Sorgin og jólin – Samvera 24. nóvember

Aðventan og jólin reynast mörgum erfiður tími sem misst hafa fjölskyldumeðlim eða vin. Að vanda bjóða þjóðkirkjusöfnuðir á Héraði til samveru undir yfirskriftinni „Sorgin og jólin“ þar sem fjallað er um sorgina og aðventu/jólahald í skugga ástvinamissis. Samveran verður í Kirkjuselinu í Fellabæ á miðvikudaginn, 24. nóvember kl. 20:00.

Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni talar um efnið. Dóra hefur starfað sem djákni í Langholtskirkju og Árbæjarkirkju í Reykjavík en er nú búsett á Reyðarfirði þar sem hún er starfandi námsráðgjafi við grunnskólann. Dóra hefur mikla reynslu af að ræða við syrgjendur og stýra sorgarhópum og mun tala til okkar bæði út frá eigin reynslu og af sjónarhóli sálgæslufræðanna.

Drífa Sigurðardóttir og sönghópur úr Kór Áskirkju flytja fallega tónlist. Kveikt verður á kertum í minningu látinna. Prestar Egilsstaðaprestakalls leiða stundina.

Kaffisopi og umræður í lokin.

Samveran er einkum ætluð þeim sem misst hafa ástvini á árinu, eða á undanförnum árum, en öll þau sem láta sig málið varða eru innilega velkomin. Heildarfjöldi viðstaddra getur þó ekki orðið meiri en 50 og öllum sóttvarnareglum er að sjálfsögðu fylgt.

Posted on 22/11/2021, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: