Category Archives: Uncategorized

Kyrrðardvöl við þröskuld aðventu

Bíð róleg eftir Guði, sála mín, því að frá honum kemur von mín.
Sálm 62.6

Aðventan er annasamur tími hjá flestum og í mörg horn að líta í aðdraganda jólanna. Auk þess reynist aðventan mörgum erfiður tími, t.d. vegna sorgar eða skammdegisins. Að þessu sinni mun Þjóðkirkjan á Austurlandi bjóða upp á sólarhrings kyrrðardvöl á Eiðum við þröskuld aðventunnar. Markmið hennar er að gefa fólki kost á að draga sig í einn sólarhring út úr ys hversdagsins og leita næringar í þögninni og í samfélaginu við Guð í fögru umhverfi – „hlaða batteríin“ í kyrrðinni.

Dvöl þessi fer fram í Kirkjumiðstöð Austurlands við Eiðavatn. Hún hefst föstudaginn 30. nóvember kl. 18:00 og lýkur síðdegis laugardaginn 1. desember (daginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu). Mestan hluta tímans er gert ráð fyrir þögn á staðnum. Öll dagskrá er valfrjáls. Ástríður Kristinsdóttir og sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson munu leiða kyrrðardvölina en þau hafa áralanga reynslu af kyrrðarstarfi.

Dagskrá kyrrðardvalarinnar:

Föstudagur 30. des.
Kl. 18:00 Koma (koma sér fyrir á herbergi)
kl. 18:30 Matur / kynning á dvölinni og þögnin hefst
kl. 19:30 Kyrrðarbænin
kl. 20:00 Íhugunarstund
kl. 21:00 Komið saman við altarið í lok dags
Kvöldhressing

Laugardagur 1. des.
Kl. 08: 30 Kyrrðarbæn
kl. 08:00 Morgunverður
kl. 10:00 Jesúíhugun
kl. 12:30 Hádegisverður / síðan frjáls tími t.d. til útivistar
kl. 14:30 Brotning brauðsins
Hlustunarhópur
Kaffi (heimferð um kl. 16)
Þátttaka í öllum samverustundum er valfrjáls!

Þátttökugjald er kr. 5.000. Innifalið: Gisting, fullt fæði og dagskrá. Gert er ráð fyrir að hver þátttakandi fái sérherbergi en taka þarf með sér rúmfatnað (sængur og koddar á staðnum).

Skráning og nánari upplýsingar: thorgeir.arason@kirkjan.is / 847-9289. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Sorgin og jólin – 13. desember kl. 20!

Samvera í Kirkjuselinu í Fellabæ fimmtudaginn 13. desember kl. 20:00.

Séra Halldór Reynisson, prestur á Biskupsstofu, fjallar um sorg og missi og hátíðina framundan, en jólin geta reynst syrgjendum erfiður tími. Umræður og kaffisopi á eftir. Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.

Drífa Sigurðardóttir og félagar úr Kór Áskirkju flytja ljúfa tóna. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.

Verið velkomin.

Seyðisfjarðarkirkja 25. nóvember kl. 11

18. nóvember: Sunnudagaskóli og messa í Egilsstaðakirkju

Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 10:30. Brúður, söngur og sögur. Föndurstund í 17012563_10154379043073595_1339188612_nlokin ásamt ávöxtum og djús. Umsjón Ólöf, Dagmar og Guðný.

Messa kl. 18, sr. Erla Björk Jónsdóttir héraðsprestur, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Egilsstaðakirkju syngur, organisti Torvald Gjerde.

Guðsþjónusta á Dyngju kl. 17.

Seyðisfjarðarkrikja; Fjölskylduguðsþjónusta 11. nóvember kl. 11

Screen Shot 2018-11-06 at 20.42.02

Happdrætti ÆSKA, vinningsnúmer

Þann 5.nóvember var dregið í happdrætti ÆSKA 2018 og eru vinningsnúmerin hér fyrir neðan: Vinningar koma í eftirfarandi röð:

 1. vinningur kom á miða nr.  858, Icelandair gjafabréf
 2. vinningur kom á miða nr. 625 Icelandair gjafabréf
 3. vinningur kom á miða nr. 379, Veiðiklúbburinn Strengur Laxveiði í Hofsá, ein vakt
 4. vinningur kom á miða nr. 691 Veiðiklúbburinn Strengur, silungaveiði í Sunnudalsá og Hofsá, 2 dagar
 5. vinningur kom á miða nr. 805 Hótel Aldan, Seyðisfirði. Gisting og morgunverður fyrir 2
 6. vinningur kom á miða nr. 250 Íþróttamiðstöð Eskifjarðar, þriggja mánaða kort í sund og ræktina.
 7. vinningur kom á miða nr. 657 Íþróttamiðstöð Eskifjarðar, þriggja mánaða kort í sund og ræktina.
 8. vinningur kom á miða nr. 352 Air Iceland Connect, gjafabréf
 9. vinningur kom á miða nr. 268 Gistihúsið Egilsstöðum, tveggja rétta kvöldverður fyrir 2
 10. vinningur kom á miða nr. 661. Hjá okkur, Síreksstöðum. Út að borða fyrir 2
 11. vinningur kom á miða nr. 263, Sentrum Egilsstöðum, gjafabréf
 12. vinningur kom á miða nr. 416, NorðAustur, Sushi Seyðisfirði, gjafabréf
 13. vinningur kom á miða nr. 360, Skaftfell Bistró Seyðisfirði, gjafabréf
 14. vinningur kom á miða nr. 796, Mjóeyri ferðaþjónusta, gjafabréf
 15. vinningur kom á miða nr. 253, Lyfja Egilsstöðum, gjafasett
 16. Vinningur kom á miða nr. 299, Dekkjahöllin Egilsstöðum, gjafabréf
 17. Vinningur kom á miða nr. 476, Snyristofan Alda, Egilsstöðum, handsnyrting
 18. Vinningur kom á miða nr. 929, Iceland Air Hotels, Egilsstöðum, brunchfyrir 2
 19. Vinningur kom á miða nr. 236, Gistihúsið Egilsstöðum, gjafabréf í Baðhúsið- spa fyrir 2
 20. Vinningur kom á miða nr. 576, Blábjörg Guesthouse Borgarfirði Eystri, Gjafabréf í spa.
 21. Vinningur kom á miða nr. 730, Kaupvangskaffi Vopnafirði, gjafabréf
 22. Vinningur kom á miða nr. 928, Kjöt og fiskbúðin Egilsstöðum, gjafabréf
 23. Vinningur kom á miða nr. 539, Móðir Jörð Vallanesi, gjafakarfa
 24. Vinningur kom á miða nr. 766, Hús handanna, gjafabréf
 25. Vinningur kom á miða nr. 366, Mjólkursamsalan Egilsstöðum, ostakarfa
 26. Vinningur kom á miða nr. 310, Mjólkursamsalan Egilsstöðum, ostakarfa
 27. Vinningur kom á miða nr. 591, Klausturkaffi Skriðuklaustri, kaffihlaðborð fyrir 2
 28. Vinningur kom á miða nr. 776, MInjasafnið Burstafell Vopnafirði, aðgangur fyrir 2
 29. Vinningur kom á miða nr. 224, Sesam brauðhús Reyðarfirði, gjafabréf
 30. Vinningur kom á miða nr. 689, Tehúsið Egilsstöðum, kaffi og vaffla fyrir 2
 31. Vinningur kom á miða nr. 334, Tehúsið Egilsstöðum, kaffi og vaffla fyrir 2
 32. Vinningur kom á miða nr. 419, Tehúsið Egilsstöðum, kaffi og vaffla fyrir 2
 33. Vinningur kom á miða nr. 624, Tehúsið Egilsstöðum, kaffi og vaffla fyrir 2
 34. Vinningur kom á miða nr. 631, Subway Egilsstöðum, tveir frímiðar fyrir 6” bát
 35. Vinningur kom á miða nr. 789, Subway Egilsstöðum, tveir frímiðar fyrir 6” bát

 

Bleik messa í Egilsstaðakirkju

Sunnudagurinn 4. nóvember – Allra heilagra messa:pink-candle-light-flame-hope

Sunnudagaskóli kl. 10:30 – á sínum stað í kirkjunni! Sr. Þorgeir, Guðný, Elísa og Torvald sjá um stundina.

„Bleik messa“ kl. 20:00

Kvöldmessa í léttum dúr með alvarlegum undirtón, tengd árvekniátaki gegn krabbameini.

Kristín M. Úlfarsdóttir, 14 ára, segir frá reynslu sinni af sjúkdómnum.

Sóknarprestur flytur hugvekju og látinna verður minnst.

Kór Egilsstaðakirkju og Stúlknakórinn Liljurnar syngja.

Torvald Gjerde og Tryggvi Hermannsson leika undir.

Verið velkomin!

Vígslubiskup messar í Bakkagerði

Bakkagerðiskirkja:SLG

Messa sunnudaginn 28. október kl. 15:00.

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum vísiterar söfnuðinn og predikar við messuna. Sr. Þorgeir Arason þjónar fyrir altari. Organisti: Jón Ólafur Sigurðsson. Bakkasystur syngja. Meðhjálpari: Kristjana Björnsdóttir. Aðalsafnaðarfundur og kaffisopi í Heiðargerði eftir messu.

Verið velkomin!

Landsmót ÆSKÞ á Egilsstöðum!

Screen-Shot-2018-09-10-at-11.17.36-320x202Landsmót Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) fer fram á Egilsstöðum helgina 26.-28. október. Erum við stoltir gestgjafar mótsins og þess fullviss að heimamenn taki vel á móti þeim tæplega 300 ungmennum og leiðtogum sem sækja landsmótið, sem ber að þessu sinni yfirskriftina Leikandi Landsmót. Nánar má lesa um dagskrá mótsins hér.

Mótinu lýkur með æskulýðsmessu í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 28. október kl. 10:30. Hún verður með óhefðbundnu sniði og þangað eru allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Heimaprestar og vígslubiskup leiða stundina, en hljómsveit undir stjórn Hjalta Jóns Sverrissonar annast tónlistina.

Sunnudagaskólinn verður að þessu sinni í Safnaðarheimilinu (Hörgsás 4, gult hús) kl. 10:30. Ástríður, Guðný, Elísa og Torvald leiða stundina og Rebbi refur ratar vonandi í Safnaðarheimilið!

Hátíðarmessa í Áskirkju sunnudaginn 21. október kl. 14

Hátíðarmessa í tilefni 120 ára vígsluafmælis Áskirkju verður haldin sunnudaginn Áskirkja21. október kl. 14. 

Prestar Egilsstaðaprestakalls þjóna ásamt sr. Láru G. Oddsdóttur, fv. sóknarpresti. Sr. Davíð Baldursson, prófastur Austurlandsprófastsdæmis prédikar.

Kór Áskirkju syngur, organisti Drífa Sigurðardóttir.

Meðhjálpari Bergsteinn Brynjólfsson.

Að messu lokinni er boðið til kirkjukaffis í Kirkjuselinu Fellabæ.

Verið velkomin til messu!

Um Áskirkju:
Ás í Fellum er forn kirkjustaður og fyrrum prestssetur. Líklegt er talið að þarna hafi verið kirkja frá upphafi kristni en í kaþólskri tíð var kirkjan helguð Maríu guðsmóður. Páll biskup Jónsson getur kirkju í Ási í kirknatali sínu frá því um 1200.  Ás hélst í bændaeign til 1662 en þá keypti Brynjólfur biskup Sveinsson jörðina og ánafnaði hana kirkjunni. Prestar sátu jörðina eftir það í rúmlega tvær aldir (1669-1884) uns Ásprestakall var sameinað Valþjófsstaðarprestakalli 22. desember 1883 og síðasti presturinn á Ási, sr. Sigurður Gunnarsson, fluttist í Valþjófsstað vorið 1884. Jörðin Ás hefur verið í eyði frá 1962 en hún komst aftur í bændaeign árið 1910. Söfnuðurinn tók við fjárhaldi og umsjá kirkjunnar árið 1957.

Áskirkja í Fellum var reist úr timbri árið 1898 er sr. Þórarinn Þórarinsson þjónaði sókninni og var Vigfús Kjartansson, frá Sandbrekku, yfirsmiður. Kirkjan var vígð 30. október sama ár. Áður stóð á sama grunni allmyndarleg timburkirkja en eitthvað  minni, frá 1851. Úr þeirri kirkju er altaristaflan sem er litlu eldri en sú kirkja. Hún sýnir Krist á krossinum og er erlend en ekki er vitað hver listamaðurinn var. Predikunarstóllinn og númerataflan eru sömuleiðis úr þessari gömlu kirkju.

Kvenfélagið Dagsbrún gaf kirkjunni vandaðan skírnarfont í tilefni 75 ára afmælis kirkjunnar 1973. Hann er fagurlega útskorinn af Þórarni Stefánssyni frá Mýrum í Skriðdal.

Árið 1976 hófst gagngerð viðgerð á Áskirkju, sem Húsiðjan hf. sá um undir forystu Ástráðs Magnússonar byggingameistara, samkvæmt tillögum Bjarna Ólafssonar lektors, og ýmsu viðhaldi verið sinnt síðar, m.a. var raflögn endurnýjuð 2010. Snorri S. Guðvarðsson hóf að málaði kirkjuna að innan í upprunalegum litum árið 2011.

Í kirkjunni er ítalskt rafmagnssorgel en það leysti af hólmi harmoníum sem keypt var 1892. Fyrsti organistinn mun hafa verið Sigurður Jónsson í Hrafnsgerði.

Eftir að verulega fjölgaði í Fellabæ vildu sumir flytja kirkjuna þangað eða byggja kirkju þar út frá en um 13 km eru inn að Ási. Í stað þess að hefja framkvæmdir við kirkjubyggingu festi sóknin kaup á húsnæði í fjölnotahúsi í Fellabæ þar sem innréttaður var rúmgóður safnaðarsalur, fundaherbergi og skrifstofa ásamt eldhúsi, snyrtingum og geymslu og fékk það nafnið Kirkjusel. Biskup Íslands vígði Kirkjuselið 16. nóvember 2003. Kirkjuselið er nýtt undir helgihald og annað safnaðarstarf auk fundahalds og ráðstefna tengdum kirkjunni. Við Áskirkju var reist þjónustuhús árið 2008 sem bætir alla aðstöðu við kirkjuna, þar er kaffiaðstaða, snyrting, geymsla og skrúðhús. Tréiðjan Einir ehf. hafði veg og vanda af byggingu hússins.

Í sókninni eru þrír kirkjugarðar. Niðurlagður garður er við kirkjuna og annar allfjarri henni. Árið 1984 var vígður nýr kirkjugarður í Ekkjufellsseli við Fellabæ. Heimagrafreitir eru algengir í sókninni eða 15 talsins. Þessi fjöldi grafreita, sem er einsdæmi, mun að nokkru leyti tengjast vandamálum sem við var að etja með kirkjugarð á Ási (sjá ritgerð Heiðveigar Agnesar Helgadóttur 2010: Heimagrafreitir í Fellum).

Mörg örnefni í sveitinni marka gamla kirkjuleið, má þar nefna KirkjuklaufPrestalágTíðaklettog Prestsás. Við Teigará í landi Holts er Prestsbotn ,,þar stanzaði Valþjófsstaðarprestur oft á ferð sinni meðfram Fljótinu“ (Örnefnaskrá).

Heimildir:
Vigfús Ingvar Ingvarsson, 2011: Kirkjur og kirkjugöngur í Múlaprófastsdæmi
Kirkjur á Austurlandi, Áskirkja: nat.is/Kirkjur/Kirkjur%20austurland%20askirkja.htm

%d bloggurum líkar þetta: