Messa og sunnudagaskóli 11. janúar
Sunnudaginn 11. janúar hefst sunnudagaskólinn á Egilsstöðum aftur kl. 10:30 og verður nú á vorönninni í Safnaðarheimilinu (gula húsið fyrir neðan kirkjuna) alla sunnudagsmorgna. Þorgeir, Sándor, Ragnheiður, Guðný og Elísa taka vel á móti börnunum með söng og góðan boðskap og Rebbi og Mýsla rata að öllum líkindum á svæðið!
Messa í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 11. janúar kl. 20:00. Fyrsta messa ársins. Sr. Þorgeir Arason þjónar. Organisti Sándor Kerekes. Félagar úr Kór Egilsstaðakirkju leiða almennan söng.
Verið velkomin!
Barnakórinn – Æfingar hefjast aftur
Barnakór Egilsstaðakirkju hefur æfingar sínar aftur í kirkjunni mánudaginn 12. janúar kl. 16:30.
Allir krakkar frá 5 ára aldri velkomnir. Æfingar verða á mánudögum á milli 16.30 og 17.15. Áhersla verður á að syngja, hafa gaman og efla sjálfstraust í að koma fram. Halla og Sándor taka vel á móti krökkunum!
Helgihald um jól og áramót
Áskirkja
25.12. Hátíðarmessa kl. 14. Kór Áskirkju syngur undir stjórn Drífu Sigurðardóttur. Sr. Jarþrúður Árnadóttir þjónar.
Bakkagerðiskirkja
1.1. Hátíðarmessa á nýársdag kl. 14. Bakkasystur syngja undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar. Freyja Jónsdóttir syngur einsöng. Sr. Þorgeir Arason þjónar.
Egilsstaðakirkja:
23.12. Kammerkór Egilsstaðakirkju syngur á jólatónleikum kl. 22 undir stjórn Sándors Kerekes. Ókeypis aðgangur.
24.12. Aftansöngur kl. 18. Kór Egilsstaðakirkju syngur undir stjórn Sándors Kerekes. Sr. Jarþrúður Árnadóttir þjónar.
24.12. Jólanæturmessa kl. 23. Kór Egilsstaðakirkju syngur undir stjórn Sándors Kerekes. Sr. Þorgeir Arason þjónar.
26.12. Fjölskyldumessa kl. 14. Kór og Barnakór Egilsstaðakirkju syngja undir stjórn Sándors Kerekes og Bergljótar Höllu Kristjánsdóttur. Sr. Sveinbjörn Dagnýjarson þjónar.
26.12. Jólamessa á hjúkrunarheimilinu Dyngju kl. 15. Kór og Barnakór Egilsstaðakirkju syngja undir stjórn Sándors Kerekes og Bergljótar Höllu Kristjánsdóttur. Sr. Sveinbjörn Dagnýjarson þjónar.
31.12. Aftansöngur kl. 18 á gamlárskvöld. Kór Egilsstaðakirkju syngur undir stjórn Sándors Kerekes organista. Úlfar Trausti Þórðarson syngur einsöng. Sr. Þorgeir Arason þjónar.
Eiðakirkja
24.12. Jólanæturmessa kl. 22:30. Kór Eiðakirkju syngur undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar. Auður Jónsdóttir syngur einsöng. Sr. Jarþrúður Árnadóttir þjónar.
Hjaltastaðarkirkja
26.12. Hátíðarmessa kl. 14. Söngfuglar syngja undir stjórn Sigríðar Laufeyjar Sigurjónsdóttur. Eygló Daníelsdóttir syngur einsöng og leikur á þverflautu. Sr. Jarþrúður Árnadóttir þjónar.
Kirkjubæjarkirkja
25.12. Hátíðarmessa kl. 14. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna syngur undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar. Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson þjónar.
Seyðisfjarðarkirkja
24.12. Aftansöngur kl. 18. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur undir stjórn Hlínar Pétursdóttur Behrens. Guðsteinn Fannar Jóhannsson syngur einsöng og Krzysztof Romanowsky leikur einleik á trompet. Sr. Sveinbjörn Dagnýjarson þjónar.
25.12. Hátíðarmessa kl. 14. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur undir stjórn Hlínar Pétursdóttur Behrens. Sr. Sveinbjörn Dagnýjarson þjónar.
25.12. Jólamessa kl. 15 á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur undir stjórn Hlínar Pétursdóttur Behrens. Sr. Sveinbjörn Dagnýjarson þjónar.
Valþjófsstaðarkirkja
28.12. Hátíðarmessa kl. 14. Kór Valþjófsstaðarkirkju syngur undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar. Einar Sveinn Friðriksson syngur einsöng. Sr. Þorgeir Arason þjónar.
Þingmúlakirkja
25.12. Hátíðarmessa kl. 14. Kór Vallaness og Þingmúla syngur undir stjórn Sándors Kerekes. Ragnhildur Elín Skúladóttir og Soffía Mjöll Thamdrup syngja einsöng. Sr. Þorgeir Arason þjónar.
Verið innilega velkomin til kirkju um hátíðirnar! Guð gefi ykkur gleðileg jól!
Aðventukvöld í Skriðdal
Aðventukvöld Þingmúla- og Vallanessókna verður haldið á félagsheimilinu Arnhólsstöðum í Skriðdal mánudaginn 15. desember kl. 19:00 (ath. tímann).
Kór Vallaness og Þingmúla syngur fyrir okkur aðventu- og jólalög og leiðir almennan söng undir stjórn Sándors Kerekes organista. Íris Randversdóttir leikles jólasöguna „Fyrsta kraftaverkið“ í eigin þýðingu. Sr. Þorgeir Arason leiðir stundina og flytur stutta hugvekju. Kaffiveitingar. Komum og eigum gott samfélag á Arnhólsstöðum í aðdraganda hátíðar!
Helgihald 14. desember
14. desember, þriðji sunnudagur í aðventu:
Sunnudagaskóli í Egilsstaðakirkju kl. 10:30. Lokastund sunnudagaskólans fyrir jól.
Aðventuguðsþjónusta á Dyngju kl. 17.00. Sr. Þorgeir Arason, Kór Egilsstaðakirkju og Sándor Kerekes organisti.
Óskalagamessa í Egilsstaðakirkju kl. 20:00. Við ætlum að syngja mikið saman í þessari messu og þau sem koma til kirkju velja af löngum lista hvaða sálma og lög aðventunnar og jólanna verða fyrir valinu. Ef þú saknar þess að heyra/syngja uppáhaldsaðventu- eða jólasálminn þinn, eða vilt vera viss um að geta sungið hann, þá er tækifærið núna! Félagar úr Kór Egilsstaðakirkju leiða sönginn, Sándor Kerekes organisti verður við hljóðfærið. Sr. Þorgeir Arason leiðir stundina og flytur stutta hugvekju. Máltíð Drottins. Meðhjálpari er Guðrún María Þórðardóttir. Kvöldsopi eftir messu.
Aðventukvöldi í Bakkagerðiskirkju frestað vegna veðurs
Aðventukvöldinu sem vera átti í Bakkagerðiskirkju í kvöld, 11. desember, er frestað vegna veðurs.
Ath! Aðventukvöldinu á Kirkjubæ frestað
Vegna fljúgandi hálku og veðurútlits er aðventukvöldinu sem vera átti í Kirkjubæjarkirkju í kvöld, þriðjudaginn 2. desember, frestað.
Helgihald á fyrsta sunnudegi í aðventu

Það er nóg um að vera í Egilsstaðaprestakalli 30. nóvember á fyrsta sunnudegi í aðventu.
Í Egilsstaðakirkju verður Aðventustund fjölskyldunnar kl. 10:30 og í Seyðisfjarðarkirkju verður sunnudagaskóli kl. 11:00.
Í Eiðakirkju verður svo Aðventusamvera kl. 15:00.
Í Seyðisfjarðarkirkju verður svo kvöldmessa kl. 20:00
Velkomin!
Helgihald 23. nóvember

EGILSSTAÐAKIRKJA – Sunnudagurinn 23. nóvember: Sunnudagaskólinn kl. 10:30. Messa kl. 20:00. Sr. Sveinbjörn Dagnýjarson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju syngur. Söngnemar frá tónlistarskólunum, þær Ásdís S. Björnsdóttir, Eygló Daníelsdóttir og Halla Helgadóttir syngja einsöng. Meðhjálpari Guðrún María Þórðardóttir. Fermingarbörn aðstoða við stundina. Kvöldsopi í lokin. Verið innilega velkomin í kirkju. – Guðsþjónusta á Dyngju kl. 17.00 sama dag. (Myndina af kirkjunni tók Unnar Erlingsson.)
SEYÐISFJARÐARKIRKJA – Sunnudagaskólinn sama dag kl. 11:00.





