Aðventuhátíð Vallanes- og Þingmúlasókna

Aðventuhátíð Vallanes- og Þingmúlasókna verður laugardaginn 3. desember kl. 15 í Vallaneskirkju. Þar fögnum við aðventunni og undirbúningi jólanna með hátíðlegum söng og uppbyggilegu tali.
Kór Vallanes- og Þingmúlakirkju syngur undir stjórn Sándor Kerekes. Einnig verður almennur söngur og við rifjum upp klassíska aðventu- og jólasálma sem koma öllum í aðventuskap.
Sigrún Blöndal kennari flytur okkur svo aðventuorð í hugleiðingarformi og við förum vel nestuð út í aðventuna.
Innilega velkomin!
Posted on 28/11/2022, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0