Fyrsti sunnudagur í aðventu

Viðburðir á fyrsta sunnudegi í aðventu, 28. nóvember 2021, í Egilsstaðaprestakalli:

Seyðisfjarðarkirkja:

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Biblíusaga, kirkjubrúður og mikill söngur. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir leiðir stundina. Kór Seyðisfjarðarkirkju og organisti er Rusa Petriashvili.

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskóli kl. 10:30. Við tendrum fyrsta aðventuljósið og Mýsla og Rebbi láta sig ekki vanta. Sr. Þorgeir, Torvald og Elísa leiða stundina. (Ath. þennan dag verður venjulegur sunnudagaskóli í Egilsstaðakirkju, fjölskylduguðsþjónusta með þátttöku barnakórsins bíður betri tíma.)

Aðventa með Schubert“ kl. 17:00. Kammerkór Egilsstaðakirkju og hljómsveit heimamanna, undir stjórn Torvalds Gjerde, flytja saman messu nr. 4 eftir Franz Schubert, ásamt öðru fallegu aðventu- og jólaefni, í Egilsstaðakirkju, sunnudaginn 28. nóv. kl. 17.00. Aðgangseyrir er 2.500 kr, 1.500 kr fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn, frítt fyrir börn. Enginn posi er á staðnum. ATH! Allir tónleikagestir þurfa að sýna neikvættcovid-hraðpróf við komu og bera grímur. Opið verður í „Blómabæ“ á sunnudeginum (tónleikadeginum) kl. 11.30-12.30 (hægt verður komast í hraðpróf þann dag til kl. 13.30 fyrir þá sem ekki komast á auglýstum tíma hraðprófa). Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Austurlands.

Athugið að fyrirhuguðum aðventuhátíðum í Eiðakirkju (átti að vera 28. nóv.), Kirkjuselinu Fellabæ (átti að vera 1. des.) og Sleðbrjótskirkju (átti að vera 2. des.) er öllum frestað – nánar auglýst síðar.

Posted on 21/11/2021, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: