Vorhátíð og kvöldmessa 8. maí

Egilsstaðakirkja – Sunnudagurinn 8. maí

Vorhátíð barnastarfsins

Ferð í Kirkjumiðstöðina (sumarbúðir) við Eiðavatn þar sem við ljúkum vetrarstarfinu saman.

Rúta frá Egilsstaðakirkju kl. 10:00 – Samvera hefst í Kirkjumiðstöðinni kl. 10:30

Að lokinni samveru höldum við pylsupartí, fjársjóðsleit og leikum okkur.

Skráning í rútuna á egilsstadakirkja@gmail.com í síðasta lagi föstudaginn 6. maí – einnig hægt að mæta beint á staðinn.

Öllum börnum sem tekið hafa þátt í sunnudagaskólanum og Stjörnustund í Egilsstaðakirkju og Kirkjuselinu Fellabæ í vetur er boðið til þátttöku ásamt forráðamönnum. Umsjón með stundinni hafa sr. Þorgeir, sr. Brynhildur, Torvald, Elísa og Ragnheiður. Dagskrá lýkur á Eiðum um kl. 12:00 og þá er heimferð rútu.

Kvöldmessa kl. 20:00 – Mæðradagurinn

Sr. Þorgeir Arason og Dóra Sólrún Kristinsdóttir, djákni, þjóna fyrir altari og flytja hugvekjur um móðurkærleika Guðs og um móðurhlutverkið.

Kór Egilsstaðakirkju syngur. Organisti Torvald Gjerde. Meðhjálpari Auður Ingólfsdóttir.

Kaffisopi í lokin – Verum velkomin!

Sunnudagurinn 1. maí

Sunnudagaskóli í Egilsstaðakirkju kl. 10:30. Þennan sunnudag er hefðbundin samvera hjá okkur í kirkjunni með sögu, söng, brúðum og litastund. Þann 8. maí verður svo vorhátíðin okkar og lokastund vetrarstarfsins, nánar auglýst síðar.

Kaffihúsamessa á Arnhólsstöðum í Skriðdal kl. 15:00:

Sunnudagaskóli 24. apríl

Sunnudagaskólinn er á sínum stað í Egilsstaðakirkju 24. apríl kl. 10:30. Verið velkomin!

Útvarpsmessur frá Austurlandi teknar upp í Egilsstaðakirkju

Dagana 22. og 23. apríl verða teknar upp sex útvarpsmessur í Egilsstaðakirkju, þar sem prestar, kórar og safnaðarfólk víða að af Austurlandi tekur þátt. Guðsþjónustunum verður útvarpað í sumar, að sjálfsögðu á Rás 1 á sunnudögum kl. 11:00. Guðsþjónusturnar (upptökurnar) eru öllum opnar og fólk hvatt til að leggja leið sína í Egilsstaðakirkju þessa daga. Guðsþjónusturnar fara fram og verða teknar upp sem hér segir:

Föstudagurinn 22. apríl

kl. 19:30: Fellabær. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir og Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni. Kór Áskirkju syngur. Organisti Drífa Sigurðardóttir.

Laugardagurinn 23. apríl

kl. 11:00: Vopnafjörður. Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir. Kór Vopnafjarðar- og Hofskirkna syngur. Organisti Stephen Yates.

kl. 13:00: Djúpivogur. Sr. Alfreð Örn Finnsson. Kór Djúpavogskirkju syngur. Organisti Guðlaug Hestnes.

kl. 15:00 Seyðisfjörður. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur. Organisti Rusa Petriashvili.

kl. 16:30 Hérað/ Borgarfjörður. Sr. Þorgeir Arason. Kórar Bakkagerðis-, Eiða-, Kirkjubæjar- Sleðbrjóts – og Valþjófsstaðarkirkna syngja. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

kl. 18:00 Egilsstaðir. Sr. Þorgeir Arason og Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni. Kór Egilsstaðakirkju. Organisti Torvald Gjerde

Bænaganga á sumardaginn fyrsta

Bænaganga verður á Egilsstöðum á sumardaginn fyrsta, 21. apríl kl. 10:00.

Talsverð hefð er fyrir slíkri göngu hér eins og víðar um landið á þessum degi, en kristilega útvarpsstöðin Lindin stendur að þeim í samstarfi við heimafólk á hverjum stað.

Hist verður við Egilsstaðakirkju kl. 10. Er við göngum góðan hring um bæinn okkar þá köllum við eftir blessun Guðs yfir hann og biðjum fyrir bænum. Þetta verður ekki erfið ganga, við förum rólega yfir!

Tengiliður vegna göngunnar hér á Egilsstöðum er Ástríður Kristinsdóttir, sími 471 1366.

Verið velkomin – Gleðilegt sumar!

Páskamessur

Páskadagur, 17. apríl:

Egilsstaðakirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 8:00 árdegis. Sr. Þorgeir Arason. Kór Egilsstaðakirkju. Organisti Torvald Gjerde. Trompetleikur Elke Schnabel. Morgunkaffi í Safnaðarheimilinu eftir messu – rúnstykki og páskaegg. (Athugið: enginn sunnudagaskóli á páskadag – næsti sunnudagaskóli í Egilsstaðakirkju er 24. apríl kl. 10:30.)

Seyðisfjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl 9:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kór Seyðisfjarðarkirkju. Organisti Rusa Petriashvili. Morgunverður í safnaðarheimili eftir messu. 

Áskirkja í Fellum: Hátíðarguðsþjónusta kl. 10:00. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir. Kór Áskirkju. Organisti Drífa Sigurðardóttir.

Sleðbrjótskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00 – sameiginleg fyrir Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssóknir. Dóra Sólrún Kristinsdóttir, djákni. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Hjúkrunarh. Dyngja, Egilsstöðum: Páskaguðsþjónusta kl. 11:30. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir. Kór Áskirkju. Organisti Drífa Sigurðardóttir.

Eiðakirkja: Hátíðarmessa kl. 14:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kór Eiðakirkju. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Þingmúlakirkja: Hátíðarmessa kl. 14:00 – sameiginleg fyrir Vallanes- og Þingmúlasóknir. Sr. Þorgeir Arason. Kór Vallaness og Þingmúla. Organisti Torvald Gjerde.

Annar dagur páska, 18. apríl:

Bakkagerðiskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Dóra Sólrún Kristinsdóttir, djákni. Bakkasystur syngja. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Helgihald í dymbilviku og um páska

Áskirkja í Fellum:

Páskadagur, 17. apríl:

Hátíðarguðsþjónusta kl. 10:00. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir. Kór Áskirkju. Organisti Drífa Sigurðardóttir.

Bakkagerðiskirkja:

Annar dagur páska, 18. apríl:

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Dóra Sólrún Kristinsdóttir, djákni. Bakkasystur syngja. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Egilsstaðakirkja:

Pálmasunnudagur, 10. apríl:

Páskastund barnanna kl. 10:30. Páskaeggjaleit í lokin. Sr. Brynhildur sér um stundina, Sigríður Laufey við hljóðfærið.

Skírdagur, 14. apríl:

Fermingarmessa kl. 10:30. Sr. Þorgeir Arason. Kór Egilsstaðakirkju. Organisti Torvald Gjerde.

Helgistund og máltíð kl. 18:00. Stund með óvenjulegu sniði þar sem við borðum saman lambakjöt og einfalt meðlæti í kirkjunni í anda síðustu kvöldmáltíðar Krists, sameinumst í bæn, lofgjörð og sakramenti. Sr. Þorgeir Arason. Almennur söngur. Organisti Torvald Gjerde. Máltíðin er í boði kirkjunnar og þú ert velkomin/n til þátttöku. Tekið við frjálsum framlögum til hjálparstarfs í Úkraínu.

Föstudagurinn langi, 15. apríl:

Æðruleysismessa kl. 20:00. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir og Dóra Sólrún Kristinsdóttir, djákni. Almennur söngur. Organisti Torvald Gjerde. Opinn AA-fundur í kirkjunni eftir messu.

Páskadagur, 17. apríl:

Hátíðarguðsþjónusta kl. 8:00 árdegis. Sr. Þorgeir Arason. Kór Egilsstaðakirkju. Organisti Torvald Gjerde. Trompetleikur Elke Schnabel. Morgunkaffi í Safnaðarheimilinu eftir messu.

(Athugið: enginn sunnudagaskóli á páskadag – næsti sunnudagaskóli í Egilsstaðakirkju er 24. apríl kl. 10:30.)

Eiðakirkja:

Páskadagur, 17. apríl:

Hátíðarmessa kl. 14:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kór Eiðakirkju. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Hjaltastaðarkirkja:

Skírdagur, 14. apríl:

Kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Sigríður Laufey Sigurjónsdóttir og söngfuglar.

Hjúkrunarheimilið Dyngja, Egilsstöðum (ef aðstæður leyfa):

Páskadagur, 17. apríl:

Páskaguðsþjónusta kl. 11:30. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir. Kór Áskirkju. Organisti Drífa Sigurðardóttir.

Seyðisfjarðarkirkja:

Föstudagurinn langi, 15. apríl:

Dagskrá í tali og tónum kl. 11:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kór Seyðisfjarðarkirkju. Organisti Sigurður Jónsson.

Páskadagur, 17. apríl:

Hátíðarguðsþjónusta kl 9:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kór Seyðisfjarðarkirkju. Organisti Rusa Petriashvili. Morgunverður í safnaðarheimili eftir messu. 

Sleðbrjótskirkja:

Páskadagur, 17. apríl:

Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00 – sameiginleg fyrir Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssóknir. Dóra Sólrún Kristinsdóttir, djákni. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Vallaneskirkja:

Föstudagurinn langi, 15. apríl:

Passíusálmastund kl. 17:00-18:30. Lestur og tónlist. Dóra Sólrún Kristinsdóttir, djákni. Kór Vallaness og Þingmúla. Organisti Torvald Gjerde.

Valþjófsstaðarkirkja:

Skírdagur, 14. apríl:

Fermingarmessa kl. 14:00. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir. Kór Valþjófsstaðarkirkju. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Föstudagurinn langi, 15. apríl:

Helgigangan í Fljótsdal kl. 11:00. Gangan hefst á stuttri helgistund í Valþjófsstaðarkirkju og svo er gengið í Skriðuklaustur með nokkrum áningarstöðum á leiðinni, þar sem lesið er úr Passíusálmunum og píslarsögunni. Gangan tekur um klukkustund og hægt er að kaupa hádegisverð í Klausturkaffi að henni lokinni. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir og Skúli Björn Gunnarsson.

Þingmúlakirkja:

Páskadagur, 17. apríl:

Hátíðarmessa kl. 14:00 – sameiginleg fyrir Vallanes- og Þingmúlasóknir. Sr. Þorgeir Arason. Kór Vallaness og Þingmúla. Organisti Torvald Gjerde.

Helgihald 3. apríl

Photo by Pixabay on Pexels.com

Egilsstaðakirkja – Sunnudagurinn 3. apríl:

Sunnudagaskóli kl. 10:30

Kvöldmessa í léttum dúr kl. 20:00

Sr. Þorgeir Arason predikar. Bella Hönnudóttir og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir þjóna.

Torvald Gjerde við flygilinn og félagar úr Kór Egilsstaðakirkju leiða sönginn. Ungmennin sem eru að ljúka fermingarundirbúningi vetrarins taka virkan þátt í stundinni. Kaffisopi í lokin. Verið velkomin. 

Fjölskylduguðsþjónusta í Kirkjuselinu 27. mars

Fjölskylduguðsþjónusta 27.03.22 kl. 11:00 í Kirkjuselinu Fellabæ.

Barnakór nemenda tónlistarskólans syngur undir stjórn Drífu organista.

Njótum samveru n.k. sunnudag í Kirkjuselinu Fellabæ.

Verið velkomin

Drífa, börnin og Brynhildur prestur

Helgihald 27. mars

Egilsstaðakirkja

Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 10:30. Umsjón sr. Þorgeir, Torvald, Elísa o.fl.

Gospelsamkoma kl. 20:00

Gestur okkar verður sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson í Austfjarðaprestakalli, sem predikar og leiðir einnig lofgjörð á léttum nótum ásamt gospelhóp Egilsstaðakirkju, undir stjórn Tryggva Hermannssonar við flygilinn. Sr. Þorgeir leiðir stundina. Við biðjum fyrir friði og fólki á flótta.

Í lokin verður vöfflusala og frjáls framlög til styrktar mannúðarstarfi í Úkraínu. Tillaga að gjaldi fyrir kaffi/te/djús og vöfflu með rjóma og sultu er 500 kr. fyrir börn og 1000 kr. fyrir fullorðinn. Allt rennur óskipt til neyðarsöfnunar Hjálparstarfs kirkjunnar vegna Úkraínustríðsins.

%d bloggurum líkar þetta: