Kirkjustarf og Covid-19

Að gefnu tilefni er rétt að árétta að allt kirkjustarf í Egilsstaðaprestakalli fer enn um sinn fram skv. áætlun. Þar á meðal má nefna að engar breytingar eru í bili á áætluðum fermingardögum vorsins. Þetta gæti vitaskuld breyst komi til samkomubanns.

Í ljósi þess að lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna hefur biskup Íslands þó sent prestum landsins tilmæli um sérstaka aðgát eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis. Altarisgöngur fara ekki fram í bili samkvæmt þessum tilmælum. Enn fremur eru viðstaddir við kirkjulegar athafnir beðnir að sleppa handaböndum og faðmlögum að sinni. Við sýnum í staðinn samstöðu okkar og umhyggju með brosi og hlýlegum orðum eftir því sem við á.

Munum eftir sérstakri aðgát og tillitssemi í garð þeirra sem viðkvæmastir eru fyrir áhrifum veirunnar, t.d. öldruðum og langveikum. Biðjum gjarnan fyrir þeim hópum, fyrir smituðum og þeim heilbrigðisstarfsmönnum sem vinna hörðum höndum að því að takmarka útbreiðslu veirunnar.

Sóknarprestur.

Posted on 07/03/2020, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: