Helgihald sumarsins í máli og myndum
Messað var um hverja helgi í prestakallinu í sumar, í þéttbýli, í sveitakirkjum og undir berum himni. Hér eru nokkrar myndir frá messum sumarsins.
Sjómannadagurinn á Borgarfirði
Þann 5. júní var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víða um land.
Á Borgarfirði eystra var guðsþjónusta við smábátahöfnina í blíðu veðri.
Organisti var Jón Ólafur Sigurðsson og kór Bakkagerðiskirkju, Bakkasystur, leiddu sönginn. Prestur var Ólöf Margrét Snorradóttir.
Útiguðsþjónusta á Jökuldal
Þann 7. ágúst var guðsþjónusta við fossinn Rjúkanda á Jökuldal. Veður hélst þurrt þó ekki hafi miklu mátt muna. Nokkuð hvasst var en söfnuðurinn lét það ekki á sig fá, enda vel búinn til útiveru. Eftir stundina gæddu allir sér á jólaköku og heitu kakói. Torfastaðasystkinin, Margrét Dögg, Auðna, Benedikt og Sigurjón, leiddu sönginn. Prestur var Ólöf Margrét Snorradóttir.
Valþjófsstaðarkirkja 21. ágúst
Fimmtíu ára vígsluafmæli Valþjófsstaðarkirkju var fagnað með hátíðarmessu þann 21. ágúst. Við sama tækifæri var nýtt orgel kirkjunnar tekið í notkun og það blessað í upphafi messunnar. Sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls, Þorgeir

Prófastur og prestar. Frá vinstri Davíð Baldursson prófastur, Ólöf Margrét Snorradóttir, Lára G. Oddsdóttir, Sigurður Rúnar Ragnarsson, sóknarprestur Norðfjarðarprestakalls, og Þorgeir Arason
Arason, prédikaði en prófastur Austurlandsprófastsdæmis, Davíð Baldursson, þjónaði fyrir altari ásamt Láru G. Oddsdóttur, fyrrum sóknarpresti Valþjófsstaðarkirkju, og Ólöfu Margréti Snorradóttir, presti í Egilsstaðaprestakalli. Kór Valþjófsstaðarkirkju söng undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar, organista. Að messu lokinni var kaffisamsæti í Félagsheimilinu Végarði.
Eiðakirkja 130 ára

Posted on 26/09/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0