Category Archives: Uncategorized

Fjölskylduguðsþjónusta í Kirkjuselinu sunnudaginn 31. mars kl. 14

Verið velkomin í fjölskylduguðsþjónustu í Kirkjuselinu Fellabæ!

Söngur, leikþáttur, hugleiðing og bæn.

Börn úr barnastarfi aðstoða, sýna leikþátt um miskunnsama Samverjann
og leiða söng ásamt félögum úr Kór Áskirkju.

Organisti Drífa Sigurðardóttir.
Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir.

Messukaffi að lokinni guðsþjónustu.

Verið velkomin

Egilsstaðakirkja 24. mars

Sunnudagaskóli kl. 10:30

Guðsþjónusta á Dyngju kl. 17:00

Messa í kirkjunni kl. 18:00

Sr. Þorgeir Arason. Kór Egilsstaðakirkju. Organisti Torvald Gjerde.

Verið velkomin!

Seyðisfjarðarkirkja messa kl.11 sunnudaginn 24. mars

Fastan er góður tími til að fara í gagnrýna endurskoðun á lífsháttum. Í messunni á sunnudaginn ætlum við að skoða hvaða áhrif lífsstíll okkar og neysluvenjur hafa á umhverfið og náttúruna og hvað við getum gert til að minnka kolefnisfótspor okkar.

Kyrrðarstund í Bakkagerðiskirkju

BAKKAGERÐISKIRKJA

Kyrrðar- og íhugunarstund

þriðjudaginn 19. mars kl. 20:00

Bakkasystur og Jón Ólafur organisti leiða okkur í bæna- og íhugunarsöngvum sem ættaðir eru frá Taizé-klaustrinu í Frakklandi.

Sr. Þorgeir flytur stuttar íhuganir milli söngva.

Kveikt á bænakertum.

Komum til kirkju og njótum kyrrðar!

Kaffisopi í Heiðargerði eftir stundina

Sóknarprestur og sóknarnefnd

Sunnudagurinn 10. mars

Egilsstaðakirkja:

Taizé-íhugunarmessa verður í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju (ath!) kl. 10:30. Kór Egilsstaðakirkju og Torvald Gjerde leiða okkur í fallegum bæna- og íhugunarsöngvum, kenndum við Taizé-klaustrið í Frakklandi. Prestur er Þorgeir Arason. Meðhjálpari Guðlaug Ólafsdóttir. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í kirkjunni á sama tíma í umsjón sr. Ólafar og leiðtoganna. Verið velkomin!

Seyðisfjarðarkirkja:

Á fyrsta sunnudegi í föstu brjótum við upp hið hefbundna messuform og verðum með íhugnar/stöðvamessu í Seyðisfjarðarkirkju kl. 11:00, með áherslu á kristna íhugn og bæn. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir söng, Rusa Petriashvili er organisti, meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson og prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kaffi og kökur í safnaðarheimili eftir messu.

Verið velkomin

Alþjóðlegur bænadagur kvenna – samvera föstudaginn 8. mars kl. 17 í Kirkjuselinu

Bænastund í tilefni af alþjóðlegum bænadegi kvenna verður í Kirkjuselinu Fellabæ föstudaginn 8. mars kl. 20.

Við biðjum saman og syngjum saman, heyrum sögur kvenna frá Slóveníu
og eigum notalega samverustund. Sigríður Rún og Ólöf Margrét
leiða stundina ásamt lesurum. Sigríður Laufey leiðir sönginn.

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er samkirkjuleg hreyfing sem nær um víða veröld. Á hverju ári fáum við að heyra sögur kvenna frá mismunandi löndum og dáumst að styrkleika þeirra, finnum til með þeim og fáum hvatningu frá trú þeirra. Framtíðarsýn okkar er heimur þar sem allar konur geta sjálfar tekið ákvörðun um líf sitt.
Alþjóðlegur bænadagur kvenna er haldinn árlega fyrsta föstudag í mars. Hann var fyrst haldinn á Íslandi 8. mars 1935 á vegum Kristniboðsfélags kvenna en hefur verið árviss viðburður frá 1959, þá í umsjá Hjálpræðisherskvenna. Árið 1964 hafði Auður Eir Vilhjálmsdóttir forystu að því að kalla saman samkirkjulegan hóp kvenna til að undirbúa bænadaginn og hefur verið svo æ síðan. Í ár fögnum við því að alþjóðlegur bænadagur kvenna hefur verið haldinn hér á landi samfleytt í 60 ár.

Verið öll velkomin á bænastundina.

Kvöldmessa í léttum dúr í Kirkjuselinu sunndaginn 3. mars kl. 20

Kór Áskirkju og Drífa Sigurðardóttir leiða lofsöng og ljúfa tóna.
Prestur Þorgeir Arason.
Kaffisopi eftir messu.
Verið velkomin!

Kyrrðarbæn – Námskeið

Slóð á Facebook-viðburð námskeiðsins.

Sunnudagurinn 24. febrúar

Sunnudagaskóli í Egilsstaðakirkju kl. 10:30 í umsjón sr. Þogeirs og aðstoðarleiðtoga. Söngur, sögur og brúður. Í lokin er boðið upp á ávexti og litastund.

Seyðisfjarðarkirkja: Konudagsmessa kl. 11
Sr. Ólöf Margrét og sr. Sigríður Rún prédika og þjóna saman. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur, organisti Rusa Petriashvili.

Egilsstaðakirkja: Konudagsmessa kl. 20
Kór Egilsstaðakirkju leiðir almennan safnaðarsöng, organisti Torvald Gjerde. Sérstakir gestir eru Héraðsdætur, stjórnandi Drífa Sigurðardóttir, undirleikari Tryggvi Hermannsson. Sr. Ólöf Margrét og sr. Sigríður Rún prédika og þjóna saman. Kaffisopi í lok messu.

Verið velkomin til kirkju!

Jesús rekur sjö illa anda úr Maríu Magdalenu. María Magdalena kemur við sögu í prédikuninni á konudaginn. Mósaíkmynd úr kapellu í Magdala Church.

Vetrarfrí – Stjörnustund

Í dag, mánudaginn 18. febrúar, er vetrarfrí í Egilsstaðaskóla og skv. dagskrá er því engin Stjörnustund í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju í dag. Næsta samvera er 25. febrúar – spurningakeppni!

TTT-starf í Kirkjuselinu í Fellabæ er hins vegar á sínum stað í dag 18. febrúar.

%d bloggurum líkar þetta: