12 sporin – opinn kynningarfundur í Egilsstaðakirkju 26. september kl. 20

Egilsstaðakirkja býður í vetur upp á sjálfstyrkingarnámskeiðið Tólf sporin – andlegt ferðalag. Tólf spora vinna hentar öllum þeim sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar í þeim tilgangi að öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu þar sem leitað er styrks í kristinni trú.

Tveir opnir kynningarfundir verða í Egilsstaðakirkju kl. 20, mánudagana 19. og 26. september, þar sem færi gefst á að kynna sér starfið. Á þriðja fundinum verður hópunum lokað og sporavinnan hefst.  Vinnan fer fram í litlum lokuðum hópum og byggist á heimavinnu fyrir hvern fund, með því að svara spurningum tengdum hverju spori. Hópurinn hittist vikulega og fer yfir efni hvers fundar. Unnið er með bókina Tólf sporin – Andlegt ferðalag.

Ekkert þátttökugjald er, annað en efniskostnaður fyrir bókina.

Opnir kynningarfundir verða einnig í Öldutúni, Seyðisfirði, mánudagana 3. og 10. október kl. 19.

Vinir í bata er hópur fólks sem hefur tileinkað sér tólf sporin sem lífstíl. Á heimasíðu þeirra má finna frekari upplýsingar um tólf sporin sem og lesa reynslusögu margra sem eru á hinu andlega ferðalagi sem tólf sporin eru.

Vertu velkominn á kynningarfund þann 19. september eða 26. september.

Posted on 23/09/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: