Eiríksstaðakirkja 24. júní

EiríksstaðakirkjaEiríksstaðakirkja á Efra-Jökuldal:

Sumarmessa sunnudaginn 24. júní kl. 14:00.

Prestur sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Almennur söngur. Hringjari Gréta Þórðardóttir.

Allir velkomnir!

Eiríksstaðir - altaristafla

Altaristafla Eiríksstaðakirkju: Emmausfararnir eftir Jóhann Briem

Helgihald 16.-17. júní

Laugardagurinn 16. júní:

Áskirkja í Fellum: Messa kl. 11:00. Fermd verða Silja Hrönn Sverrisdóttir og Unnar Aðalsteinsson. Organisti Torvald Gjerde. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.

Hofteigskirkja á Jökuldal: Messa kl. 15:00. Fermdur verður Óli Jóhannes Gunnþórsson. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.

íslenski fáninn

Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní:

Egilsstaðakirkja: Hátíðarguðsþjónusta fyrir alla fjölskylduna kl. 10:30. Skrúðganga frá kirkjunni eftir stundina. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju. Sr. Þorgeir Arason.

Seyðisfjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 í skrúðgarði við kirkju, við upphaf hátíðarhalda. Organisti Sigurbjörg Kristínardóttir. Kór Seyðisfjarðarkirkju. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.

Tónlistarstundir sumarsins

dc9K7rkKiTónleikaröðin Tónlistarstundir á Héraði hefst á þriðjudagskvöld í Egilsstaðakirkju með orgeltónleikum.  Haldnir verða sex tónleikar, fernir í Egilsstaðakirkju og tvennir í Vallaneskirkju. Allir eru velkomnir á tónleikana og það er enginn aðgangseyrir.

Dagskrá tónleikaraðarinnar er eftirfarandi.

Tónlistarstundir – Lenka Mateova og Kittý Kovács -Þriðjudaginn 12. júní kl. 20 í Egilsstaðaskirkju

Lenka Mateova  organisti í Kópavogskirkju, sem áður var á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og í Heydölum og Kittý Kovács organisti á Vestmannaeyjum, nýútskrifaður einleikari frá Tónskóla þjóðkirkjunnar.

Tónlistarstundir – Kammerkór Egilsstaðakirkju – Fimmtudaginn 14. júní klukkan 20 í Vallaneskirkju

Kammerkór Egilsstaðakirkju, undir stjórn Torvalds Gjerde, syngur tónleika á Tónlistarstund í Vallaneskirkju, fimmtudaginn 14. júní klukkan 20. Á efnisskránni eru til dæmis falleg íslensk sem og erlend vor- og sumarlög auk tveggja kafla úr Missa Papae Marcelli eftir Palestrina.

Tónlistarstundir – Tinna Þorvalds Önnudóttir og Alda Rut Garðarsdóttir – Fimmtudaginn 21. júní klukkan 20 í Egilsstaðakirkju

Tinna Þorvalds Önnudóttir, mezzósópran, ættuð úr Berufirði og Alda Rut Garðarsdóttir, píanó, frá Stöðvarfirði.

Tónlistarstundir – Framhaldsnemar á fiðlu og píanó frá Egilsstöðum – Fimmtudaginn 28. júní klukkan 20 í Egilsstaðakirkju

Framhaldsnemar á fiðlu og píanó frá Egilsstöðum, Charles Ross, selló, tónlistarkennari á Héraði og Torvald Gjerde, píanó og orgel, organisti og tónlistarkennari á Héraði.

Tónlistarstundir – Sóley Þrastardóttir, flauta, og Öystein M. Gjerde, gítar – Sunnudaginn 1. júlí klukkan 20 í Vallaneskirkju

Sóley Þrastardóttir, flauta, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum og Öystein M. Gjerde, gítar, tónlistarkennari á Héraði.

Tónlistarstundir – Olga vocal, 5-manna sönghópur, frá Hollandi -Sunnudaginn 8. júlí klukkan 17 í Egilsstaðakirkju

Olga vocal, 5-manna sönghópur, frá Hollandi, þar á meðal tveir Íslendingar. Hópurinn hefur komið fram í ýmsum löndum, einnig í íslensku sjónvarpi.

Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands, Fljótsdalshéraði, Alcoa, Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju.

 

Sleðbrjótskirkja 10. júní

Sleðbrjótskirkja-2-500x333Árleg kvöldmessa á sumri í Sleðbrjótskirkju í Jökulsárhlíð verður sunnudaginn 10. júní kl. 20:00.

Prestur Þorgeir Arason,

organisti Jón Ólafur Sigurðsson,

Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna syngur,

meðhjálpari Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar.

Allir velkomnir!

Sjómannadagurinn í Egilsstaðaprestakalli

gu_no

Áskirkja í Fellum:  Messa kl. 11 – Ferming, sjá fermingarbörn hér.  Prestur er sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti er Drífa Sigurðardóttir og kór Áskirkju leiðir safnaðarsöng.

Bakkagerðiskirkja: Sjómannadagsmessa við Hafnarhólmann kl. 11 (í kirkju ef viðrar illa). Prestur er sr. Þorgeir Arason. Bakkasystur syngja og organisti er Jón Ólafur Sigurðsson.

Seyðisfjarðarkirkja: Sjómannadagsmessa kl. 20. Ræðumaður er Þórbergur Torfason. Sigurbjörg Kristínardóttir er organisti. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir safnaðarsöng. Kaffi og kökur í safnaðarheimili eftir messu.

Aðalsafnaðarfundur Hjaltastaðarsóknar

Aðalfundur Hjaltastaðarsóknar verður haldinn í Hjaltastaðarkirkju fimmtudaginn 7. júní kl. 15.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Screen Shot 2016-04-13 at 10.18.34Sóknarbörn látið ykkur málefni kirkjunnar ykkar varða.

Gönguguðsþjónusta í Vallaneskirkju sunnudaginn 27. maí.

Gengið af stað kl. 10 – guðsþjónsta kl. 11

Sunnudaginn 27. maí sameinum við hreyfingu og helgihald í Vallaneskirkju í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ á Fljótsdalshéraði. Gengin verður gömul kirkjuleið í Vallanes (3,5-4,0 km) sem hefst rétt utan við Strönd. Létt ganga á jafnsléttu sem lýkur með stuttri guðsþjónustu í Vallaneskirkju.
Vallaneskirkja
Safnast saman við Vallaneskirkju kl. 10:00 að morgni sunnudagsins 27. maí og ekið að upphafsstað göngu. Guðsþjónusta hefst í Vallaneskirkju kl. 11:00 og vitaskuld er einnig hægt að koma beint þangað. Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir og organisti Torvald Gjerde. Almennur söngur.

Allir velkomnir!

Hvítasunnudagur, 20. maí

hvítasunnaEgilsstaðakirkja:

Hátíðarmessur kl. 10:30 og kl. 13:00 – Fermingar. Sjá nöfn fermingarbarna.

Kór Egilsstaðakirkju, organisti Torvald Gjerde. Sr. Þorgeir Arason. Allir velkomnir.

Seyðisfjarðarkirkja:

Hátíðarmessa kl. 11:00.

Kór Seyðisfjarðarkirkju, organisti Sigurbjörg Kristínardóttir. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kaffi í safnaðarheimili eftir messu. Verið velkomin.

Þingmúlakirkja: 

Hátíðarmessa kl. 16 – Fermd verða Emilía Anna Óttarsdóttir og Markús Máni Viðarsson.

Kór Vallaness-og Þingmúlakirkna leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Torvald Gjerde. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Verið öll velkomin.

Gleðilega hátíð heilags anda!

Uppstigningardagur 10. maí: Guðsþjónusta í Egilsstaðakirkju kl. 14

Kirkjudagur aldraðra – guðsþjónusta og kirkjukaffi

Jón Ólafur Sigurðsson leikur á orgelið, Image result for luke 24.44-53
sönghópur úr Félagi eldri borgara syngur.
Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir.

Að lokinni guðsþjónustu er boðið upp á kaffi í safnaðarheimili kirkjunnar að Hörgsási 4.

Uppstigningardagur er dagur aldraðra í kirkjunni. Þannig hefur það verið frá því 1982 er herra Pétur Sigurgeirsson, þáverandi biskup Íslands, lagði það til á kirkjuþingi að dagur aldraðra yrði árlegur viðburður í kirkjum landsins og skyldi sá dagur vera uppstigningardagur.
Markmið með slíkum degi er að lyfta upp og minna á og þakka það góða starf sem aldraðir sinna í kirkjunni.
Komum saman og gleðjumst á þessum degi.

Gospelmessa 6. maí í Egilsstaðakirkju

worshipEgilsstaðakirkja: Gospelmessa sunnudaginn 6. maí kl. 20:00.

Liljurnar syngja trúarlega tónlist úr smiðju hljómsveitarinnar U2 og úr söngleikjum og kvikmyndum. Einsöngvarar úr röðum kórfélaga. Kórstjóri Margrét Lára Þórarinsdóttir – Tryggvi Hermannsson við flygilinn.

Jón Gunnar Axelsson flytur vitnisburð. Kaffisopi eftir stundina. Sr. Þorgeir Arason.

Hjúkrunarheimilið Dyngja, Egilsstöðum:

Guðsþjónusta kl. 17:00. Liljurnar, Tryggvi, Margrét Lára og sr. Þorgeir sjá um stundina.

%d bloggurum líkar þetta: