Opið hús fyrir syrgjendur
Opið hús syrgjendur í Kirkjuselinu 26. maí kl. 20
Síðasta fimmtudag í mánuði er opið hús í Kirkjuselinu fyrir þá sem syrgja og sakna. Um er að ræða opinn stuðningshóp sem fólk getur komið í einu sinni eða oftar. Opið hús byggir á því að þátttakendur deila reynslu hver með öðrum, tjá sig eða hlusta á það sem aðrir hafa fram að færa. Hér er því að ferðinni n.k. jafningjastuðningur eða jafningjafræðsla. Allir sem koma fá tækifæri til að tjá sig án þess að það sé nein skylda – fólk getur allt eins komið og hlustað á sögur annarra af sorgarúrvinnslu sinni. Það sem sagt er á fundinum er bundið trúnaði.
Opið hús fer þannig fram að stjórnandi hefur stuttan formála þar sem farið er yfir fyrirkomulag, þátttakendur eru minntir á að sýna hver öðrum tillitssemi og að halda trúnað. Síðan fer fram samræða í einn til einn og hálfan tíma. Á eftir er boðið upp á kyrrðarstund fyrir þau sem það kjósa.
Umsjón hafa prestar Egilsstaðaprestakalls og veita þeir frekari upplýsinga ef óskað er.
Posted on 23/05/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0