Laust starf við Egilsstaðakirkju

Sóknarnefnd Egilsstaðakirkju auglýsir laust til umsóknar starf kirkjuvarðar og meðhjálpara við kirkjuna. Um er að ræða 50% starf, sem laust er frá 1. janúar 2018.

Í starfinu felst m.a. almenn ræsting og umhirða kirkjuhússins, undirbúningur og aðstoð Egskirkjavið ýmsar kirkjulegar athafnir, innkaup og umsjón með útleigu og bókun viðburða í kirkjunni. Vinnutími er óreglulegur og að nokkru leyti eftir samkomulagi. Um launakjör fer eftir kjarasamningi.

Nánari upplýsingar veita Þorgeir Arason, sóknarprestur, í síma 847-9289, og Jónas Þór Jóhannsson, formaður sóknarnefndar, í síma 893-1001.

Umsóknir berist á netfangið jonas.thor@simnet.is fyrir 10. desember nk.

 

Starfslýsing fyrir kirkjuvörð við Egilsstaðakirkju   Gildir frá 1. sept. 2016 að telja

  1. Kirkjuvörður annast þrif og umhirðu í kirkju og ber ábyrgð á, að snyrtimennska og virðing fyrir starfsemi kirkjunnar sé þar í öndvegi.
    1. Vikuleg þrif eða oftar eftir þörfum: öll salerni þrifin, öll gólf ryksuguð og skúruð eftir þörfum. Umhirða í eldhúsi (frágangur, þvottur á tuskum og dúkum o.fl.).
    2. Afþurrkun eftir þörfum (þó eigi sjaldnar en mánaðarlega).
    3. Önnur þrif fyrir athafnir/viðburði og önnur stærri þrif, ákveðin í samráði við sóknarprest hverju sinni.
    4. Umsjón og ábyrgð á að safnaðarheimili sé þrifið.
  2. Kirkjuvörður hefur umsjón með útleigu og bókun viðburða í safnaðarheimili og kirkju, heldur utan um dagbók og rafræna skráningu viðburða og innheimtir leigugjald eftir ákvörðun sóknarnefndar, enn fremur STEF-gjald af gjaldskyldum tónleikum. Sé kirkjan leigð út til aðila henni óskyldri er kirkjuvörður jafnan þar til staðar og innheimtir eigin laun fyrir þá vinnu með reikningi til leigutaka auk þess að innheimta leigugjald kirkjunnar. Teljast vinnustundir við slík tilefni því ekki til almennra vinnustunda kirkjuvarðar en þó skráðar í dagbók.
  3. Kirkjuvörður hefur umsjón með almennu eftirliti og viðhaldi á kirkju og innanstokksmunum, annast sjálfur minni háttar viðhald og kallar fagmenn til starfa við það eftir þörfum.
  4. Kirkjuvörður undirbýr, aðstoðar við og gengur frá eftir kirkjulegar athafnir. Þar með talið:
    1. Annast útfararstjórn
    2. Sinnir meðhjálparastarfi við guðsþjónustur eftir nánara samkomulagi við sóknarprest
    3. Undirbýr fermingar með presti og hefur umsjón með kyrtlum
    4. Aðstoðar kirkjukór
    5. Hefur umsjón með messukaffi í samráði við prest og sjálfboðaliða hverju sinni
    6. Undirbýr og aðstoðar við hjónavígslur
    7. Annað eftir nánari ákvörðun sóknarprests. Að jafnaði er þó ekki þörf á að kirkjuvörður sé viðstaddur skírnir utan guðsþjónustu, barnastarf í kirkjunni eða annað almennt safnaðarstarf.
    8. Um kirkjulegar athafnir og umhirðu kirkjunnar vísast að öðru leyti til bókarinnar „Þjónar í húsi Guðs“, einkum 4. kaflans „Hlutverk þjóna í þjónustunni.“
  5. Kirkjuvörður annast innkaup fyrir kirkju og safnaðarheimili og ber ábyrgð á að til staðar séu þær rekstrarvörur sem á þarf að halda í starfi safnaðarins.
  6. Kirkjuvörður dregur upp fána við kirkjuna alla þá daga sem guðsþjónustur og aðrar athafnir fara fram í kirkjunni, og á öðrum íslenskum fánadögum skv. forsetaúrskurði.
  7. Kirkjuvörður situr mánaðarlega starfsmannafundi og stuðlar fyrir sitt leyti að góðu samstarfi innan kirkjunnar og að farsælu skipulagi safnaðarstarfsins.
  8. Kirkjuvörður ber ábyrgð á snjómokstri við kirkjuna.
  9. Kirkjuvörður hefur umsjón með lyklum að kirkjunni og lánar þá og heldur skrá þar um í samráði við sóknarnefnd og sóknarprest.
  10. Kirkjuvörður er bundinn þagnarskyldu um hvaðeina sem hann fær vitneskju um eða verður áskynja í starfi sínu og leynt skal fara.
  11. Kirkjuvörður hefur sveigjanlegan en óreglulegan vinnutíma og hægt er að kveðja hann til starfa helgidaga jafnt sem aðra daga. Kirkjuvörður skal reglulega skila sóknarnefnd og sóknarpresti skráningu yfir vinnutíma sinn og hvernig honum er varið og fær greiddar yfirvinnustundir samkvæmt þeirri skráningu.

Posted on 23/11/2017, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: