Frá prestum Egilsstaðaprestakalls

Samkvæmt fyrirmælum frá biskupi Íslands og almannavörnum hefur allt opið helgihald í október verið fellt niður. Engar messur eða sunnudagaskóli verða út október en fermingarundirbúningur og barna- og æskulýðsstarf heldur áfram.

Á tímum sem þessum er ekki óeðlilegt að kvíði eða depurð sæki að og við þurfum að hlúa að þeim sem í kringum okkur eru, og okkur sjálfum. Sem fyrr veita prestarnir viðtal, símleiðis eða í safnaðarheimili og Kirkjuseli. Hafa má samband í síma eða með tölvupósti og bóka viðtal.

Netföng og símanúmer presta
Ólöf Margrét, sími 662 3198, netfang olof.snorradottir[hjá]kirkjan.is
Kristín Þórunn, sími 862 4164, netfang kristin[hjá]p2.is
Sigríður Rún, sími 698 4958, netfang sigridur.run.tryggvadottir[hjá]kirkjan.is

Barna- og æskulýðsstarf:

Stjörnustund, kristið frístundastarf fyrir 1.-4. bekk:
Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju: mánudaga kl. 16-17.
Kirkjusel Fellabæ: þriðjudaga kl. 15-16.

Bíbí æskulýðsfélag
Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju: þriðjudaga kl. 20-21:30.

Æskó æskulýðsfélag
Seyðisfjarðarkirkja: miðvikudaga kl. 20

TTT Seyðisfirði
Seyðisfjarðarkirkja: miðvikudaga kl. 15:30-16:30

Sunnudagur 4. október

Egilsstaðakirkja
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 10.30.
Sr. Kristín Þórunn leiðir stundina. Barnakórinn syngur, stjórnandi og organisti Torvald Gjerde.

Kaffi og samfélag á eftir!

Allir velkomnir.

Seyðisfjarðarkirkja
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00
Sr. Sigríður Rún leiðir stundina.

Verið velkomin!

Stjörnustund hefst að nýju!

Stjörnustund er kristið frístundastarf
fyrir börn í 1.-4. bekk.
Í hverri viku bröllum við eitthvað skemmtilegt eins og sjá má á dagskránni að neðan og helgistund með söng og biblíusögu er fastur liður. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu, nema annað sé auglýst sérstaklega. Hressing í upphafi hvers fundar.

Stjörnustund í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4

Mánudaga kl. 16:00-17:00
Leiðtogar: Marteinn Lundi Kjartansson, Hólmfríður Ósk Þórisdóttir, Magnhildur Marín Erlingsdóttir og Ólöf Margrét Snorradóttir.

Í fyrstu samveru er kynning og leikir, nánari dagskrá kemur síðar.

Stjörnustund í Kirkjuselinu Fellabæ

Þriðjudaga kl. 15:00-16:00
Umsjón Ólöf Margrét Snorradóttir

Í fyrstu samveru er kynning og leikir, nánari dagskrá kemur síðar.

Haustfagnaður sunnudagaskólans

Nú ætlum við að bæta okkur það sem við misstum af í vor, þegar enginn mátti hittast og við gátum ekki haft vorhátíð!

Næsta sunnudag, 20. september, verður þess vegna HAUSTFAGNAÐUR sunnudagaskólans, í safnaðarheimilinu Hörgsási 4.

Við hittumst í safnaðarheimilinu kl. 10.30 – syngjum, leikum og borðum! Pylsur, ávextir og djús í boði.

ALLIR ERU VELKOMNIR

Skráning í fermingarfræðslu í Egilsstaðaprestakalli 2021

Skráning hér.

Fermingarundirbúningurinn hefst að þessu sinni með sameiginlegri guðsþjónustu safnaðanna á Héraði í Egilsstaðakirkju sunnudagskvöldið 13. september kl. 20:00. Fermingarbörn næsta árs og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin.

Að lokinni guðsþjónustu fer fram kynningarfundur á fermingarundirbúningnum og tilhögun starfsins í vetur kynnt stuttlega fyrir væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum/forráðamönnum. Dagskrá lokið ekki seinna en kl. 21:30.

Í fermingarundirbúningnum í kirkjunni tölum við um Guð, okkur sjálf og lífið. Við ætlum að kynnast ævi og starfi Jesú Krists og spá í hvernig það kemur okkur við. Við ætlum líka að fjalla um dauðann og sorgina, um fyrirgefningu og samskipti, um trú, bæn og efa, um illt og gott í heiminum – og margt, margt fleira.

Að venju verða fermingarbúðir á Eiðum á haustönn, dagana 4.-6. október.

Skráning í fermingarundirbúning er nú rafræn á heimasíðu prestakallsins: egilsstadaprestakall.is. Frekari upplýsingar um undirbúning og skráningu veita prestarnir.

Fermingarfræðslan verður sem hér segir:
Egilsstaðir – Safnaðarheimili Hörgsási 4:
þriðjudaga kl. 15:45-16:30 – hefst 15. september
miðvikudaga kl. 7:55-8:40 – hefst 16. september
Fellabær – Kirkjuselið: mánudaga kl. 14:15-15:00 – hefst 21. september

Við hlökkum til að sjá ykkur í Egilsstaðakirkju sunnudagskvöldið 13. september.

Með bestu kveðjum

Ólöf Margrét Snorradóttir, Sigríður Rún Tryggvadóttir og Kristín Þórunn Tómasdóttir

prestar Egilsstaðaprestakalls

Sunnudagaskólinn og upphaf fermingarstarfanna 13. september

EGILSSTAÐAKIRKJA

sunnudagur 13. september Sunnudagskólinn hefst aftur að loknu sumarfríi. Góð stund í kirkjunni fyrir alla fjölskylduna kl. 10.30. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir leiðir stundina ásamt leiðtogum. Tónlist í höndum Torvald Gjerde.
Guðsþjóðnusta kl. 20 og upphaf fermingarstarfanna á Héraði. Fermingarbörn næsta vors og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin. Prestar kirkjunnar leiða helgihaldið, kór Egilsstaðakirkju leiðir sönginn og Torvald Gjerde er organisti.

Eftir guðsþjónustu er fundur með fermingarbörnum og foreldrum/forráðafólki.

SEYÐISFJARÐARKIRKJA

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Upphaf fermingarstarfanna. Fermingarbörn boðin velkomin ásamt sínum fjölskyldum. Fundur vegna fermingarfræðslu og fermingar eftir guðsþjónustu.

SKRÁNING Í FERMINGARFRÆÐSLU ER NÚ RAFRÆN OG FER FRAM hér  

Verið öll velkomin. 

10.september – minningarstund í Egilsstaðakirkju

10. september – minningardagur vegna sjálfsvíga

10. september er tileinkaður forvörnum vegna sjálfsvíga víða um heim. Hér á landi er dagurinn einnig helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju fimmtudagskvöldið 10. september kl. 20.
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir leiða stundina.
Félagar úr Brunavörnum Austurlands á Seyðisfirði, segja frá eigin reynslu, þegar einn úr þeirra hópi féll fyrir eigin hendi.
Kveikt á kertum til minningar um þau sem hafa farið í sjálfsvígum.
Tónlistarflutningur er í höndum Torvald Gjerde.

Nýr prestur í Egilsstaðaprestakalli

Þann 1. september tekur sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir við afleysingu í Egilsstaðaprestakalli í námsleyfi sr. Þorgeirs Arasonar sem verður við nám í Chicago í vetur með fjölskyldu sinni.

Sr. Kristín Þórunn hefur síðustu árin verið búsett í Genf, Sviss, þar sem eiginmaður hennar, sr. Árni Svanur Daníelsson leiðir samskiptastarf Lútherska heimssambandsins. Áður þjónaði sr. Kristín Þórunn sem prestur í Reykjavík, á Kjalarnesi og í Garðabæ.

Í vetur verða Kristín Þórunn og tvö börn hennar, Tómas Viktor og Heiðbjört Anna á Egilsstöðum við starf og nám og þau hlakka mikið til að upplifa Austurland og vera hluti af vinalegu og fallegu samfélagi á Héraði. Kristín Þórunn á tvö uppkomin börn sem búa í Reykjavík.

Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir.
Mynd: Berglind Hönnudóttir

Við bjóðum sr. Kristínu Þórunni velkomna til starfa og til okkar hér á Austurland.

Fermingar í Egilsstaðaprestakalli 29. og 30. ágúst

Vallaneskirkja 

laugardaginn 29. ágúst er messa kl. 13. 

Fermdar verða
Hjördís María Sigurðardóttir og Gyða Árnadóttir. 

Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir, organisti er Tovald Gjerde og félagar úr kór Vallaneskirkju leiða söng. 

Egilsstaðakirkja 

Sunnudaginn 30. ágúst  er messa kl. 10.30, 

fermd verða 

Benedikt Árni Pálsson 

Daníel Örn Jónsson

Jónatan Sævar Sigbjarnarson 

Konráð Guðlaugsson 

Oddný Edda Pálsdóttir 

Og önnur messa kl. 13.00. Fermdar verða: 

Anna Kristín Pálsdóttir 

Daníela Líf Richter 

Hrafnkatla Kormáksdóttir

Joanna Natalia Szczelina 

Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir, organisti er Tovald Gjerde og félagar úr kór Egilsstaðakirkju leiða söng. 

Kirkjubæjarkirkja

Sunnudagur 30. ágúst kl. 14

Fermd verður:

Veronika Líf Guðbjartsdóttir

Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir, organisti Jón Ólafur Sigurðsson, félagar úr kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna leiða söng.

Bakkagerðiskirkja: Kvöldguðsþjónusta miðvikudaginn 19. ágúst kl. 20

Hjá þér vil ég dveljast, hvíla í faðmi þér,
hlýja þín og ástúð nægir mér. (Sb 913).

Hefð er komin fyrir guðsþjónustu á miðvikudagskvöldi í ágústmánuði í Bakkagerðiskirkju. Að þessu sinni verður einn drengur fermdur í guðsþjónustunni.

Bakkasystur syngja og leiða söng, organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir.

Verið velkomin til kirkju en hugum að smitvörnum.

%d bloggurum líkar þetta: