Fræðslukvöld og hópefli með fermingarfjölskyldum

Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra hittast í Egilsstaðakirkju þriðjudagskvöldið 17. janúar kl. 20 til að syngja, fræðast og leika smá!
Stór hluti af fermingarfræðslunni í Egilsstaðaprestakalli er að taka þátt í samfélaginu í kringum orð Guðs – sem við köllum messuna – og okkur finnst mikilvægt að geta talað um hvernig við upplifum það í gegnum söng og bænir. Þess vegna tökum við smá tíma í að tala um guðsþjónustuna og sálmana áður en við förum í skemmtilegt hópefli í kringum spennandi spurningar í aðstæðum daglegs lífs.
Sr. Sigríður Rún og sr. Kristín Þórunn, ásamt fræðslufulltrúa Gunnfríði Katrínu og organista Sándor, taka á móti og leiða samveruna.
P.S. Fermingarbörn eru frábær!
Posted on 16/01/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0