27. september: Sunnudagaskóli kl. 10.30 í Egilsstaðakirkju
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað sunnudaginn 27. september og hefst hann kl. 10.30. Söngur, sögur og bænir.
Við fáum að heyra um systurnar Mörtu og Maríu og hvað við getum lært af þeim. Rebbi og Mýsla koma í heimsókn.
Djús, ávextir og litastund í lokin, ásamt kaffi handa pabba og mömmu, afa og ömmu.
Láttu sjá þig! Allir velkomnir í sunnudagaskólann!
Posted on 23/09/2015, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0