Sorgin og jólin

Desember er erfiður tími fyrir marga sem misst hafa ástvini sína. Fimmtudagskvöldið 28. nóvember kl. 20:00 verður árleg samvera á vegum Austurlandsprófastsdæmis undir yfirskriftinni „Sorgin og jólin.“ Samveran fer fram í Kirkjuselinu í Fellabæ.

Sr. Hólmgrímur E. Bragason, prestur og mannauðssérfræðingur hjá Fjarðaáli, mun að þessu sinni flytja erindi um efnið. Drífa Sigurðardóttir og félagar úr Kór Áskirkju flytja ljúfa tóna. Bænaljósin tendruð í minningu og von. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina. Kaffi og spjall í lokin. Verið innilega velkomin.

Helgihald 24. nóvember

Helgihald á síðasta sunnudegi kirkjuársins, 24. nóvember:

Séð ofan á klukkuturn Egilsstaðakirkju í vetrarbyrjun 2019

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskólinn kl. 10:30.

Messa kl. 14:00. Sr. Þorgeir Arason. Kór Egilsstaðakirkju. Organisti Torvald Gjerde.Kaffisopi eftir messu.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Dyngju kl. 15:30.

Seyðisfjarðarkirkja:

Sunnudagaskólinn kl. 11:00.

Messa og sunnudagskóli á Seyðisfirði 17. nóvember kl. 11

Sunnudaginn 17. nóvember er messa kl. 11. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Rusa Petriashvili. Prestur er sr. Sigrðíður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson. 

Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimil (byrja í kirkjunni). Biblíusaga, söngur og kirkjubrúður. Umsjón hefur Guðrún Ásta Tryggvadóttir ásamt aðstoðarleiðtogum.

Kaffi, djús og litablöð í safnaðarheimili eftir stundina. 

Fjölskylduguðsþjónusta í Kirkjuselinu sunnudaginn 17. nóvember kl. 14

Verið velkomin í fjölskylduguðsþjónustu í Kirkjuselinu kl. 14 sunnudaginn 17. nóvember.

Kór Áskirkju syngur, organisti Drífa Sigurðardóttir. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina. Fermingarbörn aðstoða.
Vöfflur og kaffi eftir guðsþjónustuna.

Sunnudagaskólinn á sínum stað í Egilsstaðakirkju kl. 10:30.

Gospelmessa og sunnudagaskóli sunnudaginn 10. nóvember

Sunnudagaskóli kl. 10:30

Gospelmessa kl. 20:00. Kristniboðsdagurinn
Stúlknakórinn Liljurnar syngur og leiðir léttan lofsöng undir stjórn Hlínar Pétursdóttur Behrens. Tryggvi Hermannsson verður við flygilinn.

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir leiðir stundina og flytur hugvekju. Gísli Þór Pétursson er meðhjálpari.  
Kaffisopi í kirkju eftir messa. 
Verið velkomin!

Seyðisfjarðarkirkja

Sunnudagaskóli kl. 11. Biblíusaga, kirkjubrúður og mikill söngur. 

Sunnudagur 3. nóvember – Allra heilagra messa

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskóli kl. 10.30. Á dögum myrkurs er kósý-stemming í sunnudagaskólanum og við mætum á náttfötunum. Biblíusaga, kirkjubrúður og mikill söngur. 

Kvöldmessa á ljúfum nótum kl. 20.00

Við tendrum bænaljós í minningu látinna ástvina og samferðafólks. Torvald Gjerde og kór Egilsstaðakirkju. Prestur er sr. Þorgeir Arason.

Kaffisopi eftir messu

Seyðisfjarðarkirkja:

Sunnudagskóli kl. 11. Biblíusaga, kirkjubrúður og mikill söngur. 

Í tilefni Daga myrkurs verðu kaffi með hrekkjavökubrag í safnaðarheimili eftir stundina.

Kvöldmessa kl. 20. Minningardagur látinna, kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.

Við hugleiðum myrkrið og ljósið. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Rusa Petriashvili. Meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.

Söngstund í Egilsstaðakirkju miðvikudaginn 30. október kl. 20


Söngstund í Egilsstaðakirkju
til söfnunar fyrir orgelhreinsun miðvikudaginn 30. október kl. 20

Þrír organistar og þrír kórar koma fram:
Drífa Sigurðardóttir og Kór Áskirkju
Jón Ólafur Sigurðsson og Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna
Torvald Gjerde og Kór Egilsstaðakirkju

Kaffi og veitingar í Safnaðarheimilinu Hörgsási 4 að söngstund lokinni.

Frítt inn en frjáls framlög í orgelsjóðinn eru vel þegin.
Bankareikningur: 175-15-020004; kt. 690777-0299

Hafist verður handa við orgelhreinsunina í janúar nk.
Kærar þakkir til allra sem lagt hafa verkefninu lið.

Sunnudagurinn 27. október

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 10:30.

Messa kl. 14:00. Sr. Þorgeir Arason predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju. Kaffisopi eftir messu.

Bakkagerðiskirkja:

Messa kl. 14:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bakkasystur syngja. Kaffisopi og aðalsafnaðarfundur Bakkagerðissóknar eftir messu.

Verið velkomin til kirkju!

Jól í skókassa

Móttaka gjafa í verkefnið „Jól í skókassa“ verður í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju laugardaginn 26. október kl. 10:00-14:00. Hressing í boði fyrir glaða gjafara og myndasýning af afhendingunni ytra, en um er að ræða jólagjafir til bágstaddra barna í Úkraínu. Nánari upplýsingar um verkefnið og æskilegt innihald gjafanna er að finna hér.

Guðsþjónusta í Áskirkju sunnudaginn 20. október kl. 14

„Og þetta boðorð höfum við frá honum, að sá sem elskar Guð á einnig að elska bróður sinn og systur. “ (1Jóh 4.21)

Sunnudaginn 20. október verður guðsþjónusta í Áskirkju kl. 14. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Kór Áskirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Meðhjálpari Bergsteinn Brynjólfsson. Verið velkomin í Áskirkju!

Guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Dyngju kl. 15:30 þar sem kór Áskirkju syngur, organisti Drífa Sigurðardóttir, prestur Ólöf Margrét Snorradóttir.

Sunnudagaskóli í Egilsstaðakirkju á sínum stað kl. 10:30 með söng, sögu og brúðum. Ávextir og litastund í lokin. Verið velkomin!

%d bloggurum líkar þetta: