Category Archives: Uncategorized

Hjaltastaðarsókn- aðalfundur


Aðalfundur Hjaltastaðarsóknar verður haldinn í Hjaltastaðarkirkju fimmtudaginn 6. júní kl. 15.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Kosning meirihluta í stjórn og kosning kjörnefndar.

Screen Shot 2016-04-13 at 10.18.34

Sóknarbörn látið ykkur málefni kirkjunnar ykkar varða.

Gönguguðsþjónusta í Vallaneskirkju sunnudaginn 26. maí

Gangan hefst kl. 9:50 – guðsþjónusta kl. 11

Við sameinum hreyfingu og helgihald í tilefni Hreyfiviku UMFÍ á Fljótsdalshéraði. Lagt er af stað frá afleggjaranum að Orlofshúsum Landsvirkjunar við Strönd og gengin gömul kirkjuleið að Vallaneskirkju. Þetta er létt ganga á jafnsléttu, tæpir 4 km, á leiðinni er áð til lestra og söngs og lýkur göngunni með guðsþjónustu í Vallaneskirkju. 

Safnast saman við Vallaneskirkju kl. 9:50 og ekið að upphafsstað göngu. Guðsþjónusta hefst í Vallaneskirkju kl. 11:00 og vitaskuld er einnig hægt að koma beint í guðsþjónustu.

Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir og organisti Torvald Gjerde. Almennur söngur. Verið velkomin til kirkju göngu og kirkju!

Sunnudagurinn 12. maí

Egilsstaðakirkja: Messa sunnudaginn 12. maí kl. 10:30.

Þar verða einkum sungnir sálmar og önnur andleg ljóð og lög eftir Egilsstaðabúann Hrein Halldórsson. Hreinn er þekktastur fyrir íþróttaafrek á yngri árum en hefur samið ógrynni laga og texta og fagnaði sjötugsafmæli fyrr á árinu með tónleikum. Mörg ljóða hans geyma sterkan trúarlegan streng og mega jafnvel vel teljast til sálma og er því spennandi að flétta þeim inn í almenna messu. Kór Egilsstaðakirkju syngur, organisti og söngstjóri er Torvald Gjerde. Torvald og Hreinn leika einnig á harmoniku. Prestur er Þorgeir Arason og meðhjálpari Auður A. Ingólfsdóttir. Kaffisopi eftir messu. Allir velkomnir.

Hreinn Halldórsson

Græn messa í Egilsstaðakirkju

„Græn messa“ í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 5. maí kl. 10:30. Messan er helguð náttúruvernd og umhverfismálum. Ræðumaður er Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, varaformaður ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs, sem jafnframt situr í ungmennaráði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Prestur Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju. Meðhjálpari Hulda Sigurdís Þráinsdóttir. Kaffisopi eftir stundina.

Færeysk-íslensk messa í Egilsstaðakirkju

Færeyjar

Sunnudaginn 28. apríl kl. 10:30 verður færeysk-íslensk messa í Egilsstaðakirkju. Prestar verða sr. Sverri Steinhólm sjúkrahús- og fangaprestur hjá færeysku kirkjunni og sr. Bergur Joensen sóknarprestur í Þórshöfn og sr. Vigfús I. Ingvarsson, fv. sóknarprestur á Egilsstöðum. Kristilegur hópur frá Færeyjum spilar, syngur og vitnar. Um er að ræða nemendur Podas Ekklesias-biblíuskólans sem er hér á Austurlandi í vikuferðalagi. Túlkað verður á íslensku. Verið velkomin!

Aðalsafnaðarfundur Egilsstaðasóknar

Fundarboð

Aðalsafnaðarfundur Egilsstaðasóknar verður haldinn mánudaginn 6. maí í safnaðarheimilinu að Hörgsási 4 Egilsstöðum og hefst kl 17:00

Dagskrá fundarins er samkvæmt 15. grein starfsreglna um sóknarnefndir nr 1111/2011

  1. Gerð  grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
  2. Afgreiðslu reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
  3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
  4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
  5. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.
  6. [Kosning sóknarnefndar.]1)
  7. [Kosning kjörnefndar.]1)
  8. [Kosning í aðrar nefndir og ráð.]1)
  9. [Önnur mál.]1)

Jónas þór Jóhannsson formaður sóknarnefndar.

Hofteigskirkja: Aðalsafnaðarfundur sunnudaginn 28. apríl kl. 17.

Aðalsafnaðarfundur Hofteigssóknar verður sunnudaginn 28. apríl kl. 17 í aðstöðuhúsinu við kirkjuna.
Venjuleg aðalfundarstörf. Heitt á könnunni.
Komið og látið ykkur varða kirkjuna ykkar.
Sóknarnefnd Hofteigssóknar og prestar Egilsstaðaprestakalls.

Helgihald um bænadaga og páska

Skírdagur, 18. apríl:

Egilsstaðakirkja: Fermingarmessa kl. 10:30. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju.  –  Kyrrðarstund – Heilög kvöldmáltíð og borðhald kl. 18:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Torvald Gjerde.

Valþjófsstaðarkirkja: Fermingarmessa kl. 13:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Valþjófsstaðarkirkju syngur.

Sleðbrjótskirkja: Fermingarmessa kl. 15:30. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna syngur.

Hjaltastaðarkirkja: Kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Sigríður Laufey Sigurjónsdóttir og félagar sjá um tónlistina.

Föstudagurinn langi, 19. apríl:

Seyðisfjarðarkirkja: Dagskrá í tali og tónum kl. 11:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Sigurður Jónsson.

Valþjófsstaðarkirkja: Helgiganga í samstarfi við Gunnarsstofnun kl. 11:00 frá Valþjófsstað í Skriðuklaustur. Sr. Ólöf Margrét leiðir.

Eiðakirkja: Lestur Passíusálmanna kl. 14-18. Ýmsir lesarar flytja Passíusálmana, hægt að koma og fara að vild.

Egilsstaðakirkja: Æðruleysismessa kl. 20:00. Sr. Erla Björk Jónsdóttir. Organisti Torvald Gjerde. Opinn AA-fundur í kirkjunni eftir messu.

Páskadagur, 21. apríl:

Egilsstaðakirkja: Hátíðarmessa kl. 8:00 árdegis. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju.

Seyðisfjarðarkirkja: Hátíðarmessa kl. 9:00 í kirkjunni og á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar kl. 11:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Rusa Petriashvili. Kór Seyðisfjarðarkirkju.

Áskirkja í Fellum: Hátíðarmessa kl. 10:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Kór Áskirkju.

Sleðbrjótskirkja: Hátíðarmessa kl. 11:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna syngur.

Eiðakirkja: Hátíðarmessa kl. 14:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju.

Þingmúlakirkja: Hátíðarmessa kl. 14:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Torvald Gjerde. Kór Vallaness og Þingmúla.

Annar í páskum, 22. apríl:

Bakkagerðiskirkja: Hátíðarmessa kl. 14:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bakkasystur syngja.

Hjúkrunarh. Dyngja, Egilsst.: Hátíðarmessa kl. 17:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bakkasystur syngja.

Valþjófsstaðarkirkja: Aðalsafnaðarfundur þriðjudaginn 23. apríl kl. 20.

Aðalsafnaðarfundur Valþjófsstaðarsóknar verður þriðjudagskvöldið 23. apríl kl. 20 í Valþjófsstaðarkirkju.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Mætum og látum okkur varða kirkjuna í samfélaginu okkar.

Heitt á könnunni.

Sóknarnefnd Valþjófsstaðarsóknar og prestar Egilsstaðaprestakalls.

helgihald á pálmasunnudag 14. apríl

Egilsstaðakirkja: Páskastund fjölskyldunnar & Vorferð sunnudagaskólans, Stjörnustundar og barnakórsins. Rúta frá Egilsstaðakirkju kl. 10:00. Dagskrá hefst í Sumarbúðunum við Eiðavatn kl. 10:30. Pylsuveisla og páskaeggjaleit. Sr. Þorgeir Arason og leiðtogar barnastarfsins.

Seyðisfjarðarkirkja: Fjölskyldumessa kl. 11:00. Saga páskanna, mikill söngur og kirkjubrúður. Sr. Sigríður Rún og  Ísold Gná leiða stundina ásamt fermingarstúlkum. Kór Seyðisfjarðarkirkju. Organisti er Rusa Petriashvili. Meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson. 

Páskaeggjaleit eftir stundina.

Eiðakirkja: Fermingarmessa kl. 11:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Kór Eiðakirkju. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson.

Fermdir verða:

Jose Filip Hugosson

Jónas Helgi Gunnbjörnsson

Unnar Karl Bryngeirsson

%d bloggurum líkar þetta: