Category Archives: Uncategorized

Aðalsafnaðarfundur Egilsstaðasóknar

Fundarboð

Aðalsafnaðarfundur Egilsstaðasóknar verður haldinn mánudaginn 6. maí í safnaðarheimilinu að Hörgsási 4 Egilsstöðum og hefst kl 17:00

Dagskrá fundarins er samkvæmt 15. grein starfsreglna um sóknarnefndir nr 1111/2011

  1. Gerð  grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
  2. Afgreiðslu reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
  3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
  4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
  5. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.
  6. [Kosning sóknarnefndar.]1)
  7. [Kosning kjörnefndar.]1)
  8. [Kosning í aðrar nefndir og ráð.]1)
  9. [Önnur mál.]1)

Jónas þór Jóhannsson formaður sóknarnefndar.

Hofteigskirkja: Aðalsafnaðarfundur sunnudaginn 28. apríl kl. 17.

Aðalsafnaðarfundur Hofteigssóknar verður sunnudaginn 28. apríl kl. 17 í aðstöðuhúsinu við kirkjuna.
Venjuleg aðalfundarstörf. Heitt á könnunni.
Komið og látið ykkur varða kirkjuna ykkar.
Sóknarnefnd Hofteigssóknar og prestar Egilsstaðaprestakalls.

Helgihald um bænadaga og páska

Skírdagur, 18. apríl:

Egilsstaðakirkja: Fermingarmessa kl. 10:30. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju.  –  Kyrrðarstund – Heilög kvöldmáltíð og borðhald kl. 18:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Torvald Gjerde.

Valþjófsstaðarkirkja: Fermingarmessa kl. 13:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Valþjófsstaðarkirkju syngur.

Sleðbrjótskirkja: Fermingarmessa kl. 15:30. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna syngur.

Hjaltastaðarkirkja: Kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Sigríður Laufey Sigurjónsdóttir og félagar sjá um tónlistina.

Föstudagurinn langi, 19. apríl:

Seyðisfjarðarkirkja: Dagskrá í tali og tónum kl. 11:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Sigurður Jónsson.

Valþjófsstaðarkirkja: Helgiganga í samstarfi við Gunnarsstofnun kl. 11:00 frá Valþjófsstað í Skriðuklaustur. Sr. Ólöf Margrét leiðir.

Eiðakirkja: Lestur Passíusálmanna kl. 14-18. Ýmsir lesarar flytja Passíusálmana, hægt að koma og fara að vild.

Egilsstaðakirkja: Æðruleysismessa kl. 20:00. Sr. Erla Björk Jónsdóttir. Organisti Torvald Gjerde. Opinn AA-fundur í kirkjunni eftir messu.

Páskadagur, 21. apríl:

Egilsstaðakirkja: Hátíðarmessa kl. 8:00 árdegis. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju.

Seyðisfjarðarkirkja: Hátíðarmessa kl. 9:00 í kirkjunni og á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar kl. 11:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Rusa Petriashvili. Kór Seyðisfjarðarkirkju.

Áskirkja í Fellum: Hátíðarmessa kl. 10:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Kór Áskirkju.

Sleðbrjótskirkja: Hátíðarmessa kl. 11:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna syngur.

Eiðakirkja: Hátíðarmessa kl. 14:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju.

Þingmúlakirkja: Hátíðarmessa kl. 14:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Torvald Gjerde. Kór Vallaness og Þingmúla.

Annar í páskum, 22. apríl:

Bakkagerðiskirkja: Hátíðarmessa kl. 14:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bakkasystur syngja.

Hjúkrunarh. Dyngja, Egilsst.: Hátíðarmessa kl. 17:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bakkasystur syngja.

Valþjófsstaðarkirkja: Aðalsafnaðarfundur þriðjudaginn 23. apríl kl. 20.

Aðalsafnaðarfundur Valþjófsstaðarsóknar verður þriðjudagskvöldið 23. apríl kl. 20 í Valþjófsstaðarkirkju.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Mætum og látum okkur varða kirkjuna í samfélaginu okkar.

Heitt á könnunni.

Sóknarnefnd Valþjófsstaðarsóknar og prestar Egilsstaðaprestakalls.

helgihald á pálmasunnudag 14. apríl

Egilsstaðakirkja: Páskastund fjölskyldunnar & Vorferð sunnudagaskólans, Stjörnustundar og barnakórsins. Rúta frá Egilsstaðakirkju kl. 10:00. Dagskrá hefst í Sumarbúðunum við Eiðavatn kl. 10:30. Pylsuveisla og páskaeggjaleit. Sr. Þorgeir Arason og leiðtogar barnastarfsins.

Seyðisfjarðarkirkja: Fjölskyldumessa kl. 11:00. Saga páskanna, mikill söngur og kirkjubrúður. Sr. Sigríður Rún og  Ísold Gná leiða stundina ásamt fermingarstúlkum. Kór Seyðisfjarðarkirkju. Organisti er Rusa Petriashvili. Meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson. 

Páskaeggjaleit eftir stundina.

Eiðakirkja: Fermingarmessa kl. 11:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Kór Eiðakirkju. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson.

Fermdir verða:

Jose Filip Hugosson

Jónas Helgi Gunnbjörnsson

Unnar Karl Bryngeirsson

Gospel- og æskulýðsmessa í Egilsstaðakirkju miðvikudaginn 10. apríl kl. 20!

Kristur, hann býr í mér og ég vil lifa fyrir hann.

Söngur, hugleiðing, bænastöðvar og altarisganga í gospel- og æskulýðsmessu Egilsstaðakirkju. Fermingarbörn af Héraði taka þátt.
Stúlknakórinn Liljurnar syngja og leiða almennan söng undir stjórn Hlínar Pétursdóttur Behrens. Undirleikari Tryggvi Hermannsson.
Sr. Þorgeir og sr. Ólöf þjóna.
Kaffi í boði fermingarbarna í lok messu.
Verið velkomin!

Innsetning prófasts við kvöldmessu í Seyðisfjarðarkirkju

Sunnudaginn 7. apríl er kvöldmessa í Seyðisfjarðarkirkju kl. 20.00

Frú Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum setur sr. Sigríði Rún Tryggvadóttur inn í embætti prófasts Austurlandsprófastsdæmis.

Ásamt þeim þjóna sr. Davíð Baldursson, sr. Þorgeir Arason og sr. Ólöf Margrét Snorradóttir fyrir altari.

Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti og kórstjóri er Rusa Petriashvili.  

Meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson. 

Viðstöddum er boðið að þiggja veitingar á Hótel Öldu að messu lokinn.

Verið öll velkomin.

Description: Macintosh HD:Users:SigridurRun:Downloads:seyðisfjarðarkirkja.jpg
Description: Macintosh HD:Users:SigridurRun:Downloads:seyðisfjarðarkirkja.jpg

Fjölskylduguðsþjónusta í Kirkjuselinu sunnudaginn 31. mars kl. 14

Verið velkomin í fjölskylduguðsþjónustu í Kirkjuselinu Fellabæ!

Söngur, leikþáttur, hugleiðing og bæn.

Börn úr barnastarfi aðstoða, sýna leikþátt um miskunnsama Samverjann
og leiða söng ásamt félögum úr Kór Áskirkju.

Organisti Drífa Sigurðardóttir.
Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir.

Messukaffi að lokinni guðsþjónustu.

Verið velkomin

Egilsstaðakirkja 24. mars

Sunnudagaskóli kl. 10:30

Guðsþjónusta á Dyngju kl. 17:00

Messa í kirkjunni kl. 18:00

Sr. Þorgeir Arason. Kór Egilsstaðakirkju. Organisti Torvald Gjerde.

Verið velkomin!

Seyðisfjarðarkirkja messa kl.11 sunnudaginn 24. mars

Fastan er góður tími til að fara í gagnrýna endurskoðun á lífsháttum. Í messunni á sunnudaginn ætlum við að skoða hvaða áhrif lífsstíll okkar og neysluvenjur hafa á umhverfið og náttúruna og hvað við getum gert til að minnka kolefnisfótspor okkar.
%d bloggurum líkar þetta: