Author Archives: egilsstadakirkja

Sunnudagurinn 27. október

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 10:30.

Messa kl. 14:00. Sr. Þorgeir Arason predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju. Kaffisopi eftir messu.

Bakkagerðiskirkja:

Messa kl. 14:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bakkasystur syngja. Kaffisopi og aðalsafnaðarfundur Bakkagerðissóknar eftir messu.

Verið velkomin til kirkju!

Jól í skókassa

Móttaka gjafa í verkefnið „Jól í skókassa“ verður í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju laugardaginn 26. október kl. 10:00-14:00. Hressing í boði fyrir glaða gjafara og myndasýning af afhendingunni ytra, en um er að ræða jólagjafir til bágstaddra barna í Úkraínu. Nánari upplýsingar um verkefnið og æskilegt innihald gjafanna er að finna hér.

Guðsþjónusta í Áskirkju sunnudaginn 20. október kl. 14

„Og þetta boðorð höfum við frá honum, að sá sem elskar Guð á einnig að elska bróður sinn og systur. “ (1Jóh 4.21)

Sunnudaginn 20. október verður guðsþjónusta í Áskirkju kl. 14. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Kór Áskirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Meðhjálpari Bergsteinn Brynjólfsson. Verið velkomin í Áskirkju!

Guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Dyngju kl. 15:30 þar sem kór Áskirkju syngur, organisti Drífa Sigurðardóttir, prestur Ólöf Margrét Snorradóttir.

Sunnudagaskóli í Egilsstaðakirkju á sínum stað kl. 10:30 með söng, sögu og brúðum. Ávextir og litastund í lokin. Verið velkomin!

Sunnudagurinn 13. október

Egilsstaðakirkja:

Barna- og fjölskyldumessa kl. 10:30. Barnakór kirkjunnar syngur, stjórnandi Torvald Gjerde. Sr. Þorgeir Arason og leiðtogar sunnudagaskólans stýra stundinni og Mýsla og Rebbi láta sig ekki vanta! Hressing og litamynd á sínum stað í lokin. Meðhjálpari Ástríður Kristinsdóttir.

Seyðisfjarðarkirkja:

Sunnudagaskóli kl. 11. Biblíusaga, kirkjubrúður og mikill söngur. Umsjón hefur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir ásamt aðstoðarleiðtogum.

Bleik messa“ kl. 18:00. Messan verður í léttum dúr en með alvarlegum undirtóni. Kvöldstundin verður helguð árvekniátaki Krabbameinsfélagsins, Bleikum október. Sóley Guðmundsdóttir segir frá baráttu sinni við þennan vágest. Eftir messu er boðið upp á súpu í safnaðarheimili kirkjunnar. Prestur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir söng, organisti Rusa Petriashvili. Meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson.

Sunnudagurinn 6. október

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskólinn kl. 10:30.

„Bleik messa“ kl. 20:00. Kvöldmessa í léttum dúr en með alvarlegum undirtóni þar sem stundin er helguð árvekniátaki gegn krabbameini. Sóley Guðmundsdóttir segir okkur reynslusögu sína tengda þeim vágesti. Kór Egilsstaðakirkju og Torvald Gjerde við flygilinn flytja og leiða ljúfa tóna. Sr. Þorgeir leiðir stundina og flytur hugvekju. Kaffisopi eftir messu og tekið við frjálsum framlögum til Krabbameinsfélags Austurlands. Verið velkomin í bleiku kirkjuna – ekki spillir að mæta í bleiku!

Seyðisfjarðarkirkja: Sunnudagaskólinn kl. 11:00.

Sunnudagurinn 29. september

Ássókn í Fellum – Kirkjuselið í Fellabæ

Kvöldmessa í Kirkjuselinu á léttum og ljúfum nótum kl. 20:00.
Drífa Sigurðardóttir og Kór Áskirkju leiða lofgjörðina. Þröstur Jónsson vitnar um trúna og lífið. Prestur sr. Þorgeir Arason. Meðhjálpari Bergsteinn Brynjólfsson. Kaffisopi eftir messu.Verið velkomin!

Egilsstaðakirkja

Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 10:30. Brúður, fjörugur söngur og saga – litir og hressing í lokin. Umsjón hafa Aðalheiður, Guðný, Ragnheiður, Torvald við flygilinn og sr. Þorgeir.

Seyðisfjarðarkirkja

Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11:00.

Æðruleysismessa kl. 20:00. Guðrún Ásta Tryggvadóttir deilir reynslu styrk og von. Prestur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir söng, organisti Rusa Petriashvili. Meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson.

Mánudagana 30. september og 7. október eru kynningafundir á 12 spora starfi Vinir í bata í Öldutúni kl. 19.00.

Helgihald sunnudaginn 22. september

Biblían

Sunnudagaskóli í Egilsstaðakirkju kl. 10:30 og í Seyðisfjarðarkirkju kl. 11:00. Brúður, saga, mikill söngur og sprell. Litir og hressing á eftir. Börn á öllum aldri alltaf velkomin.

Messa í Egilsstaðakirkju kl. 14:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir predikar og þjónar fyrir altari. Kór Egilsstaðakirkju syngur. Organisti Torvald Gjerde. Meðhjálpari Jónas Þór Jóhannsson. Verið velkomin.

Guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Dyngju, Egilsstöðum, kl. 15:30 (matsal Brekku). Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir predikar og þjónar fyrir altari. Kór Egilsstaðakirkju syngur. Organisti Torvald Gjerde. Vandamenn íbúa velkomnir með sínu fólki.

Fjölbreytt helgihald í Egilsstaðaprestakalli um helgina

Sunnudaginn 15. september hefst sunnudagaskólinn að nýju í Egilsstaðakirkju og verður hann á sínum stað alla sunnudaga kl. 10.30. Að venju er biblíusaga, kirkjubrúður og mikill söngur. Umsjón hefur sr. Þorgeir ásamt Guðnýju, Elísu, Ragnheiði og Aðalheiði að ógleymdum Torvald við flygilinn. Hressingin og litamyndin á sínum stað í lokin.

Á Seyðisfirði er fjölskylduguðsþjónusta á léttum nótum kl. 11 og eru fermingarbörn sérstaklega boðuð ásamt fjölskyldum sínum. Dagskráin hentar öllum aldurshópum. Eftir stundina er kaffi og meðlæti í safnaðarheimilinu. Rusa og kórinn leiða okkur í söng. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson.

Á sunnudagskvöldið kl. 20.00 er svo messa í léttum dúr í Egilsstaðakirkju. Prestur er sr. Þorgeir Arason og Øystein Gjerde sér um tónlistina, einnig tekur Róbert Elvar lagið. Stefán Bogi Sveinsson vitnar um trúna og lífið. Meðhjálpari er Hulda Sigurdís Þráinsdóttir. Kaffi eftir messu.

Verið velkomin í kirkju!

Stjörnustund og TTT að byrja!

VERIÐ VELKOMIN!

10. september: Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga. Minningastund í Egilsstaðakirkju kl. 20

Myndaniðurstaða fyrir candle light

Ár hvert er 10. september tileinkaður forvörnum vegna sjálfsvíga víða um heim. Hér á landi er dagurinn einnig helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi og eru minningar- og kyrrðarstundir haldnar um land allt.Minningastund í Egilsstaðakirkju þriðjudaginn 10. september kl. 20. 
Eydís Bjarnadóttir, aðstandandi, deilir reynslu sinni.
Tónlistarflutningur í höndum Torvalds Gjerde. 
Prestar Egilsstaðaprestakalls leiða stundina. 
Kveikt á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. 

Kynning á starfi fyrir syrgjendur eftir stundina sem og kaffi og spjall.

Verið velkomin.

%d bloggurum líkar þetta: