Önnur helgi aðventunnar, 5.-6. desember
Vallaneskirkja:
Aðventuhátíð Vallanes- og Þingmúlasókna laugardaginn 5. desember kl. 15:00 í Vallanesi. Jólasaga, hugleiðing, Kór Vallanes- og Þingmúlasókna syngur, stjórnandi og organisti Torvald Gjerde. Prestur er Þorgeir Arason. Kaffi í kirkjunni eftir stundina.
Sunnudagurinn 6. desember, annar sunnud. í aðventu
Egilsstaðakirkja:
Sunnudagaskóli í Egilsstaðakirkju 6. des. kl. 10:30, annan sunnudag í aðventu. Síðasta samvera fyrir jól. Saga, jólasöngvar, brúðurnar og límmiðinn á sínum stað. Heitt súkkulaði og piparkökur eftir stundina.
Aðventuhátíð Egilsstaðakirkju sama dag kl. 18:00. Stundin hefst á að tendrað verður á ljósum jólatrésins fyrir utan kirkjuna. Barnakór og Kór Egilsstaðakirkju og Stúlknakórinn Liljurnar, ræðumaður Sigríður Herdís Pálsdóttir leikskólastjóri, Árni Friðriksson flytur jólaljóð, ljósaþáttur fermingarbarna. Organisti Torvald Gjerde, barnakórstjóri Øystein Magnús Gjerde, kórstjóri Liljanna Margrét Lára Þórarinsdóttir, undirleikari Tryggvi Hermannsson. Sr. Þorgeir Arason leiðir stundina.
Hjaltastaðarkirkja:
Aðventuhátíð Eiða- og Hjaltastaðarsókna kl. 14:00. Hátíðleg stund fyrir alla fjölskylduna. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, söngfólk kirknanna syngur, Suncana Slamning organisti, Charles Ross fiðla, Áslaug Sigurgestsdóttir flauta. Meðhjálpari er Hildigunnur Sigþórsdóttir. Kaffiveitingar í Hjaltalundi eftir stundina í boði Kvenfélagsins Bjarkar í tilefni af útgáfu bókar um sögu félagsins.
Kirkjubæjarkirkja:
Aðventustund Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna að Kirkjubæ kl. 15:00, annan sunnudag í aðventu. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna syngur, kórstjóri og organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Prestur er Þorgeir Arason. Minnt er á jólasamveru Kvenfélags Hróarstungu í Tungubúð eftir stundina í kirkjunni.
Seyðisfjarðarkirkja:
Sunnudagaskóli í Seyðisfjarðarkirkju 6. desember kl. 11. Umsjón hafa Arna, Sigríður og góðir leiðtogar. Saga jólanna, mikill söngur og kirkjubrúðurnar. Eftir stundina málum við piparkökur í safnaðarheimilinu. Verið velkomin.
Valþjófsstaðarkirkja:
Aðventukvöld kl. 20:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina, Kór Valþjófsstaðarkirkju syngur, stjórnandi og organisti er Jón Ólafur Sigurðsson.
Verið velkomin til kirkju!
Posted on 03/12/2015, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0