Aðventutónleikar Kammerkórs Egilsstaðakirkju

Aðventutónleikar Kammerkórs Egilsstaðakirkju verða haldnir í Egilsstaðakirkju fyrsta sunnudag í aðventu, þann 27.kammerkor-adventa-2016 nóvember klukkan 17:00. Kammerkór Egilsstaðakirkju er sex ára og er eini starfandi kammerkór Austurlands. Stjórnandi kórsins er Torvald Gjerde. Hann sinnir einnig undirleik ásamt hljóðfæraleikurum af Héraði og niður af fjörðum.

Á efnisskránni er að finna ýmsar aðventu- og jólaperlur, eins og Hátíð fer að höndum ein, Það aldin út er sprungin, Panis angelicus, In dulci jubilo, Laudate dominum, Slá þú hjartans hörpustrengi, White Christmas og margt fleira.

Miðaverð er aðeins 1.500 krónur, 1.000 krónur fyrir öryrkja, eldri borgara og námsmenn. Frítt fyrir grunnskólabörn. Enginn posi.

Posted on 24/11/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: