Sunnudagurinn 29. janúar í Egilsstaðakirkju

Sunnudagaskólinn er á sínum stað þann 29. janúar – eins og alla sunnudaga – kl. 10:30 og nú á vormisserinu hittumst við í Safnaðarheimilinu (gula húsið fyrir neðan kirkjuna). Þar syngjum við mikið, brúðurnar koma í heimsókn, við kveikjum á kertum, heyrum góðan boðskap og eigum góða stund saman. Endum alltaf á að fá okkur smá hressingu og lita mynd. Sr. Þorgeir, Sándor, Elísa, Guðný og Ragnheiður sjá um stundina.

Gospelmessa í Egilsstaðakirkju 29. janúar kl. 20:00. Orðið gospel vísar í gleðiboðskap trúarinnar og létta tónlist þar sem trúargleði og lofgjörð til Drottins er í fyrirrúmi. Að þessu sinni mun sr. Þorgeir Arason predika og leiða stundina. Sándor Kerekes verður tónlistarstjóri, Kór Egilsstaðakirkju og aðrir gospelfuglar syngja og leiða okkur öll í söng. Kaffisopi í lokin. Verum hjartanlega velkomin.

Posted on 23/01/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: