Aðventukvöld í Kirkjuselinu miðvikudagskvöld 30. nóvember kl. 20
Aðventukvöld Ássóknar í Fellum verður í Kirkjuselinu miðvikudagskvöldið 30. nóvember kl. 20.
Barnakór Fellaskóla syngur jólalög. Fermingarbörn og stúlkur úr TTT sýna helgileik.
Kór Áskirkju syngur og leiðir almennan söng undir stjórn Drífu Sigurðardóttur, organista.
Ræðumaður kvöldsins er Þór Ragnarsson.
Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.
Fermingarbörn aðstoða.
Kaffi og smákökur í lokin.
Verið hjartanlega velkomin á aðventukvöldið í Kirkjuselinu.
Posted on 28/11/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0