Author Archives: egilsstadakirkja

Helgihald 30. júní

Frá messunni í Selskógi 2018

Messa í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 30. júní kl. 10:30.

Messan sem vera átti í Selskógi í dag kl. 10:30 flyst inn í Egilsstaðakirkju vegna kulda og bleytu í skóginum. Prestur er Þorgeir Arason og organisti Torvald Gjerde. Almennur söngur. Boðið upp á grillaðar pylsur í kirkjunni eftir stundina. Verið velkomin!

Kvöldmessa í Sleðbrjótskirkju sama dag kl. 20:00.

Prestur Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna. Meðhjálpari Margrét Dögg G. Hjarðar. – Sleðbrjótskirkja er sóknarkirkja Jökulsárhlíðar og stendur við þjóðveg nr. 917 (Hlíðarveg). Verið velkomin!

Útimessa á Hryggstekk

Árleg útimessa í Egilsstaðaprestakalli verður á Hryggstekk í Skriðdal 23. júní kl. 11.

Þar sem messað er undir berum himni er gott er að taka með sessur eða eitthvað til að sitja á meðan messu stendur.

Kaffi á brúsa og nesti er einnig gott að hafa meðferðis svo að hægt sé að sameinast í messukaffi að messu lokinni.

Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og Torvald Gjerdi leikur á harmonikku undir almennum söng.

Sjá kort hér:

Verið öll velkomin.

Hvítasunnudagur 9. júní

„Ekki með valdi né krafti heldur fyrir anda minn,
segir Drottinn allsherjar.“ (Sak 4.6b)

Egilsstaðakirkja
Hátíðarmessa kl. 10:30 – ferming. Prestur sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde, kór Egilsstaðakirkju syngur.

Áskirkja
Hátíðarmessa kl. 11 – ferming. Prestur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Drífa Sigurðardóttir, kór Áskirkju syngur.

Seyðisfjarðarkirkja
Hátíðarmessa kl. 11 – ferming. Prestur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Rusa Petriashvili, kór Seyðisfjarðarkirkju syngur.

Bakkagerðiskirkja
Hátíðarmessa kl. 15 – ferming. Prestur sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde, Bakkasystur syngja.

Kirkjubæjarkirkja
Hátíðarmessa kl. 20. Prestur sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna syngur.

Sálmur: 724
Leiftra þú, sól, þér heilsar hvítasunna,
heilaga lindin alls, sem birtu færir
hann, sem hvern geisla alheims á og nærir,
eilífur faðir ljóssins skín á þig,
andar nú sinni elsku yfir þig.

Ljóma þú, jörð, þér lýsir hvítasunna,
lífgjöf þín, Kristur, risinn upp frá dauðum,
opnar sinn himin heimi vonarsnauðum,
heilagur andi streymir yfir þig,
andar nú sinni elsku yfir þig.

Geisla þú, sál, mót sól þíns lífs og fagna,
sjá, það er vor á jörð, sem Drottinn gefur,
vittu það, barn, og vakna þú, sem sefur,
vitjar þín andi Guðs og skín um þig,
andar nú sinni elsku inn í þig.

Lýstu mér, sólin hvíta, heita, bjarta,
heilagi andi Guðs og Krists, hans sonar,
uppspretta ljóss og friðar, lífsins vonar,
ljúk mér upp, kom þú, streym þú yfir mig,
anda nú þinni elsku inn í mig.

Sigurbjörn Einarsson

Sjómannadagurinn 2. júní

Jesús stillir storminn. Altaristafla Vallaneskirkju.

Guðsþjónusta við smábátahöfnina á Borgarfirði eystra kl. 11

Bakkasystur syngja, organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Prestur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Ef illa viðrar til útimessu, færum við okkur í Bakkagerðiskirkju.

Guðsþjónusta í Seyðisfjarðarkirkju kl. 20

Jóhanna Pálsdóttir flytur hátíðarræðu, sjómenn lesa ritningarlestra. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng, organisti Rusa Petriashvili. Prestur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kaffi og konfekt eftir guðsþjónustu.

Uppstigningardagur: Guðsþjónusta í Egilsstaðakirkju kl. 14

Kirkjudagur aldraðra!

Guðþjónusta í Egilsstaðakirkju kl. 14. Sönghópur eldri borgara syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Prestur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Ræðumaður Jónas Þór Jóhannsson.

Að guðsþjónustu lokinni er boðið upp á vöfflur og heitt súkkulaði í Safnaðarheimilinu Hörgsási 4.

Verið velkomin til kirkju!

Hjaltastaðarsókn- aðalfundur


Aðalfundur Hjaltastaðarsóknar verður haldinn í Hjaltastaðarkirkju fimmtudaginn 6. júní kl. 15.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Kosning meirihluta í stjórn og kosning kjörnefndar.

Screen Shot 2016-04-13 at 10.18.34

Sóknarbörn látið ykkur málefni kirkjunnar ykkar varða.

Gönguguðsþjónusta í Vallaneskirkju sunnudaginn 26. maí

Gangan hefst kl. 9:50 – guðsþjónusta kl. 11

Við sameinum hreyfingu og helgihald í tilefni Hreyfiviku UMFÍ á Fljótsdalshéraði. Lagt er af stað frá afleggjaranum að Orlofshúsum Landsvirkjunar við Strönd og gengin gömul kirkjuleið að Vallaneskirkju. Þetta er létt ganga á jafnsléttu, tæpir 4 km, á leiðinni er áð til lestra og söngs og lýkur göngunni með guðsþjónustu í Vallaneskirkju. 

Safnast saman við Vallaneskirkju kl. 9:50 og ekið að upphafsstað göngu. Guðsþjónusta hefst í Vallaneskirkju kl. 11:00 og vitaskuld er einnig hægt að koma beint í guðsþjónustu.

Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir og organisti Torvald Gjerde. Almennur söngur. Verið velkomin til kirkju göngu og kirkju!

Sunnudagurinn 12. maí

Egilsstaðakirkja: Messa sunnudaginn 12. maí kl. 10:30.

Þar verða einkum sungnir sálmar og önnur andleg ljóð og lög eftir Egilsstaðabúann Hrein Halldórsson. Hreinn er þekktastur fyrir íþróttaafrek á yngri árum en hefur samið ógrynni laga og texta og fagnaði sjötugsafmæli fyrr á árinu með tónleikum. Mörg ljóða hans geyma sterkan trúarlegan streng og mega jafnvel vel teljast til sálma og er því spennandi að flétta þeim inn í almenna messu. Kór Egilsstaðakirkju syngur, organisti og söngstjóri er Torvald Gjerde. Torvald og Hreinn leika einnig á harmoniku. Prestur er Þorgeir Arason og meðhjálpari Auður A. Ingólfsdóttir. Kaffisopi eftir messu. Allir velkomnir.

Hreinn Halldórsson

Græn messa í Egilsstaðakirkju

„Græn messa“ í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 5. maí kl. 10:30. Messan er helguð náttúruvernd og umhverfismálum. Ræðumaður er Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, varaformaður ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs, sem jafnframt situr í ungmennaráði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Prestur Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju. Meðhjálpari Hulda Sigurdís Þráinsdóttir. Kaffisopi eftir stundina.

Færeysk-íslensk messa í Egilsstaðakirkju

Færeyjar

Sunnudaginn 28. apríl kl. 10:30 verður færeysk-íslensk messa í Egilsstaðakirkju. Prestar verða sr. Sverri Steinhólm sjúkrahús- og fangaprestur hjá færeysku kirkjunni og sr. Bergur Joensen sóknarprestur í Þórshöfn og sr. Vigfús I. Ingvarsson, fv. sóknarprestur á Egilsstöðum. Kristilegur hópur frá Færeyjum spilar, syngur og vitnar. Um er að ræða nemendur Podas Ekklesias-biblíuskólans sem er hér á Austurlandi í vikuferðalagi. Túlkað verður á íslensku. Verið velkomin!

%d bloggurum líkar þetta: