Gönguguðsþjónusta í Vallanesi
Sunnudaginn 29. maí sameinum við hreyfingu og helgihald í Vallaneskirkju í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ á Fljótsdalshéraði. Gengin verður gömul kirkjuleið í Vallanes (3,5-4,0 km) sem hefst rétt utan við Strönd. Létt ganga á jafnsléttu. Áð til lestra og söngs á leiðinni og göngunni lýkur með stuttri guðsþjónustu í Vallaneskirkju og hressingu.
Safnast saman við Vallaneskirkju kl. 10:00 að morgni sunnudagsins 29. maí og ekið að upphafsstað göngu. Guðsþjónusta hefst í Vallaneskirkju kl. 11:00 og vitaskuld er einnig hægt að koma beint þangað. Prestur er Þorgeir Arason og organisti Torvald Gjerde. Almennur söngur.
Allir velkomnir!
Posted on 24/05/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0