Messa í Egilsstaðakirkju 15. janúar

Nú er lag að skella sér í alvöru messu kl. 10.30 í kirkjunni okkar á Egilsstöðum. Kór Egilsstaðakirkju leiðir almennan söng undir leik og stjórn organistans Sándor Kerekes. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari er Auður Anna Ingólfsdóttir. Fermingarbörn aðstoða í athöfninni.
Kl. 15 verður svo guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Dyngju, þar sem sr. Sigríður Rún prédikar og Sándor og kórinn leiða gömlu og góðu sálmana.
Posted on 12/01/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0