Sjómannadagurinn 11. júní: Guðsþjónusta á Borgarfirði eystra kl. 11 við smábátahöfnina

Líknargjafinn þjáðra þjóða,
þú, sem kyrrir vind og sjó,
ættjörð vor í ystu höfum
undir þinni miskunn bjó.
Vertu með oss, vaktu hjá oss,
veittu styrk og hugarró.
Þegar boðinn heljar hækkar,
Herra, lægðu vind og sjó.
(Sb 497 – Jón Magnússon)

Guðsþjónusta við höfnina á Borgarfirði eystra kl. 11 á sjómannadag!

Bakkasystur syngja og leiða almennan söng við undirleik Jóns Ólafs Sigurðssonar.
Prestur sr. Þorgeir Arason.

Ef ekki viðrar til útiguðsþjónustu verðum við í Bakkagerðiskirkju.

Verið velkomin.

Hvítasunnudagur 4. júní

Egilsstaðakirkja: Hátíðarmessa kl. 10.30. Ferming. Prestar eru sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson og sr. Þorgeir Arason. Kór Egilsstaðakirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Torvald Gjerde.

Áskirkja í Fellum: Hátíðarmessa kl. 11. Ferming. Prestur er sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Kór Áskirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Drífa Sigurðardóttir.

Seyðisfjarðarkirkja: Hátíðarmessa kl. 11. Ferming. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng, organisti er Tryggvi Hermannsson.

ljsm. Lilja Kjerúlf

ljsm. Lilja Kjerúlf

Fermd verða:

Í Áskirkju: 

Arnar Páll Einarsson, Eiðum Hermannshúsi, Egilsstöðum
Heiðbjört Stefánsdóttir, Hofi II, Egilsstöðum
Kristján Jakob Ásgrímsson, Dalbrún 15, Egilsstöðum
Njörður Dagbjartsson, Ullartanga 7, Egilsstöðum
Telma Rán Viðarsdóttir, Brekkubrún 12, Egilsstöðum

Í Egilsstaðakirkju:

Andri Björn Svansson, Koltröð 1, Egilsstöðum.
Atli Skaftason, Einbúablá 31, Egilsstöðum.
Birkir Hermann Benediktsson, Litluskógum 16, Egilsstöðum.
Einar Freyr Guðmundsson, Bláargerði 29, Egilsstöðum.
Elísabeth Anna Gunnarsdóttir, Hjallaseli 2, Egilsstöðum.
Jóhanna Hlynsdóttir, Faxatröð 13, Egilsstöðum.
María Sigurðardóttir, Litluskógum 8, Egilsstöðum.
Þórdís Arinbjörnsdóttir, Hléskógum 12, Egilsstöðum.

Í Seyðisfjarðarkirkju:

Elfa Dögg Rúnarsdóttir, Miðtúni 10, 710 Seyðisfirði
Hlynur Yngvi Guðmundsson, Miðtúni 10, 710 Seyðisfirði.

Göngumessa í Vallanesi sunnudaginn 28. maí

Gengið verður af stað kl. 13:00 frá skiltinum við göngustíginn, Orminn.
Þægileg ganga í fallegu umhverfi og endað við Vallaneskirkju.

Messa í Vallaneskirkju hefst kl. 14.
Séra Vigfús Ingvar Ingvarsson þjónar. Organisti er Torvald Gjerde og kór Vallanes og Þingmúla leiðir sönginn.

Verið velkomin til kirkju!

Frá Vallanesi (mynd tekin af síðunni hotelroomsearch.net)

Aðalsafnaðarfundur Vallanessóknar að messu lokinni.
Sóknarbörn, látið ykkur varða kirkjuna ykkar.

Guðsþjónusta í Egilsstaðakirkju á uppstigningardag kl. 14

En það varð, meðan hann var að blessa þau,
að hann skildist frá þeim og var upp numinn til himins (Lúk 24.51).

Myndaniðurstaða fyrir ascension

Guðsþjónusta á uppstigningardag kl. 14 í Egilsstaðakirkju!

Jón Ólafur Sigurðsson leikur á orgelið, kór eldri borgara syngur.
Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir.

Að lokinni guðsþjónustu er boðið upp á kaffi í nýuppgerðu
safnaðarheimili kirkjunnar að Hörgsási 4.

Uppstigningardagur er dagur aldraðra í kirkjunni. Þannig hefur það verið frá því 1982 er herra Pétur Sigurgeirsson, þáverandi biskup Íslands, lagði það til á kirkjuþingi að dagur aldraðra yrði árlegur viðburður í kirkjum landsins og skyldi sá dagur vera uppstigningardagur.
Markmið með slíkum degi er að lyfta upp og minna á og þakka það góða starf sem aldraðir sinna í kirkjunni.
Komum saman og gleðjumst á þessum degi.

 

 

Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 23. maí kl. 20 í Kirkjuselinu Fellabæ

20151224_225336Frá Ássókn í Fellum:

Aðalsafnaðarfundur Ássóknar verður haldinn
þriðjudaginn 23. maí kl. 20 í Kirkjuselinu.

Venjuleg aðalfundarstörf.
Látið ykkur varða málefni kirkjunnar ykkar.
Heitt á könnunni. Verið velkomin.

Sóknarnefnd og prestur Ássóknar

Fjölskylduguðsþjónusta á Seyðisfirði 14. maí kl. 11

Screen Shot 2017-05-10 at 12.18.28

Messa á mæðradaginn í Egilsstaðakirkju 14. maí kl. 10:30. Aðalsafnaðarfundur að messu lokinni.

Syngið Drottni nýjan söng (Slm 98.1).

Fjórði sunnudagur eftir páska, 14. maí:
Messa í Egilsstaðakirkju kl. 10:30.
Vigfús Ingvar Ingvarsson þjónar fyrir altari, Ólöf Margrét Snorradóttir prédikar.
Kór Egilsstaðakirkju leiðir söng, organisti Torvald Gjerde.

Aðalsafnaðarfundur Egilsstaðasóknar
í Safnaðarheimilinu Hörgsási 4
að lokinni messu kl. 11:30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Látið ykkur varða málefni kirkjunnar!

Egskirkja

 

Aðalsafnaðarfundur Egilsstaðasóknar 14. maí

Aðalsafnaðarfundur Egilsstaðasóknar verður haldinn í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju Hörgsási 4 sunnudaginn 14. maí kl. 11.30.

Á dagskrá eru venjulega aðalfundarstörf, kosning minnihluta í sóknarnefnd og önnur mál. Látið málefni kirkjunnar ykkar varða.Egskirkja

Sóknarnefnd.

Safnaðarfundur í Hjaltastaðarsókn

Þriðjudaginn 9. maí kl. 18 í Hjaltastaðarkirkju. Á dagskrá fundarins er að velja fulltrúa sóknarinnar í kjörnefnd prestakallsins.

Sóknarnefnd. Screen Shot 2016-04-13 at 10.18.34

Messa í Seyðisfjarðarkirkju 30. apríl kl. 11

Það eru gleðidagar í kirkjunni, frá páskum að hvítasunnu og það væri viðeigandi að tala um griScreen Shot 2017-04-26 at 17.47.43llaðan fisk, við grillum síðar en bjóðum upp á kaffi og kökur í safnaðarheimili að messu lokinni.

Verið velkomin

%d bloggurum líkar þetta: