Valþjófsstaðarkirkja: Aðventuhátíð 10. desember kl. 20:30

Aðventuhátíð Valþjófsstaðarkirkju sunnudaginn 10. desember kl. 20:30

Valthjofsstadur vetur (2)

Upplestur, hugleiðing og söngur!

Kór Valþjófsstaðarkirkju syngur og leiðir almennan söng,
organisti Jón Ólafur Sigurðsson.
Angelika Liebermeister syngur einsöng.

Arna Björg Bjarnadóttir flytur hugleiðingu.
Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.

Aðventukaffi í lokin hjá Örnu Björgu og Steingrími
á gamla prestsetrinu að Valþjófsstað 1.

Verið hjartanlega velkomin á aðventuhátíðina!

 

Aðventukvöld í Bakkagerðiskirkju

jolakerti.jpgAðventukvöld í Bakkagerðiskirkju, Borgarfirði eystra, mánudaginn 11. desember kl. 20:00.

Bakkasystur syngja aðventu- og jólalög og leiða almennan söng undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar organista. Þær Zlata og Alexandra í kirkjuskólanum munu einnig syngja og kveikja aðventuljósin. Tinna Jóhanna Magnusson kennari segir frá sænskum lúsíuhefðum. Sr. Þorgeir Arason leiðir aðventukvöldið og flytur hugvekju. Kvöldsopi í Heiðargerði eftir stundina. Verið velkomin!

 

Annar í aðventu í Egilsstaðakirkju

children-church-christmas-e1416327892117Egilsstaðakirkja – 10. desember, annar sunnudagur í aðventu:

Sunnudagaskóli kl. 10:30 – síðasta samvera fyrir jól. Heitt súkkulaði og piparkökur eftir stundina

Aðventuhátíð kirkjunnar kl. 18:00

Barnakór kirkjunnar, Liljurnar og Kirkjukórinn syngja. Ljósaþáttur fermingarbarna. Rúnar Snær Reynisson sér um jólalegan upplestur. Hugvekja: Sr. Erla Björk Jónsdóttir héraðsprestur. Að venju hefst stundin á að kveikt er á ljósunum á jólatrénu við kirkjuna og endar á að allir í kirkjunni kveikja á kertum og sameinast í söng.  Verið velkomin! Þorgeir Arason, sóknarprestur.

Aðventuhátíð í Vallaneskirkju

Vallaneskirkja

Vallaneskirkja

Aðventuhátíð Valla, Skóga og Skriðdals verður í Vallanesi laugardaginn 9. desember kl. 15:00.

Kór Vallaness og Þingmúla syngur og leiðir almennan söng

Ragnhildur Elín, Soffía Mjöll og Sara Lind sjá um tónlistaratriði

Jóhanna Hafliðadóttir annast jólalegan upplestur

Organisti Torvald Gjerde. Sr. Þorgeir Arason leiðir stundina og flytur hugvekju

Kaffi, safi og smákökur eftir stundina

Verið velkomin!

Aðventukvöld í Kirkjubæjarkirkju

kirkjubc3a6jarkirkja-1-500x328.jpgAðventukvöld Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna 2017 verður haldið í Kirkjubæjarkirkju fimmtudagskvöldið 7. desember kl. 20:00.
Kirkjukór Kirkjubæjar og Sleðbrjóts syngur, organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Angelika Liebermeister syngur einsöng. Við heyrum jólafrásögn tengda Tungunni. Sr. Þorgeir leiðir stundina og flytur hugvekju.
Eftir stundina í kirkjunni býður Kvenfélag Hróarstungu í aðventukaffi í Tungubúð. Verið velkomin.

Aðventukvöld Ássóknar: 6. desember kl. 20 í Kirkjuselinu

Aðventukvöld Ássóknar miðvikudagskvöldið 6. desember kl. 20
í Kirkjuselinu Fellabæ!

Söngur, hugleiðing, helgileikur, kaffi og smákökur!

Myndaniðurstaða fyrir christmas ornaments and candles

Fram koma: Kór Áskirkju ásamt barnakór, stjórnandi og undirleikari Drífa Sigurðardóttir, Sigrún Jóna Hauksdóttir og börn úr barnastarfinu. Fermingarbörn aðstoða. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.

Kaffi og smákökur í lokin.

Verið hjartanlega velkomin á aðventukvöldið!

Aðventuhátíð Eiða- og Hjaltastaðarsókna í Hjaltastaðarkirkju og heitt kakó og smákökur í Hjaltalundi eftir stundina.

HjaltastaðarkirkjaSameiginleg aðventuhátíð Eiða- og Hjaltastaðarsókna verður haldin í Hjaltastaðarkirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu, 3. desember kl. 16.00.

Anna Þórhallsdóttir, Ormsstöðum flytur jólahugleiðingu. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Organgisti er Torvald Gjerde.

Eftir stundina er boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Hjaltalundi.

Verið velkomin

Að komast af þrátt fyrir jólin

Að komast af þrátt fyrir jólin – samvera um sorg og missi í nánd hátíðar í Kirkjuselinu í Fellabæ fimmtudaginn 30. nóvember kl. 20:00

Tengd mynd

Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sérþjónustuprestur hjá Þjóðkirkjunni, talar um hátíðina framundan og sorgina en jólin geta reynst syrgjendum erfið tími. Kristinn Ágúst hefur um þrjátíu ára reynslu af prestsskap auk sérmenntunar í sálgæslu og sáttamiðlun.

Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina. Drífa Sigurðardóttir og félagar úr Kór Áskirkju flytja hugljúfa tónlist. Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.

Kaffi og spjall í lok stundar.

Allir velkomnir!

 

Messa og sunnudagskóli í Seyðisfjarðarkirkju

Hvað er huggulegra á köldum sunnudagsmorgni en að fara til kirkju og eiga gott samfélag í messukaffi á eftir stundina.

Á síðasta sunnudegi kirkjuársins, þann 26. nóvember er messa kl. 11.
Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.
Sunnudagaskóli í safnaðarheimili á sama tíma. Ísold og hinir leiðtogarnir leiða skemmtilega dagskrá, Vaka og Rebbi koma í heimsókn og svo verður sýnt blaa_kirkjannýtt myndband með Hafdísi og Klemma. Hressing í safnaðarheimilinu eftir stundina.
Eftir stundina er hressing í safnaðarheimili kirkjunnar.

Verið velkomin.

Laust starf við Egilsstaðakirkju

Sóknarnefnd Egilsstaðakirkju auglýsir laust til umsóknar starf kirkjuvarðar og meðhjálpara við kirkjuna. Um er að ræða 50% starf, sem laust er frá 1. janúar 2018.

Í starfinu felst m.a. almenn ræsting og umhirða kirkjuhússins, undirbúningur og aðstoð Egskirkjavið ýmsar kirkjulegar athafnir, innkaup og umsjón með útleigu og bókun viðburða í kirkjunni. Vinnutími er óreglulegur og að nokkru leyti eftir samkomulagi. Um launakjör fer eftir kjarasamningi.

Nánari upplýsingar veita Þorgeir Arason, sóknarprestur, í síma 847-9289, og Jónas Þór Jóhannsson, formaður sóknarnefndar, í síma 893-1001.

Umsóknir berist á netfangið jonas.thor@simnet.is fyrir 10. desember nk.

 

Starfslýsing fyrir kirkjuvörð við Egilsstaðakirkju   Gildir frá 1. sept. 2016 að telja

 1. Kirkjuvörður annast þrif og umhirðu í kirkju og ber ábyrgð á, að snyrtimennska og virðing fyrir starfsemi kirkjunnar sé þar í öndvegi.
  1. Vikuleg þrif eða oftar eftir þörfum: öll salerni þrifin, öll gólf ryksuguð og skúruð eftir þörfum. Umhirða í eldhúsi (frágangur, þvottur á tuskum og dúkum o.fl.).
  2. Afþurrkun eftir þörfum (þó eigi sjaldnar en mánaðarlega).
  3. Önnur þrif fyrir athafnir/viðburði og önnur stærri þrif, ákveðin í samráði við sóknarprest hverju sinni.
  4. Umsjón og ábyrgð á að safnaðarheimili sé þrifið.
 2. Kirkjuvörður hefur umsjón með útleigu og bókun viðburða í safnaðarheimili og kirkju, heldur utan um dagbók og rafræna skráningu viðburða og innheimtir leigugjald eftir ákvörðun sóknarnefndar, enn fremur STEF-gjald af gjaldskyldum tónleikum. Sé kirkjan leigð út til aðila henni óskyldri er kirkjuvörður jafnan þar til staðar og innheimtir eigin laun fyrir þá vinnu með reikningi til leigutaka auk þess að innheimta leigugjald kirkjunnar. Teljast vinnustundir við slík tilefni því ekki til almennra vinnustunda kirkjuvarðar en þó skráðar í dagbók.
 3. Kirkjuvörður hefur umsjón með almennu eftirliti og viðhaldi á kirkju og innanstokksmunum, annast sjálfur minni háttar viðhald og kallar fagmenn til starfa við það eftir þörfum.
 4. Kirkjuvörður undirbýr, aðstoðar við og gengur frá eftir kirkjulegar athafnir. Þar með talið:
  1. Annast útfararstjórn
  2. Sinnir meðhjálparastarfi við guðsþjónustur eftir nánara samkomulagi við sóknarprest
  3. Undirbýr fermingar með presti og hefur umsjón með kyrtlum
  4. Aðstoðar kirkjukór
  5. Hefur umsjón með messukaffi í samráði við prest og sjálfboðaliða hverju sinni
  6. Undirbýr og aðstoðar við hjónavígslur
  7. Annað eftir nánari ákvörðun sóknarprests. Að jafnaði er þó ekki þörf á að kirkjuvörður sé viðstaddur skírnir utan guðsþjónustu, barnastarf í kirkjunni eða annað almennt safnaðarstarf.
  8. Um kirkjulegar athafnir og umhirðu kirkjunnar vísast að öðru leyti til bókarinnar „Þjónar í húsi Guðs“, einkum 4. kaflans „Hlutverk þjóna í þjónustunni.“
 5. Kirkjuvörður annast innkaup fyrir kirkju og safnaðarheimili og ber ábyrgð á að til staðar séu þær rekstrarvörur sem á þarf að halda í starfi safnaðarins.
 6. Kirkjuvörður dregur upp fána við kirkjuna alla þá daga sem guðsþjónustur og aðrar athafnir fara fram í kirkjunni, og á öðrum íslenskum fánadögum skv. forsetaúrskurði.
 7. Kirkjuvörður situr mánaðarlega starfsmannafundi og stuðlar fyrir sitt leyti að góðu samstarfi innan kirkjunnar og að farsælu skipulagi safnaðarstarfsins.
 8. Kirkjuvörður ber ábyrgð á snjómokstri við kirkjuna.
 9. Kirkjuvörður hefur umsjón með lyklum að kirkjunni og lánar þá og heldur skrá þar um í samráði við sóknarnefnd og sóknarprest.
 10. Kirkjuvörður er bundinn þagnarskyldu um hvaðeina sem hann fær vitneskju um eða verður áskynja í starfi sínu og leynt skal fara.
 11. Kirkjuvörður hefur sveigjanlegan en óreglulegan vinnutíma og hægt er að kveðja hann til starfa helgidaga jafnt sem aðra daga. Kirkjuvörður skal reglulega skila sóknarnefnd og sóknarpresti skráningu yfir vinnutíma sinn og hvernig honum er varið og fær greiddar yfirvinnustundir samkvæmt þeirri skráningu.
%d bloggurum líkar þetta: