Author Archives: egilsstadakirkja

Ferming í Seyðisfjarðarkirkju

myndin er frá ferming í Seyðisfjarðarkirkju 2016

Sunnudaginn 2. ágúst er messa og ferming kl. 11. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Rusa Petriashvili. Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson.

FERMD VERÐA:Eirikka Sól Stefánsson, Inga Maríanna Sikora, Jóhann Elí Salberg Dánjalsson, Múlavegi 9, Katrín Embla Jóhannsdóttir, Valur Andrason, Vilji Dagur Davíðsson.Fermingarskeyti kirkjunnar-tekið á móti pöntunum í safnaðarheimili kirkjunnar 31. júlí kl 14-17.Eða síma 8932783. Hvert skeyti kostar 2000 kr 

Fermingarskeyti Seyðisfjarðarkirkju: tekið á móti pöntunum í safnaðarheimili kirkjunnar föstudaginn 31. júlí kl. 14-17. Eða síma 8932783. Hvert skeyti kostar 2000 kr 

Messa og ferming í Egilsstaðakirkju og Seyðisfjarðarkirkju 26. júlí

EGILSSTAÐAKIRKJA

Messa- ferming kl 10.30

Fermdur verður Askur Örn Eiríksson. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Um tónlistina sér Margrét Lára Þórarinsdóttir.

SEYÐISFJARÐARKIRKJA

Messa- ferming kl. 14.00

Fermdur ferður Hrafn Alex Eymundsson.
Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Rusa Petriashvili. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson.

Fermingarskeyti kirkjunnar; tekið á móti pöntunum í safnaðarheimili kirkjunnar föstudaginn 24. júlí kl. 14-16. Eða í síma 8932783. Hvert skeyti kostar 2000kr

Helgihald 18.-19. júlí

EIÐAKIRKJA

Messa laugardaginn 18. júlí kl. 14:00 – Ferming. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju syngur. Allir velkomnir!

Klyppstaðarkirkja

KLYPPSTAÐARKIRKJA Í LOÐMUNDARFIRÐI

Hin árlega messa á Klyppstað verður að þessu sinni sunnudaginn 19. júlí kl. 14:00.

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, predikar. Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir og sr. Þorgeir Arason þjóna fyrir altari.

Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bakkasystur frá Borgarfirði syngja. Meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir.

Kirkjukaffi í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs á staðnum að messu lokinni. Allir velkomnir!

Helgihald 11.-12. júlí

Geirsstaðakirkja

ÚTIMESSA

Hin árlega útimessa í dreifbýli Egilsstaðaprestakalls fer að þessu sinni fram á flötinni við Geirsstaðakirkju í landi Litla-Bakka í Hróarstungu (við Tunguveg nr. 925) sunnudaginn 12. júlí kl. 16:00.

Prestur er Þorgeir Arason og Torvald Gjerde leikur á harmoniku undir sálmasöng. Skúli Björn Gunnarsson segir frá Geirsstaðakirkju og tilgátunum að baki byggingu​nni.

Gott er að taka með sér til messunnar eitthvað til að sitja á og ekki spillir nestisbiti svo hægt sé að sameinast í messukaffi í lokin. Allir velkomnir.

SLEÐBRJÓTSKIRKJA Í JÖKULSÁRHLÍÐ

Messa sunnudaginn 12. júlí kl. 14:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna syngur. Allir velkomnir.

VALLANESKIRKJA

Messa laugardaginn 11. júlí kl. 14:00 – Ferming. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Vallaness og Þingmúla syngur. Allir velkomnir.

Útimessa í Selskógi á sunnudag

Árleg guðsþjónusta í útileikhúsinu í Selskógi á Egilsstöðum verður sunnudaginn 5. júlí kl. 10:30. (Göngustígur liggur frá bílastæði við Selskóg.)

Torvald Gjerde leikur á harmoniku.

Prestur er Þorgeir Arason.

Boðið verður upp á grillaðar pylsur í skóginum eftir stundina.

Allir velkomnir!

Eiríksstaðakirkja á Efra-Jökuldal:

Messa sunnudaginn 5. júlí kl. 14:00 – Ferming

Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Tónleikar í Egilsstaðakirkju

Margt í boði í Egilsstaðakirkju fyrir tónlistarunnendur næstu vikuna:

Tónlistarstund fimmtudaginn 2. júlí kl. 20:00. Árni Friðriksson tenór og Öystein Magnús Gjerde tenór. Alda Rut Garðarsdóttir og Torvald Gjerde meðleikarar. Enginn aðgangseyrir.

Tónlistarstund sunnudaginn 5. júlí kl. 20:00. Ásdís Arnardóttir selló og Jón Sigurðsson píanó. Enginn aðgangseyrir.

Tónleikar í kirkjunni mán. 6. júlí kl. 20:00. Jónas Þórir, píanó, og Hjörleifur Valsson, fiðla. Aðgangseyrir 2.500 kr.

Tónlistarstund fim. 9. júlí kl. 20:00. Torvald Gjerde, organisti kirkjunnar, spilar á orgel. Enginn aðgangseyrir.

Sunnudagur 28. júní: Messa í Egilsstaðakirkju kl. 10:30

Mynd frá Jónas Þór Jóhannsson.

Almenn messa í Egilsstaðakirkju. Sr. Ólöf Margrét þjónar, organisti Torvald Gjerde, almennur söngur.

Verið velkomin til kirkju á sumardegi!

Tónlistarstundir 2020

Tónlistarstundir sumarið 2020 í Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju. Enginn aðgangseyrir.

Dagskrá:
Þri 16. júní – Vallanes kl. 20: Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Svanur Vilbergsson gítar (mynd). Berta er frá Fáskrúðsfirði og hefur lært á Ítalíu, Svanur er frá Stöðvarfirði og hefur lært á Spáni og í Hollandi og er nú einn virkasti og fremsti gítarleikari Íslands.

Fim 25. júní – Vallanes kl. 20: Kammerkór Egilsstaðakirkju ásamt
Sóleyju Þrastardóttur á flauta og Jonathan Law á fiðlu. Torvald Gjerde, organisti, stjórnandi. Á dagskrá eru íslensk og norsk þjóðlög sér útsett fyrir kórinn af stjórnanda hans.

Sun 28. júní – Egilsstaðir kl. 20: Trompettríó:
Sóley Björk Einarsdóttir, Vilhjálmur Ingi Sigurðarson, bæði frá Akureyri, og Jóhann Ingvi Stefánsson frá Selfossi

Fim 2. júlí – Egilsstaðir kl. 20: Árni Friðriksson tenór og Öystein Magnús Gjerde tenór, Þeir eru báðir að læra hjá Hlín P. Behrens. Alda Rut Garðarsdóttir og Torvald Gjerde meðleikarar. Alda Rut er frá Stöðvarfirði og byrjaði að læra hjá Torvald á sínum tíma, hinir þrír búa á Héraðinu

Sun 5. júlí – Egilsstaðir kl. 20: Ásdís Arnardóttir selló og Jón Sigurðsson píanó. Ásdís býr á Akureyri og Jón í Reykjavík

Fim 9. júlí – Egilsstaðir kl. 20: Torvald Gjerde, organisti kirkjunnar, spilar orgel. Hann er upphaflega frá Noregi en hefur starfað hér í 19 ár.

Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands og Fljótsdalshéraði ásamt kirkjunum tveimur

Helgihald á næstunni

21. júní:

Hofteigskirkja á Jökuldal: Messa kl. 13:00 – ferming.

Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Valþjófsstaðarkirkja í Fljótsdal: Kvöldmessa kl. 20:00.

Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

28. júní:

Egilsstaðakirkja: Messa kl. 10:30.

Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Torvald Gjerde.

5. júlí:

Útimessa í Selskógi Egilsstöðum (útileikhús) kl. 10:30.

Sr. Þorgeir Arason. Harmonika Torvald Gjerde.

Eiríksstaðakirkja á Jökuldal: Messa kl. 14:00 – ferming.

Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

11. júlí (laugardagur):

Vallaneskirkja: Messa kl. 14:00 – ferming.

Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde.

12. júlí:

Sleðbrjótskirkja í Jökulsárhlíð: Messa kl. 14:00.

Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Útimessa við Geirsstaðakirkju í Hróarstungu kl. 16:00.

Sr. Þorgeir Arason. Harmonika Torvald Gjerde.

Aðalfundur Hjaltastaðarsóknar

FUNDARBOÐ
Aðalfundur  Hjaltastaðarsóknar 2020
Verður haldinn í Hjaltastaðarkirkju miðvikudaginn 24.júní kl 17. 
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf 

Sóknarbörn! Látið ykkur varða málefni kirkjunnar ykkar.
 
 
              Sóknarnefnd. 
%d bloggurum líkar þetta: