Sr. Brynhildur og Dóra djákni leysa af
Í lok október lét sr. Ólöf Margrét Snorradóttir af störfum sem prestur í Egilsstaðaprestakalli og flutti á Akranes þar sem hún þjónar nú í Garða- og Saurbæjarprestakalli. Þar sem ráðningabann er í gildi innan Þjóðkirkjunnar til áramóta er nú gert ráð fyrir að auglýst verði eftir nýjum presti í janúar og tæki sá til starfa að vori 2022.
Þangað til verður afleysingaþjónusta í Egilsstaðaprestakalli:
Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir hefur þegar tekið til starfa og er í fullu starfi í Egilsstaðaprestakalli til áramóta. Frá 1. janúar 2022 verður hún svo í 50% starfi hjá okkur fram á vor. Sr. Brynhildur, sem er fædd 1964 og er frá Merki á Jökuldal, vígðist til Skeggjastaða í Bakkafirði árið 1996 og þjónaði þar lengi en er nú sérþjónustuprestur á vegum Biskupsstofu og leysir af víða um land. Hægt er að ná í sr. Brynhildi í síma 864-7525.
Dóra Sólrún Kristinsdóttir, djákni, verður líkt og Brynhildur í 50% starfi í Egilsstaðaprestakalli frá 1. janúar 2022 fram á vor. Dóra er fædd 1955 en vígðist sem djákni í Langholtskirkju árið 2014 og starfaði einnig sem djákni í Árbæjarkirkju. Hún er nú búsett á Reyðarfirði þar sem hún er starfandi námsráðgjafi. Hægt verður að ná í Dóru í síma 898-0028.
Sr. Brynhildur og Dóra Sólrún munu sinna margvíslegri kirkjulegri þjónustu sem sr. Ólöf hafði áður með höndum, t.d. barnastarfi og öðru safnaðarstarfi Ássóknar í Kirkjuselinu í Fellabæ, samveru- og bænastundum með eldri borgurum í Hlymsdölum og víðar, reglulegri viðveru prests í Fljótsdal og sorgarhóp, auk sálgæslu, helgihalds og athafna.
Egilsstaðaprestakalli er að jafnaði þjónað með þremur stöðugildum vígðra þjóna, og sem fyrr starfa sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og sr. Þorgeir Arason einnig áfram í prestakallinu.
Posted on 22/11/2021, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0