Áskirkja sunnudaginn 11. mars kl. 14

Dagskrá í tali og tónum í tilefni 60 ára afmælis Kórs Áskirkju

Kór Áskirkju syngur valin lög og sálma, meðal annars Dona Nobis Pacem, Máríuvísur, Askirkja veturVér lyftum hug í hæðir, einnig lög eftir Sæbjörn Jónsson og Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Stjórnandi og undirleikari er Drífa Sigurðardóttir.

Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.

Kaffiveitingar að dagskrá lokinni.

Verið velkomin í Áskirkju!

Stöðvamessa í Seyðisfjarðarkirkju 11. mars kl. 11

steinarSunnudaginn 11. mars brjótum við upp hið hefðbundna messuform og verðum með stöðvamessu í Seyðisfjarðarkirkju kl. 11, með áherslu á kristna íhugun og bæn og altarisgönguna. Sigurbjörg Kristínardóttir organisti sér um tónlistina. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.

 Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld (Matteusarguðspjall 11.28)

Alþjóðlegur bænadagur kvenna föstudaginn 2. mars kl. 17

alþjóðlegur bænadagur kv

Alþjóðlegur bænadagur kvenna föstudaginn 2. mars.  Í ár er efnið frá  Súrínam á norðausturströnd Suður-Ameríku. Yfirskriftin er ,,Öll Guðs sköpun er harla góð.“ Við komum saman í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4.
Á Íslandi hafa konur staðið fyrir helgistund á fyrsta föstudegi í mars frá 1964 .
Við í Egilsstaðaprestakalli höfum komið saman í allmörg ár og verið með helgistund og fylgt þemanu og efninu.
Konur leiða stundina en að sjálfsögðu eru allir velkomnir, konur, karlar og börn.
Eftir helgistundina er boðið upp á kaffi, te og meðlæti.

Sunnudagurinn 4. mars

Egilsstaðakirkja 4. mars:come-follow-me

Sunnudagaskólinn kl. 10:30. Rebbi og Mýsla mæta á svæðið, sagan, söngurinn og kirkjuleikfimin verða á sínum stað.

Messa kl. 18:00. Prestur Þorgeir Arason, organisti Torvald Gjerde, Kór Egilsstaðakirkju. Meðhjálpari Ásta Sigfúsdóttir.

Athugið að Biblíuleshópur starfar í Safnaðarheimili alla miðvikudaga kl. 20:00 til páska. Þangað eru allir velkomnir til þátttöku.

Minnum einnig á Stjörnustund (6-9 ára) mánudaga kl. 17:00 og Bíbí – æskulýðsfélag þriðjudaga kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu.

Fjölskylduguðsþjónusta í Kirkjuselinu Fellabæ

Sunnudaginn 25. febrúar kl. 14

Hendur GuðsKór Áskirkju leiðir sönginn. Organisti Drífa Sigurðardóttir.  Fermingarbörn og þátttakendur í barnastarfinu aðstoða.
Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir.

Kaffi í boði fermingarbarna eftir guðsþjónustuna.

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Messa í Seyðisfjarðarkirkju

20170703_133824

Á öðrum sunnudegi í föstu, þann 25. febrúar er messa kl. 11. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti og kórstjóri er Sigurbjörg Kristínardóttir. Fermingarbörn aðstoða í messunni.

 

Eftir messu er boðið upp á kökur í safnaðarheimili kirkjunnar.

Konudagsmessa í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 18. febrúar kl. 20!

Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 10:30.
Söngur, sögur og litastund. Umsjón Ólöf Margrét ásamt leiðtogum, Torvald á píanóinu. Verið velkomin!

Messa á konudegi kl. 20
Kór Egilsstaðakirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng, organisti Torvald Gjerde
Kvennakórinn Héraðsdætur verða sérstakir heiðursgestir og syngja nokkur lög undir stjórn Margrétar Láru Þórarinsdóttur, Tryggvi Hermannsson leikur undir.
Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir, meðhjálpari Ásta Sigfúsdóttir.

Kaffi og konfekt í lokin!
Verið innilega velkomin í messu á konudegi!
Mynd frá Kvennakórinn Héraðsdætur.

 

Seyðisfjarðarkirkja

Screen Shot 2018-02-07 at 12.09.19

Gospelmessa í Egilsstaðakirkju

Unnar Erlingsson

Unnar Erlingsson

Egilsstaðakirkja – Sunnudagurinn 28. janúar

Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 10:30. Líflegur söngur, brúður og saga. Hressing og litir í lokin.
Gospelmessa kl. 20:00. 
Unnar Erlingsson vitnar um trúna og lífið. Liljurnar syngja og leiða okkur í léttum gospeltónum. Stjórnandi er Margrét Lára Þórarinsdóttir, Tryggvi Hermannsson verður við flygilinn. Sr. Þorgeir leiðir stundina og flytur hugvekju.
Kaffisopi í lokin – Allir velkomnir!

Messa í Seyðisfjarðarkirkju

Sunnudaginn 28. janúar er messa í Seyðisfjarðarkirkju kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti og kórstjóri er Sigurbjörg Kristínardóttir. Fermingarbörn aðstoða í stundinni. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson. Eftir messu er boðið upp á hressingu í safnaðarheimili kirkjunnar.

Verið velkomin.  seyc3b0isfjarc3b0arkirkja-vetur.jpg

%d bloggurum líkar þetta: