Græn messa í Egilsstaðakirkju

Sunnudagurinn 22. apríl er „Dagur jarðar“.pexels-photo-255441.jpeg

Þann dag verður GRÆN MESSA kl. 10:30 í Egilsstaðakirkju helguð náttúru og umhverfisvernd.

Þær Guðrún Schmidt og Jarþrúður Ólafsdóttir flytja örhugvekjur á grænu nótunum.

Óhefðbundin altarisganga undir berum himni í messulok þar sem við sameinumst í brauði og víni úti á ásnum.

Kór Egilsstaðakirkju syngur og leiðir náttúru- og vorsálma undir stjórn organistans Torvalds Gjerde. M.a. verður sunginn glænýr umhverfisverndarsálmur, „Í svörtum himingeimi“ eftir sr. Davíð Þór Jónsson.

Meðhjálpari er Jón Gunnar Axelsson, ritningarlestur les Hulda Sigurdís Þráinsdóttir og prestur er Þorgeir Arason.

Kaffisopi eftir messu – Allir velkomnir.

Kvöldmessa í Seyðisfjarðarkirkju

viðselstaði.jpgÞegar vorar er fátt huggulegra en að sækja kvöldmessu. Sunnudaginn 22. apríl er kvöldmessa kl. 20. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng, undir stjórn Sigurbjargar Kristínardóttur, organista. Ægir Örn Sveinsson, guðfræðingur og afleysing héraðsprests ætlar að þjóna og prédika og það er sérstaklega ánægjulegt að fá svo góðan liðsauka. Sr. Sigríður Rún þjónar fyrir altari og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson. Kaffi í safnaðarheimili eftir messu
Verið velkomin

Aðalsafnaðarfundur Egilsstaðasóknar

17012563_10154379043073595_1339188612_n

Egilsstaðakirkja

Aðalsafnaðarfundur Egilsstaðasóknar

sem jafnframt er aðalfundur Egilsstaðakirkjugarðs
fer fram mán. 16.4. kl. 20:00 í Safnaðarheimili.
Dagskrá:
1) Venjuleg aðalfundarstörf skv. starfsreglum um sóknarnefndir 15. og 16. gr. (Reglurnar má finna hér.)
2) Ákvörðun um viðhaldsframkvæmdir við Egilsstaðakirkju
3) Stofnun Tónlistarsjóðs kirkjunnar
4) Önnur mál
Allir eru velkomnir á fundinn. Allt þjóðkirkjufólk á Egilsstöðum, 16 ára og eldra, hefur þar kjörgengi og atkvæðisrétt um málefni Egilsstaðasóknar.

TTT-matreiðsluhópur í Kirkjuselinu Fellabæ á þriðjudögum kl. 16:30 í apríl.

TTT-starf Egilsstaða- og Ássókna ætlar að bjóða börnumMyndaniðurstaða fyrir simple food
í 5.,6., og 7.bekk upp á matreiðsluhóp.
Þrjár samverur þriðjdagana 3. apríl, 10. apríl og 17. apríl kl. 16.30-18.
Efniskostnaður er 1000kr.
Kirkjuselinu í Fellabæ, Smiðjuseli 2.
Skráning á netfangið olof.margret.snorradottir@kirkjan.is

Messað á Borgarfirði eystra og Kirkjubæ á annan dag páska

Bakkagerðiskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir prédikar. Myndaniðurstaða fyrir páskaliljur Bakkasystur syngja, organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Kirkjubæjarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Ægir Örn Sveinsson, guðfræðingur prédikar. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson, kór Kirkjubæjar og Sleðbrjótskirkna syngja og leiða almennan söng.

Hjúkrunarheimilið Dyngja: Guðsþjónusta kl. 17. Sr. Ólöf Margrét þjónar, kór Áskirkju syngur, organisti Drífa Sigurðardóttir.

 

Föstudagurinn langi: Helgiganga í Fljótsdalnum, lestur Passíusálma og æðruleysismessa

Föstudagurinn langi 30. mars

Valþjófsstaðarkirkja kl. 11: Helgiganga frá kirkjunni í Skriðuklaustur. Lesið úr ritningunni  og Passíusálmum á leiðinni. Myndaniðurstaða fyrir the good friday

Seyðisfjarðarkirkja kl. 11: Dagskrá í tali og tónum. Umsjón Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Sigurður Jónsson.

Vallaneskirkja: Passíusálmarnir lesnir og sungnir kl. 14:00-16:00. Torvald Gjerde og Kór Vallaness og Þingmúla leiða tónlistina. Fólki frjálst að koma og fara að vild. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.

Egilsstaðakirkja: Æðruleysismessa kl. 20:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Opinn AA-fundur í kirkjunni eftir messuna.

Skírdagur

Egilsstaðakirkja: Fermingarmessa kl. 10:30. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju.

Seyðisfjarðarkirkja: Fermingarmessa kl. 11:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Sigurbjörg Kristínardóttir. Kór Seyðisfjarðarkirkju.

Hjaltastaðarkirkja: Kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Tónlist Sigríður Laufey Sigurjónsdóttir o.fl.

Egilsstaðakirkja: Helgistund við altarið kl. 20:00 – altarisganga og Getsemanestund. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Torvald Gjerde.

Myndaniðurstaða fyrir skírdagur

Pálmasunnudagur

Egilsstaðakirkja / Áskirkja: Vorhátíð – Páskastund fjölskyldunnar! Rútuferð kl. 10:00 frá palm-sunday (1)Egilsstaðakirkju og 10:10 frá Olís Fellabæ. Samverustund hefst kl. 10:30 í Áskirkju. Páskaeggjaleit og pylsupartí í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju eftir ferðina frá Ási!

Þetta verður lokastund sunnudagaskólans í vetur en krökkum í Stjörnustund í Fellabæ og á Egilsstöðum er líka boðið með, og reyndar væri gaman að sjá alla krakka og konur og kalla með skalla (eða hár), og að sjálfsögðu verður gleðin ókeypis. Sr. Ólöf, sr. Þorgeir og leiðtogar barnastarfsins leiða stundina.

Seyðisfjarðarkirkja: Fjölskylduguðsþjónusta og páskaeggjaleit kl. 11:00. Kaffi og hressing í Safnaðarheimili eftir stundina. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.

Sleðbrjótskirkja: Fermingarmessa kl. 15:00. Fermd verður Þorbjörg Helga Andrésdóttir, Brúarási. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna.

Virkjum bjargráðin

Áfallateymi Austurlands stendur fyrir opnum fundi í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði, miðvikudagskvöldið 21. mars kl. 20. Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, fjallar um áföll og viðbrögð í kjölfar þeirra og þau bjargráð er við eigum og hvernig við hlúum hvert að öðru. Mynd frá Ólöf Margrét Snorradóttir.

Áfallateymi Austurlands er skipað fulltrúum frá HSA og Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar ásamt prestum þjóðkirkjunnar í Austurlandsprófastdæmi og nær þjónustusvæðið frá Vopnafirði að Djúpavogi.  Hlutverk og tilgangur teymisins er á sviði forvarna og fræðslu, að stuðla að forvörnum gegn sjálfsvígum. Einnig að tryggja og samhæfa eftirfylgd við aðstandendur og vini eftir skyndidauða af völdum slysa eða sjálfsvíga. Sem og stuðning og fræðslu við samfélagið, og miðlun upplýsinga.

Boðið upp á kaffi og umræður í lokin.
Fundurinn er öllum opinn.
Verið velkomin!

Sunnudagurinn 18. mars

EgskirkjaSunnudagaskóli kl. 10:30. Brúður, söngur og sögur. Hressing og litastund í lokin.

Kvöldmessa í léttum dúr kl. 20. Torvald Gjerde og félagar úr kór Egilsstaðakirkju leiða sönginn. Þorgeir og Ólöf Margrét þjóna. Kvöldkaffi eftir messu. Vænst er þátttöku fermingarbarna.

%d bloggurum líkar þetta: