Aðventukvöld á Valþjófsstað
Við hefjum jólaundirbúninginn á hátíðlegri stund í Valþjófsstaðarkirkju, á sunnudagskvöldið kemur, 4. desember kl. 20. Þar fáum við að upplifa aðventuna á ljúfum nótum í tali og tónum.
Kór kirkjunnar syngur aðventu- og jólasálma undir stjórn Jón Ólafs Sigurðarsonar, og Hlín Pétursdóttir Behrens syngur einsöng. Þá fáum við að syngja í sameiningu aðventu- og jólasálma sem koma okkur í aðventuskap.
Við hlýðum svo á aðventuorð frá Urði Gunnarsdóttur, verkefnastjóra hjá Austurbrú, sem hefur af mörgu að miðla.
Eftir stundina verður boðið upp á létta hressingu og við höldum endurnærð út í aðventuna og undirbúning jólanna. Verið innilega velkomin.

Posted on 28/11/2022, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0