Messa á sumarkvöldi í Valþjófsstaðarkirkju 6. ágúst kl. 20

Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar í kvöldmessu
í Valþjófsstaðarkirkju sunnudaginn 6. ágúst kl. 20.
Jón Ólafur Sigurðsson leikur á orgelið.

Verið velkomin!

 

Publication1

Auglýsingar

Fjölskyldustund í Egilsstaðakirkju 6. ágúst kl. 10:30

Fjölskyldustund verður í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 6. ágúst kl. 10:30.

Bænastund, sögur, leikir og litir.

Allir hjartanlega velkomnir!

Sumarmessa í Eiðakirkju

Sunnudaginn 30. júlí verður kvöldmessa í Eiðakirkju kl. 20.

Kór Eiðakirkju leiðir almennan safnaðarsöng og organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Molasopi í aðstöðuhúsi eftir messu.
Verið velkomin

20287080_10213600188181635_572777541483381772_o

Lesmessa í Egilsstaðakirkju 23. júlí kl. 20

Lesmessa í Egilsstaðakirkju sunnudagskvöldið 23. júlí kl. 20.

Lesnir verða valdir ritningartextar og sálmar, hugleiðing og altarisganga.

Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar.

Verið velkomin!

Myndaniðurstaða fyrir holy communion

Áskirkja í Fellum: Kvöldguðsþjónusta á ljúfum nótum sunnudaginn 16. júlí kl. 20

Askirkjafellum
Ég heyri hvernig Guð í hjarta mínu hvíslar.
Ég heyri  rödd sem talar um kærleik endalaust.
Ég heyri þetta vel, ef sálm ég fæ að syngja
um sumar, vetur, vor og líka haust.
(Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

 

Guðsþjónusta í Áskirkju á ljúfum nótum 16. júlí kl. 20.
Drífa Sigurðardóttir og Áslaug Sigurgestsdóttir leiða sönginn,
meðal annars verður sunginn Árstíðasálmur eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson
og Vals að vori eftir Sigríði Laufeyju
Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Meðhjálpari Bergsteinn Brynjólfsson.

Verið velkomin til kirkju á sumarkvöldi!

 

 

Messað í Klyppstaðarkirkju 16. júlí kl. 14

Klyppstaðarkirkja í Loðmundarfirði – verið velkomin til messu!

Klyppstaðarkirkja

Klyppstaðarkirkja

Árleg sumarmessa í Klyppstaðarkirkju verður sunnudaginn 16. júlí kl. 14.
Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson þjónar.
Kirkjukaffi í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að lokinni messu.
Ath! Það þarf að áætla um 1,5 klst. akstur frá Borgarfirði eystra. Vegurinn er aðeins fær fjórhjóladrifnum bílum.

Messað í Selskógi 9. júlí

Árleg guðsþjónusta í útileikhúsinu í Selskógi á Egilsstöðum (göngustígur er þangað upp frá bílastæði) sunnudaginn 9. júlí kl. 10:30.

Sr. Þorgeir Arason leiðir stundina og predikar. Torvald Gjerde leikur á harmoniku. Jóhanna Hlynsdóttir, sem fermdist í Egilsstaðakirkju í vor, syngur einsöng. Meðhjálpari Ásta Sigfúsdóttir.

Grillaðar pylsur og gos eftir stundina. Allir velkomnir!

(Ef ekki viðrar til útimessu verðum við í Egilsstaðakirkju.)

Síðustu tónlistarstundir sumarsins

19598999_10159005730590541_3690458988790774213_n.jpgTvær tónlistarstundir eru eftir í sumar:

Egilsstaðakirkja fimmtudaginn 6. júlí kl. 20:

Sesselja Kristjánsdóttir mezzosópran
Ágúst Ólafsson baritón
Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari

Fyrri hluti tónleikanna er helgaður íslenskum sönglögum. Val sönglaganna endurspeglar að einhverju leyti það sem er í uppáhaldi hjá flytjendum og er af nógu að taka enda safn íslenskra sönglaga endalaus fjársjóður. Í seinni hluta dagskrárinnar verða fluttar aríur og dúettar úr heimi óperubókmenntanna.  Tónleikarnir verða aðgengilegir án þess þó að slá nokkuð af kröfum um vandaða og metnaðarfulla efnisskrá. Sjá nánar hér: https://www.facebook.com/events/1779538995397304/?ti=icl

Egilsstaðakirkja sunnudaginn 9. júlí kl. 20:

Elísabet Þórðardóttir, nýútskrifaður kantor úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar, orgel.

Enginn aðgangseyrir er á tónlistarstundirnar.

Tónlistarstundirnar eru styrktar af Uppbyggingarsjóði Austurlands, Fljótsdalshéraði, Alcoa, Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju.

Ása, Sigurlaug og Suncana spila

tónlistarstNæsta tónlistarstund sumarsins verður í Egilsstaðakirkju  fimmtudagskvöldið 29. júní kl. 20:00. Flytjendur eru:

Ása Jónsdóttir, frá Egilsstöðum, fiðla, er í framhaldsnámi fyrir sunnan.
Sigurlaug Björnsdóttir, frá Egilsstöðum, flauta,
byrjar í Listaháskólanum næsta haust.

Suncana Slamnig, píanó

Enginn aðgangseyrir.

Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands, Fljótsdalshéraði,
Alcoa, Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju.

Sleðbrjótskirkja – 90 ára afmæli

Sleðbrjótskirkja-2-500x333Sleðbrjótskirkja í Jökulsárhlíð fagnar 90 ára vígsluafmæli í sumar. Afmælisins verður minnst með hátíðarmessu í kirkjunni, sunnudaginn 2. júlí nk. kl. 14:00.

Hlíðarmenn áttu lengst af kirkjusókn yfir Jökulsána að Kirkjubæ. Áratugum eftir að ósk um sérstaka kirkju í Jökulsárhlíð kom fyrst fram var sóknunum skipt árið 1920 og nokkru síðar tóku fimm bændur í sveitinni að sér að reisa steinkirkju fyrir lágt verð. Kirkjan að Sleðbrjót var loks vígð þann 10. júlí árið 1927. Núverandi kirkja þar er því sú eina sem staðið hefur a.m.k. í lútherskum sið í Jökulsárhlíð (þó er vitað um nokkur bænhús í sveitinni fyrr á öldum) og má það teljast óvenjulegt fyrir kirkjustaði í sveit á Íslandi. Sleðbrjótskirkja er nú í Egilsstaðaprestakalli og sóknarnefnd skipa þær Ragnheiður Haraldsdóttir, Stefanía Malen Stefánsdóttir og Svandís Sigurjónsdóttir.

Við hátíðarmessuna á sunnudaginn mun frú Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, predika. Sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir og sr. Þorgeir Arason, fyrrverandi og núverandi sóknarprestar kirkjunnar, þjóna fyrir altari. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna syngur. Organisti og kórstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. Meðhjálpari er Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar.

Að messu lokinni verður athyglisverð byggingarsaga kirkjunnar rifjuð upp og sóknarnefnd býður viðstöddum í vöfflukaffi í safnaðarheimilinu.

Allir velkomnir!

Sóknarnefnd og sóknarprestur

 

%d bloggurum líkar þetta: