Kirkjuklukkurnar hringja fyrir Aleppo

Seyðisfjarðarkirkja

Seyðisfjarðarkirkja

Kirkjuklukkur víða um land heyrast hringja þessa dagana kl. 17:00, til og með mánudagsins 31. október. Ástæða þessa er að vekja athygli á ástandinu í Sýrlandi og til að minnast þeirra sem hafa látist og til fyrirbæna fyrir alla hina. Kirkjurnar á Borgarfirði, Egilsstöðum, Eiðum og Seyðisfirði taka þátt í þessum samstöðu- og fyrirbænahringingum.

Eins og fréttir herma er saklaust fólk limlest eða lætur lífið í stríðsátökunum í Aleppo í Sýrlandi þessa dagana. Ráðamenn virðast ekki geta fundið lausn til friðar og uppbyggingar. Við viljum vekja sem mesta athygli á þessu átaki til að alþjóðasamfélagið ranki við sér og krefjist þess að lausn verði fundin. Það getur ekkert réttlætt þjáningar barna og óbreyttra borgara í Aleppo.

Framtakið á upphaf sitt að rekja til finnska prestsins Teemu Laajasalo í Kallio sókn í lútersku kirkjunni í Finnlandi. Honum sveið ástandið, eins og okkur öllum, og ákvað að klukkum í hans kirkju skyldi hringt daglega kl. 17 frá 12. til 24. október, en 24. október er dagur Sameinuðu þjóðanna. Á Íslandi hringjum við klukkunum frá 24. til 31. október, en það er siðbótardagurinn.

Þessi hugmynd hefur breiðst út og á vefnum http://bellsforaleppo.org/ má sjá að kirkjurnar í Svíþjóð, Bretlandi og víða í Evrópu hafa gert slíkt hið sama

Posted on 25/10/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: