Jóla-sunnudagaskóli 11. des.
Sunnudagaskólinn á Egilsstöðum verður í miklu jólaskapi á þriðja sunnudegi í aðventu, 11. desember kl. 10:30. Við ætlum að hittast í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju að þessu sinni. Þar kveikjum við á aðventukransinum, Rebbi og Mýsla læra um jólin og fæðingu Jesú, við sjáum jólamyndband um vinina Hafdísi og Klemma og auðvitað syngjum við heilmikið af jólalögum. Svo verður boðið upp á heitt súkkulaði, piparkökur og mandarínur. Og við erum velkomin, smá og stór!
Þetta verður síðasta samvera sunnudagaskólans á árinu en minnt er á Jólastund barnanna kl. 14:00 á aðfangadag í kirkjunni.
Posted on 09/12/2022, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0