Kvöldmessa í Valþjófsstaðarkirkju 2. ágúst kl. 20
Vertu hjá oss, Drottinn, því að kvölda tekur og degi hallar. Amen.
Sunnudagskvöldið 2. ágúst kl. 20 verður messa í Valþjófsstaðarkirkju í Fljótsdal. Séra Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar fyrir altari og organisti er Jón Ólafur Sigurðsson og leiðir hann jafnframt almennan safnaðarsöng. Eftirfarandi sálmar verða sungnir: 592 Nú hverfur sól í haf, 926 Á hverjum degi og 587 Vér lofum þig Kristur. Verið velkomin til messu.
Valþjófsstaðarkirkja var vígð 3. júlí 1966 en Valþjófsstaður hefur kirkjustaður frá tólftu öld. Lesa má nánar um Valþjófsstaðarkirkju hér.
Posted on 30/07/2015, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0