Gospelmessa í Egilsstaðakirkju 6. nóv.
Sunnudaginn 6. nóvember verður gospelmessa í Egilsstaðakirkju kl. 20:00 um kvöldið. Stúlknakórinn okkar flotti á Egilsstöðum, Liljurnar, sér um að syngja og leiða létta lofsöngva. Kórstjóri Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir. Tryggvi Hermannsson við flygilinn. Sóknarprestur leiðir stundina og predikar. Messuþjónar lesa ritningarlestra og bænir. Meðhjálpari Ásta Sigfúsdóttir. Kaffisopi eftir messuna. Allir velkomnir.
Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 10:30 í Egilsstaðakirkju og kl. 11:00 í Seyðisfjarðarkirkju.
Posted on 03/11/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0