Author Archives: egilsstadakirkja

Hefðbundið og öðruvísi helgihald um bænadaga og páska

Bænadagar og páskar er tími sem býður okkur til íhugunar og samveru á ólíkan hátt. Þessi hápunktur kirkjuársins er fjársjóður þar sem við fáum að hittast í kringum sögu, minningu og lifandi veruleika kristinnar trúar.

Eins og áður er boðið upp á fjölbreytt helgihald í Egilsstaðaprestakalli þessa daga. Það er nóg í boði fyrir þau sem vilja hefðbundið helgihald og fyrir þau sem vilja líka upplifa öðruvísi samveru samfélagsins. Við minnum á eftirfarandi helgihald og viðburði og að það eru öll hjartanlega velkomin:

Skírdagur: Helgistund í Egilsstaðakirkju með máltíð kl. 18:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Óhefðbundin guðsþjónusta þar sem setið er við langborð í kirkjunni í bæn, lofsöng og máltíð Drottins og sameinast í kvöldverði í anda síðustu kvöldmáltíðarinnar.

Passíusálmar í tali og tónum í Bakkagerðiskirkju kl. 17:00.

Kvöldmessa í Hjaltastaðarkirkju kl. 20:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Söngfuglar kirkjunnar.

Föstudagurinn langi:

„Píslargangan í Fljótsdal“ kl. 11:00. Gengið frá Valþjófsstaðarkirkju í Skriðuklaustur. Lesið úr Passíusálmunum og píslarsögunni á leiðinni. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og Skúli Björn Gunnarsson leiða gönguna, sem er samstarfsverkefni prestakallsins og Gunnarsstofnunar.

„Sálmar og sætabrauð“ í Tehúsinu, Egilsstöðum, kl. 15:00. Sr. Kristín Þórunn, Sándor og Vírag, ásamt Halldóri Warén „prófasti“ leiða eldri og yngri sálma við fjölbreyttan undirleik.

Passíusálmar með gamla laginu fluttir í Egilsstaðakirkju kl. 17:00. Þetta er síðasta samveran á þessari dymbilviku en áður hafa Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verið fluttir í Valþjófsstaðarkirkju, Sleðbrjótskirkju, Seyðisfjarðarkirkju, Vallaneskirkju og Bakkagerðiskirkju. Það er Hlín Pétursdóttir Behrens og Austuróp! sem hafa boðið upp á þessa mögnuðu tónlistar- og trúarveislu í prestakallinu okkar.

Páskadagur:

Hátíðarmessa kl. 8:00 árdegis í Egilsstaðakirkju. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju. Morgunkaffi í Safnaðarheimili eftir messu. (Athugið: Enginn sunnudagaskóli á páskadag.)

Hátíðarmessa kl 9:00 í Seyðisfjarðarkirkju. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Rusa Petriashvili. Kór Seyðisfjarðarkirkju. Morgunkaffi í safnaðarheimili eftir messu.

Hátíðarmessa í Áskirkju í Fellum kl. 10:00. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Hlín Pétursdóttir Behrens. Kór Áskirkju.

Hjúkrunarheimilið Fossahlíð, Seyðisfirði: Páskamessa kl. 11:00 á páskadag. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Rusa Petriashvili. Kór Seyðisfjarðarkirkju.

Hjúkrunarheimilið Dyngja: Páskamessa kl. 11:15 á páskadag. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Hlín Pétursdóttir Behrens. Kór Áskirkju.

Hátíðarmessa í Kirkjubæjarkirkju kl. 11:00 – Ferming. Sameiginleg páskamessa Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna.

Hátíðarmessa kl. 14:00 í Eiðakirkju– Ferming. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju.

Hátíðarmessa í Þingmúlakirkju kl. 14:00 – sameiginleg páskamessa Vallanes- og Þingmúlasókna. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Sándor Kerekes. Sveitakórinn – Kór Vallaness og Þingmúla.

Annar dagur páska: Páska-gospelmessa í Bakkagerðiskirkju kl. 14:00. Sr. Þorgeir Arason. Tónlistarstjóri Sándor Kerekes. Bakkasystur syngja.

Verum innilega velkomin til helgihaldsins um þessa bænadaga og páska!

Myndin er af dýrgrip Egilsstaðakirkju af Jesú Kristi krossfestum og upprisnum, sem unglingar á Landsmóti Þjóðkirkjunnar unnu og gáfu.

Helgihald í Egilsstaðaprestakalli í dymbilviku og um páska

Hér er yfirlit yfir helgihald og viðburði í prestakallinu okkar í dymbilviku og um páska.

Áskirkja í Fellum:

Páskadagur, 9. apríl: Hátíðarmessa kl. 10:00. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Hlín Pétursdóttir Behrens. Kór Áskirkju.

Bakkagerðiskirkja

Skírdagur, 6. apríl: Passíusálmar fluttir kl. 17:00. 

Annar dagur páska, 10. apríl: Páska-gospelmessa kl. 14:00. Sr. Þorgeir Arason. Tónlistarstjóri Sándor Kerekes. Bakkasystur syngja.

Egilsstaðakirkja:

Pálmasunnudagur, 2. apríl:

Páskastund barnanna kl. 10:30. Sr. Þorgeir, Sándor og leiðtogar sunnudagaskólans leiða stundina. Páskaeggjaleit. 

Skírdagur, 6. apríl: 

Fermingarmessa kl. 10:30. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, sr. Þorgeir Arason og Gunnfríður Katrín Tómasdóttir fræðslufulltrúi. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju.

Helgistund með máltíð kl. 18:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Óhefðbundin guðsþjónusta þar sem setið er við langborð í kirkjunni í bæn, lofsöng og máltíð Drottins og sameinast í kvöldverði í anda síðustu kvöldmáltíðarinnar.

Föstudagurinn langi, 7. apríl:

Passíusálmar fluttir kl. 17:00.

Páskadagur, 9. apríl:

Hátíðarmessa kl. 8:00 árdegis. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju. Morgunkaffi í Safnaðarheimili eftir messu. (Athugið: Enginn sunnudagaskóli á páskadag.)

Hjúkrunarheimilið Dyngja: Páskamessa kl. 11:15 á páskadag. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Hlín Pétursdóttir Behrens. Kór Áskirkju.

Fyrsti sunnudagur eftir páska, 16. apríl:

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili kl. 10:30.

Kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju. Færeyskur biblíuskólahópur tekur virkan þátt í messunni í tónum og töluðu máli.

Eiðakirkja:

Páskadagur, 9. apríl: Hátíðarmessa kl. 14:00 – Ferming. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju.

Hjaltastaðarkirkja:

Skírdagur, 6. apríl: Kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Söngfuglar kirkjunnar.

Kirkjubæjarkirkja:

Páskadagur, 9. apríl: Hátíðarmessa kl. 11:00 – Ferming. Sameiginleg páskamessa Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna.

Seyðisfjarðarkirkja:

Pálmasunnudagur, 2. apríl: Fjölskyldumessa kl. 11:00. Sr. Sigríður Rún leiðir páskastund fyrir börn á öllum aldri. Páskaeggjaleit.

Þriðjudagur í dymbilviku, 4. apríl: Passíusálmar fluttir kl. 17:00. 

Páskadagur, 9. apríl:

Hátíðarmessa kl 9:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Rusa Petriashvili. Kór Seyðisfjarðarkirkju. Morgunkaffi í safnaðarheimili eftir messu.

Hjúkrunarheimilið Fossahlíð, Seyðisfirði: Páskamessa kl. 11:00 á páskadag. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Rusa Petriashvili. Kór Seyðisfjarðarkirkju.

Sleðbrjótskirkja:

Mánudagur í dymbilviku, 3. apríl: Passíusálmar fluttir kl. 17:00. 

Sumardagurinn fyrsti, 20. apríl: Messa kl. 14:00 – Ferming. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna.

Vallaneskirkja:

Miðvikudagur í dymbilviku, 5. apríl: Passíusálmar fluttir kl. 17:00.

Valþjófsstaðarkirkja:

Pálmasunnudagur, 2. apríl: Passíusálmar fluttir kl. 17:00.

Föstudagurinn langi, 7. apríl: „Píslargangan í Fljótsdal“ kl. 11:00. Gengið frá Valþjófsstaðarkirkju í Skriðuklaustur. Lesið úr Passíusálmunum og píslarsögunni á leiðinni. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og Skúli Björn Gunnarsson leiða gönguna, sem er samstarfsverkefni prestakallsins og Gunnarsstofnunar.

Þingmúlakirkja:

Páskadagur, 9. apríl: Hátíðarmessa kl. 14:00 – sameiginleg páskamessa Vallanes- og Þingmúlasókna. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Sándor Kerekes. Sveitakórinn – Kór Vallaness og Þingmúla.

Pálmasunnudagur

Egilsstaðakirkja: Páskastund barnanna kl. 10:30 í kirkjunni. Söngvar, saga og brúður. Sr. Þorgeir, Sándor og leiðtogar sunnudagaskólans leiða stundina. Páskaföndur og páskaeggjaleit í lokin.

Seyðisfjarðarkirkja: Fjölskyldumessa kl. 11:00. Sr. Sigríður Rún leiðir páskastund fyrir börn á öllum aldri. Páskaeggjaleit í lokin.

Hvert get ég leitað eftir sálrænum stuðningi?

English below

Það er eðlilegt að finna fyrir erfiðum tilfinningum og minningum í kjölfar atburða á borð við snjóflóð. Eftirfarandi er tilkynning frá Samráðshópi áfallahjálpar á Austurlandi 28. mars:

Viðbragðsaðilar á Austurlandi funda reglulega með aðilum frá Almannavörnum og Lögreglunni á Austurlandi.  

Allir íbúar sem finna fyrir óöryggi við þær aðstæður sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana eru hvattir til að leita til fjöldahjálparstöðva næst sér og þiggja þar sálrænan stuðning frá viðbragðsaðilum. 

Önnur úrræði: 

Hér fyrir neðan er hlekkur á myndband þar sem hægt er að horfa á fræðslu frá yfirsálfræðingi HSA um algeng viðbrögð við áföllum og leiðir til að komast í gegnum áföll. 

Hægt er að velja enskan eða pólskan texta inni í stillingahjóli myndbandsins. 

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn og þar er einnig hægt að ná sambandi við ráðgjafa í gegnum netspjall. 

https://www.raudikrossinn.is/verkefni/innanlandsverkefni/heilbrigdi-og-velferd/hjalparsiminn-1717-og-netspjallid/

Prestar í Fjarðabyggð og Múlaþingi eru til viðtals í síma fyrir hjálp eða sálgæslu eins og óskað er eftir: 

Arnaldur Arnold Bárðarson, Breiðdalsvík 7668344, arnaldur.bardarson@kirkjan.is 

Benjamín Böðvarsson, Reyðarfirði 8614797, benjamin.hrafn.bodvarsson@kirkjan.is 

Bryndís Böðvarsdóttir, Neskaupsstað 8911733, bryndis.bodvarsdottir@kirkjan.is 

Ingibjörg Jóhannsdóttir, djákni, 7601033, ingajo67@gmail.com 

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Fáskrúðsfirði 8971170, srjona@simnet.is 

Kristín Þórunn Tómasdóttir, Egilsstöðum; 8624164, kristin.tomasdottir@kirkjan.is 

Sigríður Rún Tryggvadóttir, Seyðisfirði; 6984958, sigridur.run.tryggvadottir@kirkjan.iss 

Þorgeir Arason, Egilsstöðum; 8479289, thorgeir.arason@kirkjan.is 

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) 

Hægt er að hringja á heilsugæslu HSA og fá samtal við hjúkrunarfræðing í síma 470-3000 á dagvinnutíma. Sjá upplýsingar um opnunartíma á http://www.hsa.is og á facebooksíðunni Heilbrigðisstofnun Austurlands https://www.facebook.com/www.hsa.is 

Félagsþjónustan í Fjarðarbyggð 4709015 fyrir ráðgjöf og upplýsingar 

Félagsþjónustan í Múlaþingi 4700700 fyrir ráðgjöf og upplýsingar 

For information

Emergency responders in East Iceland meet regularly with people from the Civil Defense and the Police in the East. All residents who feel insecure or feel unwell due to these conditions we are facing are encouraged to look for the nearest mass aid center and receive psychological support from the emergency responders there. 

Other resources: 

You can watch an education (see video above) from HSA’s (The Health Directorate of East Iceland) senior psychologist about common reactions to trauma and ways to go through trauma. 

You can choose English or Polish subtitles inside the video settings wheel 

The Red Cross helpline is always open through phonenumber 1717, and on their website you can also access an online chat with an advisor. https://www.raudikrossinn.is/täää/innanlandsäää/heilbrigdi-og-velferd/hjalparsiminn-1717-og-netspjallid/ 

Priests in Fjarðabyggð and Múlaþing are available by phone for help or pastoral care as requested: 

Arnaldur Arnold Bárðarson, Breiðdalsvík 7668344, arnaldur.bardarson@kirkjan.is 

Benjamín Böðvarsson, Reyðarfjörður 8614979, benjamin.hrafn.bodvarsson@kirkjan.is 

Bryndís Böðvarsdóttir, Neskaupsstað 8614797, bryndis.bodvarsdottir@kirkjan.is 

Ingibjörg Jóhannsdóttir, deacon, 7601033, ingajo67@gmail.com 

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Fáskrúðsfjörður 8971170, srjona@simnet.is 

Kristín Þórunn Tómasdóttir, Egilsstaðir; 8624164, kristin.tomasdottir@kirkjan.is 

Sigríður Rún Tryggvadóttir, Seyðisfjörður; 6984958, sigridur.run.tryggvadottir@kirkjan.iss 

Þorgeir Arason, Egilsstaðir; 8479289, thorgeir.arason@kirkjan.is 

Heilbrigðisstofnun Austurlands/ The Health Directorate of East Iceland (HSA) 

You can call HSA and speak with a nurse at 470-3000 during daytime hours. See information about opening hours at http://www.hsa.is and on the Facebook page The Health Directorate of East Iceland. https://www.facebook.com/www.hsa.is 

Social services in Fjarðarbyggð 4709015 for advice and information 

Social services in Múlaþing 4700700 for advice and information 

Here is an accessible brochure from the Red Cross about psychological support and how to get through trauma in the best possible way. The brochure is available in many languages. 

https://www.raudikrossinn.is/täsää/innanlandsäätää/heilbrigdi-og-velferd/salraen-fyrsta-hjalp/

Boðunardagur Maríu í Kirkjuselinu

Spurningarkeppni fermingarbarnanna!

Úrslit í spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi fóru fram föstudaginn 17. mars í Kirkjuselinu í Fellabæ. Þrjú lið stóðu eftir frá fyrstu umferð keppninnar sem fór fram í fermingarbúðum í Eiðum sl. haust og þau voru Egilsstaðir, Reyðarfjörður og Vopnafjörður. 

Hvert lið tefldi fram þremur fulltrúum sem höfðu undirbúið sig vel í fyrirfram ákveðnum flokkum sem voru Biblíusögur, minnisvers, boðorðin 10 og almenn þekking. Keppnin var jöfn og spennandi en á lokametrunum hafði Reyðarfjörður betur og fór sem sigurveigari heim.

Stigaverðir og dómarar voru Unnar og Sebastian (sjá mynd) og eru þeir einmitt gamlir sigurveigarar úr keppninni á sínum tíma en nú eru þessir ungu menn að útskrifast úr menntaskóla.

Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson prestur í Austfjarðaprestakalli samdi spurningar keppninnar ásamt sr. Þorgeiri Arasyni sóknarpresti í Egilsstaðaprestakalli, og leiddi Benjamín keppnina með þokka og samkvæmni. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur í Egilsstaðaprestakalli og Gunnfríður Katrín Tómasdóttir fræðslufullrúi í Austurlandsprófastsdæmi voru gestgjafar að þessu sinni og tóku örlátlega á móti fullum sal í Kirkjuselinu sem fylgdu sínu fólki til stuðnings. Þá var sr. Þuríður Björg Wiium sú sem kom lengstan veg með fullan bíl af frábærum unglingum frá Vopnafirði. 

Spurningakeppni fermingarbarnanna á Austurlandi þakkar sérlega Biblíufélaginu og Kirkjuhúsinu fyrir að styrkja keppnina með veglegum vinningum. 

Flæðimessa með ungu fólki í aðalhlutverki

Sunnudagskvöldið 19. mars kl. 20 verður leikið á als oddi í Egilsstaðakirkju í flæðimessu þar sem unga fólkið okkar leikur aðalhlutverk. Við íhugum gjafir Guðs og hvernig okkur er séð fyrir því góða sem við þörfnumst. Gleði, söngur og mikil virkni út um alla kirkju!

Öll fermingarbörn á Héraði og Seyðisfirði halda um taumana og þjóna, ásamt kór Egilsstaðakirkju, Sándor organista, Gunnfríði fræðslufulltrúa og prestunum.

Innilega velkomin í Flæðimessuna okkar!

Útför Gunnars Aðólfs Guttormssonar frá Egilsstaðakirkju kl 11

Hægt er að fylgjast með streymi frá útför Gunnars Aðólfs Guttormssonar hér

Taize – stund í Seyðisfjarðarkirkju 19. mars kl 11.

Úrslit í spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi

%d bloggurum líkar þetta: