Vorhátíð og kvöldmessa 8. maí

Egilsstaðakirkja – Sunnudagurinn 8. maí

Vorhátíð barnastarfsins

Ferð í Kirkjumiðstöðina (sumarbúðir) við Eiðavatn þar sem við ljúkum vetrarstarfinu saman.

Rúta frá Egilsstaðakirkju kl. 10:00 – Samvera hefst í Kirkjumiðstöðinni kl. 10:30

Að lokinni samveru höldum við pylsupartí, fjársjóðsleit og leikum okkur.

Skráning í rútuna á egilsstadakirkja@gmail.com í síðasta lagi föstudaginn 6. maí – einnig hægt að mæta beint á staðinn.

Öllum börnum sem tekið hafa þátt í sunnudagaskólanum og Stjörnustund í Egilsstaðakirkju og Kirkjuselinu Fellabæ í vetur er boðið til þátttöku ásamt forráðamönnum. Umsjón með stundinni hafa sr. Þorgeir, sr. Brynhildur, Torvald, Elísa og Ragnheiður. Dagskrá lýkur á Eiðum um kl. 12:00 og þá er heimferð rútu.

Kvöldmessa kl. 20:00 – Mæðradagurinn

Sr. Þorgeir Arason og Dóra Sólrún Kristinsdóttir, djákni, þjóna fyrir altari og flytja hugvekjur um móðurkærleika Guðs og um móðurhlutverkið.

Kór Egilsstaðakirkju syngur. Organisti Torvald Gjerde. Meðhjálpari Auður Ingólfsdóttir.

Kaffisopi í lokin – Verum velkomin!

Posted on 02/05/2022, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: