Aðventuhátíð Egilsstaðakirkju 4. des. kl. 18:00
Sunnudaginn 4. desember, annan sunnudag í aðventu, verður nóg að gerast í Egilsstaðakirkju:
Sunnudagaskólinn kl. 10:30 og nú eru Mýsla, Rebbi og leiðtogar sunnudagaskólans öll komin í jólaskap!
Aðventuhátíð Egilsstaðakirkju kl. 18:00. Barnakór Egilsstaðakirkju og Kór Egilsstaðakirkju syngja undir stjórn Sándors Kerekes organista og Hlínar P. Behrens, sem stjórnar barnakórnum með Sándori. Strengjasveitir nemenda úr Tónlistarskólanum á Egilsstöðum koma fram undir stjórn Mairi L. McCabe. Jóhanna Harðardóttir leikskólakennari flytur aðventuhugleiðingu. Fermingarbörn flytja kertaljósaþátt og að sjálfsögðu syngjum við öll saman, tendrum ljós og komumst í hátíðarskap! (Myndin er frá jólum 2021 enda er jólasnjórinn ekki enn kominn til Egilsstaða þetta árið!)

Posted on 02/12/2022, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0