

Safnast er saman við Vallaneskirkju kl. 9:50 og ekið að upphafsstað göngu. Guðsþjónusta hefst í Vallaneskirkju um kl. 11:00 og vitaskuld er einnig hægt að koma beint þangað. 

Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir og organisti Torvald Gjerde. Almennur söngur. 

Jón Guðmundson mun í kirkjunni á sama tíma opna ljósmyndasýningu sína sem hann nefnir Kyrrð.

Verið velkomin til göngu og kirkju!

Uppstigningardagur: Guðsþjónusta í Egilsstaðakirkju kl. 10:30

Við hefjum helgihaldið að nýju með guðsþjónustu í Egilsstaðakirkju
á uppstigningardag, fimmtudaginn 21. maí, kl. 10:30.

Prestur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir, organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju syngur og leiðir almennan söng. Fermingarbörn aðstoða.

Guðsþjónustunni verður jafnframt streymt á Youtube rás Egilsstaðakirkju.
Verið velkomin til helgrar stundar.

Veldi hans er eilíft
og líður aldrei undir lok,
á konungdæmi hans verður enginn endir. (Dan 7.14).

Aðalsafnaðarfundur Egilsstaðasóknar þriðjudaginn 19. maí kl. 17

Aðalsafnaðarfundur Egilsstaðasóknar verður haldinn í Egilsstaðakirkju þriðjudaginn 19. maí kl. 17.

Venjuleg aðalfundarstörf. Mætum og látum okkur varða málefni kirkjunnar okkar.

Sóknarnefnd Egilsstaðakirkju.

Tiltektardagur við Egilsstaðakirkju og í kirkjugarði

Laugardaginn 16. maí er tiltektardagur við Egilsstaðakirkju þar sem ætlunin er að gera snyrtilegt umhverfis kirkjuna. Einnig verður tekið til í kirkjugarðinum og dyttað að ýmsu þar.

Byrjum kl. 10. Allir sem geta og áhuga hafa eru hvattir til að mæta, við kirkjuna eða kirkjugarðinn, og taka þátt í að gera umhverfi okkar snyrtilegra.

Mynd frá Egilsstaðaprestakall.

Verkfæri og málning á staðnum en þeir sem geta tekið með sér pensla eða önnur verkfæri mega gjarnan gera það.

Boðið verður upp á súpu í Safnaðarheimilinu Hörgsási 4 frá kl. 12:30.

Helgistund frá Seyðisfjarðarkirkju

  • Helgistund frá Seyðisfjarðarkirkju. Sr. Sigríður Rún Tryggvdóttir leiðir stundina. Rusa Petriashvili og konur úr kór Seyðisfjarðarkirkju sjá um tónlistina.

Helgistundir í streymi

Nú á tímum kórónaveiru og samkomutakmörkunar reynum við í Egilsstaðaprestakalli, eins og kirkjur svo víða annars staðar, að nota tæknina til að bjóða fólki til helgihalds.

Síðasta sunnudag, 19. apríl, var helgistund frá Egilsstaðakirkju streymt á Facebook-síðu Egilsstaðaprestakalls. Umsjón höfðu sr. Þorgeir og Torvald organisti. Fleiri slíkum stundum úr kirkjunum okkar verður streymt á sama stað á næstu vikum, með hugvekju, tónlist og bæn.

Þegar aftur verður hægt að mæta til guðsþjónustu verður það að sjálfsögðu auglýst hér á vefnum.

Gleðilega páska! Helgistund frá Egilsstaðakirkju á páskadag

Drottinn er upprisinn, hann er sannarlega upprisinn.

The Institute for Creation Research

Gleðilega páska kæru vinir! Upptaka frá helgistund í Egilsstaðakirkju verður send út á Youtube rás kirkjunnar.
Sr. Þorgeir Arason leiðir stundina, hugvekju flytur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Félagar úr kór Egilsstaðakirkju syngja, organisti er Torvald Gjerde.

Hér má horfa á helgistundina.

Guðspjall: Mrk 16.1-7
Þá er hvíldardagurinn var liðinn keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. Þær sögðu sín á milli: „Hver mun velta fyrir okkur steininum frá grafarmunnanum?“ En þegar þær líta upp sjá þær að steininum hafði verið velt frá en hann var mjög stór. Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju, og þær skelfdust.
En hann sagði við þær: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann. En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður.“

%d bloggurum líkar þetta: