Skráning í sumarbúðirnar hefst!

Sunnudagurinn 12. mars

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskólinn í Safnaðarheimilinu kl. 10:30

Tónlistarmessa í kirkjunni sunnudagskvöld kl. 20:00.

Nú efnum við í þriðja skipti til helgihalds í kirkjunni undir þessari yfirskrift í samstarfi við Hlín Pétursdóttur Behrens, söngkonu og söngkennara við Tónlistarskólana á Egilsstöðum og í Fellabæ, en nemendur hennar syngja einsöng við tónlistarmessurnar. Sóley Þrastardóttir mun einnig leika á þverflautu að þessu sinni. Einsöngvarar verða: Angelika Liebermeister, Guðsteinn Fannar Jóhannsson, María Ósk Kristmundsdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir og Úlfar Trausti Þórðarson.

Kór Egilsstaðakirkju mun einnig syngja og leiða almennan sálmasöng. Organisti Sándor Kerekes. Prestur Þorgeir Arason. Meðhjálpari Jónas Þór Jóhannsson. Verum velkomin – Kvöldsopi í lokin.

Hjúkrunarheimilið Dyngja, Egilsstöðum:

Guðsþjónusta 12. mars kl. 17:00 á Hamri 3. hæð. Söngnemar koma fram og leiða sálmasöng. Prestur Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Þverflauta Sóley Þrastardóttir.

Útför Eðvalds Jóhannssonar

Fylgjast má með streymi frá útför Eðvalds Jóhannssonar hér

Sunnudagaskólinn er á sínum stað

Veistu hvað það er gaman í sunnudagaskólanum? Innilega velkomin í safnaðarheimilið okkar alla sunnudaga kl. 10.30 þar sem við syngjum og leikum og heyrum góðu fréttirnar um Jesú. Þennan sunnudag bjóða sr. Kristín, Sándor og leiðtogarnir upp á mikið stuð og stemningu. Á eftir fáum við svo djús, ávexti og fáum að lita flottar myndir. Sjáumst!

Sálmakvöld í Kirkjuselinu

Sunnudaginn 26. febrúar kl. 20 höldum við dásamlegt sálmakvöld í KIRKJUSELINU í Fellabæ. Kórar Áskirkju og Egilsstaðakirkju undir stjórn Drífu Sigurðardóttur og Sándor Kerekes leiða okkur í gömlum og nýjum föstusálmum og sr. Kristín segir frá og íhugar.

Innilega öll velkomin til að kynnast og upplifa sálmafjársjóðinn okkar í upphafi föstunnar.

Konudagur í Egilsstaðakirkju

Við fögnum konudeginum í Egilsstaðakirkju með gleðilegri guðsþjónustu kl. 20. Við njótum fagurra tóna Héraðsdætra undir stjórn Drífu Sigurðardóttur við undirleik Sándors Kerekes og sr. Kristín íhugar blessunarboðskap Biblíunnar um fegurð og frelsi sem stendur okkur öllum til boða.

Eftir stundina verður vöfflukaffi í umsjón æskulýðsfélagsins Bíbí sem er í fjáröflun fyrir sitt mikilvæga og skemmtilega starf. Allir að mæta með upprúllaða 500 kalla í vasanum!

Verum innilega velkomin í kirkjuna okkar að kvöldi 19. febrúar.

Svo er SUNNUDAGASKÓLINN að sjálfsögðu á sínum stað kl. 10.30 í safnaðarheimilinu, þar taka sr. Þorgeir, Sándor og umsjónarfólkið vel á móti öllum krökkum og vinum þeirra.

Útför Huldu Halldóru Gunnþórsdóttur

Í dag 13. febrúar verður útför Huldu Halldóru Gunnþórsdóttur gerð frá Seyðisfjarðarkirkju. Fylgjast má með streymi frá útförinni hér

Lygari, Guð eða brjálæðingur?

Sunnudagurinn 12. febrúar

Egilsstaðakirkja, sunnudagurinn 12. febrúar:

Messa kl. 10:30.

Sr. Þorgeir Arason predikar og þjónar fyrir altar. Organisti og kórstjóri er Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju syngur og leiðir almennan söng.

Sunnudagaskólinn í Safnaðarheimilinu á sama tíma.

Sr. Kristín Þórunn, Elísa, Guðný, Ragnheiður og fermingarbörn leiða stundina.

Hjúkrunarheimilið Dyngja, Egilsstöðum:

Guðsþjónusta sama dag, 12. febrúar, kl. 17:00. Prestur sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Sándor Kerekes. Barnakór Egilsstaðakirkju syngur.

(Myndina af Egilsstaðakirkju tók Unnar Erlingsson)

Sunnudagurinn 29. janúar í Egilsstaðakirkju

Sunnudagaskólinn er á sínum stað þann 29. janúar – eins og alla sunnudaga – kl. 10:30 og nú á vormisserinu hittumst við í Safnaðarheimilinu (gula húsið fyrir neðan kirkjuna). Þar syngjum við mikið, brúðurnar koma í heimsókn, við kveikjum á kertum, heyrum góðan boðskap og eigum góða stund saman. Endum alltaf á að fá okkur smá hressingu og lita mynd. Sr. Þorgeir, Sándor, Elísa, Guðný og Ragnheiður sjá um stundina.

Gospelmessa í Egilsstaðakirkju 29. janúar kl. 20:00. Orðið gospel vísar í gleðiboðskap trúarinnar og létta tónlist þar sem trúargleði og lofgjörð til Drottins er í fyrirrúmi. Að þessu sinni mun sr. Þorgeir Arason predika og leiða stundina. Sándor Kerekes verður tónlistarstjóri, Kór Egilsstaðakirkju og aðrir gospelfuglar syngja og leiða okkur öll í söng. Kaffisopi í lokin. Verum hjartanlega velkomin.

%d bloggurum líkar þetta: