Author Archives: egilsstadakirkja

Kirkjubæjarkirkja: Messa 29. ágúst

Kirkjubæjarkirkja í Hróarstungu:

Sunnudaginn 29. ágúst verður guðsþjónusta kl. 14:00 eins og jafnan á Kirkjubæ í lok sumars.

Prestur Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna syngur.

Í tilefni af 170 ára afmæli kirkjunnar á þessu ári flytur Helga Rún Steinarsdóttir, kirkjuvörður og ritari sóknarnefndar, stutt ágrip af sögu kirkjunnar í messulok.

Minnum á kaffisölu Kvenfélags Hróarstungu í Tungubúð að messu lokinni – og á sóttvarnareglurnar!

Verum velkomin til messu á Kirkjubæ!

Sunnudagurinn 22. ágúst – Þrjár messur

Sunnudaginn 22. ágúst verða þrjár guðsþjónustur í Egilsstaðaprestakalli og stefnt er að því að tvær þeirra fari fram utandyra:

SKRIÐUKLAUSTUR

Guðsþjónusta beggja siða kl. 11:00 við gömlu klausturrústirnar á Skriðu. Prestar Ólöf Margrét Snorradóttir og Peter Kovacik. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

EIÐAKIRKJA

Kvöldguðsþjónusta kl. 20:00. Prestur Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju syngur.

ÞINGMÚLAKIRKJAÚTI

Kvöldguðsþjónusta kl. 20 – Útiguðsþjónusta. Að þessu sinni munum við safnast saman til helgihaldsins úti undir berum himni í Þingmúlakirkjugarði. Prestur Þorgeir Arason. Torvald Gjerde leikur á harmoniku undir almennan söng. Meðhjálpari Ásta Sigurðardóttir. Kvöldsopi í boði sóknarnefndar að messu lokinni. Ef veður leyfir ekki útimessu verður messan færð inn, sjá nánar hér samdægurs.

Verið velkomin til messu á sunnudaginn – Minnum á sóttvarnarreglurnar!

Bakkagerðiskirkja: Kvöldmessa 18. ágúst

BAKKAGERÐISKIRKJA Borgarfirði eystra:

Kvöldmessa miðvikudaginn 18. ágúst kl. 18:00 (ath. tímann).

Prestur Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bakkasystur syngja. Meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir.

Gönguguðsþjónusta á Egilsstöðum 15. ágúst

Egilsstaðakirkja:

Gönguguðsþjónusta sunnudaginn 15. ágúst kl. 20 – Sameinum helgihald, útivist og fræðslu um bæinn okkar!

Stundin hefst í Egilsstaðakirkju kl. 20 með stuttri hugvekju og söng. Síðan verður gengin þægileg kvöldganga um bæinn og staðnæmst nokkrum sinnum til bæna og ritningarlestra. Á hverjum áningarstað mun Sigurjón Bjarnason flytja fróðleiksmola tengda Egilsstaðabæ og sögu hans. Prestur er Þorgeir Arason og meðhjálpari Auður Ingólfsdóttir.

Áætlað er að gönguguðsþjónustan taki um klukkustund. Henni lýkur í Egilsstaðakirkju þar sem við fáum okkur léttan kvöldsopa að göngu lokinni.

Verum velkomin!

(Myndina að ofan tók Jónas Þór Jóhannsson.)

Áskirkja: Kvöldmessa 8. ágúst

Undir Ási í Fellum hefur verið kirkjustaður um aldir. Þar stendur nú falleg kirkja sem vígð var árið 1898 en hefur verið einkar vel við haldið.

Kvöldmessa verður í Áskirkju á sunnudaginn, 8. ágúst, kl. 20:00.

Prestur Þorgeir Arason. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Meðhjálpari Bergsteinn Brynjólfsson.

Verum velkomin í Áskirkju!

Helgistund í Egilsstaðakirkju 1. ágúst

Sunnudaginn 1. ágúst verður helgistund í Egilsstaðakirkju kl. 10:30.

Prestur er Þorgeir Arason. 

Hreinn Halldórsson leikur á harmoniku undir almennum söng.

Meðhjálpari Auður Anna Ingólfsdóttir. 

Kaffisopi í kirkjunni eftir stundina. 

Verið velkomin!


Minnum einnig á hádegisbænastundina í Safnaðarheimili alla þriðjudaga kl. 12:00.

Eiðakirkja 25. júlí: Messa kl. 14

Sunnudaginn 25. júlí er messa í Eiðakirkju kl. 14.

Fermdar verða Júlíana María Hugosdóttir og Camilla Jopke.

Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir, organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju syngur.

Velkomin til messu!

Valþjófsstaðarkirkja 25. júlí kl. 20

Valþjófsstaðarkirkja í Fljótsdal:

Kvöldmessa sunnudaginn 25. júlí kl. 20:00.
Prestur Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Valþjófsstaðarkirkju. Meðhjálpari Friðrik Ingi Ingólfsson.

Kaffisopi í kirkjunni eftir messu. Verið velkomin!

Klyppstaðarkirkja: Messa 18. júlí

Hin árlega messa á Klyppstað í Loðmundarfirði verður að þessu sinni sunnudaginn 18. júlí kl. 14:00.
Prestar sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir og sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bakkasystur frá Borgarfirði syngja. Meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir. Kirkjukaffi í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs á staðnum að messu lokinni. 

Til að komast til kirkjunnar þarf að aka veginn frá Borgarfirði eystra til Loðmundarfjarðar og er gott að gefa sér um 90 mín. í þann akstur. Vinsamlega athugið að sá vegur er aðeins fær fjórhjóladrifnum bílum.

Annual worship in the old Klyppstaður Church in Loðmundarfjörður, on Sunday, July 18th, at 2pm. Coffee hour after the service. Feel free to come and worship with us at this remote but picturesque location! Please note that you will need a 4WD vehicle to do the drive (appr. 90 min.) from Borgarfjörður village to the church. Worship in Icelandic.

Sunnudagur 4. júlí: Útimessa í Selskógi og sumarmessa á Jökuldal

Árleg guðsþjónusta í útileikhúsinu í Selskógi á Egilsstöðum 4. júlí kl. 11.

Göngustígur liggur frá bílastæði við Selskóg.

Torvald Gjerde leikur á harmoniku.

Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir

Boðið verður upp á pylsur í skóginum eftir stundina.

Allir velkomnir!

Eiríksstaðakirkja á Efra-Jökuldal:

Sumarmessa sunnudaginn 4. júlí kl. 14:00 – Ferming

Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Velkomin til kirkju!

%d bloggurum líkar þetta: