Sorgin og jólin
Samvera tileinkuð jólahaldi í skugga missis og sorgar verður fimmtudaginn 26. nóvember nk. kl. 20:00 í Kirkjuselinu í Fellabæ.
Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur á Fáskrúðsfirði, talar til okkar um efnið „Sorgin og jólin“ og er boðið upp á umræður um efnið í framhaldinu.
Drífa Sigurðardóttir og félagar úr Kór Ássóknar flytja tónlistaratriði, boðið verður upp á kaffi og dagskránni lýkur með stuttri bænastund þar sem hægt verður að tendra ljós í minningu ástvina.
Allir velkomnir.
Posted on 25/11/2015, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0