Útför Heiðrúnar Marselíu Valdimarsdóttur

Streymi frá útför Heiðrúnar er hér

Sorgin og jólin – samvera með fyrirlestri 24. nóvember

Jólin eru magnaður og tilfinningaþrunginn tími. Um jólin og í aðdraganda þeirra gera alls konar minningar og söknuður vart við sig, hvort sem við viljum eða ekki. Um jólin söknum við þeirra sem voru með okkur en eru það ekki lengur. Hvernig getum við brugðist við því og hvernig getum við hlúð að minningum – og okkur sjálfum – á þessum sérstaka tíma?

Við bjóðum til samveru um sorg og missi í nánd jólahátíðarinnar í Kirkjuselinu Fellabæ, fimmtudagskvöldið 24. nóvember kl. 20. Sr. Hjalti Jón Sverrisson, sjúkrahúsprestur, flytur erindi um nærveru sorgarinnar um jólin. Þangað eru sérstaklega velkomin öll þau sem kljást við tilfinningar sorgar og missis á þessum jólum.

Á stundinni mun Ína Berglind Guðmundsdóttir syngja og leika á gítar, eigin verk og annarra. Boðið verður upp á kaffi, konfekt og spjall í lok stundar. Verið innilega velkomin.

Guðsþjónusta fyrir alla aldurshópa í Kirkjuselinu kl. 11

Það verður hlýtt og bjart í Kirkjuselinu í Fellabæ á sunnudaginn þegar við komum saman í guðsþjónustu allra aldurshópa kl. 11. Sr. Kristín prédikar og þjónar ásamt fermingarbörnum. Hlín Pétursdóttir Behrens leikur undir söng og sálma.

Verum hjartanlega velkomin þangað, ung sem eldri!

Fyrir þau sem vilja taka grjótharðan messudag minnum við á hátíðarmessu í Seyðisfjarðarkirkju sama dag kl. 14 í tilefni af 100 ára afmæli kirkjunnar. Glæsilegt messukaffi í Herðubreið og allir velkomnir!

Jólasjóðurinn í Múlaþingi

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SÆKJA UM Í JÓLASJÓÐINN (ath. innskráning með rafrænum skilríkjum eða íslykli)

Aldarafmæli Seyðisfjarðarkirkju fagnað með hátíðarmessu

Sunnudagur 13. nóvember í Seyðisfjarðarkirkju

Sunnudagaskólinn verðu á sínum stað kl 11. 

Í tilefni af 100 ára vígsluafmæli kirkjunnar er svo hátíðarmessa kl 14. Sr. Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum prédikar og lýsir blessun. Prestar prestakallins þjóna fyrir altari. 

Orgelleikur og kórstjórn Jón Ólafur Sigurðsson og Rusa Petriashvili. Kór Seyðisfjarðarkirkju og Múlakvartettinn syngja og leiða almennan söng. Rusa Petriashvili syngur einsöng.  

Meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson.  

Kaffiveitingar Herðubreið að messu lokinni. 

Nú fer fram söfnun fyrir hljóðkerfi í kirkjuna, tekið er á móti frjálsum framlögum á bankareikning;  0176 – 26 – 745,  kennitala 560269-4209 

Egilsstaðakirkja 13. nóvember

Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 10:30. Elísa, Guðný, Sándor og Þorgeir sjá um stundina.

Guðsþjónusta á Dyngju kl. 17:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju.

(Áður auglýst messa í Egilsstaðakirkju þennan dag fellur niður þar sem haldið verður upp á aldarafmæli Seyðisfjarðarkirkju með hátíðarmessu sama dag kl. 14:00 og Héraðsbúar hvattir til að fjölmenna þangað.)

Kammerkór Egilsstaðakirkju – sendir ykkur þessa söngkveðju í tilefni afmælis siðbótarinnar.

Ein feste Burg ist unser Gott eftir Johann Crüger. 

Tökum vel á móti fermingarbörnum 3. nóvember

Í mörg ár hafa fermingarbörn á Íslandi lagt sitt af mörkum til að safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku með frábærum árangri. Í ár er engin undantekning á því og krakkar í fermingarfræðslu í Egilsstaðaprestakalli ætla að ganga í hús fimmtudaginn 3. nóvember og bjóða fólki að styðja verkefnið.

Á heimasíðu Hjálparstarfs kirkjunnar segir:

„Börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar ganga í hús um land allt dagana 31. október – 3. nóvember með bauk frá Hjálparstarfi kirkjunnar sem er merktur, númeraður og lokaður með innsigi. Börnin gefa þannig af tíma sínum til að safna fé til verkefna Hjálparstarfsins í Afríku. Kærar þakkir fyrir að taka vel á móti börnunum!

Meðal þess sem börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar fá að kynnast í vetur er þróunarsamvinna og hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Fermingarbörnin fá að kynnast aðstæðum sem fólkið á verkefnasvæðum býr við og rætt er um sameiginlega ábyrgð á því að allir jarðarbúar fái lifað mannsæmandi lífi.

Í kjölfar fræðslunnar ganga fermingarbörnin í hús og safna framlögum til verkefna sem kynnt hafa verið. Fyrir söfnunina fá börnin leiðbeiningar um framkomu, öryggi og að gleyma ekki að vera vel klædd. Börnunum er uppálagt að fara alltaf  tvö og tvö saman og foreldrar eru hvattir til að ganga með þeim. Börnin fá endurskinsmerki merkt Hjálparstarfi kirkjunnar til að bera á meðan fjáröflun stendur.

„Með verkefninu gefist tækifæri til að fræða fermingarbörnin um gildi náungakærleiks á áþreifanlegan hátt. Með því skapast einnig mótvægi við síbylju neikvæðra frétta og tækifæri til að skynja að öll getum við lagt eitthvað af mörkum,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri kirkjunnar, við undirbúning söfnunarinnar.

Börn í fermingarfræðslu hafa í meira en tuttugu ár lagt sitt af mörkum til Hjálparstarfs með því að ganga í hús með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Framlag fermingarbarna er afar mikilvægt en árið 2021 söfnuðu þau rúmum 8 milljónum króna með þessum hætti.

Styðja má fjáröflun fermingarbarna til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku með því að hringja í söfnunarsíma 907 2003 og gefa 2.500 krónur, leggja upphæð að eigin vali inn á reikning 0334-26-56200, kennitala 450670-0499 eða greiða með greiðslukorti hér.

Í Fellabæ og á Egilsstöðum ganga krakkarnir í hús 3. nóvember, með innsiglaða söfnunarbauka, og bjóða upp á stuðning við þetta verkefni sem hefur sýnt frábæran árangur og gefur svo mörgum von. Tökum vel á móti fermingarbörnunum sem láta gott af sér leiða!

Gospelmessa í Egilsstaðakirkju 6. nóvember kl. 20

Það er dásamleg hefð í Egilsstaðakirkju að bjóða til Gospelmessu. Gospel þýðir góðar fréttir fagnaðarerindisins og því liggur áherslan í Gospelmessunni á kröftuga lofgjörð og mikinn söng.

Það er Tryggvi Hermannsson sem leiðir tónlist og sönghóp í Gospelmessunni, eins og oft áður. Öll eru velkomin að taka þátt í þessum gleðilega viðburði. Þau sem vilja vera með í sönghóp er velkomið að hafa samband!

Hér verða allir í stuði með Guði!

Hér er Facebook síða á viðburðinn: https://www.facebook.com/events/440724264853661

Sálmaveisla í Egilsstaðakirkju

Það er komin ný sálmabók! Af því tilefni verður boðið til Sálmaveislu í Egilsstaðakirkju um sálma og helgihald kirkjunnar LAUGARDAGINN 5. NÓVEMBER. Fróðleiksmolar og samtal um helgihald og sálma og MIKILL SÖNGUR.

Sálmaveislan er sérstaklega hugsuð fyrir kórfélaga og söngfólk, sóknarnefndir, organista og presta á svæðinu og hvaðan sem er af landinu! Og öll önnur sem unna söng og samveru eru velkomin.

Sálmaveislan er gott tækifæri til að hittast og eiga gott samfélag, kynnast nýju sálmabókinni, rifja upp kynni við eldri sálma og upplifa nýjar leiðir í því hvernig sálmar og helgihald haldast í hendur. 

Í grófum dráttum er fyrri partur dagsins er helgaður sálmum og messuliðum (hvaða sálmar ganga t.d. sem miskunnarbæn, dýrðarsöngur, heilagur og Guðs lamb?) og seinni partur dagsins helgaður aðventu- og jólasálmum. Við byrjum daginn á sjóðheitu kaffi og nýbökuðum kleinum og súpan í hádegi er þekkt um allan fjórðunginn fyrir bragðgæði og frumlegheit.

Dagurinn okkar verður svona:

10.00 Fólk mætir á staðinn. Kaffi og kleinur í boði í kirkjuvængnum

10.15 Morgunbæn og sálmar í umsjón prófasts Austurlandsprófastsdæmis, sr. Sigríðar Rún Tryggvadóttur

10.30 Söngmálastjóri kirkjunnar, Margrét Bóasdóttir, segir frá nýrri sálmabók og leiðir valda sálma með organistum og kórum

11.15 Þorgeir Arason fjallar um tengsl sálma og helgihalds, brotið upp með söng

11.50 Jóni Ólafi Sigurðssyni þakkað dýrmætt og óeigingjarnt starf í þágu kóra- og sálmastarfs á Austurlandi

12.00 Matarhlé og kaffisopi (safnaðarheimili Hörgsás 4 og kirkjuvængur)

12.50 Jón Ólafur Sigurðsson segir frá starfi sínu í sálmabókarnefnd

13.10 Margrét Bóasdóttir leiðir kynningu og söng á aðventu- og jólasálmum í nýju sálmabókinni. Kórar og organistar slást í hópinn

14.30 Fyrirspurnir og samtal um nýja sálmabók og þýðingu sálma í trúarlífinu

14.50 Veislulok

Til að auðvelda undirbúning er fólk beðið að láta vita um væntanlega þátttöku á netfangið: sigridur.run.tryggvadottir@kirkjan.is

Facebook viðburður er hér: https://www.facebook.com/events/1192380997984067

%d bloggurum líkar þetta: