Fréttatilkynning
Jólasjóður Héraðs, Borgarfjarðar, Seyðisfjarðar og Djúpavogs
Rauði krossinn, Þjóðkirkjan, AFL starfsgreinafélag og Lionsklúbburinn Múli hafa síðustu ár tekið höndum saman og látið fé af hendi rakna í jólasjóð sem starfræktur er í samvinnu við félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Einnig hefur styrkjum verið safnað frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum í sjóðinn. Markmið Jólasjóðsins er að styrkja fjölskyldur og einstaklinga á Fljótsdalshéraði, Borgarfirði, Seyðisfirði og Djúpavogi sem búa við þröngan kost og létta þannig undir fyrir jólahátíðina. Á síðasta ári var úthlutað úr sjóðnum 2,5 milljónum í formi inneignarkorta í Nettó og Bónus og rann aðstoðin til 55 heimila.
Engin breyting verður á söfnun í jólasjóðinn í ár og hægt er að styrkja sjóðinn með því að leggja inn á reikning 0175-15-380606 kt. 530505-0570 en söfnunarreikningurinn er í nafni Safnaðarsamlags Egilsstaðaprestakalls (ekki er tekið við gjöfum eða mat).
Þeim sem styrkt hafa sjóðinn síðustu ár, þökkum við kærlega fyrir stuðninginn.
Nánari upplýsingar veitir Björn Ármann Ólafsson, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Austurlandi, bjorn.armann@redcross.is eða í síma 864-6753.
Posted on 23/11/2017, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0