Helgihald 30. október
Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 10:30 – líf og fjör!
Messa kl. 18:00. Sr. Þorgeir Arason predikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar og fermingarbörn lesa ritningarlestra og bænir. Kór Egilsstaðakirkju syngur, organisti Torvald Gjerde. Haustsúpa að hætti Ástu Sigfúsdóttur kirkjuvarðar og sjálfboðaliða borin fram í kirkjuvængnum eftir messu. Súpan er í boði kirkjunnar en tekið við frjálsum framlögum til barna- og unglingastarfs kirkjunnar. Allir velkomnir.
Seyðisfjarðarkirkja:
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í kirkjunni kl. 11. Biblíusaga, Rebbi og Vaka og mikill söngur. Umsjón hefur Arna Magnúsdóttir ásamt aðstoðarleiðtogum. Djús og ávextir í safnaðarheimili eftir stundina.
Taize-messa kl. 20. Kór kirkjunnar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti og kórstjóri er Tryggvi Hermannsson. Í messunni minnumst við þeirra og biðjum fyrir þeim sem hafa látist og þjást vegna stríðsátakanna í Sýrlandi.
Posted on 27/10/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0