Helgihald og héraðsfundur 28. apríl

Sunnudagurinn 28. apríl, fjórði sunnudagur eftir páska:

Sunnudagaskólinn í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju kl. 10:30. Þetta verður síðasti „venjulegi“ sunnudagaskólinn okkar í vetur, því að þann 5. maí lýkur barnastarfi vetrarins með vorhátíð í Kirkjumiðstöðinni við Eiðavatn.

Kvöldmessa í Egilsstaðakirkju kl. 20:00. Sr. Þorgeir Arason predikar og þjónar fyrir altari ásamt Jónasi Þór Jóhannssyni meðhjálpara og lesurum. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju syngur. Fögnum sumri í bæn og lofsöng, þökkum Guði alla blessun og leggjum sumarið framundan í Guðs hendur. Verum öll velkomin. (Myndina af kirkjuturninum tók Unnar Erlingsson.)

Héraðsfundur Austurlandsprófastsdæmis fer fram í Kirkjumiðstöðinni við Eiðavatn 28. apríl kl. 10-17. Sjá nánar hér.

Posted on 26/04/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd