Hefðbundið og öðruvísi helgihald um bænadaga og páska

Bænadagar og páskar er tími sem býður okkur til íhugunar og samveru á ólíkan hátt. Þessi hápunktur kirkjuársins er fjársjóður þar sem við fáum að hittast í kringum sögu, minningu og lifandi veruleika kristinnar trúar.

Eins og áður er boðið upp á fjölbreytt helgihald í Egilsstaðaprestakalli þessa daga. Það er nóg í boði fyrir þau sem vilja hefðbundið helgihald og fyrir þau sem vilja líka upplifa öðruvísi samveru samfélagsins. Við minnum á eftirfarandi helgihald og viðburði og að það eru öll hjartanlega velkomin:

Skírdagur: Helgistund í Egilsstaðakirkju með máltíð kl. 18:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Óhefðbundin guðsþjónusta þar sem setið er við langborð í kirkjunni í bæn, lofsöng og máltíð Drottins og sameinast í kvöldverði í anda síðustu kvöldmáltíðarinnar.

Passíusálmar í tali og tónum í Bakkagerðiskirkju kl. 17:00.

Kvöldmessa í Hjaltastaðarkirkju kl. 20:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Söngfuglar kirkjunnar.

Föstudagurinn langi:

„Píslargangan í Fljótsdal“ kl. 11:00. Gengið frá Valþjófsstaðarkirkju í Skriðuklaustur. Lesið úr Passíusálmunum og píslarsögunni á leiðinni. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og Skúli Björn Gunnarsson leiða gönguna, sem er samstarfsverkefni prestakallsins og Gunnarsstofnunar.

„Sálmar og sætabrauð“ í Tehúsinu, Egilsstöðum, kl. 15:00. Sr. Kristín Þórunn, Sándor og Vírag, ásamt Halldóri Warén „prófasti“ leiða eldri og yngri sálma við fjölbreyttan undirleik.

Passíusálmar með gamla laginu fluttir í Egilsstaðakirkju kl. 17:00. Þetta er síðasta samveran á þessari dymbilviku en áður hafa Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verið fluttir í Valþjófsstaðarkirkju, Sleðbrjótskirkju, Seyðisfjarðarkirkju, Vallaneskirkju og Bakkagerðiskirkju. Það er Hlín Pétursdóttir Behrens og Austuróp! sem hafa boðið upp á þessa mögnuðu tónlistar- og trúarveislu í prestakallinu okkar.

Páskadagur:

Hátíðarmessa kl. 8:00 árdegis í Egilsstaðakirkju. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju. Morgunkaffi í Safnaðarheimili eftir messu. (Athugið: Enginn sunnudagaskóli á páskadag.)

Hátíðarmessa kl 9:00 í Seyðisfjarðarkirkju. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Rusa Petriashvili. Kór Seyðisfjarðarkirkju. Morgunkaffi í safnaðarheimili eftir messu.

Hátíðarmessa í Áskirkju í Fellum kl. 10:00. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Hlín Pétursdóttir Behrens. Kór Áskirkju.

Hjúkrunarheimilið Fossahlíð, Seyðisfirði: Páskamessa kl. 11:00 á páskadag. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Rusa Petriashvili. Kór Seyðisfjarðarkirkju.

Hjúkrunarheimilið Dyngja: Páskamessa kl. 11:15 á páskadag. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Hlín Pétursdóttir Behrens. Kór Áskirkju.

Hátíðarmessa í Kirkjubæjarkirkju kl. 11:00 – Ferming. Sameiginleg páskamessa Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna.

Hátíðarmessa kl. 14:00 í Eiðakirkju– Ferming. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju.

Hátíðarmessa í Þingmúlakirkju kl. 14:00 – sameiginleg páskamessa Vallanes- og Þingmúlasókna. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Sándor Kerekes. Sveitakórinn – Kór Vallaness og Þingmúla.

Annar dagur páska: Páska-gospelmessa í Bakkagerðiskirkju kl. 14:00. Sr. Þorgeir Arason. Tónlistarstjóri Sándor Kerekes. Bakkasystur syngja.

Verum innilega velkomin til helgihaldsins um þessa bænadaga og páska!

Myndin er af dýrgrip Egilsstaðakirkju af Jesú Kristi krossfestum og upprisnum, sem unglingar á Landsmóti Þjóðkirkjunnar unnu og gáfu.

Posted on 06/04/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: