Category Archives: Uncategorized

Helgihald 3. apríl

Photo by Pixabay on Pexels.com

Egilsstaðakirkja – Sunnudagurinn 3. apríl:

Sunnudagaskóli kl. 10:30

Kvöldmessa í léttum dúr kl. 20:00

Sr. Þorgeir Arason predikar. Bella Hönnudóttir og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir þjóna.

Torvald Gjerde við flygilinn og félagar úr Kór Egilsstaðakirkju leiða sönginn. Ungmennin sem eru að ljúka fermingarundirbúningi vetrarins taka virkan þátt í stundinni. Kaffisopi í lokin. Verið velkomin. 

Fjölskylduguðsþjónusta í Kirkjuselinu 27. mars

Fjölskylduguðsþjónusta 27.03.22 kl. 11:00 í Kirkjuselinu Fellabæ.

Barnakór nemenda tónlistarskólans syngur undir stjórn Drífu organista.

Njótum samveru n.k. sunnudag í Kirkjuselinu Fellabæ.

Verið velkomin

Drífa, börnin og Brynhildur prestur

Helgihald 27. mars

Egilsstaðakirkja

Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 10:30. Umsjón sr. Þorgeir, Torvald, Elísa o.fl.

Gospelsamkoma kl. 20:00

Gestur okkar verður sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson í Austfjarðaprestakalli, sem predikar og leiðir einnig lofgjörð á léttum nótum ásamt gospelhóp Egilsstaðakirkju, undir stjórn Tryggva Hermannssonar við flygilinn. Sr. Þorgeir leiðir stundina. Við biðjum fyrir friði og fólki á flótta.

Í lokin verður vöfflusala og frjáls framlög til styrktar mannúðarstarfi í Úkraínu. Tillaga að gjaldi fyrir kaffi/te/djús og vöfflu með rjóma og sultu er 500 kr. fyrir börn og 1000 kr. fyrir fullorðinn. Allt rennur óskipt til neyðarsöfnunar Hjálparstarfs kirkjunnar vegna Úkraínustríðsins.

TTT – Kvikmyndahópur að hefjast!

Sunnudagurinn 20. mars

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 10:30.

Sönghátíð á föstu I kl. 17:00 – Tónleikar Austuróps.

Efnisskrá: Stabat Mater e. Pergolesi og Fólk fær andlit e. Hildi Guðnadóttur.

Stjórnandi er Hlín Pétursdóttir Behrens – aðgangseyrir kr. 3.000.

Engin messa í prestakallinu þessa helgi. Gospelmessa verður 27. mars kl. 20:00. Kaffihúsamessu í Skriðdal er frestað fram yfir páska.

Helgihald sunnudaginn 13. mars

Seyðisfjarðarkirkja: Messa kl. 11:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Rusa Petriashvili. Kór Seyðisfjarðarkirkju.

Egilsstaðakirkja: Sunnudagaskóli kl. 10:30. Sr. Þorgeir, Elísa, Ragnheiður og Torvald sjá um stundina.

Messa kl. 14:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju.

Hjúkrunarheimilið Dyngja, Egilsstöðum: Guðsþjónusta kl. 15:15 á sal Brekku, 1. hæð. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju.

Missir, sorg og börn

Fræðslusamvera í Kirkjuselinu í Fellabæ miðvikudaginn 16. mars kl. 20:00.

Sr. Guðný Hallgrímsdóttir MTh, prestur fatlaðra, fjallar um sorg og sorgarviðbrögð með áherslu á missi barna og unglinga.

Dauðinn og sorgin vitja okkar allra á einhverjum tímapunkti. Stundum er þó eins og spilin séu vitlaust gefin og við, eða fólkið í kringum okkur, verður fyrir missi sem hefur þungbær áhrif á okkur. Þá er vonin um betri tíð nauðsynleg. Hluti af þeirri von felst í að sem flestir séu meðvitaðir um sorgarferlið og geti brugðist við með stuðning og umhyggju að leiðarljósi. Og hér á Héraðinu þekkjum við erfið áföll sem markað hafa spor í okkar samfélag. Þjóðkirkjan á svæðinu býður því til fræðslusamveru í Kirkjuselinu í Fellabæ (sama bygging og íþróttahúsið, aðkoma að norðanverðu) miðvikudagskvöldið 16. mars nk. kl. 20:00-21:30. Yfirskriftin er „Missir, sorg og börn.“ Fjallað verður almennt um sorg og sorgarviðbrögð en áhersla lögð á missi barna og unglinga, sorgarviðbrögð þeirra og hvað við sem eldri erum getum gert til að koma til móts við þau.

Fyrirlesari er sr. Guðný Hallgrímsdóttir, MTh, prestur fatlaðra. Hún hefur sinnt sálgæslu í störfum sínum sem sérþjónustuprestur í um 30 ár, lokið framhaldsnámi á því sviði og haldið fjölda námskeiða um efnið, m.a. hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Foreldrar jafnt sem fagfólk og önnur áhugasöm eru hvött til að mæta. Ókeypis aðgangur. Verið velkomin.

FRESTAÐ ÞAR TIL SÍÐAR Alþjóðlegur bænadagur kvenna

Því miður þurfum við að fresta bænastundinni þar til síðar í mars vegna Covd-19. Við biðjum ykkur að hjálpa okkur að láta það berast.

Á fyrsta föstudegi í mars er alþjóðlegur bænadagur kvenna haldinn víða um heim.

Við verðum með helgistund í Kirkjuselinu í Fellabæ föstudaginn 4. mars kl 17. 

Í ár kemur efnið frá systrum okkar á Englandi, Wales og Norður – Írlandi. En við biðjum líka fyrir friði í Úkraínu.

Verið velkomin systur og bræður. 

Fjölskyldumessa 6. mars í Egilsstaðakirkju

Sunnudagurinn 6. mars – Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 10:30. „Fimm ára messa“ – Börn fædd 2017 heiðurgestir og fá bókagjöf! Berglind Hönnudóttir fræðslufulltrúi og Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni leiða stundina ásamt sunnudagaskólateyminu.
Barnakór Egilsstaðakirkju syngur undir stjórn Torvalds Gjerde organista. Mýsla og Rebbi láta sig ekki vanta – Hressing og litastund í lokin. Verið velkomin!

Guðsþjónustum aflýst 27. febrúar

Guðsþjónustunni sem vera átti í Bakkagerðiskirkju á sunnudag, sem og kaffihúsamessunni sem vera átti á Arnhólsstöðum í Skriðdal sama dag, er báðum aflýst vegna mikils fjölda Covid-smita á svæðinu þessa daga auk óvissu með færð. Sunnudagaskólinn verður þó á sínum stað í Egilsstaðakirkju um morguninn, en fullorðnir sem fyrr hvattir til að bera grímu.

%d bloggurum líkar þetta: