Kyrrðarbæn í Kirkjuselinu

Vekomin í fyrstu Kyrrðarbæn ársins í Kirkjuselinu í Fellabæ, kl. 18 sunnudaginn 22. janúar. Í henni játumst við og tökum á móti nærveru og verkan Guðs innra með okkur. Við gerum það í gegnum lestur ritningarinnar, einfalda sálma og bænir.
Við megum líta á þessa stund sem áfanga á leið þar sem augu okkar opnast og athygli okkar skerpist á því að skynja nærveru Guðs á öllum tímum og í öllum aðstæðum.
Verum öll velkomin til að þiggja frið og blessun Guðs í samfélagi við hvert annað í þessari einföldu guðsþjónustu.
Posted on 19/01/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0