Category Archives: Uncategorized

Stuðningshópur fyrir syrgjendur

Fimmtudaginn 6. febrúar fer af stað stuðningshópur fyrir syrgjendur
í Kirkjuselinu Fellabæ, kl. 17:30-19:00.

Sigríður Rún Tryggvadóttir og Ólöf Margrét Snorradóttir, prestar í Egilsstaðaprestakalli, leiða hópinn. Skráning og allar nánari upplýsingar veita Ólöf í síma 662 3198 og á netfangið olof.snorradottir@kirkjan.is, og Sigríður Rún í síma 698 4958, netfang sigridur.run.tryggvadottir@kirkjan.is.

Myndaniðurstaða fyrir hope"

Stuðningshópar í sorgarúrvinnslu eru ekki meðferð við sorg, en þeir geta bætt líðan þess sem syrgir og hafa þannig meðferðarlegt gildi. Markmiðið með hópastarfinu er að gefa syrgjendum rými og vettvang til að tjá líðan sína og veita þeim innsýn og skilning á margvíslegum birtingarmyndum sorgarferilsins. Þegar fólk kynnist, sem á það sameiginlegt að hafa misst ástvin, skapast oft dýrmæt samkennd og traust þar sem þátttakendur fá tækifæri til að þiggja stuðning og miðla eigin reynslu. (Sorgarmiðstöð).

Egilsstaðakirkja sunnudaginn 2. febrúar

Egilsstaðakirkja

Sunnudagaskóli kl. 10:30 í Safnaðarheimili. Sr. Þorgeir, Torvald og leiðtogarnir sjá um stund þar sem gleðin er í fyrirrúmi, og Ragnheiður sér um hressingu fyrir alla í lokin.

Gospelmessa í kirkjunni kl. 20:00. Sr. Þorgeir Arason. Stúlknakórinn Liljurnar syngur undir stjórn Hlínar P. Behrens og Tryggvi Hermannsson verður við flygilinn. Kirkjukaffi.

Minnt er á að Biblíuleshópur hittist alla miðvikudaga til páska kl. 17:00-18:15 í Safnaðarheimili og fjallar saman um valda kafla í Jóhannesarguðspjalli. Allir velkomnir!

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 10:30!

Sunnudagurinn 26. janúar kl. 10:30

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju Hörgsási 4.
Brúður, söngur og leikur.
Sr. Ólöf Margrét leiðir stundina ásamt leiðtogum. Torvald leikur undir söng.
Ávextir og djús eftir stundina.
Við hlökkum til að sjá ykkur!

Sunnudagurinn 19. janúar

Messa í Egilsstaðakirkju kl. 10:30

Kór Egilsstaðakirkju syngur og leiðir almennan söng, organisti Torvald Gjerde. Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir. Meðhjálpari Guðlaug Ólafsdóttir.

Kaffisopi að lokinni messu.

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu Hörgsási 4 kl. 10:30

Söngur, sögur og leikur. Ávextir og litastund í lokin. Umsjón hefur sr. Þorgeir og aðstoðarleiðtogar.

Verið velkomin til kirkju!

TTT-starfið

Nú fer TTT-starfið á Héraði að byrja aftur og verða tvær lotur í boði fram að páskum, fyrst fjölbreytt starf í Fellabæ og síðan annað matreiðslunámskeið á Egilsstöðum. Hápunktur vetrarstarfsins er TTT-mótið á Eiðum í lok mars.

13. jan. – 17. feb.:

TTT-starf í Kirkjuselinu í Fellabæ mánudaga kl. 15:30-17:00.Leikir og fjölbreytt dagskrá – umsjón sr. Ólöf Margrét og aðstoðarleiðtogar.Enginn kostnaður.

24. feb. – 30. mars: (ATH! Rangar dagsetningar í auglýsingu í Dagskrá)

TTT-matreiðsluhópur í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju mánud. kl. 17:30-19:00.Eldum og bökum ýmislegt girnilegt – umsjón Máni, Fannar, sr. Þorgeir og ungleiðtogar – Verð (efniskostnaður): 2.000 kr.

TTT-mót með öðrum hópum á Austurlandií Kirkjumiðstöðinni (Sumarbúðunum) við Eiðavatn 27.-28. mars (gist eina nótt). Nánar auglýst síðar.

Í Fellabænum er ekki þörf á skráningu – nóg að mæta á staðinn – en gott væri að vita svo hverjir ætla að taka þátt í matreiðslunámskeiðinu (vegna innkaupa).

Kær kveðja og hlökkum til að sjá ykkur

prestar og leiðtogar TTT-starfsins

Sunnudagaskólinn hefst aftur

Sunnudagaskólinn í Egilsstaðakirkju hefst aftur þann 12. janúar og verður núna í Safnaðarheimilinu. Saga, brúður, mikill söngur og hreyfingar, góður boðskapur.

Við fögnum nýja árinu 2020 og bjóðum upp á vöfflur með rjóma og sultu eftir stundina. Hlökkum til að sjá ykkur.

Stjörnustund hefst svo aftur mánudaginn 13. janúar kl. 16:00-17:10 og verður eins og áður í Safnaðarheimilinu, þar eru allir krakkar í 1.-4. bekk velkomnir.

Sóknarprestur og leiðtogar barnastarfsins

Áramótin í Egilsstaðaprestakalli

Á gamlársdag, þann 31. desember 2019 er aftansöngur í Egilsstaðakirkju kl. 16.00. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju syngur og leiðir almennan söng. Einsöng syngur Sóley Guðmundsdóttir. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.

Á nýársdag, 1. janúar 2020 er hátíðarguðsþjónusta í Bakkagerðiskirkju kl. 14.00. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson og Bakkasystur leiða almennan söng. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari er Kristjana Björnsdóttir.

Fjórði sunnudagur í aðventu

Egilsstaðakirkja kl. 20
Helgistund með altarisgöngu
Tónlist, kyrrð, íhugun og bæn í stuttri stund við altarið að kvöldi fjórða sunnudags í aðventu.

Sr. Þorgeir Arason þjónar, organisti Torvald Gjerde.

Annar sunnudagur í aðventu

Valþjófsstaðarkirkja

Aðventukvöld 8. desember kl. 20.

Stefán Þórarinsson læknir flytur hugleiðingu, Kór Valþjófsstaðarkirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng, Einar Sveinn Friðriksson syngur einsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson, sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.

Aðventukaffi í Gistihúsinu Hengifoss við Végarð að dagskrá lokinni.

Verið velkomin!

Egilsstaðakirkja

Sunnudagaskóli kl. 10:30. Síðasta samvera fyrir jól – heitt súkkulaði og piparkökur.

Aðventuhátíð Egilsstaðakirkju kl. 18:00. Barnakórinn, kirkjukórinn og Liljurnar syngja. Ræðumaður Björg Björnsdóttir. Ljósaþáttur fermingarbarna. Sr. Þorgeir Arason.

Seyðisfjarðarkirkja

Sunnudagaskóli kl. 11:00. Jólastund sunnudagaskólans– heitt kakó og smákökur eftir stundina.

Aðventuhátíð Seyðisfjarðarkirkju kl. 18:00. Barnakór Seyðisfjarðarkirkju ásamt Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur, stjórnandi og organisti Rusa Petriashvili. Sonia Stefánsson segir frá æskujólum og jólahefðum í Miami þegar hún var að alast upp. Fermingarbörn eru með ljósaþátt. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.

%d bloggurum líkar þetta: