Fjórði sunnudagur í aðventu

Við kveikjum fjórum kertum á…

Egilsstaðakirkja: Að kvöldi fjórða sunnudags í aðventu, 19. desember, verður helgistund í Egilsstaðakirkju kl. 20:00. Altarisganga. Sr. Þorgeir Arason þjónar og flytur hugvekju. Organisti Torvald Gjerde. Almennur söngur. Verið velkomin!

Athugið að sunnudagaskólinn í Egilsstaðakirkju er nú kominn í jólafrí en minnt er á jólastund barnanna kl. 14.00 á aðfangadag. Sunnudagaskólinn hefst aftur á nýju ári þann 9. janúar kl. 10.30.

Aðventustund í Egilsstaðakirkju

Aðventustund Egilsstaðakirkju 2021 birtist hér að ofan. Jódís Skúladóttir alþingismaður flytur hugvekju. Guðbjörg Gunnarsdóttir segir frá átaki Soroptimista „Roðagyllum heiminn“. Barnakór og Kirkjukór Egilsstaðakirkju syngja, einsöngvarar eru Hlín Pétursdóttir Behrens og Þórhildur Vigfúsdóttir. Organisti og kórstjóri er Torvald Gjerde. Prestur er Þorgeir Arason.

Aðventustund í Sleðbrjótskirkju

Bak við þennan tengil má finna aðventustund sem tekin var upp í Sleðbrjótskirkju í Jökulsárhlíð fyrir örfáum dögum.

Vegna aðstæðna kemur hún í stað hefðbundins aðventukvölds í Sleðbrjóts- og Kirkjubæjarsóknum þetta árið. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna syngur fallega aðventu- og jólasálma undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar organista. Kristján Ketill Stefánsson syngur einsöng. Stefanía Malen Stefánsdóttir, formaður sóknarnefndar Sleðbrjótskirkju, flytur ávarp. Þorgeir Arason sóknarprestur flytur hugvekju og leiðir bæn. Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar meðhjálpari les ljóðið Aðventu eftir Hákon Aðalsteinsson. Um upptökuna sáu Heiður Ósk Helgadóttir og Hjalti Stefánsson hjá HS Tókatækni. – Á næstu dögum verða einnig birtar á vef Egilsstaðaprestakalls aðventustundir frá Egilsstaðakirkju og frá Eiða- og Hjaltastaðarsóknum.

Á döfinni

Viðburðir á döfinni í Egilsstaðaprestakalli:

19. desember, fjórði sunnudagur í aðventu:

Egilsstaðakirkja: Helgistund með altarisgöngu kl. 20:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Almennur söngur.

23. desember, Þorláksmessa:

Egilsstaðakirkja: Jólatónar kl. 22:00-23:00. Organisti og gestir koma fram. Hægt að koma og fara að vild.

24. desember, aðfangadagur:

Egilsstaðakirkja:

Jólastund barnanna kl. 14:00. Sr. Þorgeir, Torvald og leiðtogar sunnudagaskólans. Leynigestur ofan af fjöllum.

Aftansöngur jóla kl. 18:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju.

Ath! Ef áfram verða samkomutakmarkanir verður aftansöngur bæði kl. 17:00 og kl. 18:00 á aðfangadag og beðið um skráningu fyrir fram. Nánari upplýsingar hér á síðunni þegar nær dregur.

Jólanæturguðsþjónusta kl. 23:00. Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir og sr. Vigfús I. Ingvarsson. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju. Einsöngur.

Eiðakirkja: Jólanæturguðsþjónusta kl. 23:00. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju. Einsöngur Heiður Ósk Helgadóttir.

Seyðisfjarðarkirkja: Aftansöngur jóla kl. 18:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Rusa Petriashvili. Kór Seyðisfjarðarkirkju.

25. desember, jóladagur:

Áskirkja í Fellum: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Dagur Fannar Magnússon. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Kór Áskirkju.

Kirkjubæjarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13:00 (ath. tímann). Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna. Einsöngur Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar.

Seyðisfjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Rusa Petriashvili. Kór Seyðisfjarðarkirkju.

Hjúkrunarheimilið Fossahlíð, Seyðisfirði: Jólaguðsþjónusta kl. 15:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Rusa Petriashvili. Kór Seyðisfjarðarkirkju.

Valþjófsstaðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 15:30 (ath. tímann). Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Valþjófsstaðarkirkju. Einsöngur Einar Sveinn Friðriksson.

Þingmúlakirkja:  Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Erla Björk Jónsdóttir. Organisti Torvald Gjerde. Kór Vallaness og Þingmúla.

26. desember, annar dagur jóla:

Egilsstaðakirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir. Organisti Torvald Gjerde. Barnakór Egilsstaðakirkju.

Hjúkrunarheimilið Dyngja, Egilsstöðum: Jólaguðsþjónusta kl. 15:00. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir. Organisti Torvald Gjerde. Barnakór Egilsstaðakirkju.

Hjaltastaðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Sigríður Laufey Sigurjónsdóttir og söngfuglar leiða tónlist.

28. desember, fjórði dagur jóla:

Arnhólsstaðir í Skriðdal: Jólastund Vallanes- og Þingmúlasókna kl. 18:00. Kórsöngur, kaffiveitingar, jólasaga o.fl. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde.

31. desember, gamlársdagur:

Egilsstaðakirkja: Aftansöngur kl. 18:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju.

1. janúar, nýársdagur:

Bakkagerðiskirkja: Hátíðarmessa kl. 14:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bakkasystur syngja. Einsöngur Tinna Jóhanna Magnusson.

2. janúar, sunnudagur:

Egilsstaðakirkja: Jólatónleikar kirkjunnar kl. 17:00. Kirkjukór, Barnakór og Kammerkór Egilsstaðakirkju og Kór Vallaness og Þingmúla syngja. Einsöngur og hljóðfæraleikur. Stjórnandi Torvald Gjerde. Aðgangur ókeypis.

Sr. Brynhildur og Dóra djákni leysa af

Í lok október lét sr. Ólöf Margrét Snorradóttir af störfum sem prestur í Egilsstaðaprestakalli og flutti á Akranes þar sem hún þjónar nú í Garða- og Saurbæjarprestakalli. Þar sem ráðningabann er í gildi innan Þjóðkirkjunnar til áramóta er nú gert ráð fyrir að auglýst verði eftir nýjum presti í janúar og tæki sá til starfa að vori 2022.

Þangað til verður afleysingaþjónusta í Egilsstaðaprestakalli:

Sr. Brynhildur

Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir hefur þegar tekið til starfa og er í fullu starfi í Egilsstaðaprestakalli til áramóta. Frá 1. janúar 2022 verður hún svo í 50% starfi hjá okkur fram á vor. Sr. Brynhildur, sem er fædd 1964 og er frá Merki á Jökuldal, vígðist til Skeggjastaða í Bakkafirði árið 1996 og þjónaði þar lengi en er nú sérþjónustuprestur á vegum Biskupsstofu og leysir af víða um land. Hægt er að ná í sr. Brynhildi í síma 864-7525.

Dóra Sólrún

Dóra Sólrún Kristinsdóttir, djákni, verður líkt og Brynhildur í 50% starfi í Egilsstaðaprestakalli frá 1. janúar 2022 fram á vor. Dóra er fædd 1955 en vígðist sem djákni í Langholtskirkju árið 2014 og starfaði einnig sem djákni í Árbæjarkirkju. Hún er nú búsett á Reyðarfirði þar sem hún er starfandi námsráðgjafi. Hægt verður að ná í Dóru í síma 898-0028.

Sr. Brynhildur og Dóra Sólrún munu sinna margvíslegri kirkjulegri þjónustu sem sr. Ólöf hafði áður með höndum, t.d. barnastarfi og öðru safnaðarstarfi Ássóknar í Kirkjuselinu í Fellabæ, samveru- og bænastundum með eldri borgurum í Hlymsdölum og víðar, reglulegri viðveru prests í Fljótsdal og sorgarhóp, auk sálgæslu, helgihalds og athafna.

Egilsstaðaprestakalli er að jafnaði þjónað með þremur stöðugildum vígðra þjóna, og sem fyrr starfa sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og sr. Þorgeir Arason einnig áfram í prestakallinu.

Sorgin og jólin – Samvera 24. nóvember

Aðventan og jólin reynast mörgum erfiður tími sem misst hafa fjölskyldumeðlim eða vin. Að vanda bjóða þjóðkirkjusöfnuðir á Héraði til samveru undir yfirskriftinni „Sorgin og jólin“ þar sem fjallað er um sorgina og aðventu/jólahald í skugga ástvinamissis. Samveran verður í Kirkjuselinu í Fellabæ á miðvikudaginn, 24. nóvember kl. 20:00.

Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni talar um efnið. Dóra hefur starfað sem djákni í Langholtskirkju og Árbæjarkirkju í Reykjavík en er nú búsett á Reyðarfirði þar sem hún er starfandi námsráðgjafi við grunnskólann. Dóra hefur mikla reynslu af að ræða við syrgjendur og stýra sorgarhópum og mun tala til okkar bæði út frá eigin reynslu og af sjónarhóli sálgæslufræðanna.

Drífa Sigurðardóttir og sönghópur úr Kór Áskirkju flytja fallega tónlist. Kveikt verður á kertum í minningu látinna. Prestar Egilsstaðaprestakalls leiða stundina.

Kaffisopi og umræður í lokin.

Samveran er einkum ætluð þeim sem misst hafa ástvini á árinu, eða á undanförnum árum, en öll þau sem láta sig málið varða eru innilega velkomin. Heildarfjöldi viðstaddra getur þó ekki orðið meiri en 50 og öllum sóttvarnareglum er að sjálfsögðu fylgt.

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Viðburðir á fyrsta sunnudegi í aðventu, 28. nóvember 2021, í Egilsstaðaprestakalli:

Seyðisfjarðarkirkja:

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Biblíusaga, kirkjubrúður og mikill söngur. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir leiðir stundina. Kór Seyðisfjarðarkirkju og organisti er Rusa Petriashvili.

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskóli kl. 10:30. Við tendrum fyrsta aðventuljósið og Mýsla og Rebbi láta sig ekki vanta. Sr. Þorgeir, Torvald og Elísa leiða stundina. (Ath. þennan dag verður venjulegur sunnudagaskóli í Egilsstaðakirkju, fjölskylduguðsþjónusta með þátttöku barnakórsins bíður betri tíma.)

Aðventa með Schubert“ kl. 17:00. Kammerkór Egilsstaðakirkju og hljómsveit heimamanna, undir stjórn Torvalds Gjerde, flytja saman messu nr. 4 eftir Franz Schubert, ásamt öðru fallegu aðventu- og jólaefni, í Egilsstaðakirkju, sunnudaginn 28. nóv. kl. 17.00. Aðgangseyrir er 2.500 kr, 1.500 kr fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn, frítt fyrir börn. Enginn posi er á staðnum. ATH! Allir tónleikagestir þurfa að sýna neikvættcovid-hraðpróf við komu og bera grímur. Opið verður í „Blómabæ“ á sunnudeginum (tónleikadeginum) kl. 11.30-12.30 (hægt verður komast í hraðpróf þann dag til kl. 13.30 fyrir þá sem ekki komast á auglýstum tíma hraðprófa). Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Austurlands.

Athugið að fyrirhuguðum aðventuhátíðum í Eiðakirkju (átti að vera 28. nóv.), Kirkjuselinu Fellabæ (átti að vera 1. des.) og Sleðbrjótskirkju (átti að vera 2. des.) er öllum frestað – nánar auglýst síðar.

Sunnudagurinn 21. nóvember

Seyðisfjarðarkirkja:

Sunnudagaskólinn kl. 11:00.

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskólinn kl. 10:30.

Messa kl. 14:00.

Sr. Brynhildur Óladóttir predikar og þjónar fyrir altari. Kór Egilsstaðakirkju. Organisti Torvald Gjerde.

Öllum sóttvarnareglum fylgt við athafnir. Fullorðnir nota grímu eða halda góðri fjarlægð frá næsta manni, 50 manna fjöldatakmörkun og sprittið er á sínum stað.

Verið velkomin til kirkju!

Sorgin og jólin – Samvera 24. nóv.

Sorgin og jólin: Árleg samvera um sorgina og aðventu/jólahald í skugga ástvinamissis verður í Kirkjuselinu í Fellabæ miðvikudaginn 24. nóvember kl. 20:00.

Photo by Pixabay on Pexels.com

Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni talar um efnið. Drífa Sigurðardóttir og sönghópur úr Kór Áskirkju flytja fallega tónlist. Prestar Egilsstaðaprestakalls leiða stundina. Kveikt á kertum í minningu látinna. Kaffisopi og umræður í lokin.

Verið velkomin – Öllum sóttvarnareglum fylgt.

Sunnudagaskóli 14. nóvember

Sunnudaginn 14. nóvember verður sunnudagaskólinn á sínum stað bæði í Egilsstaðakirkju kl. 10:30 og Seyðisfjarðarkirkju kl. 11:00. Við munum fylgja öllum gildandi Covid-reglum, foreldrar eru beðnir að nota grímu og í varúðarskyni bjóðum við ekki upp á hressingu í lokin að þessu sinni.

Fyrirhugaðri gospelsamkomu í Egilsstaðakirkju og fyrirhugaðri guðsþjónustu í Kirkjuselinu í Fellabæ, sem áttu að vera sunnudag, er báðum aflýst.

Guð gefi ykkur góða og blessaða helgi!

%d bloggurum líkar þetta: