Útiguðsþjónusta við Laugarfell 9. ágúst kl. 14
Sunnudaginn 9. ágúst kl. 14 er útiguðsþjónusta við Laugarfell.
Laugarfell er rétt norðan við fjallið Snæfell. Bundið slitlag er alla leið, nema afleggjarann að skálanum, svo greiðfært er öllum bílum.
Prestur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Gylfi Björnsson frá Hofi leikur á harmonikkuna undir almennum safnaðarsöng.
Við verðum við Slæðufoss en ef illa viðrar færum við okkur í skálann.
Allir velkomnir!
Fjölmennum að Laugarfelli og eigum góða stund saman úti í náttúrunni. Munið eftir kaffinu og teppum.
Posted on 04/08/2015, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0