Krílasálmar í Egilsstaðakirkju
Krílasálmar verða í boði í haust í fyrsta skipti í Egilsstaðakirkju!
Þetta er tónlistarnámskeið fyrir u.þ.b. 3-12 mánaða börn og foreldra þeirra þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva börnin. Það er spilað á hljóðfæri og sungið fyrir þau, þeim vaggað, dansað með þeim og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni sem hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska þeirra. Slík námskeið hafa verið í boði í kirkjum bæði á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár og notið vinsælda. (Myndirnar eru frá krílasálmanámskeiðum í Hallgrímskirkju og Lindakirkju.)
Leiðbeinandi í Egilsstaðakirkju verður Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir söngkennari og Torvald Gjerde leikur á píanó og orgel. Tímarnir hér verða á föstudögum kl. 11:15-12:00. Fyrst verða í boði kynningartímar 14. og 21. október sem kosta 2000 kr. tveir tímar. Ef þátttaka er næg verður framhald alla föstudaga í nóvember, fjórir tímar á kr. 3000 og þar með hægt að ljúka venjulegu námskeiði sem er 6 skipti. Skráning í kynningartímana er hjá sóknarpresti á póstfanginu: thorgeir.arason (hjá) kirkjan.is.
Posted on 04/10/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0