Seyðisfjarðarkirkja – fjölskylduguðsþjónusta

Sunnudaginn 12. september er fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.

Við lærum um þakklæti, það verður mikill söngur og kirkjubrúður koma í heimsókn.

Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur með okkur. Organisti er Rusa Petriashvili.

Berglind Hönnudóttir og Sigríður Rún Tryggvadóttir leiða stundina 

og meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson.

Eftir guðsþjónustu er fundur með væntanlegum fermingarbörnum 

og fjölskyldum þeirra.

Verið velkomin.

Egilsstaðakirkja: Upphaf sunnudagaskólans

Sunnudagaskólinn í Egilsstaðakirkju er að byrja aftur og verður alla sunnudaga í vetur kl. 10:30. Fram að áramótum verðum við alltaf í kirkjunni sjálfri.

Vetrarstarfið hefst að þessu sinni með hausthátíð þann 12. september kl. 10:30.

Pylsupartí og „fjársjóðsleit“ eftir stundina í kirkjunni!

Umsjón hafa sr. Þorgeir, Torvald við flygilinn, Guðný, Elísa, Ragnheiður o.fl.

Öll börn velkomin – og líka fullorðnir!

Egilsstaðakirkja 5. september: kvöldguðsþjónusta kl. 20

Kvöldmessa í Egilsstaðakirkju kl. 20.

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og Berglind Hönnudóttir leiða stundina, organisti Torvald Gjerde.

Væntanleg fermingarbörn á Héraði og foreldra/forráðamenn sérstaklega hvött til að mæta. Eftir messuna verður kynningarfundur þar sem fyrirkomulag fermingarstarfsins í vetur verður útskýrt. Dagskránni verður lokið í seinasta lagi kl. 21:30.

Skráning í fermingarfræðslu er hér

Útför Karl Jakobssonar 4. september kl 14

streymi frá athöfninni hér

Kirkjubæjarkirkja: Messa 29. ágúst

Kirkjubæjarkirkja í Hróarstungu:

Sunnudaginn 29. ágúst verður guðsþjónusta kl. 14:00 eins og jafnan á Kirkjubæ í lok sumars.

Prestur Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna syngur.

Í tilefni af 170 ára afmæli kirkjunnar á þessu ári flytur Helga Rún Steinarsdóttir, kirkjuvörður og ritari sóknarnefndar, stutt ágrip af sögu kirkjunnar í messulok.

Minnum á kaffisölu Kvenfélags Hróarstungu í Tungubúð að messu lokinni – og á sóttvarnareglurnar!

Verum velkomin til messu á Kirkjubæ!

Sunnudagurinn 22. ágúst – Þrjár messur

Sunnudaginn 22. ágúst verða þrjár guðsþjónustur í Egilsstaðaprestakalli og stefnt er að því að tvær þeirra fari fram utandyra:

SKRIÐUKLAUSTUR

Guðsþjónusta beggja siða kl. 11:00 við gömlu klausturrústirnar á Skriðu. Prestar Ólöf Margrét Snorradóttir og Peter Kovacik. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

EIÐAKIRKJA

Kvöldguðsþjónusta kl. 20:00. Prestur Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju syngur.

ÞINGMÚLAKIRKJAÚTI

Kvöldguðsþjónusta kl. 20 – Útiguðsþjónusta. Að þessu sinni munum við safnast saman til helgihaldsins úti undir berum himni í Þingmúlakirkjugarði. Prestur Þorgeir Arason. Torvald Gjerde leikur á harmoniku undir almennan söng. Meðhjálpari Ásta Sigurðardóttir. Kvöldsopi í boði sóknarnefndar að messu lokinni. Ef veður leyfir ekki útimessu verður messan færð inn, sjá nánar hér samdægurs.

Verið velkomin til messu á sunnudaginn – Minnum á sóttvarnarreglurnar!

Bakkagerðiskirkja: Kvöldmessa 18. ágúst

BAKKAGERÐISKIRKJA Borgarfirði eystra:

Kvöldmessa miðvikudaginn 18. ágúst kl. 18:00 (ath. tímann).

Prestur Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bakkasystur syngja. Meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir.

Gönguguðsþjónusta á Egilsstöðum 15. ágúst

Egilsstaðakirkja:

Gönguguðsþjónusta sunnudaginn 15. ágúst kl. 20 – Sameinum helgihald, útivist og fræðslu um bæinn okkar!

Stundin hefst í Egilsstaðakirkju kl. 20 með stuttri hugvekju og söng. Síðan verður gengin þægileg kvöldganga um bæinn og staðnæmst nokkrum sinnum til bæna og ritningarlestra. Á hverjum áningarstað mun Sigurjón Bjarnason flytja fróðleiksmola tengda Egilsstaðabæ og sögu hans. Prestur er Þorgeir Arason og meðhjálpari Auður Ingólfsdóttir.

Áætlað er að gönguguðsþjónustan taki um klukkustund. Henni lýkur í Egilsstaðakirkju þar sem við fáum okkur léttan kvöldsopa að göngu lokinni.

Verum velkomin!

(Myndina að ofan tók Jónas Þór Jóhannsson.)

Áskirkja: Kvöldmessa 8. ágúst

Undir Ási í Fellum hefur verið kirkjustaður um aldir. Þar stendur nú falleg kirkja sem vígð var árið 1898 en hefur verið einkar vel við haldið.

Kvöldmessa verður í Áskirkju á sunnudaginn, 8. ágúst, kl. 20:00.

Prestur Þorgeir Arason. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Meðhjálpari Bergsteinn Brynjólfsson.

Verum velkomin í Áskirkju!

Helgistund í Egilsstaðakirkju 1. ágúst

Sunnudaginn 1. ágúst verður helgistund í Egilsstaðakirkju kl. 10:30.

Prestur er Þorgeir Arason. 

Hreinn Halldórsson leikur á harmoniku undir almennum söng.

Meðhjálpari Auður Anna Ingólfsdóttir. 

Kaffisopi í kirkjunni eftir stundina. 

Verið velkomin!


Minnum einnig á hádegisbænastundina í Safnaðarheimili alla þriðjudaga kl. 12:00.

%d bloggurum líkar þetta: