Skráning í fermingarfræðslu í Egilsstaðaprestakalli 2021
Fermingarundirbúningurinn hefst að þessu sinni með sameiginlegri guðsþjónustu safnaðanna á Héraði í Egilsstaðakirkju sunnudagskvöldið 13. september kl. 20:00. Fermingarbörn næsta árs og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin.
Að lokinni guðsþjónustu fer fram kynningarfundur á fermingarundirbúningnum og tilhögun starfsins í vetur kynnt stuttlega fyrir væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum/forráðamönnum. Dagskrá lokið ekki seinna en kl. 21:30.
Í fermingarundirbúningnum í kirkjunni tölum við um Guð, okkur sjálf og lífið. Við ætlum að kynnast ævi og starfi Jesú Krists og spá í hvernig það kemur okkur við. Við ætlum líka að fjalla um dauðann og sorgina, um fyrirgefningu og samskipti, um trú, bæn og efa, um illt og gott í heiminum – og margt, margt fleira.
Að venju verða fermingarbúðir á Eiðum á haustönn, dagana 4.-6. október.
Skráning í fermingarundirbúning er nú rafræn á heimasíðu prestakallsins: egilsstadaprestakall.is. Frekari upplýsingar um undirbúning og skráningu veita prestarnir.
Fermingarfræðslan verður sem hér segir:
Egilsstaðir – Safnaðarheimili Hörgsási 4:
þriðjudaga kl. 15:45-16:30 – hefst 15. september
miðvikudaga kl. 7:55-8:40 – hefst 16. september
Fellabær – Kirkjuselið: mánudaga kl. 14:15-15:00 – hefst 21. september
Við hlökkum til að sjá ykkur í Egilsstaðakirkju sunnudagskvöldið 13. september.
Með bestu kveðjum
Ólöf Margrét Snorradóttir, Sigríður Rún Tryggvadóttir og Kristín Þórunn Tómasdóttir
prestar Egilsstaðaprestakalls
Posted on 13/09/2020, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0