Áhrif samkomubanns í Egilsstaðaprestakalli

Kæru vinir. Eins og flestum er kunnugt tekur samkomubann gildi í landinu í dag ásamt nálægðartakmörkunum á allri starfsemi. Öll þurfum við að hjálpast að við að hugsa um náungann, fylgja fyrirmælum stjórnvalda og hefta útbreiðslu kórónaveirunnar. Áhrif þessa máls á kirkjustarfið eru mikil.

Öllum guðsþjónustum Þjóðkirkjunnar er aflýst meðan á banninu stendur. Það gildir einnig um fermingar. Þau sem áttu að fermast í Egilsstaðakirkju á skírdag, munu fermast í staðinn 20. september, nema foreldrar óski eftir öðru. Einnig áttu að fara fram fermingar í Eiðakirkju, Sleðbrjótskirkju, Seyðisfjarðarkirkju og Áskirkju. Nýjar dagsetningar verða ákveðnar í samráði við foreldra.

Öllu barna- og æskulýðsstarfi sóknanna í Egilsstaðaprestakalli er aflýst meðan á banninu stendur þar sem við teljum okkur ekki geta haldið úti starfsemi og um leið tryggt að reglum sé fylgt og öryggi þátttakenda þar með tryggt. Hið sama gildir um foreldramorgna og biblíuleshóp á Egilsstöðum og opið hús í Kirkjuselinu – aflýst. Flestum kóræfingum er aflýst – sjá nánari upplýsingar frá kórstjórum. Bænastundir í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju (hádegisbæn og kyrrðarbæn) munu fara fram áfram.

Fermingarfræðsla mun fara fram en með breyttu sniði, foreldrar fá nánari upplýsingar.

Útfarir, skírnir og hjónavígslur geta farið fram ef fjölda- og nálægðartakmarkanir eru uppfylltar og verður það útfært í samráði við aðstandendur.

Prestar Egilsstaðaprestakalls eru sem fyrr til staðar fyrir alla þá sem óska eftir samtali um líðan sína, áhyggjur og hvaðeina sem íþyngir. Best er að hafa samband beint við prest í gegnum síma eða tölvupóst, sjá hér. Hægt er að hitta okkur í safnaðarheimilunum, í heimahúsi eða ræða málin í gegnum síma. Einnig er hægt að óska eftir fyrirbæn.

Stöndum saman um að virða fyrirmæli stjórnvalda, gæta að þeim sem eru í viðkvæmri stöðu og sigrast óttalaus á hverri raun í trúnni. Uppörvandi eru ritningarorðin: Því að ég, Drottinn, er Guð þinn, ég held í hægri hönd þína og segi við þig: „Óttast eigi, ég bjarga þér“ (Jesaja 41.13).

Posted on 16/03/2020, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: