Sunnudagurinn 30. október

Egilsstaðakirkja: Sunnudagaskóli kl. 10:30. 

Sr. Þorgeir, Sándor og leiðtogarnir taka vel á móti börnum á öllum aldri, Mýsla og Rebbi láta sig ekki vanta!

Seyðisfjarðarkirkja: Kvöldmessa kl. 20:00 – Allra heilagra messa. Látinna minnst.

Prestur Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Rusa Petriashvili. Kór Seyðisfjarðarkirkju.

Vallaneskirkja: Ljósastund kl. 20:00. Allra heilagra messa – Minningardagur látinna

Þegar Dagar myrkurs á Austurlandi eru að ganga í garð komum við saman í nafni ljóss heimsins til guðsþjónustu í Vallanesi undir yfirskriftinni „Ljósastund“ þar sem við tendrum bænaljós í minningu og þökk fyrir látna ástvini.

Stefán Bogi Sveinsson les eigin ljóð um það að missa, sakna og minnast. Prestur er Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Kór Vallaness og Þingmúla syngur. Kvöldsopi í kirkjunni eftir stundina.

Ekki barnastarf og fermingarfræðsla 24.-25.10.

Barnastarfið (Stjörnustund) og fermingarfræðslan verða í vetrarfríi líkt og skólarnir mánudaginn 24. október og þriðjudaginn 25. október. Þetta gildir bæði um starfið í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju og í Kirkjuselinu Fellabæ.

Bakkagerðiskirkja á sunnudag

Tilvalið að mæta í einhverju bleiku eða með Bleiku slaufuna! Messan er við lok hvíldarhelgi á Borgarfirði fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur – komum og sýnum samstöðu!

Egilsstaðakirkja á sunnudag

Tilvalið að mæta í einhverju bleiku eða með Bleiku slaufuna!

Frjáls framlög til Krabbameinsfélagsins eftir messu.

Útför Lilju Hallgrímsdóttur

Laugardaginn 15. október verður frú Lilja Hallgrímsdóttir kvödd frá Valþjófsstaðarkirkju. Útförin hefst kl. 14 og öll eru velkomin. Hægt verður að fylgjast með streymi frá athöfninni með þessari tengingu: https://www.youtube.com/channel/UCR3J707yV8CflZnqsH1A0Mw/live

Má bjóða þér í messu og kjötsúpu?

Við ætlum að hittast í Seyðisfjarðarkirkju á sunnudagskvöldið kl. 18, á degi heilbrigðisþjónustunnar. Þar verður hún Sigurveig Gísladóttir, fagstjóri hjúkrunar, sem flytur okkur erindi. Við fáum líka að syngja með kór Seyðisfjarðarkirkju undir stjórn Rusa Petriashvili, og það verður sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir sem þjónar fyrir altari. Meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson.

Eftir messu verður boðið upp á kjötsúpu og brauðbita í safnaðarheimilinu. Eins og konan sagði: Þetta verður bæði fræðandi og nærandi. Öll velkomin!

Messa í Áskirkju kl. 14 á sunnudaginn

Við fáum að hittast og halda messu í fallegu Áskirkjunni okkar í Fellum á sunnudaginn kemur. Þar gefst söfnuðinum m.a. tækifæri til að hitta öll frábæru fermingarbörnin okkar sem hafa verið að undirbúa messuna og ætla að lesa ritningarlestra og leiða bænir. Sr. Kristín verður presturinn, Jón Ólafur organistinn og Bergsteinn meðhjálpari. Verum öll innilega velkomin!

Fjölskyldumessa í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 16. október

Það verður gott að hittast í kirkjunni okkar á Egilsstöðum á sunnudaginn! Við höfum fjölskyldumessu kl. 10.30, Sándor og sr. Kristín þjóna, ásamt Elísu Petru, Guðnýju og Ragnheiði. Mikill söngur og gleði! Verum öll velkomin.

Stuðningshópur – Missir og sorg

Stuðningshópur fyrir fólk sem hefur misst ástvin fer næst af stað þriðjudaginn 18. október kl. 17:30-19:00 í Kirkjuselinu í Fellabæ. Hópurinn mun hittast sex þriðjudaga í röð (fram að aðventu). Umsjón hefur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.

Slíkir hópar, sem helgaðir eru samtali um missi og sorg, eru að jafnaði í boði einu sinni til tvisvar á ári hér í Egilsstaðaprestakalli. Markmiðið með stuðningshópnum er að fólk sem hefur misst ástvin geti leitað stuðnings og deilt með öðrum sameiginlegri reynslu. Í sorgarhópum á sér ekki stað formleg meðferð, heldur samtal. Í sorgarhópum er ekki leitast við að ýta sorginni í burtu eða að þrýsta á viðkomandi að „lífið haldi áfram“ eins og stundum er sagt. Samfélag með öðrum sem hafa misst getur verið hjálplegt til að bera sorgina og horfast í augu við breyttan hversdag. Fjöldi í hóp er takmarkaður til að öll sem vilja hafi tækifæri til að tjá sig. Þátttaka er að kostnaðarlausu og engin skilyrði eru um trúfélagsaðild eða annan bakgrunn, en athugið að starf hópsins fer fram á íslensku.

Skráning og nánari upplýsingar á egilsstadakirkja@gmail.com og hjá prestunum.

Bleikri messu frestað vegna veðurs

Þar sem rauð veðurviðvörun tekur senn gildi fyrir Austurland að Glettingi og íbúum ráðlagt að halda sig heima, er bleiku messunni sem vera átti í Egilsstaðakirkju í kvöld frestað. Bleika messan er nú áætluð 23. október kl. 20:00.

%d bloggurum líkar þetta: