Aðalsafnaðarfundur Eiðasóknar 9. maí 2017

Aðalsafnaðarfundur Eiðasóknar 9. maí 2017

Mætt: Þórhallur Pálsson, Ágústína Konráðsdóttir, Heiður Ósk Helgadóttir, Vilhjálmur Karl Jóhannsson, Kristján Gissurarson, Sigríður Rún Tryggvadóttir

 

Þórhallur fór yfir skýrslu sóknarnefndar 2016. Umræður spunnust um gerð göngustígs, hvort hann raskaði gröfum. Rætt um að setja timburstíg ofan á jörðina til að forðast rask.

Gústý gjaldkeri fór yfir ársreikningana. Ákveðið var að athuga fyrir þetta ár að hækka brunabótamat eignanna og setja eignir inn í ársreikning kirkjugarðs. Reikningar 2016 voru samþykktir samhljóða.

Skoðunarmenn reikninga og varamenn þeirra voru endurkosnir.

Heiður Ósk og Vilhjálmur Karl kosin í sóknarnefnd. Jóhann Gísli hættir.

Í kjörnefnd voru kosnar Gunnþóra Snæþórsdóttir og Ágústína Konráðsdóttir, varamaður.

Upp kom tillaga frá Þórhalli að lengja ytra byrði aðstöðuhúss til vesturs um 2 metra og útbúa þar verkfærageymslu.

Samþykkt að semja við Kristján um áframhaldandi slátt á lóðinni (Þórhallur)

Gluggar kirkjunnar verði málaðir að innan í sumar.

Viðgerð á hurðum undirbúin.

Ákveðið að ráðast ekki í fjárfrekar framkvæmdir á yfirstandandi ári.

Ákveðið að endurskoða aðgangsmál að húsunum – lyklabox. (Þórhallur)

Ákveðið að reyna að selja gamla orgelið (Heiður Ósk)

 

 

12/5 ‘17

HÓH

%d bloggurum líkar þetta: